Morgunblaðið - 01.03.1959, Side 12
12
MORCUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 1. marz 1959
r,
Utg.: H.f. Arvakur Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Árni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
* 'kriftargald kr 35,00 á mánuði innamands.
í lausasölu kr. 2.00 eintakið.
•)'
ALVARLEGT FRUMHLAUP BRETA
r
ISLENDINGAR þurfa að
vísu engrar hvatningar
við til að láta ekki und-
an síga í landhelgismálinu. En
öruggt er, að hið síðasta her-
hlaup Breta mun enn spilla máls-
stað þeirra í augum íslendinga
og annarra, sem af því hafa
sannar fregnir.
Nú efna Bretar til herhlaups
inn fyrir fiskveiðitakmörkin
einmitt á þær slóðir, þar sem
von er fjölda fiskibáta. Með því
móti er verið að leika sér að
hættunni. Þrátt fyrir ítrasta
vilja til að forðast vandræði, —
og hver veit hvort slíkur vilji
er raunverulega fyrir hendi hjá
öllum, — þá geta stórslys orðið
áður en varir með ófyrirsjá-
anlegum afleiðingum.
V-stjórninni fórst meðferð
landhelgismálsins að mörgu leyti
óhönduglega. Við sjálfa stækk-
unina var vanrækt að kveða á
um nýjar grunnlínur, svo sem
heimilt hefði verið eftir þeim
reglum, er menn komu sér sam-
an um á Genfarráðstefnunni.
Eftir að deilan um 12 mílurnar
hefur harðnað svo sem raun ber
vitni, verður mun erfiðara að
leiðrétta þetta en í fyrstu var.
öll meðferð málsins á vegum
Atlantshafsráðsins í sumar var
og mjög óheppileg. Út yfir tók,
þegar V-stjórnin neitaði að verða
við ábendingum Sjálfstæðism.
um að krefjast ráðherrafundar
Atlantshafsbandalagsins um mál-
ið. Herhlaup Breta hingað var þá
fyrirsjáanlegt. Því varð með öllu
móti að reyna að afstýra. Áreið-
anlega var hægara að hindra
voðann en bæta úr honum, eftir
að vandræðin voru skollin á.
Forsætisráðherra og utanríkis-
ráðherra íslands gerðu sér ferð
á fund Atlantshafsráðsins í des-
ember 1957. Ekki var þá sýni-
legt, að þeir hefðu þangað sér-
stakt erindi annað en að Her-
mann Jónasson vottaði bandalag-
inu hollustu sína og hét að halda
i landinu hernum, sem hann fyr-
ir kosningar hafði lofað að reka
brott.
í ágúst í sumar hefðu ráðherr-
arnir tveir haft miklu brýnna
erindi suður til Parísar en vetur-
inn áður. En þeir reyndust ófá-
anlegir til að heimta ráðherra-
fund Atlantshafsráðsins um málið
og sýna þannig, að Islendingum
væri full alvara og gera Bretum
eins erfitt fyrir um ofbeldið og
unnt var.
Þá reyndist V-stjórnin og ófá-
anleg til þess að kæra töku
Haekness fyrir Atlantshafsráði,
svo sem eðlilegt hefði verið. Um
einstök atriði meðferðar máls-
ins á þingi Sameinuðu þjóðanna
má og deila frá íslenzku sjónar-
miði.
Þetta er rétt að hafa í huga
nú, ekki til þess áð fjandskap-
ast út af því innbyrðis, enda
er það liðið og því verður
ekki breytt. En af mistökunum
verður að læra. Um meðferð
málsins verður héðan í frá að
vera raunhæft samstarf allra
ábyrgra aðila. Undansláttur
kemur ekki til mála. Allt verð-
ur að gera, sem í okkar valdi
stendur, til þess að tryggja líf
og hagsmuni þeirra sjómanna,
sem sækja björg þjóðarinnar á
miðin, þar sem Bretar hafa nú
herflota sinn.
ÓSTJÓRNIN MUN EKKI
GLEYMAST
FRAMSÓKNARMENN hafa
nú mjög á orði, að kosn-
ingarnar í sumar muni
snúast eingöngu um kjördæma-
málið. Unnendur réttlátrar kjör-
dæmaskipunar hafa sízt á móti
því, að um það mál verði kosið.
En því fer fjarri, að það sé eina
málið, sem nú þarf úrlausnar og
kjósendur taka því ákvörðun um
með atkvæði sínu.
I kosningunum verður einnig
dæmt um feril V-stjórnarinnar.
Skiljanlegt er, að Framsókn vilji
láta sinn hlut í þeim ófarnaði
gleymast. En sú ráðagerð mun
ekki takast.
Kjósendur þurfa nú að ráð-
stafa raunverulegu þrotabúi,
sem V-stjórnin fyrst stofnaði til
og hljóp síðan frá.
