Morgunblaðið - 01.03.1959, Síða 3

Morgunblaðið - 01.03.1959, Síða 3
Sunnudagur J/ 1959 MORGUNBLAÐIB Úr verinu --Eftir Einar Sigurðsson—— ar hefðu staðið við hlið þeirra um 12 mílurnar óskoraðar, unz fullur sigur var unninn. Ladhelgin og bátarnir Vertíðin er nú hálfnuð að tíma- tali, þótt enn sé ekki kominn mik ill afli á land ,og er þó ekki ver- ið að vanþakka það, sem komið Togararnir. Tíðin var misjöfn framan af vikunni, stöðugir umhleypingar, en síðari hluta vikunnar var skap legt fiskiveður. Skipin eru aðallega á tveimur stöðum, flest við Þverálinn, en nokkur skip eru suður á Sel- vogsbanka. Fyrir vestan hefur afli verið ágætur annað veifið og skipin verið að koma með allt að full- fermi þrátt fyrir mikil frátök. Á Selvogsbankanum hefur ein- staka skip fengið góðan ufsaafla, en lítið orðið vart við þorsk enn- þá. Togararnir, sem veiddu fyrir erlendan markað, hættu við að sigla á siðustu stundu og lönd- uðu heima. Fisklandanir sl. viku: Neptúnus .... 176 t. 9 d. Jón Þorláksson 143 - 14 - Úranus 208 - 17 - Geir 251 - 13 - Skúli Magnúss. 176 - 14 - Egill Skallagr. 250 - 10 - Karlsefni um 200 - 14 - Sala erlendis: Þorst. Ingólfss. 185 t. £ 12600 Reykjavík, Framan af vikunni voru frátök og slæm sjóveður, þótt róið væri síðari hluta hennar. Hjá bátum, sem róa daglega, var afli sáratregur, 2—6 lestir í róðri. 3 útilegubátar komu inn í vikunni með mjög misjafnan afla, Hafþór hafði mestan afla, 57 lest- ir. Aflahæstu útilegubátarnir eru: Helga .... 190 lestir slægt Hafþór .. 180 lestir slægt Aflahæstur af bátum, sem róa daglega, er Svanur með 120 lest- ir, ósl. Fjórir bátar eru byrjaðir með net. Þrír hafa lagt upp í Sand- gerði og Keflavík, en þessi eini hefur verið að fá 2V£—3 lestir í lögn. Keflavík. Róið var 4 daga vikunnar. Afli var algengast 7—10 lestir og komst upp í 13 lestir hjá nokkr- um bátum. Tólf bátar hafa lagt þorskanet, og hefur afli verið lélegur, algeng ast 2—5 lestir, þó fékk einn bátur 12 lestir á föstudaginn eftir nótt- ina. f gær var landlega. Aflahæstu bátarnir: Hilmir ....... 202 lestir ósl. Ól. Magnúss. 191 — — Guðm. Þórðars. 191,5— — Vilborg ...... 179 — — aflanum, en undanfarin ár hafa bátar lítið getað aðhafzt á þessum slóðum fyrir ágangi togara. Nú róa 80—90 bátar með línu og einn með net. Er netabátur- inn búinn að vitja um tvisvar og fékk 5 lestir í hvorum róðri. Heyrzt hefur, að Hornafjarðar- bátar séu farnir að fá ágætan afla í net, og má búast við, að þeir fyrstu fari að hugsa til hreyf ingar næstu daga. Handfærabátar hafa mjög lítið getað reynt vegna veðurs. Stærsta róðurinn í vikunni fékk Bergur NK, 16 lestir. Aflahæstu bátarnir eru: Björg SU......... 133 t. Stígandi ........ 125 - Kári ............ 120 - Snæfugl SU .... 118 - Sig. Pétur ...... 112 - Víðir SU......... 111 - Bergur VE........ 107 - Gullborg ........ 101 - Landhelgismál Færeyinga Samningurinn um landhelgi Færeyja vekur að vonum mikla er. Hvað bátamiðin snertir, er at- hyglisvert, að fram að þessu hef- ur aldrei verið slíkur friður fyrir togurum sem nú. Vestfirðingar muna t.d. aldrei annað eins, ekki einu sinni á stríðsárunum. Sama er að segja um aðrar verstöðvar, togari hefur vart sézt á bátamið- unum. Bretar eiga mikið af gömlum skipum, sem hent^r bezt að stunda veiðar á grunnmiðum, enda hafa þeir allra manna mest skafið grunnmið okkar. Eins