Morgunblaðið - 13.02.1959, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.02.1959, Blaðsíða 18
\í MORCVNBL4Ð1Ð Föstudagur 13. febr. 1959 Ágœtur og fjölmennur málfundur Heimdallar í FYRSTI málfundur Heimdallar j á þessum vetri var haldinn sl. ! þriðjudagskvöld í Valhöll. For- 1 maður Heimdallar, Baldvin j Tryggvason, lögfræðingur, setti J fundinn. Skýrði hann frá því, að þegar fræðslukvöldum fé- lagsins lauk, hefði stjórn Heim- dallar ákveðið að efna til nokk- urra málfunda, þar sem enn- fremur væri leiðbeint um fram- sögn og fundarsköp. Hefðu þeir Ólafur Magnússson, Kristján Ragnarsson og Ólafur Davíðsson verið kjörnir í nefnd til þess að hrinda þessu í framkvæmd og sjá um fundina. Virtist sér af und- irbúningi þeirra og nýjungum, að góðs árangurs mætti vænta af þessum málfundum. Fól hann síðan Kristjáni Ragnarssyni j fundarstjórn en Gunnar Gunn- arsson var settur fundarritari. Næst tók til máls Ólafur Magnússon og skýrði hann nán- : ar frá fyrirkomulagi því, sem i áætlað væri að hafa á fundunum. ] Umræðuefnin yrðu valin þannig, að skoðanir manna væru nokkuð skiptar um þau og mundu 3 mæla með einhverju máli hverju sinni, en 3 á móti. Væri framsögumönn- um ætlaðar 5 mínútur hverjum til þess að flytja mál sitt, en að því loknu yrðu frjálsar umræð- ur. — Ævar Kvaran, leikari, hélt þessu næst fróðlegt og skemmti- legt erindi um framsögu. Lagði hann þunga áherzlu á, að vildi einhver verða góður ræðumaður, yrði hann að temja sér réttan og góðan framburð og hafa gott vald á málinu. Víða erlendis væri mikil áherzla lögð á að leiðbeina ungu fólki um ræðumennsku og væri það mikill galli á íslenzku 4 14. júlí 1901. — 30. jan. 1959. SÍÐASTLIÐINN mánudag var jarðsett í Fossvogskirkjugarði ekkjan Kristrún Pétursdóttir Hrísateig 4 hér í bæ. Hún andaðist 30. jan sl. | Kristrún var fædd 14. júlí 1901 að Skammbeinsstöðum í Holtum, og voru foreldrar hennar hjónin Guðný Kristjánsdóttir og Pétur Jónsson sem þar bjuggu. Hún var næst elzt tíu barna þeirra hjóna og komst því fljótt í kynni við sveitastörfin. Hún dvaldist með foreldrum sínum unz hún 1925 fluttist til Rvíkur. 1927 giftist hún Ara Helgásyni frá Hólshús- um á Barðaströnd bátsmanni á I .Goðafossi'. Samvistir þeirra voru mjög góðar, en hann dó 1938, og stóð hún þá ein uppi með syni i þeirra tvo Kristin og Helga, fá- | tæk að fjármunum en rík af ein- J beitni og ráðdeild. Hún var mjög í hög og var því eftirsóttur vinnu- kraftur : 'i, sem hún gat miðlað í frá heimilisstörfunum. En öllum kröftum sínum beitti hún að einu marki, en það var að koma sonum sínum til þroska og menntunar, og því takmarki tókst henni að ná fræðslukerfi, að engin kennsla færi fram í þeim efnum. Eftir erindi Ævars héldu allir þátttakendur námskeiðsins stutt- ar tölur um ýmisleg efni, en að þyí loknu tók Ævar Kvaran til (Erindi flutt á aðalf. Slysa- varnadeildar kvenna í Reykja- vík, af frú Sigurveigu Guð- mundsdóttur, Hafnarfirði til minningar um frú Guðrúnu Jónasson. EG leyfi mér að þakka formanni deildarinnar hér, frú Gróu Pét- ursdóttur, þá vinsemd, að bjóða mér að endurtaka hér þau fátæk- legu minningarorð sem flutt voru á afmælisfundi í Hraunprýði í vetur. Slysavarnakonur í Hafnar- firði standa í mikilli þakkarskuld við Reykjavíkurdeild kvenna. Fyrst og fremst voru það konur frá Reykjavík, sem á sínum tíma k»mu til Hafnarfjarðar, með frú Guðrúnu Jónasson í fararbroddi, til þess að stofna kvennadeild í Hafnarfirði, og varð frú Sigríður Sæland til þess að taka að sér brautryðjendastarfið í þeim mál- um í Hafnarfirði. Alltaf síðan hafa verið mikil og góð sam- skipti milli þessara tveggja ná- graiinadeilda báðum til góðs. En fyrst og fremst ber að minnast hér þeirrar ágætiskonu, sem vér allar eigum svo mikið