Morgunblaðið - 01.03.1959, Page 2
M O R C V N-R L 4 ÐIÐ
Simnudagur 1. marz 1959
2
Loftleiðavélar fara vikulega 36
ferðir til og frá Reykjavík í sumar
35-40*^ allra Dana, sem fljúga vestur um
haf, fara með Loftleiðum
azt. Síðasta ár hefðu brúttótekj-
ur í Höfn numið liðlega tveimur
milljónum danskra króna — og
35—40% allra Dana, sem ferðuð-
ust flugleiðis vestur um haf til
Bandaríkjanna flygju með Loft-
leiðum. Eru þetta ekki lítið merk
ar upplýsingar þegar tillit er tek-
ið til þess hve skandinaviska flug
samsteypan SAS er í rauninni
sterk í Danmörku. Sagði Lund-
green, að fyrirsjáanlegt væri, að
farþegafjöldinn mundi enn auk-
ast í ár, veltan yrði a.m.k. hálf
þriðja milljón.
Einar Aarkann frá Luxemburg
skýrði frá því, að nú þegar hefðu
400 manns pantað far fram og aft
ur til Bandaríkjanna með Loft-
leiðum frá Luxemburg. Er þetta
undraverður árangur þegar þess
er gætt, ag félagið felldi niður
ferðir til Luxemburg á síðasta
ári vegna þess hve farþegar hafa
verið fáir þaðan og þangað. En
með samböndum sinum við yfir
900 ferðaskrifstofur í Benelux
löndunum og Frakklandi hafa
Loftleiðir nú hert sóknina í þess-
um löndum-.
Helmuth Ness frá Hamborg
sagði það bagalegt, að bæði ís-
lenzku flugfélögin skyldu stefna
flugvélum sínum til Hamborgar
sömu daga vikunnar, það kæmi
sér betur fyrir bæði félögin að
samræma áætlanirnar eitthvað.
Annars hefði farþegafjöldinn
farið vaxandi í vetur og lofaði
góðu þegar fram á sumarið kæmL
Cunningham frá Glasgow sagði,
að útlit væri fyrir helmingi
meiri farmiðasölu í sumar en var
í fyrra. Sérstaklega hefði félagið
nú náð góðum samböndum við
ýmis félagasamtök, sem hygðu á
hópferðir.
Döscher frá Stafangri kvað
Loftleiðir hafa náð góðri fótfestu
þar í borg. Þetta væri ekki hvað
sízt mikilvægt vegna þess, að
megnið af norskum innflytjend-
um til Bandaríkjanna væru ein-
mitt frá héruðunum í nágrenni
Stafangurs — og hefðu Loftleiðir
fengið dágóðan hluta þeirra flutn
inga.
Maður kjálkabrotnar á
Neptúnusi
— Rafmagnsverðið
Framh. af bls. 1.
miðuð við 175 vísitölustig. Jafnan
hefði verið litið svo á, að hækk-
un gjaldskrárinnar til samræmis
vísitölunni væri hreint fram-
kvæmdaatriði hjá rafveitunni, og
því væri tillaga Þórðar Björns-
sonar út í bláinn.
Borgarstjóri fór þessu næst
nokkrum orðum um þá fullyrð-
ingu Guðmundar Vigfússonar og
Þórðar Björnssonar, að gjaldskrá
Rafveitunnar ætti að lækka um
12%, samkvæmt lögum um mð-
urfærslu verðlags og launa o. fl.
Hér gengju þessir bæjarfulltrúar
algerlega fram hjá staðreyndum.
Þórður Björnsson hefði sagt, að
hér væri gengið fram hjá anda
og orðalagi niðurfærslulaganna,
en í 10. gr. nefndra laga segð;,
að þær stofnanir, sem selji vör-
ur og þjónustu skuli lækka verð
til samræmis við þá lækkun
launakostnaður, sem leiðir af nið-
urfærslu kaupgreiðsluvísitölu í
175 stig og af annarri lækkun til-
kosnaðar vegna þessara laga.
