Morgunblaðið - 01.03.1959, Side 17

Morgunblaðið - 01.03.1959, Side 17
Sunnudagur 1959 W ORCinSTtL 4 fílÐ 17 Mynd þessi var tekin fyrir nokkru í New York háskóla og sýnir þrjá ísienzka stúdenta, sem þar eru við nám. Þeir eru í fylgd með frú Fredu Hliðdal, sem er ritari íslenzka félagsins í borginni. Frúin er lengst til vinstri, þá kemur Jóhanna Jóns- dóttir, sem stundar nám í líkamsrækt, þá Sigrún Kr. Tryggva- dóttir er stundar nám í tannlækningum og lengst til hægri Haukur Þórðarson, sem stundar líkamsrækt. Ástrós Jónasdóttir EFTIB a ð frímerkjasöfnurum fjölgaði hériendis svo sem nú er orðið, hafa verið stofnaðir frímerkjaklúbbar víðs vegar á landinu og þótt meðlimafjöldi þeirra sé takmarkaður, munu klúbbar þessir verða söfnurum til gagns. Þessir félagamyndun þyrfti svo að hafa samband sín á milli og gæfci úr þessu myndazt Samband íslenzkra frímerkjasafnara. Eitt af verkefnum slíks sambands gæti m. a. verið, að útvega söfn- urum frímerki á sanngjörnu verði svo og ýmsan þann varning sem til frímerkjasöfnunar þarf eins og frímerkja-albúm, inn- stungubækur, frímerkjatengur e. fl., en það hefur háð söfnur- arfrímerkið sem Nýtt Lincola kom út 2. þ.m. frímerki um, að þessi varningur hefur ver- ið lítt fáanlegur hér í úrvali og þá sjaldan að eitthvað hefur fengizt af slíkri vöru, hefur það verið selt of háu verði. Ennfremur hafa margir safn- arar kvartað yfir því, að verð á frímerkjum hafi verið ósann- gjarnt og i einstaka tilfellum óeðlilega hátt á innlendum markaði. I5gl Notkun frímerkja og póststimplar Það er mjög algengt að á bréfum og öðrum póstsendingum sjáist frímerki, sem eru rifin og illa með farin á annan hátt og þar af leiðandi ónothæf til söfn- unar og stafar þetta af því að þess er ekki gætt þegar merkin eru rifin úr örk eða hluta af örk, að þau ekki ónýtist og þá sérstaklega þegar um hærri verð- gildi er að ræða eins og 10 og 25 kr. og að ekki sé nefnt 50 kr. merki, þvi auk þess að verðmæti séu ekki ónýtt, þá sýnir þetta vöntun á snyrtilegum frágangi ef merkin á póstsendingum eru rifin eða óhrein. Og sem dæmi um þetta, skal ég nefna, að fyr- irtæki hér í bænum fékk nýlega sendibréf með íslenzkum frí- merkjum á en vegna þess að for- stjóri fyrirtækisins er frímerkja- safnari, tók hann strax eftir að á fjórum bráfanna voru frímerk- in ónýt, þ. e. rifin og því verð- laus með öllu. Einnig er þgð nokkuð áberandi hve illa og jafnvel sóðalega frí- merki eru stimpluð á ýmsum pósthúsum landsins en það ætti að vera metnaðarmál hvers póst- manns, að láta ekki frá sér fara bréf eða sendingu þar sem ekki sést frá hvaða pósthúsi bréfið er sent og að nú ekki sé talað um að dagsetning póststimpilsins sé læsileg en þess getur oft verið þörf að fá vitneskju um hvenær bréf er póstlagt. Það er eftir- tektarvert hve snyrtilega bréf eru stimpluð, sem koma frá Sviss enda þótt þau séu handstimpluð og hafa írímerkjasafnarar sér- staklega veitt þessu eftirtekt. ggl INTERPOSTA 