Morgunblaðið - 01.03.1959, Page 24

Morgunblaðið - 01.03.1959, Page 24
■rJíT'gj i SV VEÐRIU stinningskaldi og síffar kaldi él og bjart á milli._ Reykjavíkurbréf Sjá bls. 13 50. tbl. — Sunnudagur 1. marz 1959 Trésmiðir kjósið B-listann Guðni H. Arnason Eggert Olafsson l*orl. Sigurðsson Trésmiðir, tryggið sigur B-listans, ' Stjórnarkjöri í T. R. lýkur i kvöld STJÓRNARKJÖRIÐ í Trésmiðafélagi Reykjavíkur heldur áfram í dag í skrifstofu félagsins Laufásvegi 8. Kosið verður í dag frá kl. 10 árd. til 12 og frá 1 e. h. til kl. 10 síðd. og er þá kosning- unni lokið. — Tveir listar eru í kjöri: B-listi, sem skipaður er fráfarandi stjórn og studdur ‘ af lýðræðissinnum og A-listi kommúnista, en í for- mrnnssæti á þeim lista er „línu“-kommúnistinn Benedikt Davíðsson. Guðmundur pr' • > i’orv. o. Karlsson Kári Ingvarsson til þess aff fá trésmiffi til að kjósa lista flokksins. Trésmiffir, svariff þessári árás kommúnistaflokksins á samtök ykkar á viffeigandi hátt. Takið virkan þátt í kosningabaráttunni og tryggiff meff sameiginlegu átaki sigur B-listans. B-listi lýðræðissinna er þannig skipaður: Guðni H. Árnason, form., Kári J. Ingvarsson, varaform., Eggert Ólafsson, ritari, Þorleifur Sigurðs son, gjaldkeri, Þorvaldur Ó. Karlsson, vararitari. Varastjórn: 1. Reynir Þórðar- son, 2. Sveinn Guðmundsson, 3. Guðmundur Sigfússon. Trúnaðarmannaráff: Aðils Kemp, Magnús Jóhannesson, Jóel Jónsson, Karl Þorvaldsson, Ragn- ar Bjarnason, Sigmundur Sigur- geirsson, Kristinn Ólafsson, Kjartan Tómasson, Ásmundur Þorkelsson, Steinar Bjarnason, Sigurður Guðmundsson, Þórir Thorlacius. Varamenn í trúnaffarmannaráð: Júlíus Jónsson, Magnús V. Stef- ánsson, Rán. 33a, Geir Guðjóns- son, Gestur Þorkelsson, Guðni Fundur hjá Fram í Hafnarfirði HAFNARFIRÐI — Landsmála félagiff Fram heldur fund í Sjálfstæffishúsinu annaff kvöld og hefst hann kl. 8,30. Þar verffa bæjarmál til umræffu og flytja eftirtaldir bæjarfulltrú- ar Sjálfstæffisflokksins stuttar ræffur, og ræffa þau mál, sem efst eru á baugi hér í bænum um þessar mundir: Frú Elín Jósefsdóttir, Eggert ísaksson, Stefán Jónsson og Fáll V. Daní elsson. Er Sjálfstæffisfólk hvatt til aff fjölmenna á Framfundinn á mánudagskvöld og mæta stund • víslega. —G.E. 10.000 krónur í veði í kvöld í KVÖLD verður útvarpað þætt- inum „Vogun vinnur — vogun tapar“, en nú er röðin komin að Sverri Kristjánssyni að þreyta lokasprettinn. Upptaka þáttarins fer fram í Sjálfstæðishúsinu og hefst kl. 3, en húsið er opnað kl. 2,30, og leikur hljómsveit frá þeim tíma. Aðgöngumiðasala hefst kl. 1. Ingimundarson, Gunnarsson. Endurskoffendur: Sigurgeir Al- bertsson og Einar Einarsson. Til vara: Einar Þorsteinsson og Þorkell Ásmundsson. Þaff kom greinilega í ljós í gær, aff kommúnistaflokkurinn hafði mikinn viðbúnaff í sambandi viff kosningarnar í Trésmiðafélaginu. Starfsmenn flokksins og helztu „smalar“ lögffu sig alla fram í kosningunum og beittu allri orku Veruleg lœkkun á fiskverði ÍNNFLUTNINGSSKRIFSTOFAN hefur auglýst nýtt hámarksverð á fiski og lækkar fiskurinn allverulega frá því sem áður var eða um 29—33 af hundraði. Er verðið að frádreginni niðurgreiðslu ríkissjóðs sem hér segir: Hvert kg. Hvert kg. Lækkun áffur kr. nú kr. Nvr slægður þorskur .... 