Morgunblaðið - 13.02.1959, Blaðsíða 12
12
MORGTJIS BL AfílÐ
Föstudagur 13. febr. 195?
Fjöldi glæsilegra verzlana hefir veriff sett á stofn hér í Reykjavík á síðustu árum og gamlar
verzianir breytt um búning. Hér er mynd af þeirri nýjustu, stórverzluninnj Austurveri við
' Miklubrau
Sr. Jón Brandsson
KIRKJAN á Kollafjarðarnesi er
reist á traustum blágrýtiskastala,
þar er og hátt til lofts og vítt
til veggja. En í þöglu kyrru um-
hverfi sínu, tign sinni og mjúk-
um línum bendir hún sjáandan-
um til þeirra heima, sem grunn-
urinn er enn traustari — víðsýn-
íð enn meira.
Kollafjarðarneskirkja má tlej-
ast minnisvarði hins nýlátna
prestaöldungs sér Jóns Brands-
sonar.
Á fyrstu prestskaparárum sin-
um í Tröllatunguprestakalli og
fyrir hans atbeina var kirkja
byggð á Kollafjarðarnesi — og
þar með sameinaðar Fells- og
Tröllatungukirkjur með því að þá
var Kollafjarðarnes gjört að
prestsetri
Séra Jón Brandsson vígist til
Tröllatunguprestakalls árið 1904
— tæplega þrítugur að aldri. Þar
höfðu forfeður hans verið prest-
ar í um 70 ár — þeir feðgar séra
Hjálmar Þorsteinsson og Björn
sonur hans
Fyrstu dvalarár sín i presta-
kallinu átti séra Jón heima á
Broddanesi — en vorið 1908 sett-
ist hann að á Kollafjarðarnesi,
sem eins og að framan getur var
lögákveðið prestsetur. Næsta ár
var svo kirkjan byggð þar — er
hún því nú í ár 50 ára. I þessu
musteri sínu og safnaðarins hafði
hann unnið flest hin kirkjulegu
störf — flutt söfnuði sínum í gleði
hans og sorg — boðskap og bless-
un þess máttar er alls staðar
ræður og ríkir. —r Hann boðaði
hann sem kærleiksríkan föður
og hjápara í öllu, góðu og göfúgu
starfi í sameind, safnaðarlífi —
fjölskyldu — samstarfi milli ná-
granna, þjóðarinnar, mannkyns-
ins.
Séra Jón var hlédrægur, vildi
lítt láta á sér bera — en hann
var eins og sagt er þéttur á velli
Og þéttur í lund — og það var
hann jafnt í kirkju — sem hvers-
dagslega. Honum var kært að fá
menn til viðræðna við sig um
ýms þau málefni er efst voru á
baugi — og var hann þar oft
rökfastur. — Hann vildi fá sem
flesta fleti málsins séða. Hann
var leitandinn að því sannasta
og réttasta, því var kveðju-
haudtakið hlýtt og innilegt.
Séra Jón var fæddur að Prest-
bakka í Hrútafirði 24. marz 1875.
Foreldrar hans voru sér Brandur
Tómasson prestur á Prestbakka
og síðar í Ásum í Skaftártungum
og seinni kona hans Valgerður
Jónsdóttir hreppstjóra Jónsson-
ar á Skriðnesenni.
Fimm ára að aldri flytur hann
með foreldrum sínum austur að
Ásum í Skaftártungum, þar dvel-
ur hann um 12 ára bil — eða þar
til faðir hans andast og móðir
hans ásamt börnum snum fiytur
á fornar slóðir, þar sem systkini
hennar og ættfólk þeirra hjóna
var búsett. Séra Jón minntist oft
dvalar sinnar í Ásum — náttúru-
fegurðar í tign og yndisleik. Þær
minningar kvað hann ógleyman-
legar — og ég hygg þær hafi oft
endurspeglazt í huga hans.
