Morgunblaðið - 13.02.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.02.1959, Blaðsíða 6
6 MORGVHni. ÁÐtÐ Föstudagur 13. febr. 195* Þessi niynd er tekin af grímudansleik barna á öskudaginn. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Akureyringar vöknuðu við luðrablástur kl. 6 að morgni Öskudagurinn var upp runninn AKUREYRI, 11. febr. — í morgun voru borgarar Akureyrar vaktir kl. 6 með lúðrablæstri og „her- ópum“. — Litskrúðugar fylkingar barna og unglinga gengu í röðum um göturnar og sungu við raust. — Öskudagurinn var runninn upp, en hvergi á landinu mun sá dagur breyta bæjarbrag jafn- mikið, eða vera jafnmikill tylli- dagur hjá börnum, eins og hér. Veður var milt og úrkomulaust í morgun, og hélzt svo fram um hádegi. — Hundruð barna fylktu liði víðs vegar um bæinn, klædd hinum margvíslegustu búningum, er báru margs konar svip — allt frá austurlenzkum soldánum til Grasa-Guddu og Bárðar á Búr- felli. Hvert lið átti sér konung og drottningu, karl og kerlingu, prinsa, prinsessur, álfa og púka. Þannig var liðum skipað eftir tign og vegsemd — og síðan farið um strætin með lúðrablæstri miklum, verzlanir og opinberar stofnanir heimsóttar og þar kyrj- aðir söngvar, nýir og gamlir, en sælgæti eða peningar þegið að launum. — Þau liðin, sem saman- stóðu af þroskuðustu unglingun- um, slógu köttinn úr tunnunni. Sú er venjan, að er líða tekur á daginn, fara börnin stuttar skemmtiferðir í bílum hér um nágrennið fyrir „tekjur dagsins" og heimsækja þá t. d. kvenna- skólann á Laugalandi eða heilsu- hælið að Kristnesi Síðari hluta dags í dag gerði hér slyddu og síðan muggu nokkra, og varð því minna um dýrðir hjá börnunum en venja er. Nutu þeir mestrar ánægju af deginum, sem fyrstir voru á fæt- ur, en þeir voru líka nokkuð margir, því að segja má, að er fólk gekk til vinnu sinnar kl. 9—10 í morgun hafi vart verið hægt að þverfóta á aðalgötum bæjarins fyrir börnum og ungling um í hinum litskrúðugu ösku- dagsgervum sínum. Ekki má gleyma því græsku- lausa gamni, að fullorðna fólkið var miskunnarlaust látið bera ösku og steina um bæinn þveran og endilangan. — Voru sumir af virðulegri borgurum bæjarins mjög skreyttir öskupokum aftan fyrir, er þeir höfðu lokið morgun- göngu sinni um bæinn. — vig. það óaðgengilegt. Enn eigum við hrynhendu og tröllalag. Enn tíðk- ast sléttubönd og hagkveðlinga- háttur, en ef við látum frægð og fé fyrir graðhestaskyr það, sem mér og mörgum öðrum finnst ókvæðaskáldskapur Jóns úr Vör og hans nóta vera, að minnsta kosti um suma þá þætti forms, er vel ber að gæta, þá þurfum við að sækja handrit okkar, ef ekki andrit til geymnari manna í aðr- ar heimsálfur innan tíðar og ó- víst að þá verði þau þar lausari en Flateyjarbók hjá Dönum. Til- raunir ókvæðaskálda til nýrrar bragagerðar eru góðra gjalda verðar, ef þeir athuga nægjan- lega hvort strangarnir þeirra muni að innihaldi og áhrífum vera skyldari fúkalyfjunum, sem nú gefa bezta raun við sumum meinum manna eða hampvindl- ingum þeim, sem talið er að þurrki út ábyrgðartilfinningu neytendr rna, en á þá rannsókn finnst mér hafa skort, og ég tel eftir undangengna tollskoðun að þarna sé eitur boðið, óhollusta ís- lenzku máli og menningu, en mennina, sem slíka vöru bjóða held ég spellvirkja, ef þetta er viljaverk þeirra en ögunarlausa trassa, ef skeytingarleysi veldur.