Morgunblaðið - 05.03.1959, Síða 18

Morgunblaðið - 05.03.1959, Síða 18
18 MORGl’NBLAÐHi Fimmtudagur 5. marz 1959 — Alþingi Framhald af bls. 3 nauðsynjainnflutningi, — þeir játuðu báðir að þetta hefði verið yfirlýst stefna V-stjórnarinnar — og án hennar hefði ekki verið hægt að halda við hallalausum búskaþ. — Þá þarf ekki frekar vitnanna við heldur en þessar yfirlýsingar þeirra um það, i hví- líkt öngþveiti málum þjóðarinnar var komið. Þörf nýrra stjórnarhátta Það er vissulega tími til þess kominn, að teknir verði uþþ nýir stjórnarhættir. Nú hefur unnizt svigrúm til að stöðva sig í þeirri feigðarsk-iðu, sem Jysteinn Jóns son hafði leitt þjóðina út í. Til þess að þjóðinni gefist færi á hollari stjórnarhætti heldur en fylgt hefur verið er nauðsyn, að kosningar fari fram til Alþing- is sem allra fyrst. En vegna þess, að Eysteinn Jónsson veit, að þjóð- in skilur þetta og mun kveða Uþþ yfir honv.m verðugan dóm fyrir frammistöðuna í þessu sem öðru, er það sem hann fjandskapast svo við kosningar i sumar. Lúðvík Jósefsson kvað hafa verið vikið að því, að hann hefði rekið á eftir með innflutning á hátollavörum. Virtust menn ekki gera sér fullkomna grein fyrir því, hvað væru hátollavörur og að ógerlegt væri að vera án sumra þeirra. Hann kvað það fjarstæðu, að halda því fram, að innflutningsáætlunin ætti að standa ,en kvað ekki auðvelt að komast af með minni innflutning á hátollavöru en fyrir 179 millj., en þessi innflutningur hefði minnkað í tíð fyrrverandi stjórn- ar. Gylfi Þ. Gíslason kvaðst vilja leiðrétta þann misskilning, að hér væri eitthvað nýtt og óvenju- legt að gerast. Nú hefði verið unn ið að þessum málum eins og mörg GARÐYRKJUMAÐUR Danskur garðyrkjumaður — sveitamaður 32 ára, ógiftur, ósk- ar eftir vinnu á íslandi, helzt sem forstöðumaður. Beztu með- mæli frá Danmörku, Hollandi, Englandi og Svíþjóð. Svar merkt: 3112 sendist Nordisk Annonce Bureau, Köbmager- gade 38, Köbenhavn K. undanfarin ár. Áætlunin væri þó nákvæmar unnin og rækilegar en nokkurn tíma áður. Það ætti ekki að vera nýtt í málinu að áætlun- inni yrði fylgt, því að það væri vægast sagt furðulegt að gera á- ætlun, og ætla svo ekki að fylgja henni. Ef forsendur áætlunarinnar brygðust yrði að sjálfsögðu að taka hana til endurskoðunar. Það væri svo sjálfsagt mál, að ekki ætti að þurfa að gefa sérstaka yf- irlýsingu um það. í samningum við Seðlabankann hefði verið gert ráð fyrir því, að áætlunin yrði tekin til endurskoðunar, en hins vegar væri það ætlun núverandi ríkisstjórnar, að fylgja áætlun- inni að óbreyttum forsendum. Hefffi átt aff flytja inn varahluti Jóhann Hafstein tók aftur til máls. Kvað hann viðskiptamála- ráðherra hafa mótmælt því í sinni síðustu ræðu, að hér væri um nokkra nýja framkvæmd i inn- flutningsmálum að ræða. Enda þótt þessu hefði verið mótmælt og það lægi Ijóst fyrir öllum þing mönnum, þá hefði 1. þ.m. Sunn- mýlinga, Eysteinn Jónsson, haldið því gagnstæða fram og hans um- mælum mundi ætlaður staður í Tímanum á morgun. Mundu menn geta lesið þar í stórum fyr- irsögnum, að nú væri það stefna ríkisstjórnarinnar, að flytja inn lúxus í