Morgunblaðið - 01.03.1959, Síða 15
Sunnudagur
1959
MORGUWBLAÐIÐ
■Jr
15
I i i i c K ÁH r 11 *
11 Af 11
í SKÁKHEIMINUM hefur verið
mikið um að vera að undanförnu.
Eins og við höfum minnzt laus-
lega á sigraði T. Petrosjan á
meistaramóti Sovétríkjanna og B.
Fischer gerði sér lítið fyrir og
vann meistaratitil Bandaríkj-
anna, en P. Benkö varð að láta
sér nægja 50% vinninga! Á litlu
alþjóðlegu skákmóti í Jönköping
í Svíþjóð urðu jafnir og efstir
O. Barda og A. Kotov með 7%
vinning og 3. varð Ragosin með
7 v. Árangur Barda virðist prýði-
legur, þótt Rússarnir séu farnir
að láta á sjá. Á föstudag 27.
febrúar hófst úrslitakeppnin á
skákþingi Rvikur og í fyrstu um-
ferð tefldu saman Stefán og Jón-
as, Ingi R. og Jón Þ., Benóný og
Arinbjörn. Væntanlega verður
þægilegra fyrir áhorfendur að
fylgjast með úrslitakeppninni,
heldur en í þrengslunum á undan
rásum mótsins.
Bragi Þorbergsson lét mér í té
skákir frá skákþingi U. S. S. R.,
sem bróðir hans Freysteinn sendi
honum ekki alls fyrir löngu, og
væntanlega mun skákútgáfan,
sem þeir Bragi og Sigurjón Þor-
bergssynir veita forstöðu, fjöl-
rita skákirnar og koma þeim á
markaðinn. Mörgum leikur for-
vitni á að sjá skák eftir hinn ný-
bakaða Rússlandsmeistara, og
hér kemur svo ein með sérkenn-
um hans.
Hvítt: T. Petrosjan.
Svart: Juchtman.
Kóngs-indversk vörn.
1. d4, Rf6; 2. c4, g6; 3. Rc3, Bg7;
4. e4, d6; 5. Be2, 0-0; 6. Rf3, e5;
7. d5. Petrosjan er snillingur í
þessu afbrigði, og hefur ótrúlega
djúpan skilning á þeim stöðum
sem koma upp eftir byrjunina.
7. — Ra6. Hugmyndin á bak við
þennan leik er tvenns konar;
í fyrsta lagi að koma riddaranum
til c5 þar sem hann stendur vel,
en í öðru lagi að leika c5 og tefla
upp á sókn á drottningarvæng
með Rc7, a6; Hb8 og b5. 8. Bg5
Larsen lék h£r gegn Gligoric í
Portoros 8. Rd2, sem er að vissu
leyti vafasamt, þar sem Rd2 lokar
Bcl inni um stundarsakir. 8. —
h6; 9. Bh4, g5; 10. Bg3, Rh5;
11. Rd2, Rf4; 12. 0-0, Rc5; 13. Bg4!
Vel leikið. Be2 er hvítum ekki
eins mikils virði og Bc8 og því
nauðsynlegt að skipta á þeim.
13. — a5; T. d. 13. — Bxg4; 14.
Dxg4, h5; 15. Df5, h4; 16. Bxf4,
exf4; 17. Rf3 og hvíta staðan er
betri. Til ath. kemur 13. — c6;
14. f3!
ABCDEFGH
ABCDEFGH
Staðan eftir 14. f2—f3!
Opnar Bg3 línu, og undirbýr að
hrekja Rf4 af miðborðs reitnum.
14. — Rcd3? Betra var strax
14. — c6. 15. Dc2, c6; 16. Khl, h5;
17. Bxc8, Hxc8; 18. a3 Nauð-
(
Róbert Ottóson
Tónleikar Sinfómu
hljómsveitarinnar
synlegur undirbúningur undir
átökin á f4 t. d. 18. Bxf4, Rb4!
19. Bxg5, Dxg5 og svartur hefur
mikla möguleika fyrir peðið.
18. — cxd5; 19. cxd5, Rc5; Eða
19. — Db6; 20. Bxf4, Rxf4; 21. g3,
Re2 22. Hael. 20. Bf2, g4? Eðli-
legra var 20. — Dd7 og síðan b5
eftir þennan leik vinnur hvítur
örugglega. 21. g3, Rg6; 22. fxg4,
hxg4; 23. Be3, b5; Gagnsóknin
kom of seint. 24. Rxb5, Db6; 25. a4
Da6; 26. Rc4, f5; Svartur gerir
nokkrar vonlausar tilraunir í tap-
aðri stöðu. 27. Hxf5, Hxf5; 28.
exf5, Db7; 29. Dg2 Að sjálfsögðu.
Ef 29. fxg6 þá Dxd5t 30. Kgl, og
svartur hefði möguleika á að
skapa flækjur. 29. — Rb3; 30.
Rcxd6, Dd7; 31. Hfl, gefið.
IRJóh.