2.10 33% Þorskúr, hausaður 3.80 2.60 32% Ný slægð ýsa með haus 4.10 2.80 31% Ýsa, hausuð 4.90 3.50 30% Nýr flakaður fiskur án þunnilda .. 8.50 6.00 29% Pi.skfars 8.50 29% Þess skal getið að fisk, sem frystur er sem varaforði, má reikna kr. 1,80 dýrari hvert kg. en að ofan er nefnt. Verð á öðrum fisktegundum helzt óbreytt. Mjólk og kjöt lækka enn i verði -<$> Ólafur Björnsson Stjórnmálaskóli Varðar: Próf. Ólafur Björnsson flytur erindi í kvöld í KVÖLD mun Ólafur Björnsson, prófessor, flytja síffara erindi III. málefnaflokks, sem fjallar um Sjálfstæffisstefnuna. Ólafur miun skýra efnahagsmálastefnu Sjálf- stæðisflokksins og hver rök hníga arettur og vindlar hækka Á MÁNUDAGINN hækka síga- rettur og vindlar. Nemur hækk- unin um 11%. Kamelsígarettur sem kostað hafa kr. 14.10 undan- farið hækka upp í kr. 15.70. Cest- erfield, sem kostuðu kr. 14.00 kosta 15.60. Önnur tegund af sígarettum, Wing hækkar úr 11.20 í 12.40. Amerískar sígarett- ur með síu hækka úr 16.60 í 18.40. Neftóbaksmönnum er hægt að færa þau tíðindi að verð á því verður óbreytt. Reyktóbak, t.d. Dills Best, hækkar úr 18.00 upp í kr. 20.00 og Half/half hækkar upp í 18.50. Vindlar, t.d. London Docks, sem kostuðu 37.50 pakk- inn kosta nú kr. 40.50, og önnur vinsæl smávindlategund Fauna hækkar úr kr: 3.15 í 3.50. Loks má geta þess að 25 stykkja kassi af Flora Danica hækkar úr kr. 182.75 í kr. 202,60, í stykkjatali úr kr. 8.50 í 9.40. Eldspýtur hækka ekki. Félag Sjálfstæðismanna stofnaí í Grindavik i STOFNFUNDUR félags Sjálfstæffismanna í Grindavík verffur ha>dinn í dag kl. 1,30 i Kvenfélagshúsinu. Aff lokinni félagsstofnuninni flytur Ólafur Thors, formaffur Sjálfstæffisflokksins, ræffu um stjórnmálaviffhorfiff. Allir Sjdlfstæðismenn eru hvattir til aff mæta á fundinum. ' UNDIRBUNINGSNEFNDIN aff því, aff hún megi tryggja fram gang markmiða Sjálfstæffisstefn- unnar, þ. e. framfarir, frelsi, rétt- Iæti og öryggi. Sl. föstudag flutti Birgir Kjar- an, hagfræðingur, fyrra erindið í þessum málefnaflokki. Ræddi hann m.a. um viðhorf Sjálfstæð- isstefnunnar til valds og verk- sviðs ríkisins, um eignarréttinn, frjálst framtak, félagslegan mark aðsbúskap og aðra þá meginþætti sem mynda heildarinntak Sjálf- stæðisstefnunnar. Erindi Ólafs Björnssonar, pró- fessors, í kvöld hefst kl. 8,30 í Valhöll viff Suffurgötu. Einnig verða nú enn lækkanir á verði mjólkur og kindakjöts. Lækkar kjöt í öllum flokkum um kr. 1.20 kg. og mjólkurlítr- inn um 2 aura, þegar mjólk er seld í heilum pottum. Er þetta í þriðja sinn síðan um áramót, sem mjólk og kindakjöt lækkar. Um áramótin lækkaði Prestar minnast látinna f DAG verða guðsþjónustur í öllum kirkjum í Reykjavíkur- prófastsdæmis helgar þeim er látizt hafa af slysförum undan- farnar vikur. Munu allir Reykja- víkurprestarnir minnast þeirra í guðsþjónustum sínum. — Voru messutilkynningarnar að venju birtar í laugardagsdagbók blaðs- ins. mjólkin um 90 aura lítrinn og í byrjun febr. aftur um 23 aura. Hefur mjólkurpotturinn því lækk að alls um kr. 1.15 það sem af er þessu ári. Kindakjöt