Morgunblaðið - 08.03.1959, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.03.1959, Blaðsíða 13
Sunnudagur 8. marz 1959 MORGVNBLAÐIÐ 13 Börnin fagna snjónum þótt hann sé ekki öllum jufn kærkominn. REYKJAVÍKURBRÉF Laugard. 7. marz Nýtt afrek Hin nýja reikistjarna, sem Bandaríkjamenn hafa skotið út í himingeiminn, er frækilegt afrek. Fróðustu menn telja það jafnast á við, og um sumt fara fram úr, síðasta geimskoti Rússa, Lunik. Má ekki á milli sjá, hvorir fremri eru í þessari grein vísinda og tækni. En þá rifjast upp sagan af því, þegar tvö slík geimför, bandarískt og rússneskt, hittust úti í himingeiminum. 1 tvö fyrstu skiptin heilsuðust þau og buðu góðan daginn, hvort á sínu máli, ensku og rússnesku. Þegar fjær jörðinni var komið, svo að ekki var hætta að í þeim heyrðist, tóku bæði samtímis svo til orða: „Ur því að enginn heyrir til okk- ar, þurfum við ekki að tala þessi útlendu tungumál. Nú getum við bara talað saman á þýzku“. Allir verða að viðurkenna, að í þessum efnum lögðu Þjóðverjar grund- völlinn og enn eru það þýzkir vísindamenn, sem hér skara fram úr, bæði í Bandaríkjunum og Rússlandi. Sumir telja leitað langt yfir skammt, þegar slík áherzla er lögð á könnun himingeimsins á meðan jafnmörgu er áfátt á jörðu hér og raun ber vitni. Víst fer ógrynni fjár og orku í þessar rannsóknir, en þær verða ekki stöðvaðar. Mannsandinn leitar ætíð á ókunna stigu, þangað sem ævintýra er að vænta. Þar fyrir má ekki vanrækja hin hversdags- legu viðfangsefni, enda gera tæknilegar framfarir ólíkt hæg- ara að ráða bót á ýmsum þeirra en áður var. Ferðalok Macmillans Rússlandsferð Macmillans lauk giftusamlegar en horfur voru á. Þrátt fyrir mikinn skoðanamun sýnist sem nokkuð hafi þokazt í átt til sætta, eða a. m. k. betri skilnings. Ekkert má láta ógert sem til þess getur leitt. Menn mega þó ekki láta sér úr minni falla ferðir Chamberlains fyrir síðari heimsstyrjöldina. Allar voru ferðir hans, fyrst á fund Mussolinis og síðan Hitlers, gerð- ar í góðu skyni og í þeirri von, að hann gæti friðað einræðisherr- ana. Afleiðingarnar blasa við allra augum. Þó að illa hafi farið þá, sem oftar, má það ekki verða til þess að upp sé gefizt við að koma góðu til leiðar. Sáttfýsi og þrautseigja eru þeir kostir, sem' sízt má án vera. En fölsk bjartsýni er hættu leg. Rússlandsferð Macmillans er í auðsæu samhengi við fyrirhug- aðar kosningar í Bretlandi. Þess vegna verður hann að láta líta svo út sem hún hefði heppnazt, hver sem raunveruleikinn er. — Vonandi er hann slíkur, að ekki sé ástæða til svartsýni, en við Is- lendingar höfum ríka ástæðu til að trúa varlega stjórnvizku þeirra, sem bera ábyrgð á her- hlaupi Breta hingað til lands. Leikur í hendur kommúnistum Með framferði sínu hér við land, er eins og brezka stjórnin sé að leika í hendur kommúnist- um. Islendingar eru ekki fjöl- mennir eða voldugir, en aðfarir Breta eru sízt til þess lagaðar að fá þá til undanhalds í landhelgis- Vnálinu. Brezka stjórnin afsakar sig með því, að hún hafi lofað að vernda fiskveiðar brezkra togara á hinum fyrri miðum þeirra og því loforði hafi hún lýst strax á sl. vori. Islendingar hafi þess vegna ætíð vitað, hvað þeir áttu í vændum. Það ey mál fyrir sig, hvers virði bessi röksemdar- færsla í eðli sínu er. En hald- leysi hennar sést þegar af því, að brezku herskipin hafa orðið og verða enn að neyða togarana til að veiða innan hinna nýju fisk- veiðimarka. Það er kvöð, sem fylgt er eftir með valdbeitingu, að skipin séu tiltekinn tíma, að vísu misjafnlega langan, innan ís- lenzkrar fiskveiðilandhelgi. Með því er sannað, að hér er ekki um að ræða venjulegar fiskveiðar heldur herhlaup. Kommúnistar á íslandi skilja vel, að framkoma þeirra að und- anförnu, einkum þátttakan í V- stjórninni, er með þeim hætti, að íslenzkir