Morgunblaðið - 13.02.1959, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.02.1959, Blaðsíða 2
M ORCVIS rtLAÐI'* Föstudagur 13: febr. 1959 Eftirlaun reiknist af því starfinu, sem hœrra var launaö Frá Alþingi FYRSTA MÁL á dagskrá efri deildar Alþingis í gær var frum- varp um samkomudag reglulegs Alþingis 1959. Var það til þriðju umræðu og samþykkt samhljóða og þar með afgreitt til ríkisstjórn- arinnar sem lög frá Alþingi. Frum varp um veitingasölu o. fl. var til fyrstu umræðu og afgreitt um- ræðulaust og samhljóða til 2. umr. og samgöngumálanefndar. Þriðja mál á dagskrá deildar- innar var frumvarp til laga um viðauka við lög um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Frumvarp- Ogæftir frá miðjum janúar HAFNARFIRÐI. — Enn eru stöð- ugar ógæftir og hefir að heita má svo verið síðanummiðjanjan., en fyrrihluta hans var hins veg- ar ágæt tíð. Að vísu hafa útilegu- bátarnir farið út annað veifið og Þá oft lent í vonzkuveðri. Líka hefir aflinn verið tregur það sem af er og þorskur enn með minna móti. — Núna í vikunni kom tog- arinn Röðull af Nýfundnalands- miðum með fullfermi af karfa. Hann er nú í slippnum í Rvík þar sem fram fer á honum allsherjar „klössun". Surprise kom af Eng- landsmarkaði á mánudag og hélt á veiðar í fyrradag. Hann veiðir hér við land og fyrir innanlands markað. — G.E. ið er flutt af fjárhagsnefnd deild arínnar eftir beiðni fjármála- ráðuneytisins. Er í frv. lagt til, að aftan við 16. gr. laganna bæt- ist tvær nýjar málsgreinar, svo- hljóðandi: Nú verður sjóðfélagi að láta af stöðu sinni vegna heilsubrests, en tekur síðar aftur við starfi, sem veitir aðgang að sjóðnum, og er honum þá heimilt að kaupa sér réttindi fyrir þann tíma, sem úr hefur fallið. Þegar svo stend- ur á, að sjóðfélagi verður sökum heilsubrests að láta af stöðu sinni, en tekur þá eða síðar við léttara og lægra lauauðu starfi, má reikna eftirlaun hans af því starf- inu, sem hærra var launað. Stjórn sjóðsins getur krafizt vottorðs tryggingayfirlæknis til sönnunar því, að sjóðfélaginn verði að láta af stöðu sinni vegna heiisubrests. Þeir, sem gerðust sjóðfélagar, áður en lög nr. 32 14. maí 1955 tóku gildi, halda rétti þeim, er lög nr. 101 30. des. .1943, 12. gr., veittu þeim til að krefjast greiðslu ellilífeyri* úr sjóðnum, er samanlagður aldur þeirra og þjónustutími nemur 95 árum, enda hafi þeir fullníegt þeim skil- yrðum, sem þeirri reglu fylgdu samkvæmt eldri legum, þar á meðal um greiðslu iðgjalda í líf- eyrissjóðinn, unz greindu tíma- marki er náð. Form. fjárhagmefndar deildar- innar, Bernharð Stefánsson, gerði grein fyrir frumvarpinu. Nokkrar fyrirspurnir voru gerðar til hans að ræðunni lokin*i um einstök atriði frv. Skýrði hann frá því, að fjárhagsnefnd hefði ekki kynnt sér frv. til neinnar hlítar, en mundi gera það fyrir 2. umræðu. Var frv. samþykkt til 2. umr. með 12 samhljóða atkv. Blechingberg segir frá njósnamálinu KAIJPMANNAHOFN, 12. febr. — Einar Blechingberg, fyrrver- andi starfsmaður danska sendi- ráðsins í Bonn, sem nú er fyrir rétti í