1959 er nafn á alþjóða-frímerkja- aýningu þeirri sem opnuð verð- ur í hinum fagra blómagarði „Planten und Blomen“ í Ham- borg 22. maí n. k. Þarna verða sýnd gömul og ný frímerki frá öllum löndum heims, en mest áberandi verða söfn af elztu frímerkjaútgáfum frá Bay- ern, Hamborg og öðrum þýzkum merkjum, sem ekki eru í eigu nema örfárra safnara. Ennfremur taka þátt í INTERPOSTA póst- stjórnir margra landa, sem sýna frímerki og gamla póststimpla. í dómnefnd sýningarinnar eru m. a. Sir John Wilson, sá er hef- ur umsjón með frímerkjasafni Elizabetar Englandsdrottningar og H. L. Lindquist eigandi amer- íska frímerkjabl. „STAMPS“. i:XI Benzínþvottur á frí- merkjum Nýlega birtist í Alþýðublaðinu frásögn eða frétt um, að prentun nýju 2 og 4 króna frímerkjanna með mynd af stjórnarráðsbygg- ingunni væri stórgölluð vegna þess, að ekki mætti koma benzín- dropi á merkin, án þess að prent- liturinn máist af. Vei’a má, að liturinn í merkjum þessum sé ekki það fastur, að þau þoli benzínþvott, en slíkt er mjög óalgengt að safnarar noti benzín á frímerki, en þó þekkist sú að- ferð til að sjá vatnsmerki í frí- merkjum, að þau séu látin í benzín en sú aðferð þykir held- ur gamaldags. Varðandi íslenzk frímerki siðari ára þá þarf víst tæplega að upplýsa safnara um það, að þau hafa ekki verið gef- in út með vatnsmerkjum um langt árabil og er því óþarfi að vera í vatnsmerkjaleit á íslenzk- um frímerkjum og nota til þess benzínböð. Það eru einnig mörg önnur lönd sem gefa út frímerki, sem ekki þola benzín eða önnur sterk efni og má þar m. a. nefna Júgó- slavíu, Luxemborg og Sviss og eru þetta lönd sem gefa út fög- ur merki og safnarar sækjast eftir að eignast. Söfnurum skal því eindregið bent á, að nota ekki benzín til slíkra áthugana, ef þeir ekki eiga þar til gerðan vatnsmerkjamæli, því oftast er hægt að finna vatns- merki í frímerkjum með því að bera þau upp að sterku ljósi. Varðandi prentun og frágang þessara 2 og 4 kr. frímerkja, þá býzt ég við að varhugavert sé að telja, að um vörusvik sé að ræða af hálfu fyrirtækisins, sem prentaði þau, því það bezt ég veit eru frímerkjasafnarar þeir, er ég hefi rætt við varðandi út- gáfu þessa, á einu máli um það, að betri frágangur og prentun sé varla hugsanleg og að ekki sé minnst á „centeringu" merkj- anna, sem er óaðfinnanleg og ekkert í líkingu við það sem við höfum átt að venjast hin síðari ár. Og þess utan hygg ég að póststjórnin hafi vitað hvernig frímerkin voru prentuð, því hér var um að ræða nýja prentunar- aðferð, sem ekki hafði þekkzt áður á íslenzkum frímerkjum, og er það mjög virðingarvert frá póststjórnarinnar hálfu, að ein- hver tilbreyting og nýjar aðferð- ir séu viðhafðar um prentun og útgáfu frímerkja okkar. — Einnig er það haft eftir starfsmanni frímerkjasölu póst- stjórnarinnar, að stjórnarráðs- merkin séu óvenjulega vel gjörð. IXI Ný íslenzk frímerki. Ný frímerkjaútgáfa er sögð væntanleg á vori komanda, en ekki er vitað