“ Það væri synd að segja að menn væru hér á sama máli, og sýnist mér lítil von til þess að þeir sem hér hafa deilt verði sammála. Væri því viturlegt að láta hér staðar numið. L skrifar úr daglega lífinu , HÉR í dálkum Velvakanda hef- ur verið deilt að undanförnu um rímuð og órímuð ljóð. Hér koma enn fram skoðanir tveggja ljóðunnenda, sem ekki eru alveg sammála. Myndræn meðferð, tak- mörkun efnisins og líking- arnar skapa ljóðið. Þórunn Guðmundsdóttir, sú sem vann til 10.000 króna verð- launanna með kunnáttu sinni í Eddukvæðum, hefur látið hafa eftirfarandi eftir sér: „Ég get hrifizt bæði af rímuð- um og órímuðum Ijóðum, aðeins ef þau eru nógu góð. Eddukvæðin eru t. d. ekkí rímuð, nema eitt, sem ég man eftir. Það er mynd- ræn meðferð, takmörkun efnisins og líkingarnar, sem mest skapa ljóðin — en samt hef ég ef til vill þegar öllu er á botninn hvolft meira gaman af rímuðum kvæð- um.“ Taktsvik og hrynbrjótar spilla máli Og svo er hér bréf frá manni, sem ekki vill fallast á hina nýju stefnu í ljóðagerð. Bréfið er skrifað sem svar við bréfi Jóns úr Vör, sem birtist hér í dálkun- um. „Jón úr Vör deilir hart á K. Halldórsson fyrir meðferð hans á lauskveðinni framleiðslu Stef- áns Harðár Grímssonar, talar um dónaskap, og fleiri stór orð notar hann. Sennilega er K. H. fær um að verja hendur sínar og þarf ekki minnar hjálpar, en ég hefi hafzt svipað að og vil skýra or- sakir verksins hjá okkur báðum, ef um líkan tilgang er að ræða eða þá mér ef annað hefur vakað fyrir Karli. Utanbókar lærðar setningar móta málfar hvers og eins. Sá frumleiki er ókunnur og yrði svo til öllum óskiljanlegur, sem ekki byggði á þekktum grundvelli. Sé byggt út af grundvellinum stingst húsið út yfir tómiö, nema því að- eins að byggt sé á bjargi. Okkur Karli er boðin ný gerð Ijóða, — svokallaðra ljóða. — Við gerum tilraun með hvort nauðsyn sé að flytja ómenningu íslands til þeirrar handar og komumst báðir, að því er mér skilst, að sömu niðurstöðu. Þar sé lítill gróði en mikii áhætta. Og áhættan er sú, að taktsvik og hrynbrjótar — ef að vana yrðu — spilli máli þjóð- arinnar og það allt að einu þótt eitthvert andstyggilegt hátterni fengi á þann hátt maklegri fleng- ingu en með sléttara orðfæri brag liðum bundnu og unnu á fornan 1 islenzkan hátt. Við höfum breytt máli áður og fengið i í sléttum kaupum fyrir ypsilon þar sem þó ypsilon átti að heyrast. Við höf- um raskað lengd atkvæða með þeirri afleiðingu að fegurstu forn kvæði norræns máls eru nú flest- um hrasl eitt og skáldfíflahlutur að minnsta kosti hvað snertir ytra borð kvæðisins og hve margir láta ekki þar staðar numið, sé Bæjarnma um Þverdrhlíð SKÁLD og hagyrðingar gerðu sér það oft til dundurs hér áður fyrr, að yrkja bæjarrímur sem kallað var, þar sem hver bær og bóndi sveitarinnar var nefndur í einni vísu. Þessar bæjarrímur voru auðvitað með ýmsum hætti og misjafn sáldskapur ,en þó oftast vel þeginn, og nokkurn fróðleik hafði hann að geyma þegar frá leið um býli sveitarinnar og bú- endur, og hversu aumur sem þessi skáldskapur var, fannst næstum því alltaf einhver til að skrifa hann upp og halda honum til haga. Var ég því mjög undrandi þegar þessi bæjarríma, sem hér birtist um Þverárhlíðina, og bændur þar, og til hafði