að þakka, frú Guðrúnar Jónasson. Fyrir okkur Hafnarfjarðarkonur, voru Það sést á framansögðu að Kristrún hefur komizt í þá eld- raun sem leiddi vel í ljós úr hvaða málmi hún var gerð. Hlut- skiptisjómannskonunnarer erfjtt. Löngum dulinn ótti, og forsjá heimilis í fjarveru húsbóndans, en þetta fór henni vel úr hendi. Hún var létt í máli og glaðlynd á yfirborði, en innra svo föst fyrir að ekkert gat haggað lífs- reglum hennar um hársbreidd, ströngum heiðarleik til orða og verka. Falsleysi hennar og ein- lægni ásamt fágætri hjálpsemi þar sem hún vissi hjálpar þörf, skapaði henni miklar vinsældir, og hún var skemmtilegur og góð- ur gestur. Síðustu tíu ár ævinnar átti Kristrún við vanheilsu að stríða, en naut jafnan einlægrar ástar og virðingar sinna nánustu. Henn ar verður saknað af stórum vina- hóp, en þó sárast af aldraðri móð- ur, sem missir umhyggjusama dóttur, og sonum hennar, tengda- dætrum og barnabörnum, sem nú geta ekki talað við hana þegar vanda ber að höndum. Það er fjölmennur hópur sem blessar minningu hennar. B. K. máls og lét í ljós ánægju sína með þann hátt, er hafður væri á námskeiðinu. Fundi var slitið kl. 23.15. Annar fundur námskeiðsins verður í kvöld og hefst kl. 20.30. Verður þá til umræðu efnið: Er sanngjarnt, að konur fái sömu laun og karlar fyrir sömu vinnu? Öllum ungum Sjálfstæðismönn- um er heimil þátttaka í nám- skeiðinu. heimsóknir hennar sífeld hvatn- ing og uppörvun, til þess að vinna sem mest »g bezt að mál- um félags vors, og umfram allt hugsjónaeldur frú Guðrúnar Jón- asson kveikti ljós i sálum allra sem á hana hlýddu. Frú Guðrún skildi manr.a bezt, að þó almenn- ingur allur í landinu væri orð- inn Slysavarnafélaginu það hlyntur, að fjáröflun til styrkt- ar félagsins gengi ágæta vel, þá má ekki láta staðar numið við það eitt að telja gjafafé. Hún lagði hina meztu áherzlu á það, að hver og ein félagskona, hefði sifellt í huga hugsjónina, sem á bak við er. Hugsjón, fórnfýsi og mannúðar, sem byggist á anda kristinnar trúar, fyrst og fremst. Til þess að halda við slíkum hug- sjónum í stórum hópi fólks, þarf mikla einlægni, andagift og per- sónuleika. Allt þetta átti frú Guð- rún í svo ríkum mæli, að engum gleymist, sem á hana hafa hlust- að. En hún gerði meira en þetta. Hún lét sér ekki raægja að byggja upp félögin með sínum eigin miklu andlegu yfirburðum, held- ur hvatti hún konurnar í deild- unum til þess aS feta í fótspor hennar sjálfrar. Og þetta tókst henni svo vel, aS við fráfall henn- ar er málum skipað svo, sem bezt má verða, til þess að hið góða félagsstarf geti haldið áfram á þeirri braut, sem frú Guðrún Jónasson markaði. Frú Guðrún Jónasson var allt í senn ,mikilme»ni og góðmenni, en þeir eiginleikar fara ekki allt- af saman, sve sem kunnugt er. Saga frú Guðrúnar bíður síns höfundar, því ekki þarf neinn spámann til að sjá það, að slíkur persónuleiki sem frú Jónasson var, hlýtur aS örva vini hennar til þess að halda minningu henn- ar á lofti, á sem varanlegastan hátt, með því að skrifa ævisögu hennar. Enda ætti að verða hér hægt um vik, þar sem frú Guð- rún Jónassen lifði viðburðaríku og blessunarríku lífi. Heimildir um störf hewnar eru miklar og margvíslegar, því a ðhún var eng- in hversdagskona. Hér er hvorki staður né stund, til að rifja upp æviatriði frú ®. J. það hafa marg- ir gert, og skammt þess að minn- ast. En hér verður minnst á frú Guðrúnu Jónasson, eins og hún kom fyrir sjónir konum í deild- unum úti á landi, þegar þær sáu hana og heyrðu á þingum og mannfundum Slysavarnafélags ís lands. Það þurfti ekki að sitja lengi í þingsalnum til þess að veita frú Guðrúnu sérstaka Kristín Pétursdóttir Slysavarnakonur minnast frú Guðriinar Júnasson hygli, þó menn þekktu hana ekki áður nema