Kaupmannahöfn sakaður um að hafa afhent erlendum njósnara leyniskjöl, skýrði frá því í réttinum í dag, hvernig hann hefði komizt í samband við njósnarann „Baumgarten“. Þeir hittust fyrst í febrúar 1957, þegar „Baumgarten" kom til sendiráðs- ins, kynnti sig sem umboðsmann ljósmyndafyrirtækis í Danmörku og bað um aðstoð, sem Bleching- berg neitaði að veita. í júní var hringt í Bleching- berg, og þar var „Baumgarten" þá enn kominn, sem spurði nú danska sendiráðsmannin, hvort hann myndi eftir samtali í Varsjá löngu áður, þegar haft var í hót- unum við hann og hann minntist á, að ákveðnir menn hefðu tök á Dagskrá Alþingis í DAG eru boðaðir fundir í báð- um deildum Alþingis á venjuleg- um tíma. Á dagskrá efri deildár eru tvö mál: 1. Tekjuskattur og eignarskatt- ur, frv. — 1. umr. 2. Sauðfjárbaðanir, frv. — 2. umr. Á dagskrá neðri deildar eru fimm mál. 1. Skipulagning samgangna, frv. — 3. umr. 2. Sjúkrahúsalög, frv. — 1. umr. 3. Olíuverzlun ríkisins, frv. — 1. umr. Ef deildin leyfir. 4. Hefting sandfoks og græðsla lands, frv. — 1. umr. Ef deild in leyfir. 5. Vöruhappdrætti Sambands íslenzkra berklasjúklinga, frv. — 1. umr. Ef deildin leyfir. að valda honum miklum skaða. Blechingberg hafði áður sagt frá þessu samtali, sem átti sér stað eftir að hann hafði stofnað sér í skuldir hjá pólskum embættis- manni. í símtalinu í júní hafði Blechingberg ekki tekið „Baum- garten“ ólíklega, þar sem honum var ljóst, að mikið lá við fyrir hann sjálfan. Þeir hittust síðan á heimili Blechingbergs, og „Baumgarten" bar honum kveðju frá pólska em- bættismanninum, sem hafði lán- að Blechingberg um 7000 danskar krónur. „Baumgarten" minnti hann enn á samtalið í Varsjá og sagði að þeir, sem þá hefðu hót- að honum, hefðu nú mikinn áhuga á að komast yfir upplýs- ingar um ýmis mikilvæg mál. Blecingberg færðist undan þessu, en „Baumgarten" ítrekaði hót- anirnar. Þegar þeir hittust síðar nefndi „Baumgarten" mörg mál, sem hann vildi fá upplýsingar um. Blechingberg reyndi enn einu sinni að skjóta sér undan þessu með því að segja, að hann hefði ekki aðgang að umræddum skjölum. Meðal þess sem „Baum- garten“ vildi fá upplýsingar um var skipulagning NATO-herj- anna, staðsetning þeirra, ýmsar varnarstöðvar og herflutningar. Blechingberg kvaðst í dag ekki hafa verið fullkomlega viss um það á þessu stigi málsins, að „Baumgarten“ væri njósnari. Gat ekki gabbað hann Hann kvaðst hafa álitið að mað urinn væri einhvers konar liðs- foringi, sem ekki hafði skilyrði til að meta þær upplýsingar, sem hann fengi í hendur. Reyndi hann því í fyrstu að gabba hann, en það tókst ekki, og varð hann þá að láta að vilja njósnarans. Hann kvaðst hafa vitað, að „Baumgarten" gæti skaðað sig, og því hefði hann verið lamaður af ótta og látið undan. ::::: * atk.'