Vesöldin var svo mikil, að fjár-
málaráðherra gafst upp við að
semja löglegt frumvarp til fjár-
laga. I stað þess að hafa efni
frumvarpsins eins og stjórnar-
skrá lýðveldisins segir til um,
voru það einungis eins konar
frumvarpsrytjur, sem fjármála-
ráðherra lagði fyrir þingið á sl.
haustí. Starf fjárveitinganefndar
að undirbúningi málsins var og
að mestu í molum allt til ára-
mó.ta. Síðan hefur þurft að fitja
upp á nýja leik og þarf ekki að
eyða orðum að því, hversu öll
þessi vinnubrögð eru öðru vísi
en vera ætti.
1 uppgjafarræðu sinni viður-
kenndi Hermann Jónasson að ný
verðbólgualda væri skollin yfir.
Hann varð og að játa, að stjórn
hans kom sér ekki saman um
neinar raunhæfar ráðstafanir og
hafði þó mánuðum saman séð
fyrir, að hverju dró.
Skömmu síðar lýsti Eysteinn
Jónsson botnlausri verðbólguhít,
sem við blasti og galtómum
sjóðum, þegar hann sleppti stjórn
á fjármálum þjóðarinnar.
Reikningsskil öll voru og með
fádæmum og því mjög erfitt að
átta sig á, hvernig ástandið er í
raun og veru. 1 sjálfu sér er
ekki furða, þótt svo sé, því að
í vikunni, sem l?ið lýstu Skúli
Guðmundsson og Eysteinn Jóns-
son ýmist beinni an'dstöðu við
fullnægjandi skýrslugerð til að
átta sig betur á helztu vandamál-
um efnahagslífsins og vantrú á,
að unnt væri að koma ríkis-
ábyrgðum úr þeirri óreiðu, sem
þær eru nú í. Þegar vantar skiln-
ing og vilja til að halda í heiðri
frumskilyrðum góðrar fjárstjórn-
ar er ekki von að vel fari.
V-stjórnin lofaði á sínum tíma
úttekt þjóðarbúsins. Undan henni
var svikizt eins og flestu öðru.
Einar Olgeirsson hefur ómótmælt
skýrt frá, að sök þeirra svika
hvíli á Framsókn. Þá var ferill
stjórnarinnar í varnarmálum
harla ófagur. Þar var sök allra
stjórnarflokkanna sameiginleg.
Svona mætti lengi telja.
Óstjórnin hefur verið mikil
og kjósendur munu ekki gleyma
henni við kosningarnar í vor. 1
UTAN UR HEIMI
„Drottning
í GÆR lagði „Drottning víking-
anna 1959“ upp frá New York
áleiðis til Noregs með flugvél
Loftleiða. Unga stúlkan, sem að
þessu sinni var kjörin víkinga-
drottning, heitir Sonja Elizabeth
Bernt. Hún er 19 ára að aldri,
ljós yfirlitum og hárprúð. Hlut-
verk þessa unga, fallega „sendi-
herra“ er að bera kveðjur heim
til ættlandsins frá Norðmönnum,
sem búsettir eru vestanhafs. Það
eru samtök norskættaðra kvenna
í New York, sem kjósa víkinga-
drottninguna. Þessi siður var
tekinn upp fyrir fimm árum, og
í keppninni um titil víkinga-
drottningarinnar koma aðeins til
greina stúlkur, sem fæddar eru
í Bandaríkjunum en eru af
norsku foreldri.
Bergliot Dycker, forseti sam-
taka norsk-bandarískra kvenna,
er í för með víkingadrottning-
urini, og munu þær hafa stutta
viðdvöl á íslandi, er þær fara
hér um á leiðinni til Noregs.
O—[]—O
Ýmis félög og samtök í Noregi
gangast fyrir því, að tekið verði
vel og virðulega á móti þessum
fulltrúa fólks af norskum ættum
í Bandaríkjunum. Heimsókn
„drottningarinnar" í Noregi tek-
ur tvær vikur og mun hún aðal-
lega dveljast í Osló. Hún verður
m. a. heiðursgestur á Holmen-
kollenmótinu. Einnig mun hún
heimsækja bústað Sigrid Undset
í Lillehammer í Noregi. Heimili
skáldkonunnar, Bjarkarlækur,
hefir verið varðveitt óbreytt eins
og það var, er hún bjó þar síð-
ast. í ritvélinni í vinnustofu
hennar er óskrifuð örk, og gest-
inum finnst einna helzt, að skáld-
konan sé nýgengin út úr her-
berginu. Sömuleiðis verður
Sonju sýndur bústaður Björn-
stjerne Björnsson, Aulestad í
Östre Gaulsdal.
Einnig fer Sonja til Halden og
heimsækir þar ættingja sína,
m. a. móðurbróður sinn, .sem er
yfirlæknir við Bæjarsjúkrahúsið
í Halden.
