Morgunblaðið - 13.02.1959, Blaðsíða 8
8
MORGUIVBLAÐIÐ
FSsfudaeUr 13. febr. 195§
^.J^i/enLióéin otj IteimifiÉ
Engin ný tízkuhna í ár
fatnaðurinn látlaus og
kvenlegur
UNDANFARIN ár hafa tízku-
fyrirbærin komið svo ört og borið
svo hratt fyrir, að þau hafa frem-
ur minnt á spútnika og þotur en
fatnað fyrir venjulegar, .dauðleg-
ar konur. Margar hafa líka horft
alveg ringlaðar á poka-, baloon-
og trapez-fatnaðiíin, sem geysist
á markaðinn og er svo allur á
bak og burt fyrr en varir. Þær
hafa ekki verið búnar að átca sig
fyrr en komin var ný tízka og
hreinlega gefizt upp á að elta
tízkuna og ákveðið að bíða og sjá
hvað gerðist næst. Sennilega hafa
tízkufrömuðirnir séð að ekki yrði
lengi haldið svona áfram, því
þegar tízkuhúsin í Paris opnuðu
vorsýningar sínar um síðustu
mánaðarmót, kom í ljós, að nú
eiga tízkufötin að fylgja vexti
konunnar, og ekki er einu sinni
hægt að gefa nýju tízkulínunni
neitt nafn, svo látlaus er hún. Á
næstunni á mittið að vera á sín-
um stað, ekkert að reyna að fela.
Ekki er enn hægt að birta
myndir af nýju tízkukjólunum,
því þó öll helztu tízkuhúsin
hafi opnað vorsýningar sínar um
mánaðarmótin, leyfa þau ekki að
birtar séu myndir af nýju tízku-
fötunum fyrr en eftir 25. febrúar.
Mittið hefur aldrei fengið að
vera í friði undanfarin ár, það
hefur ýmist verið fært upp undir
hendur eða niður á mjaðmir, ef
það hefur yfirleitt mátt sjást. Nú
á það aftur á móti að vera á sínum
stað, og belti notuð til að leggja
áherzlu á það. Þegar ekki eru
höfð belti eru kjólarnir aðsniðnir
í mittið. Notuð eru hverskonar
belti, allt upp í 10—15 cm breið.
Leðurbelti eru einkum í tízku.
Kjólfaldurinn
Undanfarin ár hefur kjólfald-
urinn alltaf verið að færast upp
á við, svo að mörgum var farið
að þykja nóg um. í vor reyndi
St. Laurent að spyrna við fótum,
og allur tízkufatnaðurinn hans
var nokkrum cm síðari en hinna
tízkufrömuðanna. Og nú er greini
legt að hann ætlar að verða eins
valdamikill í tízkuheiminum og
Dior, fyrirrennari hans, því hinir
hafa í ár farið að dæmi hans og
síkkað kjólana aftur um 3—4 cm.
Pilsin eiga að ná vel niður fyrir
hné og hylja þau.
Barmurinn
Nú er hvorki reynt að gera
barminn fyrirferðarmikinn né
flatan, eins og undanfarið. Brjóst-
haldararnir eru litlir og rúnnaðir.
Hálsmálið er venjulega vítt.
Axlir og hálsmái
Nýju tízkufötin eru ofurlítið
stoppuð á öxlunum, svo þær verði
svolítið breiðari en mittið.
Mjaðmalínurnar eru hafðar ával-
ar.
Hálfsíðar ermar virðast nú
mest í tízku, enda klæðilegastar
fyrir flestar konur. Mikið ber á
hálfermum á kápum og drögtum.
Stuttar ermar eru líka mikið not-
aðar, einkum á kyöldkjóla.
Litir
Sniðið á tízkufötunum er sem
sagt látlaust, en í staðinn kemur
mikil litadýrð. Ýms litbrigði af
gulu og bláu og rauðu sjást á
öllum stóru sýningunum, og talað
er um að sykursætir, væmnir litir
eigi nú reglulega upp á pallborð-
Ekki eru komnar myndir af
nýju tízkusýningunum, en
tízkukjólarnir munu líta
eitthvað svipað þessu
þessu sinni — með belti
víðu hálsmáli og hálfermum
út
að
ið hjá þeim, en lítið ber á svörtu
í þetta sinn.
Dragtirnar
Dragtirnar eru alltaf stór liður
á vorsýningunum. Þær eru ekki
mjög frábrugðnar drögtunum frá
i fyrra. Jakkarnir eru stuttir og
víðir. Bolerojakkar eru í tízku
og stundum er látin sjást ræma
af blússunni (sem gjarnan er rós-
ótt) milli pilsins og jakkans. Á
Síðan vortizkan kom fram . París, hefur salan á beltum stór-
aukizt i verziunum i Danmörku. Konur koma nú unnvörpum
í búðirnar, tii að kaupa beiti á pokakjólana sína og til að hylja
með samskeytin. þar sem peysan er girt ofan í pilsið. Einnig
viija pær fá breið leðurbelti i stað mjóu beltanna. Leðurbeltin
•ru sem sagt hæstmóðins, og það alla vega lit belti.
Dragtir, sem hægt er að stinga í þvottabalann og fara í um
leið og þær þorr.a, eru ekki á hverju strái. Þetta er ein slík.
Dragtin er úr svokölluðu „acrilan-tweedi“, en það er að hálfu
gerviefni og að hálfu ullarefni. Efnið er mjúkt og fínlegt, ljós-
blátt og svart. Jakkinn er frumlegur að því leyti, að hann er
síðari að aftan en framan.