og kunnugt er hafa þeir nú, síðan landhelgisdeilan hófst, orðið að halda sig á vissum svæðum, til þess að herskipin gætu verndað togara þeirra í landhelginni. Hef- ur þetta orðið þannig í fram- kvæmd, að sáralítið hefur orðið vart, við togara þeirra, borið sam an við það, sem áður var. Veiði- svæðin, sem Bretarnir hafa hald- ið sig á fram að þessu, hafa ver- ið tiltölulega afskekkt og ekki almennt stunduð, a.m.k. á vetr- arvertíð. Bretum hefði þannig notast betur að sínum gömlu og Undanfarna tvo daga hefir verið gott veður á miðunum hér við Suðvesturland. Ailir vona nú, að veðrahamurinn sé geng- inn yfir og nærfellt mánaðar landlegu sé þar með lokið. — Þetta hefir valdið útgerð og þjóðarbúskap gífurlegu tjóni. — Þessi mynd er tekin við löndun hér í Reykjavík nú fyrir skemmstu og sýnir, hvar golþorsk er sveiflað úr einum róðrar- bátanna á land upp. Akranes. Gæftir voru stopular síðustu viku og aðeins róið 4 róðra. Afli hefur verið sæmiiegur, 7— 10 lestir í róðri. Stærstu róðrarn- ir voru hjá Ólafi Magnússyni og Sigrúnu, 15% lest hjá hvorum. Tveir netjabátar voru á sjó á föstudaginn og fengu 5 lestir ann ar og 13% lest hinn, 2ja nátta. Aflahæstu bátarnir eru: Sigrún ......... 174 1. ósl. Sigurvon..... 164 - — Ól. Magnússon .. 157 - — Vestmannaeyjar Almennt var róið 4 daga í vik- unni, en aldrei góð sjóveður og suma dagana mjög slæm. Þrátt fyrir það var afli góður, eða 6—8 lestir í róðri og nokkrir með 9— 10 lestir. Vafalaust væri mjög góður afli á línu, ef stillti til. Sést nú bezt hvers virði 12 mílna landhelgin er, því að nú veiðist fiskur aðallega fyrir utan gömlu 4 mílna mörkin. Togarar hafa ekki sézt á miðunum í háa herr- ans tíð. Eru sjómenn mjög ugg- andi við komu brezku togaranna á miðin, eins og boðað hefur ver- ið, og óttast, að fljótt dragi úr athygli á íslandi. Raunveruiega er landhelgin ákveðin 12 mílur með rétti Breta einna til veiða innan ytri 6 mílnanna, og þó ekki alls staðar. Það er ekki furða, þótt brezkri útgerð þyki súrt í brotið. Ef 12 mílur eiga að gilda gagn- vart öðrum þjóðum, því skyldu þær þá ekki gilda einnig gagnvart Bretum. Eftir samning þennan er Bretum ekki stætt á því að neita að viðurkenna 12 mílurnar við ísland . Danir gerðu 1955 samning um landhelgi Færeyja, sem gilda átti í 10 ár. Var þar aðeins um 3 og 4 mílna landhelgi að ræða og því mjög óhagstæður samningur mið- að við t.d. landhelgi íslendinga nú. Nýi samningurinn er til 3 ára og fellur úr gildi, ef víðtækari al- þjóðareglur verða settar áður. Ef íslendingar hefðu ekki verið búnir að færa sína landhelgi út í 12 mílur, hefðu Færeyingar vafa laust mátt búa áfram við sinn gamla samning, og má þannig segja, að þeir hafi notið góðs af frumkvæði fslendinga. fslend- ingar hefðu þó kosið, að Færeying minni togurum, ef þeir hefðu virt 12 mílna landhelgina og verið dreifðir umhverfis landið og þá að sjálfsögðu getað leitað land- vars og ýmissar fyrirgreiðslu í landi, eins og þeirra var siður. Nú hafa Bretar skipt um veiði- svæði og fært sig á aðalvertíðar- miðin fyrir Suðvesturlandinu. Þetta eru alvarleg tíðindi fyrir bátaútveginn, þótt menn megi ekki gleyma því, að við höldum öllu, sem við höfðum og 12 míl- unum gagnvart öllum nema Bret- um og það á takmörkuðu svæði, þó að á aðalveiðisvæði bátanna sé. Auðvitað er öll framkoma Breta í landhelgismálinu níðings- leg við þessa litlu þjóð, sem er að reyna að verja fjöregg sitt. Fiskimiðin eru næstum það eina, sem hún á til þess að geta lifað menningarlífi í þessu harðbýla landi. Hér er um líf og dauða að tefla, fslendingar máttu horfa upp á það, að togararnir væru eins og veggur svo að segja uppi í landsteinum og girtu fyrir, að fiskurinn kæmist á bátamiðin, og leituðu bátarnir út fyrir, var þar Sr. Óskar J. Þortáksson: Karlmennska og kœrleikur Vakið, standið stöðugir 1 trúnni, verið karlmannlegir, verið styrk- ir. Allt hjá yður sé í kærleika gjört. (I.Kor.16.13). MENN TALA stundum um það, að kristindómurinn sé ekki trú- arbrögð karlmennsku og hetju- skapar, heldur sé hann miklu fremur fyrir hina mildu og veik- lunduðu, og þá, sem séu fúsir að þola allt ranglæti möglunarlaust. Vera kann, að kristindómurinn hafi stundum verið boðaður þann ig, en það gefur ekki rétta mynd af fagnaðarerindinu í heild, eins og vér kynnumst því í Nýja testamenntinu sjálfu. Þeir, sem lesa frásagnir þess um líf Jesú og starf, þeir hljóta að bera sérstaka virðingu og að- dáun fyrir þeirri djarfmannlegu framkomu, sem einkenndi hann í viðskiptum hans við samtíðar- menn hans. f lífi hans fór saman karlmennska og kærleikur. Eng- in fórn var of mikil, ef hún var lögð í sölurnar fyrir réttlætið og sannleikann. Vér þurfum heldur ekki lengi að lesa um Pál postula, til þess að komast að raun um, að hann var alltaf í fremstu röð meðal hinna hugrökku, þess vegna gat hann líka hvatt til karlmennsku og kærleika, Það er fróðlegt að lesa um sjóferð hans til Róma- borgar, í niðurlagi Postulasög- unnar, um hættur og mannraunir á þeirri ferð og hvernig trúar- samfélagið við Guð var honum uppspretta hugrekkis og árvekni, svo að hann varð hinn sterki maður um borð. Páll fyrirvarð sig ekki fyrir trú sína, hún vár honum kraftur til hjálpræðis, hún gaf honum þrek og var uppspretta þeirrar karlmennsku, sem hann sýndi í öllu sínu lífi. En hann gleymdi ekki kærleikanum og enginn hefur talað fegurri or9 ] um kærleikann en Páll gerir 1 ’ fyrra Korintubréfinu 13. kap. II. En hvernig er viðhorf vort 1 dag? Getur kárlmennska og kær- leikur farið saman í lífi mann» á þessari atómöld? < Kristindómurinn svarar þvl ' ákveðið játandi og vissulega er i aldrei meiri þörf fyrir kærleika og kærleiksþjónustu en þegar mikil orka hefur verið leyst úr læðingi og framfarir mannsand- I ans eru örar og stórstígar. 1 Menn hafa ekki alltaf gert sérl grein fyrir því í hverju sönn karlmennska væri fólgin. Hún á í ekkert skylt við grimmd, rudda- 1 skap og frekju og aðrar grófar | tilfinningar. Karlmennskan er ] fólgin í þeirri festu, drenglyndi . og þolgæði, sem kann að meta ■ hið góða og fagra og vekur traust I og virðingu og byggir upp sam- j félag mannanna. Það fer því vel j saman að vera karlmannlegur og kærleiksríkur. Vér höfum ótal j dæmi um það á vorum dögum, ! hvernig menn hafa sýnt karl- mennsku sína í þjónustu kær- j leika og góðvildar, í björgunar- j málúm, í líknarmálum, í barátt- j unni fyrir mannrettindum og ' öðrum þeim hugsjónum, sem lyft j hafa mannkyninu á æðri þroska-] stig. Hversu margir hafa ekki ! einmitt gleymt sjálfum sér í þess : ari þjónustu? .A Þú, sem í dag lest þessar hug-I leiðingar mínar um karlmennsku og kærleika, minnstu þess að þetta á að fara saman hjá þér, og á að eiga rætur sínar í trúar-1 lífi þínu, í trausti þinu til Guðs,1 og í þeirri sannfæringu þinni að| tilgangur lifsins sé að elska Guð j og þjóna honum og þroskast í I samfélagi við hann til eilífs lífs. ■ allt í hershöndum. Sá tími getur komið, að Bretar þakki íslending- um fyrir framtak þeirra til vernd unar fiskistofninum við íslands- strendur, áður en það var orðið of seint og miðin gjöreydd eða svo til eins og heimamið þeirra sjálfra. Bretum er nú sjálfsagt orðið það fullljóst, að fslendingar hvika aldrei frá ákvörðun sinni um 12 mílna landhelgi, hvað sem það kostar. Einfaldara fyrirkomulag í meðvitund þjóðarinnar er all- ur útflutningur styrktur. Algeng ustu útflutningsbæturar eru 80% en svo eru margskonar sérbætur, svo sem ýsu-, steinbíts- og flat- fiskbætur, smáfiskbætur og sum- arbætur. Nema þessar sérstöku bætur sjálfsagt ekki langt frá 100 milljónum króna, og geta þær á sumum tegundum komizt upp í 100%. Útfluttar landbúnaðarvör- ur njóta bóta eins og þær eru hæstar á sjávarafurðum. Ekki er það holt þessum undirstöðuat- vinnuvegum þjóðarinnar að búa við þetta almenningsálit. Þessar uppbætur hafa á árun- um gengið undir ýmsum nöfnum, svo sem gotupeningar, ríkisá- byrgð, bátagjaldeyrir og nú út- flutningsuppbætur. Upphaflega náði þetta aðeins til vöru, sem ekki var þá talið svara kostnaði að hirða, eins og hrognanna, enda var þetta á gullöld striðsáranna. En þetta færðist fljótt í aukana og nær nú, eins og áður segir, til allrar útfluttrar vöru, og ekki nóg með það, heldur hvers konar þjónustu, sem fæst greidd í er- lendum gjaldeyri. Það mun ekki óþekkt með öðr- um þjóðum, að greiddur sé útfl.- styrkur á einstakar vörutegund- ir, en að allar útflutningsvörur þjóðar séu verðbættar mun eins dæmi, nema þá hjá þjóðum, sem mjög djúpt eru sokknar í fen fjár málaspillingar. í kjölfar þessa fyrirkomulags hefur fylgt gengdarlaus verð- bólga. Eðlilegt hefði verið að leið rétta gengið, þegar fór að hallast á í þessum efnum, og reisa öflug- ar skorður við verðbólgunni. En það hefur aldrei mátt heyrast nefnt, því að villa hefur orðið almenningi sýn með þessum gern- ingum. Og svo vel hefur verið haldið á áróðrinum í þessum efn um, að þegar þessir sömu menn þurftu og vildu leiðrétta gengið, þorðu þeir það ekki fyrir sitt litla líf, svo hræddir voru þeir orðnir við sitt eigið afkvæmi, á- róðurinn. Kusu þeir heldur að fara áfram krókaleiðirnar og leggja byrðarnar jafnt og þétt á almenning í mynd tolla og skatta. En fyrir utan það, hvað þetta fyrirkomulag er flókið og seint I vöfum *g krefsF'mikillar skrif- finnsku, býður það upp á margs konar spillingu, ekki aðeins hreina misnotkun, heldur af- skipti þess opinbera, sem alltaf hefur tilhneigingu til að mismuna mönnum og reyra þá í fjötra. Þá sljóvgar þetta fyrirkomulag á- byrgðartilfinninguna og dregur úr, að menn leggi sig fram eins og skyldi, þegar þeir njóta ekki ávaxtanna af dugnaði sínum og hagsýni. Þá ýtir það undir kröfur á hendur þess opinbera og þar með kröfur á hendur almenningi. Hvimleiðustu fylgifiskar þessa fyrirkomulags eru svo gjaldeyr- ■( isskortur og lánsfjárskortur. Jafn framt virðist það halda niðri lífsafkomu "jöldans, því að þrátt i fyrir stóraukin atvinnutæki, skip, | verksmiðjur og vélar, ásamt nýrri tækni, hefur lífsafkoman ekki Framh. á bls. 22. ■*

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.