Morgunblaðið - 10.02.1959, Page 16

Morgunblaðið - 10.02.1959, Page 16
MORCVNBLAÐ1Ð Þriðjudagur 10. febrúar 1959 ie mim 01 °ftM4ra/YX$h T1 H eða heimskuleg. Þeirri hugsun, að hún gæti blátt áfram yfirgefið Jan, vísaði hún frá sér, eins og hverjum öðrum svikum. Jafn- framt reis veruleikinn eins og ó- sigrandi hindrun milli hennar og draumsins hennar. Fyrir örfá- um klukkustundum hafði hún verið með Jan einum í heiminum. Nú voru það hundruð manna sem áttu líf hennar, ein og hún þeirra. Hún vissi fyllilega hvað hún vildi, en hún vissi ekki lengur hvað hún gat. Hún flýtti sér að grípa hvíta heyrnartólið, jafnskjótt og sím- inn byrjaði að hringja. „Morrison'’, hugsaði hún með sér. — „Morrison að hringja frá Kaliforníu? Hvað á ég að segja? Hvernig á ég að komast hjá því að ljúga? Hvernig á ég að kom- ast hjá því að særa hann?“ Henni létti stórlega, þegar hún heyrði rödd símastúlkunnar: „Símtal við Washington, frú Mörrison". Þegar á næsta andartaki heyrði hún aðra kvenrödd: „Ég skal gefa yður samband við hr. Ritarann". „Hr. Rritarinn". — Það var alls enginn „ritari". Það var hinn látlausi, opinberi embættistitill handaríska utanríkisráðherrans. Rétt á eftir heyrðist rödd hans ajálfs í símanum: „Gott að ég náði sambandi við yður, ungfrú Cuttler. Hvernig líður yður?“ „Þökk fyrir, ágætlega". Hún gat með naumindum leynt undr- un sinni. „Ég heyri að þér hafið tekið yður nokkurra daga hvíld frá störfum. Hefði málið ekki verið jafn aðkallandi og það er, þá hefði ég beðið þess að þér kæmuð aftur. En af alveg sérstökum á- stæðum verð ég nú að mælast til þess, við yður að þér komið inn- an tveggja klukkustunda til Washington". „Hvenær, hr. Ritari? Ég er ekki alveg .... “ Hún ætlaði að nota einhver undanbrögð, ætlaði að segja að hún væri ekki vel hress. Hann greip framm í fyrir henni. „Bezt þætti mér ef þér gætuð komið með einhverri miðdegis- lestinni. Við skulum segja klukk- an tólf. Ég mætti kannske eiga von á yður á skrifstofuna mína um klukkan fimm .. . .“ „Ég hefi mína eigin bifreið", sagði hún hikandi. „Það væri allt of erfitt. Þér gætuð svo umsvifalaust farið til New York um kvöldið . . . Sælar, ungfrú Cuttler". Henni vanst ekki tiani til að svara, áður en samhandið rofnaði. Strax á eftir bað hún um sam- band við gistihúsið þar sem Jan var til húsa. „Herra Mölter er nýgenginn út með hinum gestunum", hljóðaði svarið við spurningu hennar. — „Hann kemur aftur í fyrsta lagi um klukkan tvö“. „Gætuð þér komið skilaboðum til hans?“ „Að sjálfsögðu". „Hann á von á því að ég hringi til hans. En nú verð ég umsvifa- laust að fara úr borginni. Viljið þér segja honum að ég muni hringja til hans frá Washington, stundvíslega klukkan sex“. „Og hvaða nafn á ég að nefna?“ iSkyndilega varð henni það ljóst hvað nafn hennar þýddi í New York. „Ekki neitt. Hr. Möller veit hver það er“. Hún borðaði morgunverð í skyndi, renndi augunum yfir blöð- in, las annars hugar póstinn sinn, fékk sér bað og hafði fataskipti. Hún gaf sér engann tíma til um- hugsunar. Hún reyndi ekki einu sinni að gera sér í hugarlund hvað utanríkisráðherrann, sem var henni að mestu ókunnugur, gæti viljað sér. Hún hafði með naumindum klæðst svörtu ferðafötunum sín- uin,þegar síminn hringdi. Skrif- stofan hennar í Washington vildi vita hvort hún mundi taka afstöðu gagnvart sérstöku atriði á næsta þingfundi. Hún sagði nei, en hugs unin um þeta ásótti hana meðan hún var á leiðinni niður í and- dyrið og sagði dyraverðinum að hún mundi að öllum líkindum ekki koma aftur fyrr en mjög seint um kvöldið. Hún kynnti sér járnbrautaráætl unina. Eftir hálfa klukkustund átti næsta lest að fara til Washing ton. Hún pantaði leigubifreið. Hún var komin fram í stóru vængjadyrnar, þegar hún var aft- Ux kölluð í símann. 1 þetta skipti var það Kaii- fornía. Hún bar símatólið hikandi að eyranu. „Helen, hvernig líður þér ást- in mín?