---------------------------------3>
ÞAÐ heyrðust stundum raddir
hér áður, sem kölluðu sinfóníu-
hljómsveit óþarfa munað, og
töldu eftir þær smóvægilegu fjár
hæðir, eina milljón króna úr rík-
issjóði og rúmlega hálfa milljón
króna frá Reykjavíkurbæ, sem
til hennar var varið. Þessar radd-
ir eru nú með öllu þagnaðar, það
voru raddir hinna sömu manna
og á sínum tíma börðust gegn há-
skólamenntun og þjóðleikhúsi.
Þessum öfuguggum mun nú vart
lengur vært í þessu landi, nema
þeir láti lítið á sér bæra. Sin-
fóníuhljómsveit gegnir sama hlut
verki í „aleflingu andans“ og
orkuverin við Sog eru avinnulíf-
inu. Þetta tvennt verður að fylgj-
ast að og enginn mannlegur mátt
ur fær nú framar skilið sundur.
Minnugir þessa mikla sigurs and-
ans yfir efninu, eða réttara sagt
yfir þeim, sem trúa á materíalið
eitt saman, er hver sigur sjálfrar
sveitarinnar yfir þeim innbyrðis
erfiðleikum, sem hún á við að
glíma, ómetánleg hvöt og styrkur
í áframhaldandi baráttu fyrir
aukinni lífshamingju, ekki bara
handa þeim, sem hafa magann
fyrir sinn guð, heldur hinum, sem
raunverulega hafa gert heim okk
ar byggilegan mönnum.
Síðustu tónleikar Sinfóníu-
hljómsveiar fslands voru mikill
sigur fyrir sveitina og hinn ís-
lenzka sjórnanda hennar. Píanó-
konsert Brahms númer 2 er erf-
iðasta verkefni, sem sveitin hefir
ráðizt í til þessa. Verkið er svo
margslungið, svo mettað . ofur-
mannlegum ákafa, fegurð og til-
finningu, að erfitt er að benda á
annað til samanburðar. Hvílík
tign, kraftur og ilmandi gróður.
Samleikur þeirra Róberts Ottóson
ar og píanósnillingsins Frank
Glazers var svo náinn að flutn-
ingurinn nálgaðist það hámark
listflutnings er áheyrendur fá
með öllu gleymt því að nokkrir
milliliðir séu til að torvelda beint
samband við sjálfan höfund verks
ins, eða verkið sjálft. Hinn háleiti
boðskapur tónskáldsins streymdi
um salinn og áheyrendurnir
drukku hann í sig líkt og þyrst
jörðin svelgir heitar vorskúrir.
Þetta var óviðjafnanleg stund,
enda gerðist það sem ekki gerist
oft hér í þessari köldu borg, að á-
heyrendur misstu beinlínis stjórn
á þakklátum hug sínum og klöpp
uðu eins og þeir einir gera, sem
orðið hafa fyrir áhrifamikilli
snertingu.
Fyrir hlé lék sveitin sinfóníu
eftir Mendelssohn, hina svoköll-
uðu skozku sinfóníu, ákaflega
yndislegt verk. Verkið var fallega
leikið en það er eins og stjórn-
andinn hafi ætlað síðara verkinu
allan hug sinn. Tónleikunum
lauk með Akademíska hátíðafor-
leiknum og féll hann áheyrend-
um vel í geð,. Það var eins og
stjórnandinn vildi taka undir
fagnaðarlæti áheyrendanna og
hann gerði það á réttan hátt.
Framh. á bls. 23.
%
LESBÓK BARNANNA
kk:
tivílu
og leggjast niður“.
Hún mælti þá við svein-
inn Þórð Kárason: „Þig skal
út foera, og skalt þú eigi inni
brenna‘%
viö slcyldum aldrei skilj
I En mér þykir miklu betra í
um við til deyja með ykkur en lifa ef
gir Njáll, ir“.
14. — Njáll mælti við foryta
sinn: „Nú skalt þú sjá, hví
við leggjumst niður og
hversu eg bý um Okkur“.
skyldi foreiða >
ina og hét liai
Þau leggjast 1
í riimið og le:
milli sín. Þá tól
ina og foreiddi
gekk út síðan.
3. árg. ★ Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson ★ 1. marz 1959
UNDRAGLERIN
Barnaleikrit eftir Oskar Kjartansson
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sýnir
núna barnaleikritið
„Undraglerin“ eftir Ósk-
ar Kjartansson, en hann
skrifaði mörg skemmti-
leg leikrit og sögur fyrir
börn.
„Undraglerin“ er saga
um farandsöngvara, sem
hefur gaman af að
syngja fyrir börnin.
Hann er staddur úti í
skógi og þar hjálpar
hann gömlum manni,
sem vondir strákar ráð-
ast á. Gamli maðurinn
er svo þakklátur, að
hann gefur söngvaran-
um 2 undragler og eina
ósk, og með glerin sín
fer ungi maðurinn inn í
ævintýralandið.
í Ævintýralandinu hitt
ir hann Tobias hænsna-