Morgunblaðið - 10.02.1959, Síða 19

Morgunblaðið - 10.02.1959, Síða 19
Þriðjudagur 10. febrúar 1959 WORGZJNBLAÐIÐ 19 Unnið að byggingu sœlu húss í Herðubreiðar- lindum Frá aðalfundi Ferða■ félags Akureyrar ÁKUREYRI, 9. febr. — Ferðafé- lag Akureyrar hélt aðalfund s.l. sunnudag, Kári Sigurjónsson, form., stýrði fundi og minntist í upphafi forseta Ferðafélags ís- lands, Geirs G. Zoega, og enn- fremur eins félaga, Jóhanns M. Helgasonar, flugmanns, en þeir létust báðir hinn 4. jan. s.l. Formaður flutti síðan skýrslu um starfsemi félagsins. sem var mikil á síðastliðnu ári. Má þar nefna byggingu sæluhúss í Herða breiðalindum, ennfremur vega- bætur og flugvallamerkingu þar fremra. Byggingin var gerð fok- held á árinu og mun verða haldið áfram með framkvæmdirn ar á þessu ári. Félagið efndi til útbreiðslu- og kynningarfunda, og kvikmynda- sýninga, þar sem m.a. dr. Sigurð- ur Þórarinsson jarðfræðingur kom og flutti skýringar með kvik myndum. I félagið gengu 44 nýir meðlimir og var félagatala í árs- lok 505, þar af eru tveir ævifélag *r í Ferðafélagi íslands. Farnar voru 8 ferðir í byggðir og óbyggðir. Voru þátttakendur 161. Þrjár vinnuferðir voru farn- ar í Herðubreiðalindir. , Skýrsla formanns var löng og ýtarleg og er ekki kostur að rekja hana nánar að sinni. f lok hennar þakkaði formaður öllum þeim innan félags og utan, sem lagt höfðu félaginu mikinn og góðan stuðning á liðnu starfsári. Úr stjórn áttu að ganga þeir Kári Sigurjónsson, Karl Hjalta- son og Karl Magnússon, en voru allir endurkjörnir. Auk þeirra eru í Stjórn Jón Sigurgeirssoh og Tryggvi Þorsteinsson. í ferða- nefnd voru kjörin Björg Ólafs- dóttir, Björn Baldursson, Due Björnsson, Haraldur Magnússon, og Vernharður Sigursteinsson. Þeir Björn Þórðarson, Jón D. Ár- mannsson og Ólafur Jónsson báð- ust undan endurkosningu. Að loknum aðalfundarstörfum sýndi Sigtryggur Helgason lit- skuggamyndir frá ferðum s.l. sumar. Mikill áhugi var ríkjandi meðal fundarmanna, og þá sér- staklega fyrir að ljúka byggingu hins myndarlega sæluhúss við Iierðubreiðalindir. — vig. Willy Brandt í Washing- ton si Smáup: í Dalvíkurhöfn «kkj hefur fyrr verið „snurpað“ innan hafnargarðsijis. Upsinn var fluttur í Krossanesverksmiðjuna. Sæmileg tíð hefur verið hér, en heldur óstillt til hafsins. Bátarnir hafa róið, en fengið iítinn afla, 3—4 skippund í róðri. Þessi litli afli fer ýmist í salt eða frystihús KEA, en það hefur ekki veitt mikla atvinnu enn sem komið er. Talsverð vinna hefur verið hjá iðnaðarmönnum, sem hafa verið að ganga frá húsum, sem reist voru hér í sumar. —SPJ. Fyrsta sldðamótið hér syðra FYRSTA skíðamót vetrarins hér sunnanlands var haldið sl. sunnu dag. Var það innanfélagsmót ÍR og fór það fram í Hamragili við Kolviðarhól. Snjór var nægur og færi ágætt. Keppendur voru 20, þar af 5 utanfélagsmenn, sem boðið var til leiks, 2 frá Ar- manni og 3 frá KR. Beztum sam- anlögðum brautartíma náði Ey- steinn Þórðarson, 2. varð Úlfar Skæringsson, 3. Þórir Lárusson, Stefán Kristjánsson Á náði þriðja bezta tíma og Bjarni Einarsson sama fél. varð 4. Veðrið var allgött. Nokkur snjókoma og norðaustan kaldi. Mótstjóri var Jóakim Snæbjörnsson. Um næstu helgi verður haldið Reykjavíkurmót í svigi WASHINGTON, 9. febr. — NTB- Reuter. — Willy Brandt borg- arstjóri Vestur-Berlínar, sagði í sjónvarpsviðtali í Washington í dag, að Berlín yrði áreiðanlega höfuðborg sameinaðs Þýzkalands, áður en synir hans tveir næðu fullorðinsaldri. Brandt, sem kom til Washing- ton á laugardaginn