“ Það var rödd eiginmanns hennar. „Þakka þér fyrir, Richard . . .“ Varð hann var við eitthvað grunsamlegt í málrómi hennar? Hann varð ekki neins var. „Líður þér vel?“ „Já, Richard. Mjög vel“. Hún minnkaðist sín fyrir hin einföldu orð. Hún minnkaðist sín fyrir að segja ekki: „Já, þakka þér fyrir. Mér líður mjög vel. Mér líður mjög vel, meðan ég er að blekkja þig og svikja". „Það er ágætt“, sagði Morri- son“. — „Satt bezt að segja, þá hefurðu gert mig áhyggjufullan núna í seinni tíð“. „Og núna geri ég það ekki leng- ur“, hugsaði hún með sér. „Var hringt til þín frá Washing ton?“, hélt hann áfram. ,Já, núna rétt áðan. Það var sjálfur utanríkisráðherrann,“ svaraði hún. „Ég veit það“. Hann hló. — „Mjög óvænt og þægileg ánægja“. „Veiztu hvað hann vill?“. Morrison hló aftur: „Hvenær hefur nokkuð það skeð, sem ég hafði ekki vitneskju um?“ „Þú veizt alls ekki neitt“, hugs- aði hún með bitrasta háði. Eða veiztu kannske hvað gerðist í litlu Broadway-gistihúsi í nótt? Þú ert svo hrokafullur, að þú mundir ekki hafa trúað því, þótt þú hefðir séð það með eigin augum gerast. Þegar samvizka hennar fór að gera vart við sig, reyndi Cangalampar // Spot - light" búdarlampar Jfekla ■4USTURSTRÆTI 14 SlMI 11687 hún að koma sökinni á þann sem fyrir svikunum hafði orðið. „Hvað er það?“, spurði hún. „Mér kemur alls ekki til hugar að ljóstra því upp við þig, hjart- að mitt“, svaraði hann. — „Ég get bara sagt þér það eitt, að þú verður að taka ákvörðun þína ein og hjálparlaust. Gerðu það sem þú álítur að sé rétt. Taktu ekkert til- 1 it til min“. Hún herpti saman varimar. „Nei“, sagði hún. — „Ég tek ekkert tillit til þín“. Hann varð enn einskis var. Á- kæran gegn honum varð ákafari í huga hennar. Muiídi hann nokk- urntíma verða nokkurs var? Hann var vissulega afbrýðisamur, en hann trúði því ekki að hún mundi nokkurntíma geta blekkt hann eða svikið. „En ég hefi líka óvæntar frétt- ir að segja þér“, sagði hann. — „Þú ert búin að vera nógu lengi ein. Og ég líka. Ég kvelst af þrá eftir þér. Óbærilegri þrá. Ég legg af stað flugleiðis snemma í fyrra- málið, áleiðis til New York. Segðu engum neitt frá þessu. Ég fæ mér svo herbergi í „Ritz“ og við verð- um eins og í brúðkaupsferð". Nú varð stutt þögn milli Kaliforníu og New York. — „Þú segir ekk- ert“. Hún beitti öllum kröftum sínum, til þess að láta röddina hljóma sem eðlilegast. „Ég ræð mér varla fyrir gleði, Richard", sagði hún. „Jæja, sem sagt á morgun. Og hamingjan fylgi þér í Washing- ton“. „Já, á morgun, Richard". Kaldur sviti glansaði á enninu á henni, þegar hún hengdi aftur upp símatólið. „Leigubifreiðin yðar, frú Morri- son“, heyrði hún rödd dyravarð- arins segja, eins og í fjarlægð. 1 bifreiðinni, sem flutti hana til „Grand Central Station“, hugsaði hún um það, hvers vegna hún hefði ekki sagt nei við Morrison. Hún reyndi að sannfæra sjálfa sig um þaf að hún vildi sjá hann, enda þótt illa gengi. Við hina risastóru járnbrautar- stöð tók bifreiðarstjórinn við öku- gjaldinu. Þett-a var ungur negri, sem var einna líkastur hnefaleika- kappanum Sugar Ray Robinson í útliti. Með hinum sérkennilega hljómleika negrarómi sagði hann: „Fyrirgefið spurninguna frú, eruð þér ekki Helen Cuttler lög- þingskona?" Helen hló hinum óþreytanlega „opinbera" hlátri sínum. „Þér skulið halda smápeningunum", sagði hún. „Það hafði mér einmitt dottið í hug“, sagði negrinn sigri hrósandi. Hún hugsaði með sér: „Og ef bifreiðastjórinn hefði nú þekkt mig klukkan þrjú i nótt“. Hún gekk á bannaðri braut. Ringul- reiðin, sem hún hafði sjálf komið sér í, umkringdi hana. Hringið- an, sem hún hafði sjálf sært fram, sogaði hana niður í djúpið. ! ! ! Hægra megin við marmarahlið- ið var innsigli Bandaríkja Ame- ríku meitlað á vegginn. Uppi yfir dyrunum stóð með smáum marm- arastöfum orðin: „State Depart- ment“. Þetta var sem sagt utanríkis- ráðuneyti Bandaríkjanna, voldug- asta lands í heimi, sem