hver hún verður en tilkynning um þetta er vænt- anleg frá póststjórninni innan skamms. XI Erlend frímerkl. Að vanda koma út mörg ný erlend merki vikulega og meðal þeirra eru nýjar útgáfur Sam- einuðu þjóðanna í des sl. og nú síðast 9. þ. m. tvö ný flugfrí- merki (sjá mynd). Einnig hafa Bandaríki N-Ameríku gefið út fjölda nýrra merkja, m. a. ýms minningarmerki um Abraham Lincoln, auk annara minningar- merkja. Noregur gaf út nýtt 45 aura minningarmerki þann 2. þ. m. sem hér birtist mynd af. í tilefni af 60 ára afmæli Frið- riks IX Danakonungs þann 11. marz n. k., verða gefin út þrjú ný dönsk frímerki. ISI Kílóvaran. Ýmsar tillögur heyrast um söluaðferð kilóvörunnar og eru sumar þeirra heldur fjarstæðu- kenndar eins og t. d. sú, að bjóða eða tilgreina lágmarksverð kr. 2000,00 pr. kg. Það má vera að einhverjir safnarar séu tilbúnir að greiða svo mikið fyrir 1 kíló af íslenzkum frímerkjum á fylgi- bréfaafklippum, en til þessa hef- ur þetta verið selt á kr. 1200,00 pr. kg. og virðist þvi kr. 2000,00 vera óeðlilega mikil hækkun þrátt fyrir mikla eftirspurn þess- arar vöru. En mitt álit er það, að sá árgangur þeirrar kílóvöru sem næst verður seldur, sé ekki meira virði en kr. 1200.00 pr. kg. vegna þess hve mikið af algeng- um ódýrum merkjum verða í pökkunum, eins og t. d. 10 kr, handritamerki og ýmsar ódýrar tegundir rafvæðingarmerkjanna. J. Hallgr. Minningarorð EKKJAN Ástrós Jónasdóttir lézt í Landakotsspítala 16. febr. sl. eftir stutta en þunga sjúkdóms- legu. Útför hennar var gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 2'7. febr. Ástrós var Árnesingur að ætt og uppruna. Hún var fædd í Arnarstaðakoti í Hraungerðis- hreppi í Flóa 5. okt. 1880, en var tekin í fóstur á öðru aldursári að Hallanda í Flóa og ólst upp þar hjá. Guðmundi eldra Hannessyni frá Stóru Sandvík og dóttur hans Guðiaugu. Jónas, faðir Ástrósar, var sonur Björns á Læk i Flóa, Þorvaldssonar í Auðsholti í Bisk- upstungum, Björnssonar, hrepp- stjóra í Vorsabæ á Skeiðum, Högnasonar, lögréttumanns á Laugarvatni, Björnssonar, prests á Snæfoksstöðum, d. 1717, Stef- ánssonar, prests í Nesi við Sel- tjörn, f. 1601, d. 15. júní 1695, Hallkelssonar, prests í Nesi, d. 1630, Stefánssonar, prests 1 Laug ardælum, d. 1585, Hallkelssonar, Árnasonar, er veginn var fyrir aldamótin 1500 af Jóni Ormssyni, lögmanns á Stóru-Völlum, Ás- mundssonar. Um síðustu aldamót fluttist Ást rós til Reykjavíkur og ól allan sinn aldur þar upp frá því. Hún giftist þar 18. febr. 1904 Gísla mótorbátsformanni Guðmunds- sonar yngra, b. í Björk og Jórvík í Flóa, Hannessonar í Stóru-Sand- vík. Mann sinn missti hún, eftir 40 ára farsælt hjónaband, 26. júní 1944. Eignuðust þau 7 mannvænleg börn, sem öll eru á lífi og eru þessi: Viggó Einar, vélstjóri í Rvík, kv. Ásu Sigríði Björnsdóttur. Jón mundur, skipstjóri í Rvík, kv. Halldóru Þorsteinsdóttur. Sigur- jóna Guðríður, gift Þórði Helga Hannessyni, sjóm. í Rvík. Sigrún Laufey, gift Þorsteini