Auðvitað yrði að athuga hverju
sinni við hvaða vísitölu gjaldskrá
eða verð væri miðað og hve
mikil lækkun ætti að vera til
samræmis. Verð Rafmagnsveit-
unnar væri miðað við 195 stiga
vísitölu. Lækkunin úr 195 í 175
stig væri ekki 12%, heldur rúm
10%. Þar á móti kæmu svo grunn
kaupshækkanimar frá því í des-
ember og þegar litið væri á niður
stöðurnar, ætti gjaldskrá Rafveit
unnar að lækka um 3%, miðað
við anda og orð niðurfærslulag-
anna.
Gunnar Thoroddsen ræddi
þessu næst um þau ummæli Guð-
mundar Vigfússonar, að Raf-
magnsveitan væri okur- og stór-
gróðafyrirtæki. Færi hann hér
enn einu sinni með blekkingar
um rekstrarafgang Rafmagnsveit-
unnar. Hver rafveita í landinu
þyrfti að standa undir rafmagns-
lögnum í nýjar götur og ný hús,
en það væri bókfærsluatriði,
hvort sá kostnaður væri færður
á eigna- eða rekstrarreikning. Hér
í Reykjavík væri þessi kostnaður
færður á eignareikning, en víða
annars staðar á rekstrarreikning,
eins og t.d. í Hafnarfirði. Undan-
farin tvö ár hefði Rafmagnsveit-
an verið rekin með greiðsluhalla,
sem hefði verið milljón á sl.
ári og rúm milljón árið þar á
undan.
Ef ætti að samþykkja lækkun-
artillögu minnihlutans, væri það
4—5 milljón króna tap fyrir Raf-
magnsveituna, sem hefði þá þess-
ari upphæð minna til lagninga í
götur og hús. Hefði það í för
með sér, að eigendur nýrra húsa
yrðu að bíða jafnvel árum sam-
an eftir því að fá rafmagn í hús-
in. Sjálfstæðismenn teldu rétt að
tekjur Rafmagnsveitunnar stæðu
undir rekstrarkostnaði og nýlögn-
um í hús, þeir vildu ekki að
menn þyrftu að bíða eftir þeim
í mörg ár. Það væri ekki heppi-
legt að taka árlega lán til að
standa straum af þe,ssum föstu
árlegu útgjöldum, auk þess sem
lán væru ófáanleg. Ef Guðmund-
ur Vigfússon og Þórður Björns-
son hefðu fengið að ráða und-
anfarinn áratug, væri Rafmagns-
veitan nú með stórfelldan skulda
bagga, sem ekki væri fjarri að
áætla 100 milljónir króna. Vext-
ir af þeim lánurti yrðu 7—8 millj
króna og þá vaknaði sú spurning,
hvar ætti að taka greiðslur fyrir
Dagskrá Alþingis
Á MORGUN eru boðaðir fundir
í báðum daildum Alþingis kl.
1,30. Á dagskrá efri deildar eru
3 mál.
1. Tekjuskattur og eignarskattur,
frv. — 2. umr. /Ef leyft verður/
2. Póstlög, frv. — Frh. 2. umr.
3. Hafnargerðir og lendingarbæt-
ur, frv. — 3. umr.
t Á dagskrá neðri deildar er eitt
> mál.
\ Vöruhappdrætti Sambands ís-
lenzkra berklasjúklinga, frv. —
2. umr. /Ef leyft verður/
þeim vöxtum. Kannski vildu bæj
arfulltrúat minni hlutans að
einnig væru tekin lán fyrir þeim!
Miðað við reynslu síðustu ára
mætti gera ráð fyrir 12—13 millj.
króna til að standa undir nýjum
raflögnum í hús og i frumvarp-
inu væri gert ráð fyrir 12,2 millj.
Ef tillögur minnihlutans yrðu
samþ., gæti Ragmagnsveitan ekki
sinnt þeirri sjálfsögðu skyldu, að
standa undir nýjum raflögnum.
