Morgunblaðið - 13.02.1959, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.02.1959, Blaðsíða 1
20 siður Flugvélar fóru yfir 30 þúsúnd fersjóm. svæði í leit ab Júlí SLYSAVARNAFÉLAG Islands skýrði Mbl. svo frá í gærkvöldi, að leitinni að togaranum Júlí hefði verið haldið áfram í gær- dag við erfið skilyrði, því skyggni var aðeins 2—4 mílur. Sú leit hefur ekki borið árang- ur. Sex flugvélar tóku þátt í leitinni. WASHINGTON, 12. febrúar. -< NTB-Reuter. — Bandaríkjastjórp mun taka til gaumgæfilegrar at- hugunar tillöguna um, að Aust- ur- og Vestur-Þýzkaland hefji beinar viðræður sín á milli um framtíð Berlínar og aðra þætti Þýzkalandsvandamálsins. Tillag- an var lögð fram í öldungadeild- Inni í morgun af demókratanum Mike Mansfield, og á blaða- mannafundi seinna í dag sagði formælandi utanríkisráðuneytis- ins, að nauðsynlegt sé að kynna lér þessa tillögu ekki síður en aðrar tillögur, sem fram hafi komið um lausn á vandamálinu. Formælandinn neitaði að láta uppi, hvaða aðrar tillögur hann hefði í huga, en meðal þess sem Mansfield leggur til er það, að Sameinuðu þjóðirnar hafi yfir- umsjón með öllum samningsum- leitunum og að myndað verði belti í Mið-Evrópu þar sem ekki verði leyfð kjarnavopn. i tJr lausu lofti Formælandinn var beðinn að segja álit sitt á ýmsum getgát- um, sem fram hafa komið um væntanlegt svar Vesturveldanna til Sovétríkjanna, en það er nú í undirbúningi. Henn neitaði að segja nokkuð um þessar getgát- Dulles skorinn upp í dag WASHINGTON, 12. febr. NTB- Reuter. — Bandaríska utanríkis- ráðuneytið tilkynnti seint í kvöld, að Dulles utanríkisráðherra yrði skorinn upp við kviðsliti í fyrra- málið. Skurð»urinn verður gerður á Walter Reed-herspítalanum, þar sem Dulles var lagður inn fyrir nokkrum dögum. Kaupmannahöfn, 12. febr. Einkaskeyti til Mbl. UNDIR fyrirsögninni „Grænlands flug ekkert vandamál" segir danska blaðið „Information“ frá því, að íslenzku flugfélögin geti flogið til Grænlands allt árið, einnig við þær aðstæður sem nú ríkja, þegar flesta flugvellina van hagar um nauðsynlegustu tæki. Blaðið hefur þessa fregn frá Ritz- au-fréttastofunni, en hún hefur átt viðtal við Birgi Þorgilsson fulltrúa Flugfélags fslands í Höfn. arnar fóru yfir í gærdag var samkvæmt skeyti frá Torbay á Nýfundnalandi um 30,000 fersjó- mílur. Voru flugvélarnar búnar ratsjám og einnig voru sérstakir varðturnsmenn í flug- vélunum, sem skyggndust eftir togaranum. Slysavarnafélagið hefur snúið sér til sendiráðs Rússa hér og ur, bætti við að fregn sem birt- ist í „Washington Post“ um að Bandaríkjastjórn væri reiðu- búin að fallast á þátttöku Pól- lands og Tékkóslóvakíu í vænt- anlegri stórveldaráðstefnu, væri algerlega úr lausu lofti gripin. Þetta mál hefði alls ekki verið rætt, sagði hann. Svar í næstu viku Svar Vesturveldanna til Rússa er enn til umræðu ,og ekki er búizt við að það verði afhent fyrr en í næstu viku. í síðustu orðsendingu Rússa 10. janúar var lagt til, að haldin verði ráðstefna 28 ríkja til að ganga frá friðar- samningum við Þýzkaland, en góðar heimildir í Washington hafa það fyrir satt, að í staðinn muni Vesturveldin leggja til, að haldin verði ráðstefna utanrík- isráðherra hinna fjögurra stór- velda til að ræða Þýzkalandsmál- in í heild. LONDON, 12. febrúar. — (NTB-Reuter.) — Bretar, Grikkir og Tyrkir munu sennilega halda ráðstefnu um endanlega lausn Kýpur- málsins þegar á mánudag- inn kemur, að