Morgunblaðið - 05.03.1959, Side 12

Morgunblaðið - 05.03.1959, Side 12
12 MORGUISBLAÐIÐ Fimmtudagur 5- marz 1959 — Hlutdeildar- fyrirkomulagið (ríkisins) 5—7%, er áætluð 8% fyrir árið 1958. Dr. Friedrich Kramer forstjóri fyrirtækisins (áður skrifstofu- stjóri í fjármáiaráðuneytinu) hefir iátið svo um mælt að kost- ir þess iiggi í fjölbreytni starf- seminnar, er geri kleift að mæta vandræðalítið, tiifallandi vand- kvæðum í einstaka starfsþáttum. Fjárfesting eftir styrjöldina hef- ir numið 650 miilj. Dm. en aukn- ar framkvæmdir t.d. borun eft- ir oiiu og uraníumleit þarfnast enn fjárfestingar. Þó forstjórunum sé ijóst hve fyrirtækið er háð rikinu, hafa þeir reynt að koma því undan þeim örlögum, er því eru ákveð- in. Stjórnarformaður þess, Brun- ing, benti ráðherranum á, að svipuðu gegni um fyrirtæki og konur, þvi minna sem rætt væri um þær opinberlega, því traust- ara væri mannorð þeirra. En Lindrath lét engar fortölur á sig fá „Freuzsag“ fékk leyfi til þess að auka fjármagn ’sitt, með hluta bréfum í samræmi við stjórnmála legar ákvarðanir. Andúð forstjóranna á þessum fyrirætiunum, er að vissu leyti mjög skiljanleg. Aðalfundur fyrirtækisins í Hannover, hefir farið fram á hljóðlátan hátt, við kaffidrykkju í fundarherbergi. Mættur var fyrir hluthafa, „rík- ið“, skrifstofustjóri fjármálaráðu- neytisins, til skrafs og ráðagerða við stjórnina, og til að taka við skýrslu og reikningum fyrirtæk isins. Með hinu nýja fyrirkomu- lagi fær Kramer óvenjulegt verk efni í hendur, hluthafarnir verða 60.000 enda hefir hann látið svo um mælt, að leigja yrði fótbolta- höllina í Hannover fyrir fundar- sal! Sennilega liggur Lindrath það mest á hjarta allra flokksmanna CDU, að koma í framkvæmd hugsjóninni, um hlutdeild al- mennings í heildarauðlegð þjóð- félagsins. Andsíaðan fer minnkandi Mótstaðan, sem enn gætir í þýzkalandi gegn þessum áform- um ríkisstjórnarinnar um hlut- deild almennings í auðmagninu er nú ekki eins sterk og áður frá viðskipta- og fjármálasér- fræðingum, en kemur þess í stað frá sérfræðingum á sviði félags- mála. Höfuðrök þeirra eru, að almenningur í Þýzkal,, láglauna og meðallaunafólk sé ekki nógu félags- og fjármálaiega þroskað, til þess að skilja eða notfæra sér þá fjármálalegu möguleika, sem því eru fengnir með þvi fyr- irkomulagi, sem stefnt er að með „alþýðu-auðmagni" (Volkskapi- tal). Þeir benda á að um áratuga skeið hafi sparifjárinnlögin verið megin einkenni fjármálalífs al- mennings í Þýzkalandi. Helztu afbrigðin í því efni hafi aðeins verið mismunandi vaxtakjör, eftir því hvort menn hafi safn- að til kaupa á húsgögnum, bif- reið, ferðalags eða til öryggis til elliáranna. Meirihl. sparifjárinn stæðna sé þó svo lágur, að ekki megi ætla að almenningur geti notað þær til kaupo á verðbréf- um. Af 23 milljónum sparifjár- reikninga séu innan við 100 Dm. á 12,5 milljón reikningum og á 6 milljón reikningum séu upp- hæðirnar milli 100 og 1000 mörk. Umfram venjulega sparifjár- reikninga, leggi almenningur fé sitt í byggingar-sparikerfið og í lífeyrissjóða-sparikerfið. Sé tekið meðaltal af ölium venjulegum sparifjárinnstæðum og þær hæstu taldar með verður það 770 Dm. á hvern reikning. Sparisjóða og Giro-samband V-Þýzkalands! lýsti þeirri skoðun sinni, að leggja bæri meiri áherzlu á að rækta fremur hjá almenningi hag- kvæmni í heimilisrekstri og heilbrigðri sparifjársöfnun, held- ur en áhuga fyrir kaupum á gengisháðum verðbréfum. Þá hefir einnig verið á það bent, að veðlánabankar Þýzka- iands hafi áður en þeir hófu sölu margs konar fasteignaveðs verðbréfa, látið gera skoðana- könnun á því hvað almenningur þekkti til verðbréfa. í ljós kom að 74% töldu sig ekkert vita hvað verðbréf væri. Þessi reynsla orsakaði að bankarnir reyndu ekki sölu þeirra, fyrr en eftir margra mánaða upplýsinga- og auglýsingastarfsemi. Ályktun þeirra er sú, að ef skapa á áhuga almennings, sé fasta vaxta- greiðslu fyrirkomulagið, jafn- hliða sparifjárinnstæðukerfinu heppilegasta leiðin, því sá, sem taki þátt í markaðsverðbréfai- kaupum, verði að þekkja eitt- hvað til slíks, og fylgjast með öllum sveiflum á verðbréfa- markaðnum, og ekki sé hægt að ætlast til að almenningur geti það. Fyrri tilraunir Þá hefir einnig verið bent á þá staðreynd, að allt frá 1951 hafi 13 vestur-þýzk stórfyrirtæki, gert svipaðar tilraunir og stjórnin sé að leggja út í. T.d. hafi véla-verksmiðjuhringurinn DEMAG gert tilraun sumarið 1955 til þess að selja verkamönn- um sínum og starfsmönnum smá- hlutabréf fyrir hlutafjáraukn- ingu að upphæð samtals 2,4 milij. Dm. En þrátt fyrir að hlutabréf- in voru seld á nafnverði 100 mörk og kauphallarverð þeirra var um sama leyti helmingi hærra, keyptu þessir aðilar að- eins hlutabréf fyrir 700,000 Dm. Þó fylgdu tilrauninni einnig sér- stakir greiðsluskilmálar, sem áttu að auðvelda fólkinu kaupin. Sölustjóri DEMAG dr. theol. Catepoel, fékk þannig staðfest það, sem hann hafði áður óttazt. Verkamennirnir virtust sérstak- lega ekki vita hvað verðbréf var, og voru þar að auki mjög tor- tryggnir gegn kaupunum. Eftir mjög mikla auglýsingastarfsemi með upplýsingaritum, var gerð önnur tilraun og hlutabréfin þá seld á 120 Dm. Þá öðlaðist Cate- poel aðra reynslu. Menn sögðust ekki sjá ástæðu til þess að vera áð kaupa verðbréf, sem hljóðuðu upp á 100 mörk, fyrir 120 mörk. Á sama tíma var kaup hallarverð bréfanna 350 mörk, svo raunverulega fengu menn gefins 230 mörk með hverju bréfi! Þrátt fyrir þetta er aðeins 3. hver starfsmaður hjá DEMAG hluthafi. Við þessar tilraunir kom einnig í ljós, að i hópi þeirra manna sem höfðu 400 marka mánaðarlaun, voru 34% sem keyptu hlutabréf og þar af hlut- fallslega aðeins 4% verkamenn. í hópnum með 600 marka mánað- arlaun voru það 47% og þar af hlutfallslega verkamenn aðeins 9%. ytra formi örbrigðarinnar, þá sé hin sálræna hlið málsins sú, að í undirvitund hans sé verðbréfa- eigandinn sá sami og okrarinn. Verkamaðurinn óttist undir niðri, að með því að gerast verðbréfa- eigandi sé hann að slæva stéttar- meðvitund sína, að í stað þess að vera marxisti sé hann að verða „kapitalisti". Þessi rök notaði þýzka verkamannasambandið sér til hins ýtrasta, til árása á „Volksaktien“-stefniu stjórnar innar. Hagfræðisérfræðingur sambandsins hefir einnig ráð- izt á Lindrath með mikium ofsa. En þar býr án efa á bak við stefna sósíalista í efna- hagsmálum. Þeir óttast að ef verkamennirnir færu að eiga hlutdeild í fyrirtækjun- um, væri áformum þeirra um að þjóðnýta stóriðnaðinn stefnt í hættu. Markmiðið er afnám stéttabaráttunnar • Dr. Erhard, Lindrath og samherjar þeirra láta allar þess- ar mótbárur éins og vind um eyru þjóta. Markmið CDU- flokksins með þessum ráðstöf- unum er, að draga smátt og smátt úr viðskiptalegum afskipt um ríkisvaldsins. Að því leyti er hlutdeildarfyrirkomulag „Preuzsag" upphaf að ákveðinni þróun. f þessum mánuði (marz) verður byrjað að selja einstakl- ingum hin nýju hlutabréf, í bönk um og sparisjóðum um allt V- Þýzkaland. Upphæð hvers hluta- bréfs verður 100 mörk. Aðeins þeir V-þýzkir borgarar og fjöl- skyldur er geta sannað, að árs- tekjur þeirra séu ekki hærri heldur en 16,000 Dm. geta feng- ið að kaupa þessi bréf. (Af því er nafn þeirra dregið „Volksaktien“ alþýðuverðbréf). Þó getur eng- inn einstaklingur fengið fleiri en fimm verðbréf. Lindrath hefir látið í ljós þá skoðun, að þegar sala þess- ara bréfa hefir farið fram, verði í fyrsta skipti í sögunni hægt að segja, að í Þýzkalandi séu 60.000 ,Volksaktionáre“ ,,alþýðuverðbréfaeigendur“. Þeir eigi að vera frumherjam ir í „þjóðfélagslegri umbóta- starfsemi" er sambandsstjóm V-Þýzkalands hafi sett í gang til þess að slá að iokum striki yfir hina óheillavænlegu stétta baráttu „framleiðsluþáttanna, vinnu og fjármagns". (Þýtt, endursagt og stytt úr Der Spiegel). — Utan úr heimi Framh. af bls. 10 engar smástyrjaldir í reyndinni. Þar muni herirnir ekki aðeins berjast með hinum venjulegu vopnum, heldur verði einnig beitt bæði kjarnorkuvopnum og eldflaugum — þótt það verði á takmörkuðum svæðum. Að vera viðbúinn styrjöld . . . Höfundurinn reynir að setja fram eins konar herstjórnarfræði geimsins, ef svo mætti segja. — Hann telur mjög mikilvægt, að lögð verði áherzla á að fullkomna flugvélar, sem geta hafið sig lóð- rétt til flugs. Þær skulu notaðar til þess að flytja heila herflokka á örskömmum tíma til staða, þar sem þeirra kann að vera þörf. Þá telur hann, að framleiða beri margs konar sjálfvirk og sjálf- stýrð vopn — og hraða fram- leiðslunni eins og mögulegt er — þar sem slík vopn séu hin mikilvægustu í nútímahernaði. — Annars er kjarninn í málflutn ingi hans sá, að menn verði að vera viðbúnir styrjöld. Ef menn eru viðbúnir, þá verður ekkert stríð, segir hann. Það er athyglisvert, að hann er algjörlega sammála þeim vís- indamönnum, sem vilja láta 1 byggja geimstöðvar sem áningar- staði á leið manna út í geiminn — þótt afstaða hans byggist raun ar á öðrum forsendum. Hann lít- ur fyrst og fremst á hernaðarlega kosti slíkra stöðva — og óttast það mjög, ef Rússar verði fyrri til en Bandaríkjamenn að byggja geimstöðvar. Hann aðvarar landa sina og bandamenn þeirra með þvi að visa til ummæla Sjúkovs mar- skálks, sem sagði á sínum tíma: — Ef styrjöld brýzt út, verður barizt með líffræðilegum og efna fræðilegum vopnum, kjarnorku- vopnum, eldflaugum og hvers kyns sjálfvirkum vítisvélum. Loks vaknaðir af dvala Ef til vill hefir Gavin verið fullsvartsýnn, er hann skrifaði bók sína. Frá því að hún fyrst kom út í Bandarikjunum sumar- ið 1958 hafa Bandaríkjamenn unnið marga þýðingarmikla sigra í geimkapphlaupinu — eða a. m. k. tekið stór skref fram á við á þeirri braut. Þeir hafa kom- ið allmörgum gervitunglum á loft, enda þótt þau séu flest allmiklu minni en gervitungl Rússa. Og þeir eiga nú ýmsar Oflugt starf Húnvetn- ingafélagsins í Rvk Fordæmi Bandaríkjanna Dr. Lindrath tekur öllum þess- um athugasemdum með mestu ró. Eins og dr. Erhard gerir stundum, hefir hann í þessu sam- bandi gripið til fordæma í Banda ríkjunum. Má sjá það af þeim ummælum hans, að „Preuzsag- verðbréfin verður hægt að kaupa í hverju pósthúsi", og „hugsið ykkur bara: f Ameríku er hægt að fá keypt verðbréf nærri því í hverri einustu lyfjaverzlun! Þar eru 8 milljónir verðbréfa- eigenda". En andstæðingarnir halda á- fram og segja: Ameríski verð- bréfamarkaðurinn sýnir einmitt og sannar, að tilraunin með „Volkskapitalismus" er a. m. k. tveimur áratugum of snemma á ferðinni í Þýzkalandi. í U.S.A. er grundvöllur fyrir hendi, sem fyrst þarf að skapa i Þýzkalandi. Ameríkumaðurinn er tiltölulega mjög vel upplýstur í ýmsum af- brigðum viðskiptalífsins. Einnig verði að gera sér grein fyrir þeim hugsjónalegu andstæð um við Ameríku er felast í því, að í Þýzkalandi er hið marxistiska hugsjónakerfi ennþá aðal undir- staðan í þjóðfélagsmálabar- áttu næst stærsta stjórnmála- flokksins. Og þó að verkamað- urinn, a. m. k. í Vestur-Þýzka- landi, hafi varpað af sér hinu Á SÍÐASTLIÐNU sumri, réðst Húnvetningafélagið í Reykjavík í það að kaupa húsið Miðstræti 3, Rvík (hæðina og risið). Til að gera þessi kaup möguleg, varð fé- lagsstjórnin að leita til Húnvetn- inga innan félags og utan. Keyptu margir skuldabréf í húseigninni Brugðust svo til allir mjög drengilega við, sem til var leitaö og gerði það húskaupin möguleg. Félagið á nokkuð óselt af síð- ustu bókinni, sem það gaf út „Búsæld og barningur", sem er fjórða bókin í bókaflokknum Svipir og sagnir. Hyggst félags- stjórnin gangast fyrir því, að selja þessar bækur, sem eftir eru, þar sem það er nauðsynlegt fyrir félagið vegna húskaupanna. Er bókin til sölu á skrifstofu félags- ins í Miðstræti 3, sem er opin alla föstudaga frákl. 20.00 til 22.00 og einnig hjá nokkrum félags- mönnum og einstaklingum úti á landi. Enginn Húnvetningur ætti að láta þessa bók vanta í bóka- skápinn. Skemmtanir hafa verið mjög vel sóttár hjá félaginu í vetur. Skemmtinefnd félagsins hefur skipulagt spilakvöld eða skemmt- anir í hverjum mánuði. Verða veitt heildarverðlaun að spila- kvöldunum loknum. Þá verður árshátíð félagsins í samkomuhúsinu „Lido“ 13. þ. m. Aðsókn að árshátíðum féíagsins hefur farið vaxandi með hverju ári. Meðal skemmtiatriða á árs- hátíðinni verður væfftanlega Húnve.ningakvartett undir stjórn Ragnars Björnssonar. Verður það í fyrsta sinn, sem kvartettinn syngur opinberlega. Þá hefur stjórnin ákveðið að athuga um þátttöku í skemmti- ferð um Suðurnes, sem farin verð ur í byrjun aprilmánaðar n. k., ef næg þátttaka fæst. Er það byrj- un á skipulögðum skemmtiferð- um hjá félaginu. Byggðasafnsnefnd félagsins, er nú með spjaldhappdrætti fyrir starfsemi sína auk ýmissaannarra áhugamála. Skógræktarnefnd félagsins hyggst ljúka við að gróðursetja i land félagsins í Vatnsdalshólum, Þórdísarlund, á komandi vori. Félagsstjórnin hefur ýmis mál í undirbúningi og eitt þeirra er að fjölga verulega meðlimum fé- lagsins, og vinna að því að fá sem flesta Húnvetninga i Reykjavík og nágrenni til að ganga í félagið og styrkja á þann hátt þau menn- ingarmál, sem félagið berst fyrir. Stjórn félagsins skipa nú: Frið- rik Karlsson, formaður; Krist- mundur J. Sigurðsson, varaform.; Jón Snæbjörnsson ritari; Jón Sigurðsson, gjaldkeri; Gyða Sigvaldadóttir, meðstjórnandi t tegundir langdrægra eldflauga, þótt þar gildi hið sama — að eldflaugar Rússa virðast bæði stærri og langdrægari. Gavin er ekki einn um skoð- anir sínar. Hann hefir að bak- hjarli menn eins og Wernher von Braun, sem telur að það muni taka Bandaríkjamenn a. m. k. fimm ár að ná jafnlangt Rússum í eldflaugatækni. — En Gavin getur glaðzt yfir því, að landar hans eru nú loks vakn- aðir af dvalanum. Gífurlegt fé er nú veitt til þess að freista þess að ná andstæðjngnum á þessu sviði. Hin mikla „vél“, sem Bandaríkjamenn geta sett í gang, þegar mikið liggur við, er nú komin á fulla ferð. ★ Það sem Gavin segir í upphafi bókar þeirrar, sem hér hefir ver- ið drepið á, ætti að geta orðið þeim, sem berjast gegn eða hafa litla trú á varnarsamtökum þjóð- anna, nokkurt umhugsunarefni. — Honum farast svo orð: Þú ert fæddur til frelsis. Þú ert einnig fæddur til þeirrar skyldu að leggja þinn skerf til varnar sameiginlegum hagsmun- um og verðmætum meðbræðra þinna og þín sjálfs. Á meðan nokkur neisti öfundar og tor- tryggni finnst í mannlegum hjört um, er það brýn nauðsyn, að til sé einhver vörn fyrir mennina sjálfa og það, sem þeir fá áork- að í lífi sínu. Katrín Böðvarsdóttir M I N N I N G F. 23. marz 1878 D. 20. febrúar 1959 ★ Alltaf styrk í starfi og huga stóðstu, í tímans ölduróti. Brostir, þót.t þín blæddu sárin. — Blómin spretta oft hjá grjóti — Nú er sigruð síðasta þrautin, sérð þú ljós á vegum nýjum. Þú sást alltaf glaða geisla Guðs, í dimmum rauna skýjum. Felist sól að fjallabaki finnst mér gleði hugans dvína. Kalt er mér á kvöldsins leiðum er kveðja hlýt ég vini mína. Barst þú til min birtu og gleði, blóma ilm að huga minum. Aftur góður Guð nú sendi geisla að nýjum leiðum þinum. Fátæk, gazt þú auðgað aðra, áttir nægan sálarforða. ■ Þeir ei mesta auðlegð eiga, sem alltaf hafa nóg að borða. Gimsteinum og gulli dýrri Guðstrú, jafnan reynast hlýtur. Það mun betra þrek en auður, þegar aldan fleygið brýtur. Bænir þínar blessi Drottinn birtu svo þær flytja megi, ástvinina alla þína auðga af gæðum lífs á vegi. Drottinn gaf, og Drottinn tekur, Drottni vil ég þakka af hjarta fyrir lif þitt látna vina. — Líkn hans sendir geisla bjarta. Það mun sælt, er þreyttur hvílist, þú fékkst hægan síðsta blundinn, dóttur vafin ástarörmum, unz að brott leið þrauta stundin. Helgir englar veg þinn varði vonaljósum björtum, hlýjum. Vertu sæl! Við sjáumst aftur sól Guðs ljómar ofar skýjum. Guðrún Guðmundsdóttir, frá Melgerði. Eldhúshorð með stálfótum, margar stærðir. Eldhúskol/ar með stálfótum, bólstrað með plast- og tauáklæði. Barnarúm, kommóður, úlrarps- borð, rúmfalaskápar og stofu- skápar. — Verðið mjög sann- gjarnt. — Húsgagnasalan Klapparstig 17. — Sími 19557.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.