Borgarstjóri sagði, að forsæt-
isráðherra, sem jafnframt er raf-
orkumálaráðherra, hefði sam-
þykkt 6% lækkun.
Frumvarpið um breytingu á
gjaldskrá fyrir Rafmagnsveitu
Reykjavíkur var samþykkt ó-
breytt að umræðum loknum með
11 atkv. gegn 4.
— Minningarathöfn
Framh. af bls. 1.
kirkjugestir að streyma að dyr-
um kirkjunnar. Leiðindaveður
var, kalsi og gekk á með snörp-
um éljum.
Var þegar í upphafi vitað að
kirkjan myndi ekki rúma allan
þann mikla fjölda, er þangað
kæmi. Voru aðaldyr kirkjunnar
opnaðar kl. 2,15 og fylltist hún
á svipstundu, en fram að þeim
tíma var nánustu ættingjum
hinna látnu sjómanna hleypt inn
um hliðardyr. Taldi kirkjuvörð-
urinn að í kirkjunni myndi hafa
verið um 1200 manns, er athöfnin
hófst kl. 2,30. Þó urðu margir frá
að hverfa.
Meðal viðstaddra voru forseta-
hjónin, forsætisráðherra, Emil
Jónsson, biskupinn, Ásmundur
Guðmundsson og séra Bjarni
Jónsson vígslubiskup. Þrír stræt-
isvagnar úr Reykjavík fluttu að-
standendur þaðan hingað suður.
Minningarathöfnin var öll hin
hátíðlegasta, og yfir henni hvíldi
mjög virðulegur blær. — G.E.
— Mikojan
Framh. af bls. 1.
inni og sameiginlegar óskir um
eflingu friðarins. Hann kvaðst
vona að heimsókn sín til Sovét-
ríkjanna hefði stuðlað að aukn-
um skilningi milli þessara
tveggja þjóða.
A flugvellinum voru um þús-
und manns sem fögnuðu Mac-
millan og föruneyti hans, og við
Astoria-hótelið var sterkur lög-
regluvörður til að hafa hemil
á hundruðum forvitinna áhorf-
enda, en Macmillan býr í þessu
hóteli.
Loforð svikin
Vestrænum blaðamönnum og
ljósmyndurum var í dag meinað
að fylgja Macmillan um borð í
rússneska ísbrjótinn „Lenín“,
sem knúinn er kjarnorku. Áður
hafði þeim verið gefin heimild
til að skoða ísbrjótinn með for-
forsætisráðherranum, en í dag
var þeim tilkynnt, að heimild-
in hefði verið ógilt
Engin skýring
Rússneskir embættismenn
gátu ekki gefiff neina skýringu
á þessu og neituffu aff taka viff
mótmælabréfi, sem brezku blaða-
mennirnir höfffu samiff.
Rússnesk yfirvöld hafa líka
ógilt fyrri heimild sína til handa
vestrænum blaðamönnum til að
heimsækja sjóliðsforingjaskólann
í Leningrad með Macmillan á
morgun.
Á FUNDI með blaðamönnum i
gær skýrðu forráðamenn Loft-
leiða svo frá, að í sumar mundu
flugvélar félagsins fljúga 9 reglu
bundnar ferðir fram og aftur
milli meginlands Evrópu og Norð
ur-Ameríku. í öllum flugferðun-
um verður höfð viðkoma á ís-
landi eins og fyrr — og verða
ferðirnar því 36 í viku hverri til
og frá Reykjavík. Enn um sinn
munu Loftleiðir notast við Sky-
masterflugvélarnar — og mun
flugvélakaupum slegið á frest að
sinni.
Loftleiðir eiga nú tvær Sky-
masterflugvélar. í fyrrasumar
hafði félagið að jafnaði eina flug-
vél á leigu hjá Braathen, en í
sumar mun önnur leiguflugvél
bætast við. Flogið verður til
sömu staða og í fyrra: New York,
Glasgow, London, Stafangurs,
Óslóar, Gautaborgar, Kaupmanna
hafnar og Hamborgar — og í sum
ar verða aftur hafnar flugferðir
til Luxemburg, en þær lágu niðri
í fyrra.