því er örugg- ar heimildir í London í viðtalinu bendir Birgir á hina miklu reynslu, sem íslenzkir flug- menn hafi í Grænlandsflugi, en það er í mörgu tilliti ekki ósvip- að íslandsflugi að því er snertir erfið veðurskilyrði, landslag og flugvelli, sem margir hverjir séu mjög frumstæðir. Það' er jafnvel hægt að lenda og taka sig upp frá flugvellinum í Narssarssuak eins og stendur, enda þótt útvarps- stöðin og danska flugumferða- stjórnin hafi verið flutt þaðan í fyrra. beðið það um að koma því í kring við ráðamenn austur í Moskvu að tveim rússneskum verksmiðjuskipum, sem voru á óveðurssvæðinu, en það eru 2700 smál. skip, verði heimilað að taka þátt í leitinni að Júlí. — Höfðu togarar þeir, sem komnir eru heim, sagt frá þessum rúss- nesku skipum. Fréttaritari Mbl. á Keflavíkur- flugvelli símaði í gærdag að þaðan hefði farið um kl. 4 í fyrrinótt Skymastervél frá varn- arliðinu til þátttöku í leitjnni að hinum týnda togara og hefur varnarliðið hér þá sent 3 flugvél- ar til þátttöku í leitinni að Júlí. Átta flugvélar — fjöldi togara SAMKVÆMT skeyti, sem Mbl. barst frá Reuter seint í gærkvöldi fóru átta flug- vélar frá Halifax í gær til að taka þátt í leitinni að Júlí. Af þeim voru fimm kanad- ískar flugvélar frá Green- wood og Torbay og þrjár bandarískar flugvélar frá Argentia og Goose Bay. Bandaríska strandgæzlu- skipið „Castle Rock“ stjórn- aði allmiklum fjölda togara, sem einnig' leita á svæðinu, segir í skeytinu. hermdu í kvöld, eftir að ut- anríkisráðherrar þessara þriggja ríkja höfðu haldið tveggja tíma undirbúnings- fund í dag. Skömmu áffur en .fundur þeirra hófst átti Lloyd utanríkisráðherra Breta viðræður við Macmillan forsætisráðherra og aðra ráðherra brezku stjómarinnar um sáttmál- ann, sem Grikkir og Tyrkir und- irrituðu í Ziirich í gær. Lloyd var afhent afrit af sáttmálanum, þeg- ar Averoff utanríkisráðherra Grikkja og Zorlu utanríkisráð- herra Tyrkja komu til London frá Zúrich í gærkvöldi. Bretar ánægðir. Fyrr í dag sagði Lloyd í neðri málstofunni, að Bretar væru mjög ánægðir með það, að Grikk- ir og Tyrkir hefðu nú orðið ásátt- ir í Kýpurdeilunni. Við spurningu frá Aneurin Bevan, formælanda Verkamannaflokksins í utanríkis málum, sagði Lloyd að til viðbót- ar þeim vandamálum, sem snertu gríska og tyrkneska íbúa á Kýp- ur, væri um að ræða mjög mikil- væg vandamál, sem snertu lífs- hagsmuni Breta, og það væru þessi vandamál, sem nú yrðu tek- in til umræðu. Willy Brandt Brandt er NEW YORK, 12. febrúar. — NTB-Reuter. — Wiily Brandt yfirborgarstjóri í Vestur-Berlín sagði í New York í dag, að hann væri sammála Dulles utanríkis- ráðherra um það, að frjálsar kosningar væru ekki endilega fyrsta skrefið, sem taka þyrfti til sameiningar Þýzkalands. Fyrr eða síðar yrði samt að halda frjálsar kosningar í Þýzkalandi öllu, ef sameining ætti að koma til framkvæmda, sagði Brandt. Borgarstjórinn flaug í dag frá New York til St. Louis í Illinois, en þar tekur hann þátt í hátíða- höldum í tilefni af 150 ára af- mæli Abrahams Lincolns í dag. Mun hann einnig halda fyrirlest- ur í Springfield-háskólanum. Áður en Brandt fór frá New York sagði hann, að viðræður um Kýpur Ófrávíkjanleg krafa. Lloyd sagði að fyrir lægju nokk ur vandamál, sem nauðsynlegt væri að fá samkomulag um, en umræðurnar hefðu byrjað mjög vel og gæfu góð fyrirheit. Að- spurður kvað Lloyd Breta ekki mundu slá af kröfum sínum um Framh. á bls. 