. . JtirÁ .. ■ . . LjóSfhýndari blaðsins tók þessa skemmtitegu vetrarmynd v í fyrradag — en eftir stórrigninguna í gær var svo sannar- lega öðruvísi umhorfs. Óður maður mispyrmir starfsfólki í veitinga- stofum SEINT í fyrrakvöld handtóku lögreglumenn mann nokkurn, sem fyrr um kvöldið hafði barið og sært starfsfólk í tveim veit- ingastofum, karlmann í veitinga- stofunni Adlon að Laugavegi 11 og stúlku í veitingastofunni Vögg ur. — Maður þessi, sem ekki er heill á geðsmunum, verður fluttur á geðveikrahælið á Kleppi. Hann hefir iðulega orðið óður er hann smakkar vín. Kom hann milli kl. 6 og 7 í veitingastofuna Adlon, en áður um daginn var búið að vísá manninum þaðan út. Framan við s|ofuna er sælgætis- sala og þar var hann með drykkjulæti. Starfsmaður veit- ingahússins var þar að verð- leggja sælgætisvörur, en allt í einu réðst hinn ölvaði maður á þennan starfsmann og sló hann fyrirvaralaust 4—5 högg í and- litið. Starfsmaðurinn greip þá um hendur árásarmannsins, en við það missti hann brennivíns- flösku, sem hann hafði innan á sér og mölbrotnaði hún í gólfinu. Árásarmaðurinn varð þá grip- inn æði. Hann greip um háls flöskunnar, sem hafði brotnað og keyrði stútinn í höfuð mannsins. Hlaut hann við það allmikinn skurð á höfuðið, auk þess sem hann hafði hlotið meiðsl undan þungum höggum hins óða manns. Hljóp sá óði út rétt eftir að hann hafði veitt starfsmanni veitinga- stofunnar sárið með. flöskubrot- inu og hélt inn Laugaveg. Eng- inn í veitingastofunni hafði þor- að að hreyfa legg né lið. — Næst kom hann svo í veitingastofuna Vögg og heimtaði þar sígarettur en afgreiðslustúlkan kvað hann ekki fá þar afgeriðslu. Varð árásarmaðurinn þá svo illur við, að hann þreif vatnsglas og ætlaði að þeyta því í stúlkuna, en hún gat vikið sér undan. Stúlkan ætlaði þessu næst að þrífa sím- ann og gera lögreglunni aðvart, en þá réðst maðurinn á hana og sló, þreif af henni símann, sleit hann úr sambandi og tví- henti með feiknaafli í gólfið. Árásarmaðurinn komst síðan burt úr veitingastofunni og var á bak og burt, er lögreglumenn komu á vettvang. Til allrar ham- ingju lagði maðurinn ekki leið sína í fleiri hús. Hann fannst ekki fyrr en eftir nokkurra klukkustunda leit hér í bænum og þá í allt öðru hverfi. I gærdag sat árásarmaðurinn í „Steininum", en hann mun fara þaðan beint á geðveikrahælið á Kleppi. Bretar vilja ekki vera með í sameiginlega markaðinum LONDON, 12. febr. — NTB- Reuter. — Brezka stjórnin vísaði á bug tiliögu frá Frjálslynda flokknum þess efnis, að Bretar gerðust aðilar að sameiginlegum markaði Evrópu. í umræðum í j í neðri málstofunni sagði Regin- I ald Maudling, ráðherra, sá ; er stjórnað hefur viðræð- um Breta við aðildarríki fríverzl unarsvæðisins, að nú yrði að hefja viðræður um varanlega lausn á vandamálum evrópskrar efnaliagssamvinnu. Þegar Maudling vísaði tillögu írjálslyndra á bug, sagði hann, að Bretar gætu ekki aðeins gerzt aðilar að sameiginlega markað- inum á efnahagssviðinu, heldur yrðu þeir líka að taka pólitískum afleiðingum af slíkri samvinnu. Hann kvaðst ekki álíta að Bretar yfirleitt væru hlynntir því. Á efnahagssviðinu yrðu Bretar að leitast við að vinna að lausn mál- anna í sama anda og Efnahags- samvinnustofnun Evrópu. „Vanda málin, sem við stöndum andspæn is eru mikil og ástandið alvarlegt