stað nauðsynja. f tíð fyrrverandi ríkisstjórnar hefði ekki verið farið eftir þeim áætlunum, sem gerðar hefðu ver- ið, og kvað Jóhann Hafstein það ekki stækka myndina af Eysteini Jónssyni í sínum augum, að hann hefði alltaf gert áætlanir um inn flutninginn með fyrirvara. Á síð- asta ári hefði viðskiptamálaráð- herra verið með áhyggjur yfir að innflutningsáætluninni hefði ekki verið fylgt. Það, sem bjargað hefði tekjum ríkissjóðs hefði ver- ið að tekjur af áfengi og tóbaki hefðu farið fram úr áætlun. Þetta hefði fjármálaráðh'erra verið kunnugt og því hefði hann verið áhyggjulaus þó áætlunin breytt- ist. En hann hefði þá átt að sjá um að sú breyting hefði það í för með sér, að flutt væri inn meira af varahlutum í landbúnaðarvél- ar, þar sem tilfinnanlegur skortur hefði verið á þeim á sl. ári. V-stjórnin hélt illa á Bjarni Bencdiktsson: Lúðvík Allison-tríó sýnir fjöJbreytta nýtízku dansa í kvöld. Jósefsson hélt því fram, að í tíð V-stjómarinnar hefði verið flutt inn minna af hátollavörum heldur en áður. Það er með há- tollavörur, eins og annan inn- flutning, að allt verður að miðast við þann gjaldeyri, sem hverju sinni er fyrir hendi. Eftir að V-stjórnin tók við völdum brá svo við, að upp var tekinn hallarekst- ur á ríkissjóði sjálfum og gjald- eyrisstaða landsins varð svo miklu lélegri heldur en nokkru sinni áður ,að opinberar skuldir hafa á jafnstuttum tíma aldrei vaxið neitt í líkingu við það, sem á þessum tíma varð. Augljóst er, að þeir, sem þannig héldu á, höfðu ekki efni á að eyða jafn miklu fé í ýmiss konar innflutn- ing eins og hinir, sem öllu gátu haldið á réttum kili. Lúðvík Jósefsson kvað það rétt sem hann hefði áður sagt, að gjaldeyriseyðsla fyrir hátollavör- ur hefði verið meiri á árunum 1955—56 en í tíð fyrrverandi ríkis stjórnar. Þá sagði hann að það sannaði ekkert um gjaldeyris- eyðslu þó erlendar skuldir hefðu aukizt, og kvað það t. d. ekki muna litlu ef keyptir væru til landsins 15 togarar. (Var þá grip- ið fram í og spurt hvar togararnir væru) — Lúðvík hélt áfram og sagði að um enga stefnubreytingu hefði verið að ræða í tíð fyrrv. ríkisstj. í þessum efnum frá því sem áður var. Ingólfur Jónsson talaði síðastur. Kvað hann 2. þm. Sunnmýlinga hafa verið í nokkrum vafa um hvað væru hátollavörur, en ein- mitt í þesum efnum hefði orðið stefnubreyting í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar frá því sem áður var. í-tið þeirrar stjórnar er fór með völd á undan V-stjórninni hefðu tollar af nauðsynjum verið lágir, en hins vegar hærri tollar af þeim vörum, sem hægt var að vera án, en efnaðri menn vildu veita sér. V-stjórnin hefði hins vegar lagt háa tolla á neyzluvörur alls al- mennings, einkum með 55% yfir- færslugjaldinu á síðasta ári. Þá kvaðst Ingólfur vilja upplýsa það, að alltof stór hluti hinna erlendu lána sem hefðu verið tekin í tíð V-stjórnarinnar hefðu farið til að greiða með tolla svo Eysteinn Jónsson gæti sýnt hallalausa ríkis reikninga. Slíkar lántökur gætum við hins vegar ekki tekið ef við vildum halda okkar efnahagslega sjálfstæði óskertu sagði Ingólfur Jónsson að lokum. Örn Johnson. Enibætti vitamála- stjóra veitt FORSETI fslands hefur nú veitt embætti hafna- og vitamálastjóra, en um það sóttu fimm verkfræð- ingar. Embættið var veitt Aðal- steini Júlíussyni, sem gegnt hefur þessu embætti nú um nokk- urt skeið. Aðalsteinn tók form- lega við embættinu hinn 1. marz síðastliðinn Auk Aðalsteins sóttu um em- bættið þeir: Gísli Halldórsson verkfræðingur, Gunnar B. Guð- mundsson verkfræðingur, Magn- ús Konráðsson verkfræðingur og Þorlákur Helgason verkfræðing- ur. Flugmálafélag íslands heiðrar Örn Johnson UM síðustu helgi var haldin hin árlega flugmálahátíð í veitinga- húsinu Lido og tóku þátt í henni starfsfólk flugmálastjórnarinn- ar, flugfélaganna og félagsmenn í Flugmálafélagi íslands. Hafði félagið veg og vanda að hátíð- inni að þessu sinni. Heiðursgestir samkvæmisins voru Örn Johnson framkvæmda- stjóri Flugfélags íslands og kona hans. Forseti Flugmálafélags- ins Hákon Guðmundsson lýsti því að stjórn þess hefði ákveðið að sæma örn merki félagsins í gulli til viðurkenningar fyrir 20 ára heilladrjúgt starf í þágu ís- lenzkra flugmála. Svo skemmti- lega hittist á, að einmitt þenn- an sama dag voru liðin rétt 20 ár frá því að Örn Johnson gerði sitt fyrsta flugtak af íslenzkri grund en það var hinn 28. febrúar 1939 í flugvél, sem Flugmálafélag ís- lands átti þá (nú á það enga). Að loknu ávarpi Hákonar Guð mundssonar var örn hylltur mjög af veizlugestum, en þeir voru um 400 talsins. Hann tók síðan til máls og flutti stutta og skemmtilega ræðu, þar sem hann þakkaði þann heiður, er honum hefði verið sýndur af Flugmálafélaginu. Á hátíðinni var einnig lýst úr- slitum svifflugmótsins á Hellu á Rangárvöllum á sl. sumri og afhentir tveir verðlaunabikarar, Eignir Sjómannadagsins eru nú 19.5 milljónir Frá aðalfundi fulltrúaráðsins AÐALFUNDUR Fulltrúaráðs Sjó mannadagsins í Reykjavík og Hafnarfirði var haldinn í Hrafn- istu sl. sunnudag. Voru þar mætt- ir auk fulltrúa, flestir formenn eða stjórnarmeðlimir aðildarfé- laga Sjómannadagsins. í fundarbyrjun var minnzt hinra hörmulegu sjóslysa sem orðið hafa að undanförnu, og síð- an gengið til aðalfundarstarfa. Endurskoðaðir reikningar Sjó- mannadagsins, Hrafnistu, Happ- drættis DAS og Laugarásbíós voru lagðir fram og samþykktir. Eignir Sjómannadagsins eru nú 19,5 millj. kr., þar af er bygging- arkostnaður Dvalarheimilisins eins og það er nú 16,5 millj. Er nú lokið að mestu þeirn hiuta heimilisins, sem risinn er af grunni en vönduð sjúkradeild var opnuð í húsinu fyrir skömmu. Áformað er að byggja til viðbótar minnst 2 vistálmur eins fljótt og við verður komið, og standa von- ir til að það geti orðið á næsta ri. Fjárfestingaráform stjórnarinn ar fyrir yfirstandandi ár voru einróma samþykkt. Er m. a. gert ráð fyrir að lokið verði við sam- komuhúsið, sem þegar er fullgert. að utan. Á fundinum var samþykkt að mótmæla framkomnu fr umvarpi ] á Alþingi um skerðingu happ-1 drættisfjár DAS, að skora á Al- þingi að stórauka dánar- og slysa tryggingar sjómanna, að vinna að athugun á stofnun „Ekknasjóðs Hrafnistu", að láta ágóða af merkjasölu næsta Sjómannadags renna til aðstandenda þeirra er farizt hafa í síðustu sjóslysum og loks var samþykkt að skipuð verði sérstök nefnd til að fylgjast með ýmsum öryggistækjum á skipum, viðhaldi þeirra og endurnýjun. Var og nánar kveðið á um störf slíkrar nefndar. Stjórn Fulltrúaráðs Sjómatma- dagsins skipa nú: Henry Hálfdán- arson, formaður, Þorvarður Björnsson, gjaldkeri, Tómas Guð- jónsson, ritari, Garðar Jónsson og Gunnar Friðriksson. Endurskoð- endur eru þeir Guðojartur Ólafs- son og Sigfús Bjarnason. Tókýó, 3. marz. Reuter. — Japanska hvalrannsóknastofnun- in hefur ákveðið að láta skjóta sérstökum auðkenningarskeytum í um 400 hvali. Er þetta upphafið á fimm ára rannsóknum á lífi og viðkomu hvala. Hvalfangarar eru síðan beðnir að tilkynna það, ef þeir veiða hvali með umræddum auðkenningarskeytum. sem gefnir höfðu verið vegna þessa móts, en þá hafði gefið Þór oddur Jónsson stórkaupmaður. Á móti þessu var keppt um ís- landsmeistaratitilinn í svifflugi og hlaut hann og þar með bik- arirm Þórhallur Filippusson, sem er einn af ágætustu svif- flugsmönnum landsins, og sá eini, er mun hafa tekið þátt í svifflugamóti erlendis. Annar varð Sverrir Þóroddsson, og hlaut hann einnig bikar, en hann er aðeins 14 ára að aldri og mjög efnilegur svifflugsmaður. Aðalræðu kvöldsins flutti Agn ar Kofoed-Hansen flugmála- stjóri. Karl Guðmundsson leik- ari skemmti og danstríó skemmti staðarins skemmti einnig. Að lok- um var dans stiginn af fjöri fram til óttu. Fór flugmálahátíð þessi hið bezta fram og var Flugmálafé- laginu til hins mesta sóma. Slökfcviliðsbíll sfcemmir annan bíl FYRIR nokkrum dögum varð Mercedes fólksbíll, sem stóð á hinu afmarkaða bílastæði við Vonarstræti fyrir miklum skemmdum, er slökkviliðsbíll ók á hann. Var slökkviliðsbíllinn á leið niður á slökkvistöðina við Tjarnargötu er þetta gerðist. — Hinn stóri og þungi bíll kræktist í fólksbílinn með þeim afleiðing- um m. a. að fólksbíllinn dróst með slökkviliðsbílnum nokkurn spöl og skemmdist mikið, sem fyrr greinir. Fólksbílnum mun hafa verið lagt rétt og lögum samkvæmt. Það kom fram við rannsókn máls ins, sem menn munu almennt ekki hafa vitað, að bílar slökkvi- liðsins eru ekki skyldutryggðir sem aðrir bílar, vegna tjóns er þeir kunna að valda í um- ferðinni, en þeir eru sérstak- lega brunatryggðir. Ef eigandi fólksbílsins, sem fyrir skemmd- unum varð, telur sig geta krafizt bóta verður hann að gera bóta- kröfur á hendur bæjarsjóði, úr því slökkviliðsbíllinn var ekki skyldutryggður. 22 bílar skemmdust í gær FLUGHÁLKA var enn á götum bæjarins í gærdag. Mest allan daginn var hríðarveður og snjó- aði þá állmikið ofan á eldra snjó- lag. Bílaeigendur urðu margir fyr- ir óhöppum í gær vegna hálk- unnar, en slys urðu ekki á fólki. í gærkvöldi var götulögreglunni kunnugt um að frá því um há- degisbil og fram á kvöld, urðu 11 bílaárekstrar á götunum. Við þá urðu meiri og minni skemmd- ir á 22 bílum. Þá varð umferðar- ljós neðst í Bankastræti fyrir skemmdum, er strætisvagn rann til á hálkunni og skall utan í ljósið, beygði staurinn og braut ljósaumbúnaðinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.