Morgunblaðið - 05.03.1959, Side 2

Morgunblaðið - 05.03.1959, Side 2
2 MORCVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 5. marz !959 Fyrrihluta dags í gær var vetrarlegt um að litast hér í Reykjavík, enda kominn meiri snjór en verið hefur fyrr á vetrinum. Síðar í gærdag bætti enn verulega þar ofan á, svo ekki sá á dökkan díl á Austurvelli. í gærkvöldi um kl. 6,30 var hitastigið komið upp yfir frostmark og tók þá að rigna. Er spáð áframhaldandi rigningu eða slyddu í dag. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Heildarkostnaður við niðurgreiðslur 1959 áætlaður 259.555 þúsundir króna o Sjúkrasamlagsiðgjöld verða greidd niður um ca. 29^o Á FUNDI sameinaðs Alþingis í gær var tekin til umræðu svo- hljóðandi fyrirspurn til ríkis- stjórnarinnar um lækkun fram- færsluvísitölu og niðurgreiðslu vöruverðs frá Eysteini Jónssyni: 1. Um hve mörg stig lækkar framfærsluvísitalan vegna á- hrifa laga um niðurfærslu kaup gjalds og verðlags? 2. Hvaða vörutegundir eru nú greiddar niður, og hve miklu nemur niðurgreiðslan á hverri vörutegund, miðað við kg eða lítra? greiðslan á hverri vörutegund nemi samtals á yfirstandandi ári? Þá varpaði fyrirspyrjandi einnig fram þeirri spurningu, hvort vísitalan .væri nú komin niður í 202 stig og ef svo væri ekki hve mikið þyrfti að greiða hana niður svo hún kæmist í 202 stig. Gylfi Þ. Gíslason, viðskipta- málaráðherra, svaraði fyrir- spurnunum af hálfu ríkisstjórn arinnar og fer svar hans hér á eftir: Neytendasamtökin vinna mál fyrir Hœstarétti Málið reis út af viðvörun gegn notkun Hvile Vask NEYTENDASAMTÖKIN hafa unnið mál fyrir Hæstarétti, sem höfðað var gegn þeim af um- boðsmanni danska þvottaefnisins Hvile Vask. Hið danska þvotta- efni var samkvæmt leiðarvísi á umbúðum þvottaefnisins, sjálf- virkt þvottaefni, sem var nýjung og hefði í för með sér byltingu um framkvæmd þvotta. í leiðar- vísinum er m. a. tekið fram, að þvottaefnið spari tíma og fé og valdi eigi sliti á efni því, sem þvegið er. Það var umboðsmaður þvottaefnisins, svo og Gústaf A. Sveinsson, sem höfðuðu mál þetta f. h. Hvile Vask, gegn Neytendasamtökunum. í undir- rétti hafði málið farið á þá leið, að Neytendasamtökin töpuðu því og voru dæmd til greiðslu á 40,000 kr. í skaðabætur, svo og málskostnað. Fyrir Hæstarétti kröfðust talsmenn Hvile Vasks að undirréttardómurinn ýrði staðféstur, en Neytendasamtökin aftur sýknu. ★ í skjölum Hæstaréttar eru dómsforsendur raktar mjög ítarlega á átta vélrituðum folíósíðum. — Forsaga máls- ins er sú að í nóvembermánuði 1953 birtu Neytendasamtökin í dagblöðum bæjarins viðvörun til almennings við einhliða notkun þvottaefnisins Hvile Vask. Segir þar m. a. að af þvottaefninu leiði óeðlilega mikið slit á þvotti, sem stafi af því að of mikil bleiking valdi því að þræðir verði stökkir og brotni því fremur. Umboðsmaður þvottaefnisins taldi að viðvörun þessi hefði haft í för með sér að mjög hafi Dagskrá Alþingis í DAG eru boðaðir fundir í báð- um deildum Alþingis kl. 1,30. Á dagskrá efri deildar eru fjögur mál: 1. Ríkisreikningurinn 1956, írv. — 3. umr. 2. Tekjuskattur og eignarskattur, frv. — 3. umr. 3. Búnaðarmálasjóður, frv. — Frh. 2. umr. 4. Póstlög, frv. — Frh. 2. umr. Þrjú mál eru á dagskrá neðri deildar: 1. Kosningar til Alþing- is, frv. — 1. umr. 2. Hafnargerðir og lendingarbætur, frv. — 1. umr. 8. Lííeyrissjóður starfsmanna rík isins, frv. — 2. umr. dregið úr sölu á þvottaefninu Hvile Vask hér á landi og hafi sér verið bakað fjártjón. Telur umboðsmaður að viðvörunin sé óréttmæt og beri því Neytenda- samtökunum að greiða sér bætur vegna hennar. ★ í endurriti af dómi Hæstarétt- ar eru síðan rakin í alllöngu máli ýmis vottorð utanlands frá svo og innlend, í sambandi við efnagrein ingu á hinu umdeilda þvottaefni. — Meðal þeirra eru vottorð frá Teknologisk Institut í Kaupmannahöfn. — Þar er greinargerð frá þýzkri þvotta- rannsóknarstöð, er snertir rann- sóknir á þvottaefnum, er hreinsi þvottinn án þess að hann sé nuddaður, bréf frá Statens Husholdningsraad og loks er álitsgerð sem dómkvaddir menn tóku saman, byggð á rannsókn- um á slitþoli baðmullarefnis sem þvegið hafði verið úr Hvile Vask. ★ t dómsniðurstöðum Hæstarétt- ar í máli þessu segir svo: „Umsagnir á álitsgerðir