Um það bil sem hann flutti
heim í átthaga sína, hóf hann nám
í Lærða skólanum. Varð stúdent
1899. Guðfræðipróf tók hann
1903. Dvaldi um eins árs bil við
verzlunarstörf í Hólmavík. Er
Arnór prestur Árnason lét af em-
bætti í Tröllatunguprestakalli
sótti Jón Brandsson um embætt-
ið, var eini umsækjandinn. Hann
var vigður um haustið 1904.
Sem að framan greinir hóf
séra Jón búskap á Kollafjarðar-
nesi um vorið 1908 og gekk þá
að eiga heitmey sína Guðnýju
Magnúsdóttir bónda að Miðhús-
um í Hrútafirði. í Kollafjarðar-
nesi voru þau í 43 ár til 1951 —
en hann þjónandi prestur í 44 ár.
Þeim hjónum varð 9 bama auð-
ið, eitt lézt í bernsku. Þau er lifa
eru Ragnheíður gift Skeggja
Samúelssyni jámsmíðameistara,
Hjálmar fyrrum bóndi á Felli
giftur Sæunni Sigurðardóttur,
Brandur skólastjóri málleysingja
skólans kvæntur Rósu Einarsdótt
ur, Magnús fyrrum bóndi í Kolla-
fjarðarnesi kvæntur Ágústu Ei-
ríksdóttur frá Dröngum, Matthías
fyrrum kennari við Reykjaskóla
kvæntur Pemillu Bremnes, Val-
gerður gift Guðmundi Eiríks-
syni, Guðbjörg gift Páli Theódórs
syni bónda i Stórholti. Sigurður
bóndi á Felli kvæntur Jónu Þórð
ardóttur frá Litla Fjarðarhorni.
Eitt barn ólu þau upp frá
bernsku, er naut hins sama ást-
ríkis og þeirra eigin börn.
Kolafjarðarnesheimilið var
ávallt fjölmennt og einkum á
fyrri árum mun hafa þurft að
gæta hagsýni, sem þeim mun
hafa verið í blóð borið og þeim
verið kennt í bernsku. ásamt
öðrum góðum dyggðum þeirrar
kynslóðar. Ávallt mun hafa svif-
ið andi æskunnar og lífsgleðinn-
ar yfir heimili þeirra. Bæði voru
þau hjónin lífsglöð og unnu söng
og gleði og systkinin voruöllþeim
eiginleika gædd — og tvö þeirra
Ragnh. og Magnús lærðu á orgel
og stjórnuðu söngkór í Kollafjarð
arneskirkju.
Var það ávallt ánægjulegt og
setti sérstakan virðugleik á guðs-
þjónustuna, er öll fjölskyldan
framkvæmdi hana.
Einkum er eftirminnilegt tón-
lag séra Jóns og undirspil Magn-
úsar sonar hans.
Séra Jón var prófastur í
Strandaprófastdæmi um 30 ára
tímabil. — Sýslunefndartnaður
Kirkjubólshrepps var hann um
árabil, í hreppsnefnd, formaður
skólanefndar m.m. í fasteigna-
matsnefnd Str. 1920 ásamt Guð-
jóni Guðlaugssyni alþm. og lagði
því grundvöllinn að mati fast-
eigna í sýslunni, sem núverandi
verðlag er byggt á. öll þau verk-
efni sem honum voru falin til
framkvæmda innti hann af hendi
með sérstakri vandvirkni, sam-
vizkusemi og réttsýni. Hafði
hann því einróma traust allra.
Séra Jón var heilsuhraustur
fram til sjötugsaldurs, en þá fór
hann að kenna þess sjúkdóms er
nú dró hann til dauða, varð nú sl.
4—5 ár ávallt að vera undir lækn-
ishendi og liggja í sjúkrahúsi.