orðið nú fyrir nær 50 árum, kom í leitirn- ar í vetur hjá Guðmundi Illuga- syni lögregluþjóni. Langar mig til að biðja Morgunblaðið fyrir þessa rímu til birtingar, eins og ég hefi nú gengið frá henni. Ort 1912—13, endurbætt 1958 Til Runólfs vil ég venda nú virtur sá er maður. f Norðtungu á blómlegt bú bóndinn glaðlundaður. Guðmund vil ég nefna nú nýtur sá er drengur. Högnastaða hirðir bú hann og vel um gengur. Guðmundi ég greini frá, garpur vís og fróður. Helgavatns með sóma sá sér um jarðargróður. Guðmann lof hjá lýðum fær lánið býr með halnum, rausn með þessi rekkur kær ræður Örnólfsdalnum. Einar niður Ásmundar álits nýtur víða. Hamars fríðu hæðirnar hann vil bæta og prýða. Kvía grundu höndum hlúð hefur auðs með gnóttir, merkiskonan mæt og prúð Margrét Ólafsdóttir. Guðmund tel ég merkismann mitt í bænda röðum. Tún og engi hirðir hann Hermundar á stöðum. Lundsins engi erjar Jón alltaf hress og glaður, vill sitt bæta feðra frón farsæll iðjumaður. Jón ei fæst við slark né slór slyngur þegn og mætur. Sigmundar á stöðum stór stundar jarðarbætur. Einari ég inni frá örfafríðum brjóti, hefur búið blómlegt sá bóndinn hér á Grjóti. í Karlsbrekku er kóngur nú Kjarta'n Bjarnaniður, Kristín heitir hilmis frú hún sinn manninn styður. Sigríði ég segi frá svo í vísum mínum, Höfðabúið hirða má hún með börnum sínum. Þorsteinn hann fær heiðursorð hér og góða dóma. Hirðir fríða Hamarsstorð hann með rausn og sóma. Davíð allir þekkja þar, þjóð er kær sá maður, yrkir lækinn Arnbjargar auðsæll, frjáls og glaður. Magnús glaðan get ég hitt gamla viður bæinn. í Lækjarkoti sér um sitt seggur trúr og laginn. Glaður er við gesti og hjú gæðamaðurinn fríði. Einar hirðir Hallar bú helzt með list og prýði. Sigurð dáða dreng ég tel dug og framtak metur, þessi bóndi virkta vel Veiðilækinn setur. Kjartan Ólafsson. Ungur Spánverji sýnir í Listamannaskálanum JUAN Casadesus heitir ungur listamaður frá Spáni, sem dvalizt hefur hérlendis að undanförnu og gert mikið af teikningum og vatnslitamyndum úr íslenzku um hverfi. Sérstaklega hefur hann leitað eftir fyrirmyndum að verkum sínum á Þingvöllum og í nágrenni Reykjavíkur. Þessa dagana heldur Juan Casadesus sýningu á verkum sín- um í Listamannaskálanum, og er bæði skemmtilegt og fróðlegt að kynnast, hvernig íslenzk náttúra hefur haft áhrif á hinn suðræna listamann. Málarinn beitir sérstakri lita- meðferð, sem ég man ekki eftir að hafa séð áður, þegar íslenzkt landslag hefur verið sett á léreft eða pappír. Þar koma fram upp- runaleg einkenni hjá listamann- inum, sem virðast falla vel að hinum framandi fyrirmyndum ís- lenzks umhverfis. Það er einmitt þetta atriði, sem virðist einna eftirtektarverðast við þessa sýn- ingu og gefur henni skemmtileg- an blæ. Að vísu eru myndirnar á sýn- ingunni nokkuð misjafnar og ým- islegt, sem betur hefði mátt fara, en sum þeirra verka, sem Juan sýnir, bera greinilega með sér, að hann hefur hæfileika sem mynd- listarmaður, að hann hefur næmt auga, sem á stundum grípur hið síbreytilega litrof fyrirmyndanna. Þetta er sýning, sem margir munu hafa ánægju af að kynn- ast, og þessar línur enda ég með því að segja: skemmtileg og lát- laus sýning, en ekki stórbrotin að sama skapi. Valtýr Pétursson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.