að nafninu til. Það mátti segja um hana, eins og sagt er í Njálu. „Kenndu hana allir óséða“. Hún var sérkennileg á marga lund, höfðingleg í fasi, virðuleg svo af bar, og þó einkum undur- hlý í viðmóti, við ókunnu og ó- reyndu fundarkonurnar, sem þarna komu frá öllum landshorn- um. Því þannig er nú málum kom ið á landi hér, að konur taka sí- vaxandi þátt í öllum þáttum þjóð lífsins, og þá líka í fundastörf- um og þinghöldum ýmissa félaga. Enn sem komið er, hafa konur al- mennt ekki þá félagslegu reynzlu, sem karlmenn hafa öðlast, þar sem reynslutími kvenna á þeim vettvangi er mun styttri en karla. Og þó er ekki mjög langt síðan þeir fengu þá þjálfun. Nægir þvi að benda á ummæli í bréfum Jóns Sigurðssonar, þar sem hann kvart ar undan þingmönnum á Alþingi, að þeir vilji hespa þinginu af sem fyrst, en ekki láta neinn verulegan tíma fara 1 ræður og málflutning. Líka segir Jón Sig- urðsson á öðrum stað, að nú sé Guðrún Jónasson bændum þó nokkuð að fara fram í ræðuhöldum, og geti þeir nú margir hverjir haldið stuttar ræð ur blaðalaust. Jón Sigurðsson og menn hans, ólu upp ræðumenn á Alþingi ef svo mætti segja, með hvatningum og trausti á getu manna til þess að koma fyrir sig orði á opiberum vettvangi. Ein- mitt þetta sama hefir frú Guð- rún Jónasson gert fyrir konurn- ar í kvennadeildum S.V.F.Í. Aldrei verður fullmetin sú af- staða frú Guðrúnar við stofnun S.V.F.Í. að hún heimtaði eindreg- ið að konurnar yrðu x sérstökum deildum út af fyrir sig. Hún sá af framsýni sinni, að hér var fél- agsskapur að myndast, sem var einkar hentugur konum, til þess að þær gætu aflað sér félagslegr- ar reynzlu »g þrozka, einar og án stuðnings sér miklu félagsvanari manna. Hún vissi, að einmitt þetta, að konurnar urðu alger- lega að standa einar undir starfi deilda sinna á fundum, það atriði myndi knýja þær til að leggja sig allar fram á öllum sviðum í bar- áttunni fyrir gengi Slysavarna- félagsins. Frú Guðrún sjálf várð konun- um sú allra ákjósanlegasta fyrir- mynd sem völ var á, í mælsku, skipulagshæfni, rökfestu og heitri trú á sigur hins góða mál- efnis. Hvar sem til hennar heyrð- ist, báru ræður hennar af, jafn- vel á landsþingum, þar sem fjöldi ágætra mælsku- og gáfumanna létu heyra til sín. Og í skjóli þess- arar miklu konu, komu fram margar ágætar félagskonur og töluðu af snilld um málefni slysa varna. Frú Guðrún Jónasson, hinn mikli brautryðjandi og upp- alandi, hefir látið eftir sig stóran hóp ágætlega þjálfaðra og starfs- hæfara kvenna, sem nú eru þess umkomnar að halda á lofti merki slysavarnana í þeim anda sem frú Guðrún kaus að ríkja skyldi í kvennadeildunum alls staðar. En hvergi held ég að frú Guðrún hafi notið sín betur, en þegar hún stjórnaði fundum í sinni eigin deild, kvennadeild Slysavarna- félagsins í Reykjavík. Þessi mikla og góða kona bar þau einkenni sannra stórmenna, að svo fannst hverjum sem viðstaddur var, að sá væri frú Guðrúnu Jónasson hjartfólgin sérstaklega. Samúð hennar og mannúð var svo rík, að orð hennar gengu til hjarta, ein- föld og djúp, boðberar frá þeirri heiðríkju hugans sem frú Guðrún Jónasson bar hið innra. Andi hennar mótaði allt félagsstarfið, gæddi fundina innri göfgi, svo sem fágætt er. Það er mikil gæfa þeim konum sem mest hafa með frú Guðrúnu unnið, hversu mjög þær mátu hana að verðleikum. Þess vegna vitum vér, að minn- ingin um hana mun lengi lýsa því fólki ,sem tekið hefur upp merki frú Guðrúnar Jónasson. Og nú, þegar hún er öll, biðjum vér henni guðs friðar í eilífu ljósi. „Dómarinn“ verður sýndur í síðasta sinn i Þjóðleikhúsinu í kvöld. — Myndin er af Herdísi Þorvaldsdóttur í hlutverki ungu stúlkunnar og Baldvini Halldórssyni í hlutverki skáldsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.