Morgunblaðið - 05.03.1959, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.03.1959, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 5- marz 1959 MORGUNBLAÐIÐ 11 Stefna Kristilega demokrataflokksins þýzka: Hlutdeildarfyrirkomulag í atvinnurekstri leysi ríkisreksturinn af hólmi Stefnt að afnámi stéttabaráttunnar og sáttum vinnu og fjármagns Framkvæmd hlutdeildarskipulagsins hafin í stóriðju Vestur-Þýzkalands FYRIR nokkru síðan tilkynnti Bonn-stjórnin, að innan skamms yrðu seld í V-Þýzkalandi verð- bréf, er nefndust „Volksaktien“ „alþýðu-hlutabréf“ og væru þau hin fyrstu sinnar tegundar í verzlunarsögu Þýzkalands. Hlut- verk þeirra væri, að fá alþýðu manna í hendur, möguleika til Kramer forstjóri Preuzsag. — Hluthafafundtur í fótboltahöllinni. þess, að eignast hlutdeild í auð- magni þjóðfélagsins. Sú viðskiptalega tilraun, sem með þessu er verið að koma af stað, á sér langan aðdraganda í stjórnmála- og viðskiptaaðgerð- um kristilega lýðræðisflokksins (CDU). Stefnuskráratrið'i Adenauers í upphafi annars tímabils stjórnar Adenauers var það gert að stefnuskráratriði CDU-flokks- ins, að tilhlutun dr. Ludwig Er- hards viðskiptamálaráðherra — að öll ríkisrekin iðnfyrirtæki, skyldu smátt og smátt færð yfir í hendur einkaframtaksins, með hlutdeild almennings í fyrirtækj unum. Þessi áform vöktu þó strax harðar deilur innan flokks- ins og utan. Dr. Erhard og Schaffer fjármálaráðherra lentu hvað eftir annað opinberlega í hörku deilum um afstöðuna til þessa máls og má segja, að þær hafi lamað framkvæmd stjórn- arinnar á þessu stefnuskrármáli allt fram til haustsins 1957. Má t.d. um þessar deilur benda á, að Schaffer lýsti því yfir á op- inberum fundi 21. ág. 1953, að stjórnin ætlaði sér ekki að yfir- færa Volkswagen verksmiðjurn- ar í hendur einstaklinga, (en það hafði dr. Erhard áformað). Þessi fregn kom svo í öllum dagblöð- um landsins daginn eftir. Dr. Erhard lýsti því þá yfir opinberlega, að Schaffer hefði vikið frá stefnu ríkisstjórnarinn- ar, og stuttu síðar ritaði hann Adenauer: Þar sem ríkisstjórn- in hefir fylgt þeirri viðskipta- stefnu, er mótuð hefir verið með frjálsum markaðsviðskiptum (freien Marktwirtschaft), er það ósamrýmanlegt þeim að ríkið starfræki á sínum vegum bifreiða iðnað, og torveldi þannig eða spyrni á móti viðskiptalegri þró- un og eflingu einkaiðnaðarins. Ef hr. Schaffer auk þess grund- vallar fráhvarf sitt frá þessari stefnu, með því, að V-wagen verk smiðjurnar geti aðeins undir stjórn ríkisins framleitt ódýrar bifreiðir, jafngildir það gjald- þrotsyfirlýsingu á viðskiptagetu einstaklingsframtaksins. Með mikilli virðingu, yðar Ludwig Erhard“. Á yfirborðinu lét Scháffer undan síga, en hafði þó áfram í frammi undanbrögð um fram- kvæmd á þessu stefnuskráratriði flokksins. Hlutdeild almennings í auðmagninu Eftir kosningasigur CDU- flokksins 1957, var Scháffer gerð ur að dómsmálaráðherra, Franz Etzel fjármálaráðherra, en sér- stakt ráðuneyti var sett yfir við- skiptalegar eignir ríkisins og í það settur dr. Hermann Lind- rath. Undir embættið voru lögð 230 stór og smá iðnfyrirtæki, er ríkið hafði eignarráð