2 LONDON, 12. febr. NTB—AFP — Samningur Breta og Egypta um fjárhagsuppgjör eftir atburðina við Súez-skurðinn haustið 1956, liggur nú fyrir, en samkvæmt góðum heimildum í London er nú hætta á, að hann verði ekki undirritaður. Hins vegar setja menn nú allt traust sitt á Eugene Black for- stjóra Alþjóðabankans, sem er að reyna að finna leið út úr ó- göngunum. Búizt er við niðurstöð um þeirrar viðleitni eftir tvo til þrjá daga. Það er haft eftir evrópskum blöðum, að stjórn Arabíska sam- bandslýðveldisins vilji ekki und- irrita samninginn, ef ekki verði bundinn endir á ágreining Breta og Egypta innan 48 tíma. Samningur Breta og Egypta var gerður 16. janúar sl., en brezka stjórnin gerði það að skil- yrði fyrir undirskrift sinni, að Egyptar féllust á að taka við sendinefnd í Kaíró, sem hefði rétt indi sendiráðs og ynni að því með Castro heimtar Batista framseldan HAVANA, 12. febr. NTB-Reuter. —• Stjórnin á Kúbu fór þess I dag formlega á leit við stjórnina í Dóminíska lýðveldinu, að hún framseldi Batista fyrrverandi einræðisherra á Kúbu. Tilmælin voru afhent sendiherra Dómin- íska lýðveldisins í Havana. í orðsendingunni segir að Batista sé striðsglæpamaður, en hann var einræðisherra þangað til Castro og uppreisnarmenn hans náðu völdum á eynni. bjartsýnn, sínar við bandaríska stjórnmála- leiðtoga hefðu fært sér heim sanninn um, að Bandaríkin mundu ekki bregðast íbúum Vestur-Berlínar og að hann hefði góðar fréttir að færa samborg- urum sínum. Umræður fyrir luktum dyrum Brandt sagði aðspurður, að hann væri hlynntur því að Sam- einuðu þjóðirnar veittu siðferði- legan stuðning í Berlínarmálinu, en hins vegar væri ekki æski- legt að hermenn frá Sameinuðu þjóðunum tækju við herþjónustu í Berlín í stað hermanna frá bandamönnum. Þegar hann var spurður, hvort sú frétt væri á rökum reist, að Vesturveldin hefðu í hyggju að senda lest af flutningabílum til Berlínar 27. maí til að komast að raun um hvað Rússar tækju sér fyrir hendur þegar mánaðarfrestur- inn væri útrunninn, svaraði hann því til, að hann gæti ekki sagt neitt um tæknilega hlið birgða- flutninganna til borgarinnar, en þetta mál væri nú til umræðu fyrir luktum dyrum. Brandt kvaðst sjálfur vera hægfara bjartsýnismaður og sagði, að horfurnar væru nú bjartari. Hins vegar sagðist hann ekki sjá neina Iausn á Berlínar- vandanum í náinni framtíð. egypzkum stjórnvöldum «8 hrinda samningnum í fram- kvæmd. ★-------------★ Föstudagur 13. febrúar Efni blaðsins er m.a.: Bls. 3: Maður efnishyggjunnar er 6- hamingjusamur og sjálfum sér ónógur. Sagt frá fyrirlestrum dr. Stephens C. Neilts. — í: Ungur Spánverjl sýnir { Lista- mannaskálanum (Valtýr Pét- ursson). — 8: Kvennasiða. Bridge-þáttur. — 9: Arngrimar Kristjánsson, skóla- stjóri (Minningarorð). — 10: Forystugreinarnar: — Gagnleg greinargerð og Fóiksfjölgun A ísiandi. Utan úr heimi: Attlee gcfur einkunnir. — __: Hitaveita eða kitamiðstöð. eftir Jóhannes Zoéga, verkfræðing. — 18: Fjölmennur málfundur Heim- dallar. — 19: iþróttir. *---------------------------* Leitarsvæði það ,sem flugvél- Ný tillaga um Þýzkaland fyrir Bandaríkjaþingi íslenzkir flugmenn hœf- astir til Crœnlandsflugs Viðfal í dönsku blaði Þrível d arábstefna eftir nokkra daga Góðar horfur á endanlegri lausn Kýpurdeilunnar en sér enga lausn á Berlínarvandanum Samningstilraunir Breta og Egypta stranda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.