til að eiga viðræður við bandaríska leið- toga, kvað það vera ómaksins vert að athuga gaumgæfilega hverja þá tillögu sem fram kæmi og kynni að leiða til þess, að rússneskar hersveitir yrðu kvadd ar heim frá Austur-Þýzkalandi. En ef Vesturveldin gengju að þeirri tillögu Rússa að gera Vest- ur-Berlín að frjálsu borgríki undir umsjá Sameinuðu þjóð- anna, mundu Rússar þjarma að Berlín. Brandt kvaðst þess fullviss, að evrópskir sósíalistar yrðu í efna- hagsmálum að finna einhvers konar sambland af kapítalisma og opinberu eftirliti með efna- hagslífinu, eitthvað í líkingu við DALVÍK, 10. febrúar. — í gær var dregið fyrir smáupsa hér í höfninni og fengust 80—90 mál. Það er ekki óalgengt að hér faist # , - , amáupsi 26-28 sm langur, en f SVIgI á SkíðaHlÓtl Sveit K.A. sigraði Akureyrar AKUREYRI, 9. febr. — Fyrsti hluti Skíðamóts Akuereyrar fór fram við Reithóla í Hlíðarfjalli í gær. Háð var sveitarkeppni í svigi. Alls tóku 5 sveitir þátt í keppninni, en fjórir menn eru í hverri. Ein sveit var frá K.A., tvær frá Þór og ein frá M.A. Auk þess var sveit skipuð gestum að hálfu. í henni voru tveir Sigl- firðingar og tveir Akureyringar. Brautin var 280 m. löng með 40 hliðum. Færi var nýr snjór ofan á skara. Skíðaráð Akureyrar sá um mótið, en Sigtryggur Sig- tryggsson lagði brautina. Úrslit urðu sem hér segir: Fyrst var sveit K.A., 389,8 sek.,önnur A-sveit Þórs, 421,2 sek.,þriðja sveit M.A., 578,6 sek. , Beztan samanlagðan brautar- tíma hafði Magnús Guðmundsson K.A. 79,8 sek. Aðrir í sveit K.A. voru Hjálmar Stefánsson, en hann hlaut næstbeztan brautar- tíma, 86,5 sek., Ottó Túliníus og Hallgrímur Jónsson. Skíðamót Akureyrar mun halda áfram um næstu helgi og verður þá keppt í svigi, öllum flokkum, karla og drengja. , — Vig. Bræðrafélag Laugarnessóknar heldur aðalfund sinn í kvöld. — Venjuleg aðalfundarstörf. það sem þegar tíðkaðist á Norð- urlöndum, þar sem sósíalistar væru við völd. Dulles sama sinnis Brandt sagði í viðtali við blaða menn í kvöld eftir hálftíma við- ræður við Dulles, að utanríkis- ráðherrann hefði ítrekað fyrri yfirlýsingar Bandaríkjastjórnar um, að hún sé staðráðin í að gefa ekki eftir rétt sinn í Berlín né hlaupa frá þeim skuldbindingum varðandi Berlín, sem hún hafi gefið. Brandt kvaðst hafa rætt ýmsar hliðar Berlínarmálsins við Dulles. Sraávægilegir brunar HAFNARFIRÐI. — Klukkan rúm lega 7 í gærdag var Slökkviliðið kallað að húsinu Hverfisgötu 17, en þar hafði kviknað lítils háttar í út frá kolakynntum þvotta- potti í kjallara. Hafði þil, sem hann stóð upp við, hitnað mikið og eldur komizt þar á milli þilja. Var þilið rifið á bak við pottinn, og eldurinn slökktur, en hann var smávægilegur og lítið sem ekkert tjón hlaust af. — Nokkuð hefir borið á því upp á síðkastið | að börn hafi farið óvarlega með eldspýtur og kveikt í mannlaus- um kjöllurum. Fyrir nokkru var t.d. kveikt í eldiviðarstarfla í skrifstofuhúsi Bæjaútgerðarinn- ar, en sem betur fór urðu menn varir við eldinn í tíma og gerðu Slökkviliðinu aðvart. Og í annað skiptið var kveikt í kössum, sem voru fyrir ofan sama hús. — Fyr- ir nokkru var tekið í notkun nýtt skrifstofuhúsnæði fyrir Bæjarút- gerðina í Fiskiðjuverinu, og stendur því hið gamla timbur- hús nú autt. — G.E. Debré óvinsœll í Alsír ALGEIRSBORG, 9. febrúar. _ Debré er staddur i Alsír. — f dag lagði hann blómsveig að minnis- varða fallinna hermanna. Fjöl- mennt lið hers og lögreglu var á verði, en um 2000 manns höfðu safnazt þar að og gerðu hróp að Debré og létu í ljós