í nokkrum Evrópulöndum ,en við megum ekki gera neinar fljót- færnislegar ráðstafanir", sagði Maudling. Miiini f járfesting - lægri útsvör SVOHLJÓÐANDI tilkynning barst blaðinu í gær frá forsætis- ráðuneytinu. I framhaldi af og I sambandi við þær tilraunir, sem ríkisstjórn in er að gera til niðurfærslu verð lags og launa, hefir hún hinn 4. þ.m., skrifað öllum bæjarstjórn- um á landinu á þessa leið: 1. Ef ekki er lokið við að ganga frá fjárhagsáætlun kaupstað- arins, verði tekið til athugunar, hvort ekki megi, án skaða, fresta einhverjum fyrirhuguð- um fjárfestingarframkvæmd- um og með hliðsjón af því, og væntanlegum lækkunum á kaupgreiðslum starfsmanna, verði leitazt við að lækka út- svarsupphæðina eins og frek- ast er mögulegt. —Þriveldaráðstefnc Framhald af bls. 1. full yfirráð yfir herstöðvum sín- um á Kýpur. Fundur á föstudag. Þegar Zorlu kom af utanríkis- ráðherrafundinum í dag, sagði hann fréttamönnum, að annar fundur yrði haldinn á morgun (föstudag). Þegar Averoff kom af fundinum var hann spurður af blaðamönnum, hvort nokkur ákvörðun hefði verið tekin um það, hvenær ráðstefna Breta, Grikkja og Tyrkja yrði haldin, og svaraði hann því til, að þetta yrði sennilega ákveðið á fundin- um á föstudaginn. Foot kvaddur heim. Tilgangur væntanlegrar ráð- stefnu verður sá að ganga frá endanlegum samningi um lausn Kýpurdeilunnar á grundvelli þcss sem þegar hefur náðst milli Grikkja og Tyrkja á fundinum í Zúrich. Brezka utanríkisráðuneytið til- kynnti seint í dag, að sir Hugh Foot landstjóri á Kýpur hefði ver ið kvaddur tii London til að ræða hin nýju viðhorf við brezku stjórnina. Vinsamlegur móttökur Landstjórinn heimsótti mörg grísk og tyrknesk þorp á Kýpur í dag, og var honum vinsamlega tekið af íbúunum. Einnig voru lögð fyrir hann ný tilmæli um að nema úr gildi bannið við því, að Makaríos erkibiskup komi til Kýpur. Kvaðst hann mundu hafa þessi tilmæli í huga. Leiðtogarnir ferðast. Anþímos biskup, sem fer með æðsta vald grísku kirkjunnar á Kýpur í fjarveru Makaríosar, flýg ur á morgun til Aþenu til að hitta erkibiskupinn að máli. Leið- togar tyrkneska þjóðbrotsins á Kýpur, dr. Fadil Kutchuk og Denktash, fara lika til Ankara til að ræða við fulltrúa tyrknesku stjórnarinnar. Síðan fara þeir til London til að ráðgast við tyrk- neska utanríkisráðherrann. Varkárni í Grikklandi. í grískum blöðum er fréttinni um sáttmálann við Tyrki yfirleitt vel tekið, en haft er eftir grísk- um stjórnmálamönnum, að ekki sé nein ástæða til að fagna við- burðinum, meðan sáttmálinn sé ekki annað en málamiðiun. Gleðileg frétt. Yfirmaður Atlantshafsbanda- lagsins í Suður-Evrópu, Charles Brown flotaforingi, sagði í dag | að hann gæti ekki hugsað sér gleðilegri frétt en tilkynninguna I um Kýpur-sáttmálann. Hann mundi styrkja Atlantshafsbanda- lagið. Léttir í Tyrklandi. f tyrkneskum blöðum er gert j mikið úr sáttmála Grikkja og Tyrkja, og flestar ritstjórnargrein ar láta í ljós ánægju og mikinn létti yfir úrslitum fundanna í Zúrich.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.