Ensk vordragt, sem hægt er
að nota sem kjól. — Efnið
krumpast ekki og það er
auðvelt að þvo það. Dragtin
er frá Dorvilie.
sumum drögtunum eru kragar,
sem hægt er að bretta upp og
nota fyrir hettu. Eins og undan-
farin ár eru hálfsíðar kápur með
samlitum pilsum í tízku.
Hattar
Hugmyndaflug tízkufrömuðanna
virðist hafa beinst að höttunum
í þetta sinn. Þeir eru af öllum
gerðum, íburðarmiklir, litríkir og
gerðir úr margs konar efnum. Það
eru litlar koílhúfur, trumbuhatt-
ar, bjölluhattar, heil hrúga af
blómum og fjöðrum og fjölda
margar fleiri gerðir.
*V
♦ *
BRIDCE
FJÓRUM umferðum er nú lokið
í tvímenningskeppni meistara-
flokks hjá Bridgefélagi Reykja-
víkur og er röð fjögurra efstu
paranna þessi:
Stefán og Gunnlaugur 959 stig
Ásmundur og Jóhann 957 —
Margrét og Laufey 950 —
Hallur og Vilhjálmur 935 —
Fimmta og síðasta umferð fer
fram nk. þriðjudag og verður
spilað í Skátaheimilinu við
Snorrabraut.
★ ★ ★
Úrslit í 4. umferð sveitakeppni
meistaraflokks hjá Bridgefélagi
kvenna urðu þessi:
Unnur vann Lovísu 43:28
Vigdís vann Elínu 55:19
Eggrún vann Þorgerði 63:32
Margrét vann Ástu G. 62:28
Dagbjört vann Ástu B. 56:31
Úrslit í 5. umferð:
Lovísa vann Ástu B. 57:33
Dagbjört vann Þorgerði 62:22
Éggrún vann Margréti 45:31
Vigdís vann Ástu G. 71:44
Elín vann Unni 48:28
Að fimm umferðum loknum
eru sveitir þeirra Eggrúnar og
Vigdísar 'efstar og jafnar, hafa
báðar unnið alla fimm keppi-
nautana. í næstu umferð, sem
spiluð verður í kvöld í Sjó-
mannaskólanum munu sveitir
Eggrúnar og Vigdísar eigast við
og má búast við mjög spennandi
og skemmtilegum leik.
★ ★
í 6. umferð sveitakeppni meist
araflokks hjá Tafl- og bridge-
klúbbnum fóru leikar þannig:
Björn vann Jón 51:38
Hjalti vann Svavar 66:51
Björgvin vann Ragnar 65:50
Zophus vann Ingólf 93:41
♦ *
A*
Hákon vann Leif 85:38
★ ★ ★
Eins og áður hefur verið getið
hófst heimsmeistarakeppni í
bridge sl. laugardag með þátt-
töku sveita frá Argentínu, Ítalíu
og Bandaríkjunum. 164 spil
verða spiluð milli sveita og lýkur
keppninni nk. sunnudag.
Núverandi heimsmeistarar eru
ítalir.
★ ★ ★
Eftir að spiluð höfðu verið 36
spil milli sveita, stóðu leikar
þannig:
Bandaríkin — Italía 37:34
Bandaríkin — Argentína 54:43
ítalía — Argentína 49:33
Eins og sést á þessum tölum,
þá er keppnin mjög jöfn og
hörð, og þá sérstaklega milli
Bandaríkjamanna og ítala.
★ ★ ★
Sigurvegarar í nýafstaðinni
tvímenningsmeistarakeppni USA
urðu frú D. B. Hawes og dr. John
W. Fisher. 284 pör tóku þátt í
keppni þessari og voru þar sam-
ankomnir ffestir beztu spilarar
Bandaríkjanna. í öðru sæti urðu
hinir vel þekktu Alvin Roth og
Tobias Stone. Þó þau frú Hawes
og dr. Fisher séu bæði vel þekkt
innan Bandaríkjanna var þetta
í fyrsta sinn, sem þau hlutu
meistaratitil. Frú Hawes er ritari
The American Contract Bridge
League, en dr. Fisher er sálfræð-
ingur. — Spilið, sem hér fer á
eftir, kom fyrir í keppni þessari
og voru þau dr. Fisher og frú
Hawes N og S og með því að
villa fyrir andstæðingunum tókst
þeim að ná í „topp“.
Suður (frú Hawes) spilaði 2
spaða, eftir að austur hafði sagt
hjarta.
★ 984
V D 10
★ K 10 9 7
★ Á D 10 4
★ Á
V Á G 6 4 2
★ D 4 3
★ K 7 5 2
★ 753
V 9 5 3
★ ÁG863
★ 9 3
N
V A
S
K D G 10 6 2
K 8 7
5
G 8 6
Vestur lét út hjarta níu, sem var
drepin með tíu í borði. Austur lét
gosann og suður drap með kóngi.
Nú virðist sem A-V fái 4 slagi (3
ásar og laufa-kóngur), en frú
Hawes taldi rétt að reyna að fá
aukaslag. Tígulfimm var látið út.
Vestur drap með ás og lét út
laufa níu, sem var drepin með ás
í borði. Nú var tigulkóngur tek-
inn og laufa gosa kastað í og
því næst var laufafjarka spilað.
Austur var nú í vanda og eftir
langa umhugsun drap hann með
laufasjöi og þannig fékk suður á
laufaáttuna og vann 4 spaða og
fékk „topp“ fyrir.
Handavinnukeiinsla
Get nú bætt við nokkrum nemendum í handavinnu.
Hef góð sambönd, að útvega tízkuefni (köo).
Nánari upplýsingar föstudag kl. 2—5 e.h. í
síma 3-21-07.
RAGNH. G. THORARENSEN
Ægissíðu 54