óánægju yfir því, að franska stjórnin hefði mildað dóma yfir þessum leiðtog- um þjóðernissinna í Alsír. Debré flutti seinna í dag ræðu í útvarp og sjónvarp. Hann sagði að stefna de Gaulles í Alsír væri hin eina rétta. Tími ósamlyndis innanlands væri liðinn. Alsír væri fullvalda franskt ríki. Bæði Múhameðstrúarmeim og Ervópu- menn ættu að berjast hlið við hlið fyrir því Alsír, sem yrði í framtíðinni. Mest riði nú á því að fá frið. Ataður auri eftir vélskóflu í GÆRKVÖLDI kom maður nokk ur með stálpaðan son sinn á rit- stjórnarskrifstofur Mbl. Líkast var, sem drengurinn hefði fallið endilangur ofan í drullopoll. Fað- ir drengsins kvað hann vera svona útleikinn eftir aurbað undan vélskóflu. Hafði drengur- inn staðið á biðstöð strætisvagn anna á Laugarnesveginum, skammt þar frá, sem borholan gaus á dögunum. Var vélskóflan að vinna þar við gröft í skurði. Hafði vélskóflukjafturinn verið látinn falla ofan í drullusvað, og gusaðist frá henni á drenginn, svo að hann varð eitt forar stykki. Faðir drengsins hafði ieitað til lögreglunnar út af þessu með það fyrir augum, að drengnum yrði bætt tjónið og föt hans hreinsuð. Var honum vísað til rannsóknar- lögreglunnar.Þar hafði hann feng ið þær upplýsingar að þetta væri rannsóknarlögreglunni óviðkom- andi, að því er faðir drengsins sagði, og því borið við, að aur- sletturnar hefðu ekki komið und- an ökutæki á ferð. Maðurinn sagði, að vélskófla þessi hefði verið skrásett með venjulegu bíla númeri, R-7605, en það virtist engu breyta. Lögreglan vildi ekki taka að sér málið af fyrrgreind- um ástæðum. Kvaðst faðir drengs ins hafa furðað sig á þessu. Camli tíminn og nýi Kvöldvaka í Sjálfstæðishúsinu miðvikudaginn 11. febr. kl. 8,30. 1. Baðstofulíf Samtalsþáttur með rímnakveðskap. Þórbergur Þórðarson segir frá , ,eilíf ðarverunni4 c. 2. Söngstjamana: GITTE. Dans. Aðgöngumiðar seldir kl. 4—6 í dag. Stúdenfafélag Reykjavíkur Eiginmaður minn KJARTAN EINARSSON Hofsvallagötu 17, andaðist aðfaranótt 8. þ.m. í Bæjarsjúkrahúsinu. Fyrir mína hönd, barna og annarra ættingja. Lilja Pétursdóttir Maðurinn minn SIGURÐUR PÉTURSSON fyrrv. bygging£ifulltrúi andaðist aðfaranótt 8. þ.m. Alberta Arnadóttir. Jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu. VIGDlSAR BJARNADÖTTUR frá Stykkishólmi, fer fram frá Akureyrarkirkju, þriðju- daginn 10. þ.m. kl. 2 e.h.. Gigý Jónsdóttir, Fjóla Jónsdóttir, Baldur Þorsteinsson, Björg og Paul Steiner og barnabörn. Jarðarför KARL L. GUÐMUNDSSONAR Vitastíg 11, er lézt á Bæjarsjúkrahúsinu í Reykjavík 3. febrúar, fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtud. 12. þ.m, kl. 2 e.h. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Vandamenn Þökkum innilega auðsýnda samúúð við andlát og jarð- arför ELlNBORGAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Arnarnúpi Börn og tengdaböm Öllum skyldum og vandalausum sendum við okkar hjartans þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og jarðarför litla drengsins okkar og bróður. ÁRNA VIÐAR Waage Oddný, Kjartan Waage og dætur Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför GESTS JÓNSSONAR frá Skeiði. Sérstaklega þökkum við þeim Bíldælingum og Dala- mönnum sem veittu ómetanlega. aðstoð við útför hans. Fósturböm. Öllum þeim sem auðsýndu samúð og hlýhug við andlát og jarðarför föður míns HALLGRlMS JÓNSSONAR Akranesi, votta ég mitt innilegasta þakklæti. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Elísabet Hallgrímsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.