O—□—O
Faðir Sonju er fæddur í Lyng-
ör í Noregi og stundaði verk-
fræðinám við Tækniháskólann í
Þrándheimi, en fluttist til Banda-
ríkjanna þegar daginn eftir, að
hann lauk prófi. Móðir hennar
er ættuð frá Halden. Sonja er
fædd og uppaldin í Montclair í
New Jersey. Fyrir nokkrum ár- ,
VÍ kingann
um fluttust foreldrar hennar til
Clarks Summit í Pennsylvaníu.
Sonja er hjúkrunarnemi og
stundar nám í Skidmore College.
A heimili foreldra hennar hef-
ir jafnan verið haldið fast við
norska siði óg venjur. Þar hafa
jafnan verið á boðstólum ýmsir
þjóðarréttir Norðmanna t. d.
lútfiskur, og jólin eru ætíð haldin
hátíðleg að norskum sið. Sonja
talar ekki norsku, en skilur mál
forfeðra sinna nokkurn veginn.
Er hún kemur aftur heim til
Bandaríkjanna úr þessari för,
hyggst hún skrifa blaðagreinar
um ferðina til Noregs.
Bergliot Dycker átti upphaflega
hugmyndina að því að kjósa vik-
ingadrottningu. Hefir hún því
með réttu oft verið kölluð „móð-
ir“ víkingadrottninganna. Hún
fluttist til Bandaríkjanna árið
1928 og hefir verið búsett þar
síðan. Hún hafði lítið samband
við landa sína í Bandaríkjunum,
allt þar til styrjöldin skall á og
Noregur var hertekinn. Þá tók
hún að vinna af kappi í samtök-
um Norðmanna vestanhafs, sem
einbeittu sér að því að styðja
ættland sitt í frelsisbaráttunni.
Árið 1944 voru samtök norsk-
bandarískra kvenna stofnuð.
Fyrir skömmu átti blaðamað-
ur frá Nordisk Tidende, sem er
eitt helzta blaðið, sem gefið er
a" á ferð
út á norsku í Bandaríkjunum,
tal við Bergliot Dycker. Blaða-
maðurinn spurði ,hvers vegna
henni hefði komið í hug að velja
unga, bandaríska stúlku af norsk-
um ættum til að flytja ættland-
inu kveðjur Norðmanna vestan-
hafs. Og Bergliot Dycker svar-
aði eitthvað á þessa leið:
— Þegar ég hefi heimsótt Nor-
eg, hefir mér oft gramizt, að
Norðmenn álíta, að bandarískum
stúlkum sé bezt lýst með tveim-
ur orðum „glamour og Holly-
wood“. Eg vil gjarna sýna þeim,
að þær eru greindar stúlkur,
háttprúðar og aðlaðandi og geta
komið fram eins og hver önnur
vel uppalin stúlka í Noregi.
Bretar við sama
heygarðshornið
LUNDÚNUM, 27. febrúar. —
Aðstoðarnýlendumálaráðherra
Breta skýrði neðri málstofunni
frá því dag, að vegna óeirðanna
í Nýasalandi hefði verið frestað
um óákveðinn tíma stjórnar-
skrárbreytingum í landinu.
1 dag urðu enn nokkrar óeirðir
þar í landi og einnig í nýlend-
unni Suður-Rhódesíu. Þar eru
nú herlög í gildi. Lögreglan
gengur vel fram í því að hand-
taka þar leiðtoga þjóðernisflokks
Afríkumanna og aðra föðurlands-
vini. Flokkurinn er bannaður af
nýlendustjórn Breta.
Homafjarðar-
bátar hef ja
netjaveiðar
HÖFN, Hornafirði, 27. febr. —
Mjög lítið hefir verið róið héðan
þennan mánuð. Gæftir hafa ver-
ið mjög slæmar, en hafa farið
heldur skánandi. Dálítil loðna hef
ir veiðzt hér. Beitt var með
hsnni í dag og í gær, og var afli
sæmilegur, 6 lestir á bát að með-
altali.
Bátarnir eru að hefja netjaveið
ar. Tveir fóru út með net í gær
og fengu ágætan afla. Aðrir bát-
ar eru að búa sig undir netjaveið-
ar í dag. — Gunnar.
Litli snáðinn á myndinn er
aðeins rúmlega mánaðar gam-
all, og þetta er í fyrsta sinn, sem
mynd er tekin af honum. Hann
fæddist 22. jan. sl., og móðir
hans heitir frú Debbie Power.
Ef drengnum kippir í kynið, er
þetta ekki i síðasta sinn, sem
mynd er tekin af honum, því að
faðir hans *g afi voru báðir
kvikmyndaleikarar. Drengurinn
heitir Tyrone William Power,
og hann er sonur Tyrone Pow-
ers, sem lézt á Spáni í növember
sl .