Morgunblaðið - 08.03.1959, Page 1
24 síður
V
46. árgangur
56. tbl. — Sunnudagur 8. marz 1959
Prentsmiðja MorgnnblaðsbM
Alvarlegar hættur leynast
í deilum Austur og Vesturs
BELFAST í Norður írlandi,
7. marz — (Reuter). —
Harold Macmillan forsætis-
ráðherra Bretlands, lýsti því
yfir í dag, að mjög alvar-
legar hættur leyndust nú í
sambúð og deilum Austurs
og Vesturs. Hann sagði
þetta á fundi með blaða-
mönnum við lok tveggja
daga heimsóknar til Norð-
ur-írlands.
— Það er augljóst mál, sagði
hann, að vestrænar þjóðir geta
ekki sætt sig við yfirlýsingar og
aðgerðir Rússa í Berlínarmálinu.
Við verðum að íhuga mjög vand-
lega hvaða afstöðu við eigum að
taka, hverjar okkar tillögur
eiga að vera.
Hann hélt áfram: — Ég er viss
um, að okkur mun takast að
sameinast um eina vestræna
stefnu, sem verður bæði ákveð-
in og nógu hreyfanleg til þess
að hún geti skapað grundvöll að
samkomulagi.
Macmillan benti á það að
Berlínardeilaa hefði nú skýrzt
nokkuð. Það væru Rússar, sem
skýtur á mót-
mœlagöngu sfúdenta
RIO DE JANEIRO, 6. marz.
— (Reuter). —■ Lögreglu-
stjóri í brazilísku borginni
Goiania, höfuðborg fylkis-
ins Goiaz, hefur verið hand-
tekinn, eftir hörmulegan at-
Hættan felst
í mistökuni
RANGOON í Burma 7. marz. —
(Reuter). — Hammarskjöld
framkvæmdastjóri S. Þ. kom til
Rangoon höfuðborgar Burma í
gær og hefur átt fundi með helztu
ráðamönnum landsins. Hann
bauð blaðamönnum til fundar
með sér og kvaðst hann þar vera
vongóður um að Berlínardeilan
leystist. Taldi hann að of mikið
væri gert úr stríðshættu í sam-
bandi við deiluna. Kvaðst hann
vilja taka undir ummæli Mac-
millans, að það væri helzt fyrir
mistök, sem þriðja heimsstyrjöld-
in gæti brotizt út. Héðan fer
Macmillan til Bangkok, höfuð-
borgar Síams. Hammarskjöld er
að heimsækja löndin í Suðaustur-
Asíu. Þaðan fer hann til Moskvu.
burð, sem varð í borginni í
gærkvöldi. Lögreglumenn
skutu á hóp stúdenta, sem
voru í mótmælagöngu. Einn
stúdent hefur látizt en tveir
eru alvarlega særðir, svo að
þeim er vart hugað líf. 15
stúdentar til viðbótar liggja
á sjúkrahúsi með meiri og
minni sár eftir byssukúlur.
Stúdentarnir fóru í mótmæla-
göngu vegna þess að skólagjöld
hafa verið, hækkuð um 60%. Er
mikil óánægja um gervalla Brazil
íu vegna þessara hækkana og
hafa stúdentar í Rio de Janeiro
hótað að fara í verkfall, ef ákvæð
um stjórnarinnar um þessa hækk
un verður ekki breytt. Hækkun-
in er þó aðeins i samræmi við
verðbólgu sem hefur þróazt í
landinu á síðustu árum.
Lögreglustjórinn í Goiania var
handtekinn eftir að borgarráðið
kom saman og samþykkti ákæru
á hendur honum til ríkisstjórn-
ar Brasilíu vegna „stúdenta-
morðanna“ í borginni. í nótt kom
herlið skyndilega inn í borgina
og hefur það tekið öll völd þar
í sínar hendur.
hefðu vakið þessa deilu upp. í
fyrstu hefði svo virzt, sem Rúss-
ar settu Vesturveldunum algera
úrslitakosti um það, að þau
skyldu flytja sig brott frá Berlín.
Nú væri komið í ljós, að Rússar
vildu samninga.
Macmillan fór i dag frá Bel-
fast. Hann mun fljúga á mánu-
daginn til Parísar til viðræðna
við franska ráðamenn og verður
Selwyn Lloyd utanríkisráðherra
í för með honurn.
Bátsmynd á sýningu Miffbæjarskólabarna á vegum list-
listkynningar Morgunblaffsins.
Úr Miffbæjarskólanum: — 1 kennslustund í teikningu, börn-
in látin hreyfa hendurnar eftir tónlist til aff mýkja handa-
hreyfingar viff teikninguna.
36. sverfinginn fell-
ur fyrir lögregluskoti
Stöðugar óeirðir i Njassalandi
BLANTYRE í Njassalandi 7.
marz. —. Reuter). — 1 dag er
Þaó kraftaverk gerðist nýlega aff Kýpurdeilan ieystlst eftir fjögurra ára blóffsúthellingar. —
Affiljar málsins, Bretar, Grikkir og Tyrkir, sem áffur sátu aldrei á sárs höfffi, eru nú aftur farnir
aff talast viff eins og beztu vinir. Mynd þessi var tekin skömmu eftir heimkomu Makaríosar til
Kýpur og sést biskupinn hér ásamt Sir Hugh Foot landsstjóra og Kutchuk foringja tyrkneska
þjóðernisminnihlutans á eynni.
fimmti dagur hernaðarástands-
ins í Njassalandi. Allt er þó með
sæmilega kyrrum kjörum í land-
inu. Mestur er óróinn í svonefndu
Moponelahéraði um miðbik
Njassalands, en þar beið svert-
ingi bana í gærkvöldi, er lög-
reglumaður skaut á hann. Er
tala fallinna þá komin upp í í 36.
Ströng 'ritskoðun er á öllum
fréttaskeytum frá Njassalandi.
Er fréttamönnum einkum bann-
að að skýra frá herflutningum.
Einu upplýsingarnar, sem fást
sendar þegar í stað eru fréttir
byggðar á opinberum tilkynning-
um.
Landsstjóri Njassalands, Sir
Robert Armitage, hefur endur-
tekið þá staðhæfingu sína, að
svertingjar í Njassalandi hafi
gert samsæri um að myrða hvíta
menn um gervallt landið á á-
kveðnum degi. Landsstjórinn vill
þó ekki upplýsa nánar um þetta
samsæri, heldur segir hann að
málið sé í rannsókn og það geti
skaðað rannsóknina að birta
ýtarlegri upplýsingar.
Þjóðernishreyfing Afríku-
manna hefur verið bönnuð og
170 foringjar hennar handteknir
og fluttir úr landi til Suður-
Ródesíu. Meðal hinna hand-
teknu er þjóðernisleiðtoginn
Hastings Banda. Hann situr nú
í fangelsi í Suður-Ródesíu.
Listkynning Morgunbl. |
Sýning á barna-
teikningum
UM þessa helgi hefst sýning á
vegum listkynningar Mbl. á
barnateikningum, sem gerffar
hafa verið í bamaskólum Reykja
víkur í vetur. Er það teiknnikenn
ararfélagiff, sem sér um þessa
sýningu. Barnaskólarnir í bæn-
um munu skiptast á um sýningar
í sýningarglugga blaðsins næstu
f jórar vikur. Mun Miðbæjarbarna
skólinn sýna þar fyrstur. Þær
myndir, sem börn úr þeim skóla
sýna, eru eftir börn á aldrinum
9—12 ára. Eru þessar myndir
gerffar á ýmsan hátt. Þar getur
aff líta tauklippingar, linoleum-
skurff, mynsturteikningar, tau-
þrykk, blýantsteikningar, túss-
teikningar og kolteikningar.
Þaff er von blaðsins og þeirra,
sem aff sýningum þessum standa,
aff almenningur hafi ánægju af
því aff kynnast þessum verkum
reykvískra skólabarna. í hópi
þeirra eru áreiffanlega fleiri effa
færri veffandi listamenn.
Handtökur
í Beirut
BEIRUT, 7. marz. — (NTB) —
Yfir hundrað maans hafa verið
handteknir í Beirut vegna óeirða,
sem urðu nýlega í höfuðborg
Líbanons. Réttarhöld standa yf-
ir í málum manna, sem grunað-
ir eru um manndráp í óeirðun-
um. Mikla athygli hafa vakið
málaferli gegn manni að nafni
Abumegli Abulsi. Hann átti á-
samt öðrum óeirðarseggjum þátt
í að nema brott tvo unglinga.
Síðan mun hann hafa banað þeim
á afviknum stað. Munu stjórnar-
völd Líbanons ákveðin í að koma
fullri ábyrgð fram á hendur
þeim, sem að þessu illvirki stóðu.
Sunnudagur, 8. marz.
Efni blaðsins m.a.:
Bls. 3: Æskan fyrir Krist, eftir séra
Óskar J. Þorláksson.
Úr verinu, eftir Einar Sigurðs-
son.
— 6: Comet komin í hnattflugið.
— 8: Vandamál íslenzkra hafrann-
sókna, eftir dr. Jakob Jakobs-
son.
— 10: Fólk í fréttunum — Skák.
— 11: Bjarni Snæbjörnsson, læknftr
sjötugur.
— 12: Forystugreinin: — Æskan vill
leggja hönd á plóginn.
— 13: Reykjavíkurbréf.
— 15 og 16: Lesbók barnanna.
— 22: Kvennadálkar.
>