lækkaði um áramót- in um kr. 6.20 í 1. verðflokki og um 1.20 í febrúarbyrjun. Aðrar kindakjötstegundir lækkuðu hlut fallslega jafn mikið. Nú lækka allir flokkar um 1.20. Hefur kinda kjöt þá lækkað um kr. 8.80 kg. í 1. verðflokki síðan um áramót. Þriðja afmælis- erindi lagakennslu BJARNI Benediktsson ritstjóri heldur fyrirlestur í Háskólanum þriðjudaginn 3. marz kl. 5,30 e.h. um Neyffarrétt í stjórnlagafræffl. Er það þriðja í röðinni af af- mæliserindum lagakennslu. öllum er heimill aðgangur. (Frétt frá Háskóla íslands). Kunnugt um limm biskupselni í DAG er réttur mánuður þar til yfirstandandi biskúpskjöri á að vera lokið, en samkvæmt tilkynn ingu um kjörið var sagt að at- kvæðaseðlar yrðu að hafa borizt kjörstjórn í hendur í síðasta lagi Stefnuskrá Heimdallar: T ryggingamál — menningarmál í DAG kl. 13.30 hefst þriffji fund- ur Ileimdallar um stefnuskrá félagsins. Verffa þá rædd álit tryggingamálanefndar og menn- ingarmálanefndar. Framsögumaður tryggingamála nefndar verður Guffjón Hansen, tryggingafræffingnir, en Ólafur B. Thors, stud. jur., t«lar fyrir til- lögum menningarmálanefndar. Verffur þetta síffasti fundurinn um stefnuskrá félagsins áffur en affalfundur gengur andanlega frá henni. Eins og kunnugt er hafa áffiur veriff haldnir tveir fundir um stefnuskrána, *n nú mun stefnuskrárnefnd sú, sem kjörin var sl. haust vinna úr og fella saman þau álit, sem fram hafa komið á þessum fundum og leggja síffan uppkast aff nýrri stefnu- skrá fyrir affalfundinn 8. marz næstkomandi. Fundurinn í dag verður hald- inn í Valhöll við Suffurgötu og hefst eins og áður er sagt kl. 13.30. Ól. B. Thors Guðjón Hansen kl. 12 á miðnætti aðfaranótt 1. apríl. Kjörgengi og kosningarétt til biskupskjörs hafa allir þjónandi prestar þjóðkirkjunnar og próf- essorar við guðfræðideild há. skólans. Mun hér vera um að ræða milli 110 og 120 presta og prófessora og ræður hver þeirra yfir tveimur atkvæðum. Kosn- ingin fer fram á þann hátt, að hver kjósandi kýs þrjá frambjóð- endur. Sá, sem settur er efstur á listann fær heilt atkvæði, annar fær % úr atkvæði og hinn þriðji %. Kunnugt er, að úrslit prófkjörs urðu þau, að allmargir fengu at- kvæði og munu eftirtaldir próf- essorar og prestar hafa fengið flest atkvæði: Prófessor Sigur- björn Einarsson, prófessor Björn Magnússon og Hallgrímskirkju- prestarnir séra Jakob Jónsson og séra Sigurjón Þ. Árnason. Síðan prófkjöri þessu lauk er komið fram nafn á enn einu bisk- upsefni og er það séra Einar Guðnason prestur í Reykholti í Borgarfirði. Kosningaskrifstofa B-listans í Tré- smiðafélagi Reykjavíkur. KOSNINGASKRIFSTOFA lýffræffissinna í Trésmiffafélagi Reykja- vikui er á Bergstaffastræti 61. Símar: 24595 og 14902. Skrifstofan er opin í dag frá kl. 10 árd. til kl. 10 síffd. og verffa þar gefnar allar nánari upplýsingar um kosningarnar. Það eru vinsamleg tilmæli til allra andstæffinga kommúnista í Trésmiffafélaginu að þeir hafi samband viff skrifstofuna og veiti aðstoff sína í kosningabaráttunni bæffi meff vinnu á skrifstofunni og láni bifreiðar sínar í sambandi viff akstur við kosningarnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.