Nokkrum sinnum varð að gera
á honum uppskurð. í þessum veik
indum var hann oft mjög þjáð-
ur. En mitt í þeim þrautum, var
lífsþróttur hans og bjartsýni,
okkur undrunarefni. Hann virtist
eiga auðvelt með að tileinka sér
í erfiðleikunum hina fornu lífs-
skoðun: „f rósemi og trú skal
þinn styrkur vera“.
Eg hitti hann heima hjá sér,
si. sumar þar sem hann sat í
stólnum sínum, er hann venju-
lega sat í heima á Kollafjarðar-
nesi er við vorum gestir hans.
Nú mátti hann helzt ekki hreyfa
sig, var með opið sár. Við rædd-
um um störf fólksins. Viðburði
dagsins. Líðan hans. Rök tilver-
unnar. En að loknu máli fór hann
með eftirfarandi erindi:
„Vér sjáum hvar sumar rennur i
með sól yfir dauðans haf
og lyftir í eilífan aldingarð, j
því öllu sem drottinn gaf.“
Með séra Jóni Brandssyni er ,
genginn mætur maður, sem af i
samferðamönnum og vinum er
minnzt með þökk og virðingu.
Guðbr. Benediktsson.
Nixon ekki
í ferðahug
WASHINGTON, 11. febrúar. —
Formælandi Nixons varaforseta
sagði í dag, að Nixon hefði alls
ekki í hyggju að fara í Moskvu-
för í sambandi við opnun banda-
rískrar sýningar í júlí n,k. Komm
únistablöð víða um heim hafa að
undanförnu staðhæft, að Nixon
væri í ferðahug. Sagði formæl-
andinn, að slík för væri háð á-
standinu á hvérjum tíma — og
nú fyrst og fremst Berlínardeil-
unni.
Krisíján Jónsson
Eskifirði — Minning
LAUGARDAGINN, 24. jan. sl.
var jarðsunginn á Eskifirði.
Kristján Jónsson, sem lengi eða
í um 16 ár var póstur milli Eski-
fjarðar og Hóla í Hornafirði.
Kristján var fæddur 8. júní
1878 í Vetleifsholti í Rangárvalla-
sýslu. Foreldrar hans voru Guð-
ríður Filippusdóttir og Jón Pét-
ursson af Helluvaðsætt. Hjá
þeim ólst Kristján upp til ferm-
ingaraldurs réðst þá til sjóróðra
suður í Garð á Miðnesi. Var hann
þar í tvö ár en var jafnan sjó-
veikur og fór því heim aftur, en
honum þótti leitt að gefast upp
við sjóinn og því fór hann aftur
suður eftir tvö ár og gekk þá allt
betur með sjóveikina. Nokkru
síðar fór hann svo auscur á fjörðu
og staðnæmdist á Eskifirði þar
sem hann siðan átti heima til
dauðadags. Giftist þar Guðbjörgu
Eiríksdóttur Oddssonar og lifir
hún háöldruð mann sinn. Hús sitt
á Eskifirði kallaði Kristján
Blómsturvelli og heimili hans
var jafnan með snyrtibrag enda
þau hjón samhent um það. Þau
eignuðust 9 börn en 4 eru á lífi.
Kristján var aðalpóstur milli
Eskifjarðar og Hóla frá 1913
til 1929. Leið þessi er mjög erfið,
sérstaklega að vetrarlagi. Áætlun
oft ströng og einnig mikið af
pósti sem fly.tja þurfti. Oft varð
að treysta aðeins á bakið, þegar
ekki varð hestum við komið, en
oftast var hægt að nota þá. En
Kristján hélt sína áætlun að
jafnaði, enda barðduglegur mað-
ur og lét sér ekki allt fyrir
brjósti brenna. Hann vildi fátt
um sínar ferðir segja og þó hann
kæmist i erfiðleika fannst hon-
um það ekki frásagnarvert, enda
frábitinn því að miklast af sjálf-
um sér. Hann hefir í Söguþátt-
um landpóstanna rifjað nokkuð
upp, en það er ekki nema örlítið
brot af því sem fyrir hann bar og
fengur hefði verið að fá meira
að heyra frá honum á þeim vett-
vangi. Dýravinur var hann mik-
ill, hesta átti hann góða og fór
vel með þá, þeir voru vinir hans.