tveimur árum áður hafði unnið mesta stríð mannkynssögunnar. Innan við þessa látlausu en þó mikilfenglegu marmaraveggi réðust örlög hálfs heimsins. Hér voru teknar ákvarð 2) „Frank, ég er húinn að segja | ofbeldi útkljáir engin deilu*nál“, 1 lega hefur komtð Iram á sjó»»r-1 3) „Hvaða maður er þetta, )>ér það siðan þú varst barn, að' segir ganali maðurinn, sem skyndi > sviðið. ’Frank?" „Þetta er faðir minn“. anir viðvíkjandi árekstrum í Asíu og Afríku. Hingað báruzt trúnað- ar- og leynilegar upplýsingar frá öllum heimshlutum. Hér voru rík- isstjórnir Evrópu skipaðar. Hér voru ráðin örlög nýlenduþjóðanna. Hér gat eitt orð úrskurðað stríð eða frið í mannheimi. Það kom varla fyrir, að nokk- ur maður stigi inn fyrir þröskuld þessarrar byggingar, sem stóð til- tölulega skammt frá Hvíta Hús- inu, án þess að verða gripinn á- hrifamikilli lotningu fyrir því sem fyrir auga bar. Helen Morrison, fædd Cutler, var þar heldur ekki nein undan- tekning. Þegar hún stóð inni 1 hinu háa marmaraanddyri, til þess að boða ráðherranum komu sína, varð henni það ljósara en nokkru sinni fyrr, hversu mjög hún hafði fjarlægst upphaf ævi sinnar. Sök- um þess eins, að í þessarri bygg- ingu virtist allt hafa þann tilgang að vekja hjá gestinum lotningu og kannske ótta, fann Helen einungis til hreykni. Hún minntist litlu lyf jabúðarinnar í Springfield, þar sem hún hafði staðið fyrir innan afgreiðsluborðið, þegar hún var lítil telpa. Hún fór allt í einu að hugsa um hina rauðhærðu Silviu Parter, sem hún hafði öfundað vegna þess að bezti knattspyrnu- maðurinn í Springfield var alltaf með henni. Hún hugsaði um rit- stjóra dagblaðsins í Springfield, sem ekki hafði viljað láta hana hafa neitt „starf“. Og nú hafði utanríkisráðherra Bandaríkjanna beðið hana þess persónulega að heimsækja sig klukkan fimm e.h. Hún var enn með allan hugann bundinn við Springfiéld og liðna daga þar, þegar þjónn í svörtum einkennisfötum, eins og stiginn beint af einhverri blaðsíðunni í bókinni „Kofi Tómasar frænda", leiddi hana eftir hinum endalausa gangi, sem allur var lagður þykk- um, rauðum ábreiðum. í öllu húsinu virtist ríkja dauða þögn. Jafnvel litlu vagnarinir, ýmist hlaðnir skjölum eða tæmd- um tebollum, sem þjónarnir ýttu stöðugt á undan sér, aftur og fram um gangana — jafnvel þessir litlu vagnar þokuðust algerlega hljóð- laust áfram á gúmmihjólunum sín um. Hinar risaháu hvítu dyr opnuð- ust og Helen stóð inni í forhér- bergi ráðherrans. Á sama andartaki reis svart- klæddur maður á fætur fyrir inn- an skrifborðið sitt. 5HtItvarpiö Þriðjiudagur 10. febrúar: Fastir liðir eins og venjulega. 18.30 Barnatími: ömmusögur. 20.20 Ávarp frá Rauða krossi ís- lands (Gunnar Thoroddsen borg- arstjóri). 20.30 Daglegt mál (Árni Böðvarsson kand. mag). 20.35 Erindi: Kúba (Baldur Bjarnason magister). 21.00 Erindi með tón- leikum: Baldur Andrésson talar um íslenzk tónskáld; IV. Bjarni Þorsteinsson. 21.30 íþróttir (Sig. Sig.) 21.45 Tónleikar. 22.20 Upp- lestur: „Tvær eins, tveir eins“, smásaga eftir Guðnýju Sigurðar- dóttur (Erlingur Gíslason leik- ari). 22.35 íslenzkar danshljóm- sveitir: Neó-tríóið leikur. 23.05 Dagskrárlok. Miðvikudagur 11. febrúar. Fastir liðir eins og venjulega. — 12.50—14.00 Við vinnuna. —- 18.30 Útvarpssaga barnanna: „1 landinu, þar sem enginn tími er til“ eftir Yen Weng-ching; XII. (Pétur Sumarliðason kennari). — 18.55 Framburðarkennsla í ensku. — 19,05 Þingfréttir. — 20.30 Lest ur fornrita: Mágus-saga jarls; XIII. (Andrés Björnsson). —. 20.55 Tónleikar. — 21,15 Islenzkt mál (Jón Aðalsteinn Jónsson kand. mag.). — 21,30 „Milljón míl ur heim“; geimferðasaga, IV. þátt u.. — 22,10 Passíusálmur (14). — 22.20 Viðtal vikunnar (Sigurður Benediktsson). — 22,40 1 léttum tón: Harmonikuleikarinn Maurice Larcange leikur með Musette- hljómsveitinni í París (ptótur). —■ 23.1« Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.