Alfreð Elíasson, framkvstj.
Loftleiða lét þess getið við þetta
tækifæri, að fargjöld fyrir út-
lendinga milli meginlanda
mundu hækka í samræmi við
hækkun þá, sem flugfélög innan
IATA hafa ákveðið. En sami verð
munur verður áfram á fargjöld-
um Loftleiða og annarra félaga
yfir hafið. Fargjöld Loftleiða eru
talsvert lægri en annarra fé-
laga. Liggur munurinn í gjaldinu
á ferðum milli Reykjavíkur og
New York. Fargjöld héðan og til
Evrópuborga eru þau sömu og
Flugfélags íslands — og samkv.
samþykkt IATA.
Sætanýting hjá Loftleiðum
varð mjög góð á s.l. ári, farþega-
aukning talsverð — og fastlega
er búizt við því, að enn aukist
farþega- og vöruflutningar á
þessu ári.
í gær lauk svo fundi stöðva- og
afgreiðslustjóra Loftleiða hér í
Reykjavík, en fundinn sóttu við-
komandi starfsmenn félagsins í
öllum þeim borgum, sem Loft-
leiðir halda uppi flugferðum til.
Ræddu blaðamenn skamma
stimd við nokkra fundarmanna.
Allir eru afgreiðslustjórarnir út-
lendir að tveimur undanskildum:
Ólafi Briem í Reykjavík og Bolla
Gunnarssyni í New York.
Bolli, sem hefur 18 manna
starfslið undir sinni stjóm í New
York, sagði m.a., að meginverk-
efni afgreiðslustjóranna væri að
bæta og auka þjónustu við far-
þega, samræma allt er lyti að af-
greiðslu flugvélanna á hverjum
stað. Þessi fundur hefði í og með
verið boðaður til þess að herða
enn sóknina á þessu sviði sem
öðrum — svo og til að fulltrúar
félagsins í hinum ýmsu löndum
gætu borið saman bækur sínar.
Milton Lundgreen hefur starf-
að hjá Loftleiðum í Kaupmanna-
höfn í tvö ár — og skýrði hann
blaðamönnum svo frá, að síðan
1952 hefði velta félagsins á Kaup-
mannahafnarskrifstofunni tífald-
í FYRRADAG meiddist einn skip
verja á togaranum Neptúnusi, en
togarinn var á veiðum út af Suð-
urnesjum. Skipverjinn Þór Guð-
mundsson, Bræðraborgarstíg 20,
sem er um tvítugt varð fyrir því
slysi, að járnkrókur (gilskrókur)
slóst í andlit hans, og kjálkabrotn
aði hann við höggið.
Togarinn hélt þegar inn undir
Grindavík. Héðan frá Reykjavík
UNDANFARNA DAGA hefur
rannsóknarlögreglan fjallað um
mál átta drengja á aldrinum 11
til 14 ára. En þeir hafa gerzt
sekir um og játað að hafa stund-
að hnupl í verzlunum svo og
peningaþjófnaði.
Drengir þessir höfðu farið í
verzlanir til þess að hnupla þar
ýmsum varningi, sem þeir höfðu
ágirnd á. En til þess að stela
peningum höfðu þeir lagt leið
sína á vinnustaði og út í skip,
þar sem þeir fóru í íbúðir skip-
verja og stálu þar íslenzkum pen-
ingum, svo og þó nokkru af gjald
eyri. Þeir skiluðu nokkru af gjald
eyrinum aftur er þeir voru hand-
teknir. fslenzku krónunum höfðu
þeir aftur á móti eytt. Var hér
um að ræða alls 5000 krónur.
Þeir höfðu að eigin sögn selt gjald
eyri þann er þeir stálu frá far-
mönnum ýmist í bönkum eða þá
á svörtum. Peningunum höfðu
þeir öllum varið til kaupa á
ýmsu sem þá langaði til að eign-
ast, en verulegt magn af fénu
hafði farið til kaupa á ýmiss kon-
ar veitingum, sælgæti o. þ. h.