Ekki gat hann séð nokkurri
skepnu gert illt og seint gleymdi
hann því, er hann í sæluhúsinu
fann dauða mús sem einhver
hafði hvolft könnu yfir á borðinu
þar og hún þar látið líf sitt.
Minntist hann oft þeirrar sorgar-
sögu.
Glaðvær var hann jafnan, ræð-
inn, fróðúr og minnugur. Hann
kom oft á heimili mitt á Eski-
firði og var þar jafnan góður
gestur. Við höfðum gaman af að
hlýða á hann, ræða við hann.
Um annarra hagi var hann fá-
skiptinn, en trygglyndur svo af
bar.
Margt bar við á hans löngu ævi
enda byltingar í athafnalífi og
öllu lífi þjóðarinnar. Hafði hann
oft gaman af að bera saman dag-
ana frá því hann fyrst mundi eftir
sér og seinni tímann.
Ég hefi svo þessar línur mínar
ekki fleiri um Kristján. Hann
vildi lítið láta á sér bera og sótt.st
aldrei eftir neinum mannvirð-
ingum. En því sem honum var
trúað fyrir og harm tók að sér
var borgið í umsjá hans.
Ég vil að lokum flytja honum
innilega þökk fyrir skemmtilega
og góða samveru um leið og ég
sendi konu hans og vandamönn-
um mínar beztu samúðarkveðjur.
Árni Helgason.
Sjötugur r gœr:
Böðvar Pálsson
SJÖTÍU ára varð í gær, 12.
febrúar, Böðvar Pálsson frá
Vatnsfirði.
Böðvar er sonur séra Páls
Ólafssonar, prófasts í Vatnsfirði
og konu hans Arndísar Péturs-
dóttur Eggerz. Hann ólst upp með
foreldrum sínum, eins og þau
Vatnsfjarðarsystkynin öll, og
paut ágætrar fræðslu í heimahús-
um hjá föður sínum. Hann fór í
Flensborgarskólann, og lauk það-
an gagnfræðaprófi 1908. Fór þá
til Kaupmannahafnar og stundaði
þar verzlunarnám einn vetur, en
hélt síðan heim aftur og var um
hríð með foreldrum sínum við
búnaðarstörf.
Þegar Böðvar fór alfarinn úr
föðurhúsum, reisti hann bú á
Bakka í Arnarfirði. Jafnhliða
landbúnaðinum rak hann útgerð
og verzlun En brátt tók hann að
sér stjórn kaupfélags þar í Ketil-
dölum og lagði þá niður verzlun
sína, en rak þó búskap sinn til
lands og sjávar. Að lokum tók
hann við forstjórn sameinaðs
kaupfélags Amfirðinga, og flutt-
ist þá til Bíldudals.
Á Böðvar hlóðust opinber störf.
Hann var um langt skeið hrepps-
nefndaroddviti, sýslunefndarmað
ur og endurskoðandi sýslu- og
hreppsreikninga Barðastrandar-
sýslu.
Árið 1955 sagði Böðvar upp for
stjórastarfinu við kaupfélagið og
fluttist búferlum til Reykjavíkur.
Síðan hefir hann verið starfs-
maður á Skattstofu Reykjavíkur.
Böðvar er gjörvilegur maður,
hraustmenni og síglaður. Hann
er háttvís maður og höfðinglynd-
ur, eins og hann á ættir til.
Böðvar er giftur ágætri konu,
Lilju Árnadóttur frá Tjaldanesi
í Auðkúluhreppi.
— Viniur.
Sendisveinn
óskast strax
Upplýsingar í skrifstofu
SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS.