Morgunblaðið - 01.03.1959, Side 8

Morgunblaðið - 01.03.1959, Side 8
8 MORGTJNRI 4Ð1Ð Sunnudagur » ih 1' 1959 ,Ég hef ver/ð gæfumaður og þakka fyrir jbcrð á kyrrlátum stundum' Rætt v/ð Sigtrygg Jónsson hrepp- stjóra frá Hrappsstöbum i Laxárdal SIGTRYGGUR Jónsson, hreppstj. frá Hrappsstöðum í Laxárd. í Dala sýslu dvelst hér í borginni um þessar mundir. Hann er sonur Jóns Jónassonar, hreppstjóra, á Hömrum, sem kominn var af kunn- ; um bændaættum í Dalasýslu og konu hans, Ástríðar Arnadóttur, | ættaðri frá Húnsstöðum í Húnavatnssýslu. Kvæntur er Sigtrygg- i ur Guðrúnu ljósmóður Sigurbjörnsdóttur frá Svarfhóli í Laxárdal. [ — Sigtryggur er nú kominn á áttræðisaldur og hefur um langa ævi staðið framarlega í félagsmálum sveitar sinnar og sýslu. Hann hefur verið hreppstjóri frá 1934, í stjórn búnaðarfélags sveitar : sinnar í 30 ár, átt sæti í hreppsnefnd, sóknarnefnd og sýslunefnd um og yfir 30 ár og gegnt fjölda annarra trúnaðarstarfa, sem of- langt yrði upp íð telja. Þá hefur hann gegnt störfum sýslumanns í 25 ár. Tíðindamaður Mbl. hitti Sigtrygg að máli á dögunum. Hann er enn vel ern, hress í máli og greinargóður í tilsvörum. — Gef ég nú Sigtryggi orðið: Sigtryggur Jónsson f — Þið hafið óskað eftir viðtali og mér er ljúft að verða við því. En ég hef ekki frá mörgu að segja, því ég hef lifað óbreyttu lífi alþýðumannsins. En þegar maður er að klífa á áttræðisaldur inn er ævin orðin það löng, að . gera má ráð fyrir, að eitthvað | hafi á dagana drifið. En þetta : verður meira til gamans, því allt- af má gera ráð fyrir að eitthvað skemmtilegt beri á góma þegar tveir eða fleiri hittast. | — Þú vildir kannske byrja með að segja mér frá æsku þinni og uppvexti? Sú gleði var varanleg — Ég er fæddur og uppalinn vestur í Dölum, á fjallabýlinu Hömrum í Laxárdal. Ég ólst þar upp hjá foreldrum mínum í glöð- um systkinahópi. Heimilislífið var eins og nú myndi vera kall- að „af gamla skólanum“, reglusemi var hin nákvæmasta og heimilisguðrækni um hönd höfð. Þegar maður ber saman nútímann og þá daga fer ekki hjá því, að maður finnur að margt er orðið breytt, en ekki veit ég hvort unglingarnir eru ánægðari nú en við vorum í þá daga. Þeg- ar maður gat farið í kaupstað og hafði ráð á fimmtiu aurum og gat keypt fyrir þá ein spil og vasahníf, þá var maður glaður og sú gleði var varanleg. f — Já, mér finnst margt vera mjög mikið breytt. Ég skal ekki dæma neina dóma, en mér finnst æskan ekki vera í eins nánum tengslum við heimilin og áður var. Heimilin varpa of mikilli ábyrgð á skólana, en það eru heimilin, sem eiga að vera grund- völlurinn undir framtíð æsk- unnar. Ein af þeim breytingum, sem orðið hefur á síðari timum, er að margs konar stéttarfélög hafa risið upp, sem berjast fyrir sínum hagsmunum. Við því er i í sjálfu sér ekkert að segja. En : í mínu ungdæmi áttum við okk- ar framtíðardrauma. Hugurinn snerist mest um það hvað við gætum gert fyrir landið og þjóð- ina. — Ég hef stundum lagt fyrir mig þá spurningu, hvernig þessu sé nú varið með íslenzka æsku í dag. Er þar að finna fyrst og fremst brennandi áhuga fyrir velferð lands og þjóðar? Við skulum vona að svo sé. 1 skóla séra Ólafs — Unglingarnir áttu ekki margra kosta völ á þeim árum, sérstaklega að því er snerti menntun, sem margir þráðu. Úr j þessu var þó bætt að verulegu í leyti þegar séra Ólafur í Hjarð- j arholti itofnaði unglingaskóla [ árið 1910, sem hann svo starf- : rækti í nokkur ár. Það hefur verið of hljótt um þann skóla. : Þeir sem sóttu þangað fróðleik í og menntun, standa í mikilli þakkarskuld við stofnanda skól- ans, sem var mikill menningar- frömuður og æskulýðsleiðtogi. Mér er kærkomið tækifærið til að minnast á þetta og það er mjög bjart yfir minningunni um þessa skólavist. Ég var tvo vetur í skólanum. — Þar voru kenndar allar yenjulegar námsgreinar, en heimilið var ekki síður mikill skóli. Skólinn var sóttur bæði af Dalamönnum og utanhéraðsmönn um, en jafnvel þó menntaþráin væri sterk og engu minni þá en nú, var þó langt frá því, að al- menningur skildi þörf skólans. Mætti vera að séra Ólafur hefði starfrækt skólann lengur ef hann hefði mætt meiri skilningi, m. a. af hálfu hins opinbera. En það má fullyrða, að þessi skóli hefur komið mörgum unglingi til manns, sem verr hefði verið sett- ur án þeirrar undirstöðumennt- unar, sem hann fékk þar. — Þú vildir kannski segja mér frá mannraunum eða ævin- týrum, sem þú hefur lent í um dagana? — Ég hef nú engu sérstöku að segja frá í þeim efnum. Ég hef aldrei lent í lífsháska og enginn ævintýramaður verið. Þá hef ég heldur aldrei staðið í braski eða byltingum. Heimilisstörfin lentu á húsfreyjunni — Hvað viltu segja mér af störfum þínum? — Eg hef orðið að sinna ýms- um störfum út á við og kannske ekki rækt mitt heimili eins af þeim sökum og heimilisstörfin lent meira á húsfreyjunni þess vegna. Um tuttugu ára skeið stundaði ég barnakennslu bæði heima og utan heimilis. — Já, það var lítið launað, og miðað við nútímann mátti heita að það væri kauplaust. — Ég þakka skólanum í Hjarðarholti að ég gat tekið þetta að mér, en ekki hefur annað starf veitt mér meiri ánægju. Eg minnist með ánægju heimilanna, sem ég kenndi á og barnanna, sem ég sagði til, sem nú eru orðin fullorðið fólk í ábyrgðarstöðum. En svo fóru að hlaðast á mig ýmis fleiri störf og heimilið þurfti mín við svo ég hætti barnakennslunni Þú hefur gegnt fjöldamörgum trúnaðarstörfum fyrir sveit þína og sýslu. Er ekki margs að minn- ast af þeim vettvangi? — Ég var settur í ýmsar nefnd- ir og starfaði í þeim flestum í 30 ár og þar yfir. Þá tók ég við hreppstjórastarfinu af föður mín- um, sem hafði verið hreppstjóri Laxdælinga í 28 ár. Ég er búinn að losa mig við flest þessi störf, nema hreppstjórastarfið. Síðustu árin hef ég unnið á sýsluskrif- stofunni hjá Friðjóni Þórðarsyni. Okkar samvinna hefur verið með Iágætum og ég býst við að ég hefði getað verið þar áfram. En ástæðan til að ég fluttist hingað suður er að börnin eru öll kom- in hingað til Reykjavíkur og eru hér í góðum stöðum. Gott aff minnast Dalamanna — Svo við víkjum aftur að opinberu störfunum. Þeim fylgir ábyrgð og áhyggjur. Err ég minn- ist með sérstakri ánægju þess trausts og þess samstarfs, sem ég hef átt við Dalamenn og hef ég yfir engu að kvarta í því sambandi. Ég harma það fremur, að ég hafi verið of lélegur full- trúi míns byggðarlags. Að sjálf- sögðu hef ég haft mestar skyld- ur og mest að gera fyrir mína sveitunga, en hins vegar væri ég minnislítill ef ég myndi ekki eftir öðrum Dalamönnum en Laxdælingum. í sambandi við störf mín á sýsluskrifstofunni hef ég haft mikil samskipti við forustumenn í öllum hreppum sýslunnar. — Hefurðu ekki lent í mann- raunum í sambandi við sýslu- mannsstarfið? — Nei, ég hef aldrei þurft að taka mann fastan og á minni tíð kom hvorki til slagsmála né óspekta. Þar var mest um að ræða venjuleg skrifstofustörf. Dalamenn eru ekkert hneigðir fyrir að gera sínum embættis- mönnum erfitt fyrir. — Svo hefurðu stundað bú- skap lengst af, er ekki svo? Hafa sauðfjársjúkdómarnir ekki vald- ið ykkur þungum búsifjum þar vestra? Aukin framleiffsla — stækkuff bú — Ég hef búið á Hrappsstöð- um frá því ég var þrítugur en þá staðfesti ég ráð mitt og keypti jörðina. Nú þrjú síðustu árin hef ég leigt jörðina. — Fjárskiptin hafa valdið miklum erfiðleikum með stuttu millibili. Nú er ég að vona að takist að yfirstíga þá erfiðleika. Síðustu árin hefur verið góðæri og furðu litlum óhug hefur slegið á bændur Minningarord ÞAÐ er ekki nýtt fyrirbrigði að dauðinn geri eigi boð á undan sér. Um það höfum við íslendingar æði mörg dæmi, einkum þó, ef lit- ið er yfir langt tímabil, úr sögu þeirrar atvinnustéttar, sem sótt hefur gull í greipar hafsins. Við þá lífsbjargarviðleitni hefur marg ur æðisgenginn harmleikurinn verið háður, og margur átt um sárt að binda að honum loknum. Við, sem um alllangt árabil höfum fengist við sjósókn, munu flestir hafa orðið þess einhvern- tíma áskynja, hversu þráðurinn milli fjörs og feigðar getur stund um orðið mjór, enda þótt hann ekki bresti. Þó hlýtur okkur, sem alla aðra landsmenn, að setja hljóða við þær helfregnir sem ný- lega hafa borizt hvor af annarri, vegna þessara búsifja. Eru varla dæmi þess að menn hafi gefizt upp og horfið frá þessum atvinnu vegi fyrir þessar sakir. Fram- kvæmdir hafa verið miklar á síðustu árum, bæði ræktunar- framkvæmdir og byggingarfram- kvæmdir, enda eiga bændur nú kost á mikilli fyrirgreiðslu og hagkæmum lánum miðað við það sem áður var. Framleiðsla hefur aukizt og búin stækkað að undanförnu þrátt fyrir þessi áföll sauðfjárveiki og búskipta og það má þakka aukinni ræktun og vélanotkun. — Hverju hinna opinberu starfa hefur þér þótt ánægjulegast að gegna? er togarinn Júlí sökk í djúpið með þrjátíu manna áhöfn, og skömmu síðar vitaskipið Hermóður með tólf mönnum. Með þeim atburð um mun mörg glæst von hafa slokknað og margur bjartur fram- tíðardraumurina orðið að döpr- ustu martröð. Einn þeirra manna, er urðu þessum grimmu örlögum að bráð með togaranum Júlí, var vinur minn, Aðalsteinn Júliusson frá Hítarnesi í Hnappadalssýslu. Mér hefði flest annað komið fremur í hug, er ég kvaddi hann um há- degisbilið burtfarardaginn 31. jan., en að það yrði okkar hinzta kveðja, og það þótt ég hefði vit- að að hann væri að fara út á sjó. Það virtist svo fjarstætt að láta sér detta í hug að dauðinn og hann ættu nokkra samleið í ná- inni framtíð. Þvert á móti var hann æfinlega í mínum augum ímynd þess lífsþróttar og þeirr- ar djörfungar, sem vekja bjartar vonir, en bægja frá öllum skugg- um dökkra viðhorfa. Aðalsteinn var aðeins 27 ára að aldri og átti því meginhluta lífs- ins framundan ef að likum hefði látið. Hann var fæddur 20. sept. 1931 að Hítarnesi f Kolbeinsstaðar- hreppi ,sonur hjónanna Júlíusar Jónssonar bónda þar og konu hans, Kristínar Stefánsdóttur. Hann var næstyngstur 10 syst- kina og eru hin öll á lífi. Ég tel hvorki efmælt né á aðra hallað, þó ég haldi því fram, að ég hafi eigi öðrum kynnst — og sízt á hans aldri — sem verið hafi heilsteyptari 1 skoðunum og — Það starfið, sem hefur ver- ið mér mest hugðarefni, er það, sem ég hef unnið fyrir kirkju og kristindóm, en ég var í sóknar- nefnd Hjarðarholtssóknar og meðhjálpari í Hjarðarholskirkju í 36 ár. — Er nokkuð sérstakt, sem þú vilt segja að lokum? — Ég tel að ég hafi verið sér- stakur gæfumaður þegar ég lít yfir farinn veg. Ég minnist sam- starfsmanna minna með þökk og virðingu. í einkalífi hef ég líka verið gæfumaður. Ég hef átt ást- ríka eiginkonu og elskuleg og vel gefin börn. Fyrir þetta þakka ég á kyrrlátum stundum. J. H. A. grandvarari í framkomu allri, og byggi ég það á nánum kynnum okkar um nær þriggja ára skeið. Hann var sá maður, er ævinlega óx í áliti við nánari kynni, enda er það svo með alla drengskap- armenn. Hvernig mega slíkir hlutir ske, sem orðið hafa? Mér finnst næst- um sem grundvöllur sá, er mín lífstrú hefur byggst á til þessa hafi gengið úr skorðum. Mér finnst sem í vitund minni hafi skapast sú eyða, er seint verði uppfyllt. En hvað er minn harm- jur móts við það reiðarslag er faðir I hans og systkini hafa orðið fyr- ir ,auk annarra nákominna að- standenda? Það eitt ber vitni um kaldhæðni örlaganna, að er hann fór í þessa hinztu för, var hann nýlega kominn að heiman, frá því að fylgja móður sinni til grafar, en hún andaðist um áramót í vetur. Aðalsteinn! Hvort heldur mín örlög verða sem þín, eða mér verði langra lífdaga auðið, þá mun minning þín geymast í vit- und minni sem lýsandi kyndill þeirrar birtu og fegurðar, lífs- gleði og manndóms sem henni er bezt samboðin. Mun ég æfinlega telja mér það til hróss, að vita mig hafa talist til þinna betri vina meðan leiðir okkar lágu saman. Ég veit að ég þarf ekki að óska þér góðrar heimkomu til hins fyrirheitna lands, því hana áttir þú vísa. En ég vil í einfeldni minni mega óska þess, að ég megi á þeim degi er ég lít það land, njóta handleiðslu þinnar og hollr ar vináttu, svo sem ég svo oft gerði í þeirri alltof stuttu sam- búð, er við áttum í þessu lífi. Jakob G. Pétursson. Aðalsteinn Júlíusson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.