Þegar piltarnir voru teknir fyr-
ir nokkrum dögum, höfðu þeir
verið búnir að suada þennan
þjófnað frá því í haust er
leið, og verið á ferðinni í
leiðangrum sínum á daginn.
Vissu foreldrar þeirra ekki
um að drengirnir hefðu gerzt
sekir um þjófnað. Fjórir þeirra
sögðu frá því að þeir hefðu fyrir
nokkru lagt niður „félag“, er þeir
höfðu stofnað með sér meðan
þeir voru hvað athafnasamastir.
Þeir hafa lítið komið við sögu
áður í sambandi við lögreglumál.
Lögreglan komst í þetta mál á
fór einnig læknir og frá Grinda-
vík fór hann í bát til móts við
togarann. Var hinn slasaði mað-
ur fluttur í land undir eftirliti
læknisins, en á bryggjunni stóð
sjúkrabíll frá Reykjavík og
fylgdi læknirinn hinum slasaða
manni á Landakotsspítala, en
þangað var komið á föstudags-
kvöld. Læknar spítalans bjuggu
um brotið þegar þetta sama
kvöld og er álit þeirra að hann
muni ná sér að fullu. Var líðan
hans í gær eftir atvikum.
þann hátt að þrír drengjanna
höfðu tekið leigubíl og hugðust
hlaupa á brott án þess að borga
bílstjóranum, en vegfarandi nokk
ur hafði séð til þeirra og þannig
komst lögreglan á sporið, eins og
það er kallað. Handtaka þessara
drengja leiddi til þess að fimm í
viðbót voru teknir og hafa þeir
nú allir játað hnupl sem fyrr
segir.
r
Urslitakeppnin
hafin
EINS og kunnugt er var keppt
í tveim riðlum í meistaraflokki,
en þrír efstu ménn úr hvorum
riðli áttu svo að keppa til úrslita
um titilinn skákmeistari Reykja-
víkur.
I úrslitakeppnina komust eftir-
taldir menn úr I. riðli: Ingi R.
Jóhannesson, Stefán Briem og
Arinbjörn Guðmundsson, úr
2. riðli: Jón Þorsteinsson, Benóný
Benediktsson og Jónas Þorvalds-
son. Úrslitakeppnin hófst á föstu
dagskvöld og urðu úrslit þau, að
Ingi vann Jón og Stefán vann
Jónas, en skák Arinbjarnar og
Benónýs varð biðskák. Önnur
umferð verður tefld á mánudag-
inn í Breiðfirðingabúð og tefla
þá saman Jón og Benóný, Stefán
og Ingi og Jónas og Arinbjörn.
Vann 32 skákir
HÚSAVÍK, 28. febr. — Friðrik
Ólafsson, stórmeistari, tefldi fjöl-
tefli á Húsavík í gær. Teflt var
á 35 borðum. Vann Friðrik 32
skákir, tapaði einni og gerði 2
jafntefli. — Fréttaritari.
Aðalfundur Heimdallar
AÐALFUNDUR Heimdallar, F.U.S. verffur haldinn i Sjálfstæffis-
húsinu sunnudaginn 8. marz n. k. og hefst kl. 14.
FUNDAREFNI:
1. Venjuleg affalfundarstörf
2. Lagabreytingar
3. Stefnuskrá félagsins
4. Önnur mál.
Tillögur uppstillingarnefndar um stjórn félagsins liggja frammi
á skrifstofu Heimdallar í Valhöll frá kl. 14 sunnudaginn 1. marz.
Aðrar tillögur um stjórn félagsins skulu hafa borizt skrifstofu
félagsins fyrir kl. 14 föstudaginn 6. marz.
Tiilögum um skipan fulltrúaráðs Heimdallar ber að skila á sama
stað fyrir kl. 14 n. k. föstudag. STJÓRNIN
Átta drengir uppvísir að
hnupli og peninga-
þjófnaði