yfir, og ýmist áttu upphaf sitt á tímum keisaraveldisins, Weimarlýðveld- isins eða þriðja ríkisins. Hinum nýja ráðherra var ennig falið, að koma í framkvæmd þvi þjóð- félagslega stefnuskráratriði stjórnarinnar, að fá almenningi í hendur, hlutdeild í auðmagni þjóðfélagsins. Það væri bein af- leiðing þeirrar viðskiptastefnu, er fylgt hefði verið undir heitinu „Sociale Marktwirtschaft", og allt frá fjármálaaðgerðunum 1948, hefði sýnt sig i reynd, að vera svo árangursrík til hag- sældar, að meirihluti V-þýzkra kjósenda hefði síðan, örugglega veitt þeirri stefnu fylgi sitt. En ákvörðunin um framkvæmd þessa mikilvæga stefnuskráratrið is vakti upp ný vandamál innan flokksins. Vinstri sinnar bentu á sívaxandi samdrátt mikils fjár- magns á fárra hendur í risastór- um fyrirtækjum og töldu að þann ig gæti einnig farið, með af- hendingu ríkisfyrirtækja í hend- ur einstaklinga. Hægri sinnaðir flokksmenn börðust enn á móti afhendingu eignanna í hendur almennings. MIKIÐ hefur verið rætt undanfarið um hlutdeildar- og arðskiptifyrirkomulag í atvinnurekstri. Sjálfstæðismenn hafa hvað eftir annað flutt tillögur á Alþingi um athugun á því, hvernig því verði bezt fyrirkomið. Hafa þeir bent á að hin stöðugu átök milli verkalýðs og atvinnuveitenda hafi bakað þjóðfélaginu mikið tjón og eigi ríkan þátt í hinni óheillavænlegu verðbólguþróun síðustu ára. Nýrra leiða verði því að freista til þess að sætta vinnu og fjár- magn. Hér birtist grein, sem er þýdd og stytt úr tíma- ritinu „Der Spiegel“, sem er mjög áreiðanlegt þýzkt tímarit. Fjallar hún um það, sem gerzt hefur í þessum málum í Vestur-Þýzkalandi undanfarið. Er þar sagt frá því að flokkur dr. Adenauers, sem er frjálslyndur borgaralegur stjórnmálaflokkur, hafi tekið hlutdeildar- og arðskipti- fyrirkomulagið upp í stefnuskrá sína. Sé framkvæmd þess nú að hefjast. Jafnframt eru i grein þessari ræddir kostir og gallar þessa skipulags. Takmarkað við ákveðinn tekjuflokk Út úr þessari klípu var fundin sú lausn, að takmarka sölu þess- ara hlutabréfa við ákveðinn tekjuflokk manna í þjóðfélaginu og við nánari athugun kom í ljós, að þessari aðferð fylgdi einn ig mikilvægur stjórnmálalegur kostur. f stuttu máli: CDU-flokk urinn hafði fundið nýja leið — „den Volkskapitalismus“ (al- Lindratli ráðherra ríkiseigna: Auðhringana til fólksins. þýðu-auðvald) til lausnar á erf- iðu þjóðfélagsvandamáli. Hagnaðurinn við þetta fyr- irkomulag var tvenns konar: jí Vinstri og hægri sinnaðir CDU-flokksmenn gátu hæg- lega sameinazt um þessa lausn vandamálsins. j* CDU-flokkurinn setti með þessu fyrirkomulagi fram fé- lagslegar umbótartillögur, er skákuðu bæði tillögum social- demókrata og kommúnista. Tillögur sem óhjákvæmilega varð að taka til alvarlegrar athugunar og ekki voru síður liklegar til úrlausnar heldur en þjóðnýtingartillögur jafn- aðarmanna. Þjóðfélagslegar umbótartillögur Þessar þjóðfélagslegu umbóta- tillögur voru kunngjörðar á CDU-flokksþinginu skömmu fyr- ir kosningar 1957 og samþykkt- ar þar sem eitt af baráttumálum flokksins. Blank verkamálaráð- herra stjórnarinnar sagði um þessi áform: „Slík eignamyndun í höndum