Gunnars- syni, trésm. í Rvík. Ása Guðlaug, gift Sighvati Gunnarssyni, hús- gagnasm. i Rvík. Björg, gift Stef- áni Gesti Kristjánssyni, kjöt- kaupm. í Hafnarf., og Jónína Hólmfríður, gift Magnúsi Þor- varðssyni, verzlunarm. í Rvík. Menn gera sér ekki almennt grein fyrir því nú, hve erfitt það var í þá daga að koma upp og til manns sórum barnahóp fyrir efnalaus hjón, sem höfðu þess utan við stopula atvinnu að stríða. En þetta heppnaðist þeim Ástrósu og Gísla, og fór þar saman nægju semi, sparsemi og sérstök ráð- deild þeirra beggja. Gísli hafði framan af flutninga uppskipunar báta á Reykjavíkurhöfn og notaði til þess mótorbát, sem hann hafði náð eignarhaldi á, en þess á milli sótti hann sjóinn af kappi á báti sínum. Hin margþættu heimilis- störf hvíldu hinsvegar að sjálf- sögðu á herðum húsmóðurinnar. Var því oft langur og strangur starfsdagur hjá henni. Ósjaldan mun hún hafa orðið að fafa með þvott inn í laugar á kvöldin, þeg ar aðrir tóku á sig náðir, og mætti þó næsta morgun til þess að gegna sínum skyldustörfum. Alltaf var hún jafn glöð og hug- rökk, þótt við erfiðleika væri að etja, en dugnaði hennar, starfs- gleði og stai-fsþoli var við brugð- ið. Hún rétti mörgum hjálpar- hönd, þó að af litlu væri oft að miðla, en móðurskyldan og móð- urkærleikurinn voru þær lyndis- einkunnir, sem hæst bar í fari hennar, enda naut hún ástríkis barna sinna í ríkum maéli fram á hinzta dag. Út á við var hún trygglynd og traust sómakona, sem ekki mátti vamm sitt vita. Börnum hennar og öðrum ást- vinum votta ég innilegustu sam- úð. 27. febr. 1959. Siguirður E. Illiðar. Stvrkir til kjarn- orkunáms Alþj óðakj arnorkumálastofnun- in mun veita á næsta hausti margs konar styrki til kjarn- fræðináms og rannsókna í 22 löndum. Er hér um að ræða styrki til lengri eða skemmri tíma fyrir háskólastúdenta og kandidata. Upphæðir styrkjanna eru mismunandi eftir löndum, en ætlazt er til, að þeir nægi styrkþegum fyrir námskostnaði, lífsviðurværi og ferðakostnaði. Utanríkisráðuneytið veitir all- ar nánari upplýsingar um styrki þessa og lætur umsóknareyðu- blöð í té, en umsóknir skulu hafa borizt því fyrir 25. marz 1959. (Frá utanríkisráðuneytinu). 30 þús. kr, lil björg unarskútu Austur- lands NÝLEGA hefur Slysavarnafélagi íslands borizt 30 þús. króna fram lag til Björgunarskútusjóðs Aust urlands frá kvennadeildinni „Rán“ Seyðisfirði. .Sýnir þetta betur en flest annað, hve mikill áhugi er fyrir byggingu björg- unarskipsins meðal Austfirðinga, þar eð þessi deild var stofnuð að- eins fyrir rúmu ári. Samkvæmt upplýsingum frá kvennadeild S.V.F.Í. í Reykjavík, nam merkjasala deildarinnar síð- asta góudag nálægt 50 þúsund krónum. Vill kvennadeildin nota tækifærið og þakka bæjarbúum góðan stuðning fyrr og síðar. , J2T FEB. 9 -7 la S:0CA,M. &A 1959 HALLöRIMSSOK Box 1116 reykjavik I0ELAND Ný fiugfrímerki (Fyrstadagsumslag) frá Sameinuffu þjóffunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.