kunn- áttumanna, sem að framan grein- ir, bera það með sér, að það magn af natriumperborat, sem reyndist vera í þvottaefninu Hvile Vask við efnagreiningar bæði hér á landi og í Danmörku, er skaðlegt fyrir vefnað þann sem þveginn er. Slitþolsraunir, sem gerðar hafa verið, sýna, að slit á baðmullarefni, þvegnu 50 sinnum úr þvottaefninu Hvile Vask, er meira en Teknologisk Institut telur eðlilegt, og að slit á hörefni, þvegnu einnig 50 sinn- um úr Hvile Vask, er 43,6%, en það verður eftir þeim gögnum, sem fyrir liggja, að teljast óhæfi- lega mikið. ★ Samkvæmt því, er nú var rak- ið, þykja eigi vera efni til að dæma fébætur á hendur áfrýj- endum fyrir viðvörun þá til al- mennings, sem áður greinir. Ber því að sýkna þá af kröfum stefndu í málinu. Eftir atvikum þykir mega ákveða, að málskostnaður falli niður, en málflutningslaun skip- aðs talsmanns áfrý.>enda fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkis- sjóði“. 3. Hvað er áætlað að niður- Svöi við fyrirspurn Eysteins Jónssonar. 1. Lækkun framfærsluvísitölunnar vegna áhrifa laga um niðurfærslu verðlags og launa, sem fram var komin 6. febrúar 1959, var 6,4 stig. Gera má ráð fyrir, að þá eigi eftir að koma fram lækkun, sem nemur 0,3 stigum, og verður þá heildarlækkun vísitölunnar vegna ákvæða nefndra laga 6,7 stig. Hér er þess að gæta, að niðurfærsla sú, sem hér um ræðir, hefur ekki aðeins bein áhrifrsem þessu nemur, til lækkun- ar á vöruverði, heldur hefur hún líka komið í veg fyrir hækkanir, sem hefðu orðið, ef niður- færslan hefði ekki átt sér stað. Lækkun vísitöl- unnar hefði með öðrum orðum orðið meiri, ef búið hefði verið að færa allt verðlag í landinu til samræmis við hækkun kaupgreiðsluvísitölu og grunnkaups á síðasta ári. 2. og 3. Niðurgreiddar vörur, niðurgreiðsla á magnseiningu og áætlaður niðurgreiðslukostnaður. Sauðfjáraf urðir: tt m « to 2 S Ö H ■s "3 d ** K ® 3 gs S ,• fi h g a « «H Niðurgreiðila frá 1.3. 1959, itif sé * s fl i 3 S 3 •£ M > eo . "2 S • ® 4» a> S H 4> g • C s* rH B Is ■ílt Dilka- og geldfjárkjöt 10,51 10,50 *) 73.570 72.300 Ærkjöt 4,20 — 1.470 1.400 Geymslukostnaður kjöts — — 5.200 5.200 Ull og gærur — — 3.400 3.400 Mjólkurafurðir: Nýmjólk frá mjólkurbúum 2,44 11,61 77.600 77.500 Nýmjólk seld beint til neytenda — — 9.750 9.750 Smjör miðalaust 8,66 0,73 ) ) 30.500 30.500 Viðb.niðurgr. á smjör gegn miðum 27,60 2,32 ) 0,65 4,45 1,90 0,11 0,13 0,04 1.235 1.235 Mjólkurostur 2.800 2.800 Mysuostur 80 80 2 • 270 270 Undanrennuduft — — 150 150 Kartöflur 70000 tonn 2,40 5,86 *) 17.000 17.000 Kartöflur geymslukostnaður — — 900 900 Smjörlíki 6,36 1,93 10.500 10.500 Saltfiskur 6,30 2,38 5.670 5.670 Ýsa ný, sl/m/haus 1,50**) 1,29**) ) ) 6000 tonn ) 8.900 7.900 Þorskur nýr, sl/m/haus ...) 1,37**) 0.56**) ) Alla 37,46 248.995 246.555 *) Niðurgreiðsla geymslukostnaðar ekki meðtalin. **) Ekki endanlegar tölur. Samkvæmt áætlun Hagstofunnar þarf að greiða framfærsluvísitöluna niður um 3,8 stig til þess að hún verði 202 stig 1/3 1959. Hinar auknu niðurgreiðslur frá og með 1. marz 1959, sem þegar hafa komið til framkvæmda, lækka vísitöluna um 2,4 stig og þarf því enn viðbótar- niðurgreiðslur sem svara 1,4 stigum til þess, að vísitalan 1. marz 1959 komist niður í 202 stig. Er gert ráð fyrir að sjúkrasamlagsgjöld verði frá 1/3 1959 greidd niður eins og með þarf til að brúa þetta bil, og mundi niðurgreiðsla mánaðar- lega sjúkrasamlagsiðgjaldsins í Reykjavík þurfa að verða ca. 13 kr., ef áætlim Hagstofunnar um vísitöluna 1/3 1959 reynist rétt. Þessi niður- greiðsla samsvarar þvi, að ca. 29% af iðgjaldi sjúkrasamlagsmeðlima í Reykjavík sé greitt niður, og er gert ráð fyrir að hlutfallslega sama niðurgreiðsla verði ákveðin á meðlimaiðgjaldi allra sjúkrasamlaga á landinu. Árskostnaður við þessa niðurgreiðslu er áætlaður 15,6 millj. kr., og þá kostnaður á 10 mánaða tímabilinu, sem niðurgreiðslan er í gildi á þessu ári, 13,0 millj. króna. Samkvæmt þessu er áætlaður heildarkostnað- ur við niðurgreiðslur 1959, sem hér segir: Hejldarkostnaður samkv. skýrslumii hér fyrir ofan 246.555 þús. kr. Aætlaður kostnaður vegna niðurgreiðslu sjúkra- samlagsgjalda frá 1/3 1959 ................ 13.000 þús. kr. Alls 259.555 þús. kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.