verkamanna, væri þjóð félagsleg umbót af heilbrigðustu gerð, afnám örbrigðar, uppbygg- ing samfélags manna, sem búið gætu við félagslegt réttlæti, fé- lagslegt öryggi og þjóðfélagslegt frjálsræði". Dr. Lindrath, slyngastur allra flokksmanna Adenauers í marx- istiskum fræðum og með góða reynslu á embættisstörfum í A- Þýzkalandi sagði m.a. „Aiðmagn ið, þ. e. eignaréttur á framleiðslu tækjunum hefir verið undirrótin að sífelldum stjórnmálaóeirðum í heiminum — og ekki sízt í Þýzkalandi — síðastliðin 100 ár. Stjórn eignaréttarins hefir dreg- izt á fárra hendur, og verið beitt til þess að fremja ofbeldi. Við- skiptalegt vald yfir þeim, sem ekkert auðmagn áttu annað, en vinnu handa sinna, varð öðrum stjórnmálalegt vald og oft mis- notað öllu mannkyni til tjóns. Með víðtækri dreifingu verðbréfa þ. e. hlutdeildareign í fram- leiðslutækjunum meðal allra vinnustétta þjóðfélagsins, eignast þær hlutdeild í sjálfum höfuð- stólnum". Eftir kosningar tók Lindrath þegar til óspilltra málanna og lýsti því yfir, að fyrsta verkefnið væri að koma Volkswagen verk- smiðjunum í almenningseign með Ludwig Erhard viðskiptamála- ráðherra: Berst fyrir hlutdeild- arfyrirkomulagi til að sætta fjármagn og vinnu. hlutdeildar fyrirkomulagi, þar væri um að ræða „stærsta hun- angsbita aldarinnar á verðbréfa- markaði". Þann 21. nóv. 1957 var haldinn fundur þar sem mættir voru ráð- herrar, bankastjórar, forstjóri Volkswagen verksm. og fleiri fjármálasérfræðingar. Menn voru sammála um stjórnmálalega þýð- ingu þessarar stefnuskrárfram- kvæmdar, en ósammála um efna- hagslega framkvæmd hennar. Eftir margra mánaða mála- þvarg, varð Lindrath að viður- kenna, að hann hefði veðjað á rangan hest. Af einhverjum á- stæðum hafði stjórninni yfirsézt um óvefengjanlegan eignarétt hennar yfir verksmiðjunum. Sam kvæmt réttarúrskurði varð Lind- rath að láta Volkswagen verk- smiðjurnar ganga sér úr greip- um, sem fyrsta tilraunafyrirtæk- ið. Eftir fleiri mánaða baráttu innan rikisstjórnarinnar tókst honum svo loks að fá það sam- þykkt, að „Preuzsag" (samsteypa iðnfyrirtækja) skyldi koma í staðinn. 22 þúsund starfsmenn En yfir því fyrirtæki var ekki eins mikill ljómi í huga almenn- ings. Það framleiðir ekki gljá- fægða bíla, sem hinn almenna borgara dreymir um að eignast. Framleiðsla þess eru steinkol, kalí, járnmálmar og jarðolia. Fyrirtækið missti við skipíingu Þýzkalands eftir styrjöldina, mikið af námum í mið- og aust- ur Þýzkalandi, en hefir þó ntl í þjónustu sinni 22.000 manns. Ársframleiðsla þess af kolum éru 7600 smál. Það ræður yfir 40% af blý og zink framleiðslu, og 10% oliuframleiðslu Vestur- Þýzkalands. Það á 60% í járnnám um, 38% í olíuhreinsunarstöðv- um og er þátttakandi í útgerð 20 fljótaskipa af öllum stærðum. Ársumsetning er um 800 millj. Dm„ arðsútborgun til eigandans Framh. á bls. 12 Námuvinnsla Preuzsag í Rommelsberg. Námuvinnsluhringurinn Preuzsag fePPPPISi ■■ ■ Olíuvinnslustarfsemi Preuzsag í Kronsberg — sem tilraunafyrirtæki — Skrifstofubygging Preuzsag í Hannover . . . fyrir hugmynd- ina um „alþýffu auðvald“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.