kjósendur hafa mjög misst á þeim traust. Eina von þeirra nú er sú, að Bretar haldi áfram heimsku sinni, og geri glappaskot, sem gefi efni til nýrra æsinga og öngþveitis. Því miður er svo að sjá, sem Bretar í einu og öllu fari í þessu að ósk- um kommúnista. Jafnframt kepp ast kommúnistar við að telja mönnum trú um, að meiri hluti á Alþingi sé þess reiðubúinn að svíkja í málinu. Ekkert er lík- legra til að ýta undir ásókn Breta en ef þeir trúa slíkum söguburði. „Ausa peningum í Islendinga66 Á fimmtudaginn var birti Þjóð- viljinn svohljóðandi fregn eftir brezka stórblaðinu Daily Express hinn 28. janúar: „Forustumönnum yfirmanna á brezkum togurum hefur verið skýrt frá því í einkaviðtölum að Bandaríkin, sem umfram allt vilja halda hinum lífsnauðsyn- legu radarstöðvum sínum á Is- landi, muni ausa peningum í ís- lendinga og stuðla þannig að því að fá íslenzku stjórnina til að leysa deiluna um 12 mílna mörk- in“. Ljótt er, ef satt er. En viður- kenna verður, að V-stjórnin sál- uga hélt þannig á málum, að skiljanlegt er, að útlendir menn haldi, að ráðið við Islendinga sé að „ausa í þá peningum". Það er á vitorði allra, sem um Islands- mál fjalla erlendis, að V-stjórnin tengdi fráfall sitt frá kröfunni um brottrekstur varnarliðsins við loforð um lán til íslands. Þjóð- viljinn sagði hiklaust frá þessu veturinn 1956, þó að hann síðar hafi minna viljað úr því gera. Játning Þjóðviljans þá sýnir að kommúnistar vissu vel hvað þeir voru að gera, enda er augljóst samhengi milli þess, að þeir fluttu tillögu um brottrekstur hersins fyrst skömmu eftir að þeir hurfu úr ríkisstjórn, en hreyfðu málinu aldrei á Alþingi meðan þeir sátu í V-stjórninni. Vegna lánanna töldu þeir sig bundna á meðan þeir voru í V- stjórninni en lausa allra mála um leið og þeir voru komnir aftur í stjórnarandstöðu. Parísarför Hermanns Kommúnistar vissu og vel um samskotalánið á árinu 1957. Þá leitaði ísland fyrst og eitt allra ríkja ásjár Atlantshafsbandalags- ins um lánveitingu. Bandaríkin og Þýzkaland vikust vel við, en veittu þó að lokum ekki nema nokkurn hluta þess, sem farið hafði verið fram á. Bandaríkin sýndu þá varúð, að þau létu ekki peningana af hendi, fyrr en sjálfur forsætisráðherrann, Her- mann Jónasson, hafði ásamt ut- anríkisráðherra, farið á fund Atlantshafsráðsins suður í París og lýst þar hollustu sinni við bandalagið og vilja til þess, að varnarliðið héldi hér áfram dvöl sinni. Þetta var hinn sami Hermann Jónasson og hafði lýst því fyrir kosningar, að betra væri að vanta brauð en hafa erlendan her í landi. Sami maðurinn, sem í ágúst 1958 neitaði að kæra Breta fyrir Atlantshafsráðinu vegna fyrirsjáanlegrar ógnunar þeirra við íslenzkt landsvæði, og krefjast ráðherrafundar um mál- ið, og fara þangað sjálfur til þess að standa fyrir máli Islendinga. Þvílíkar aðfarir eru ekki til þess lagaðar að auka álit annarra þjóða á Islendingum. Sem betur fer er þessum tímum lokið og vonandi koma þeir aldrei aftur. En ábyrgð V-stjórnarherranna er þung, og frammistaða þeirra mun ekki falla íslenzku þjóðinni úr minni. Víst eru þessi mál alvarleg, en þó bregða menn stundum á glens. Svo var í þingveizlu sl. fimmtu- dag. Hjá karlinum í tunglinu I þingveizlunni flutti Skúli Guðmundsson eftirfarandi kvæði, sem hann nefndi: Hjá karlinum í tunglinu. Höfundur lét eftir- farandi skýringar fylgja því. I tíð fyrrv. ríkisstjórnar var því haldið fram, að lántökur hennar í Ameríku væru hneyksl- anlegar, og að ekki mætti heldur taka lán í Evrópulöndum, vestan „tjalds" eða autstan. I tilefni af þessu var sagt á sl. hausti, að ef andstæðingar þáverandi ríkis- stjórnar kæmust til valda, og þeim yrði fjár vant, myndu þeir að líkindum leita eftir lánsfé utan við hnöttinn, sem við bú- um á: Vínar-Festival Víðar eru veizlur og hátíðir en á íslandi. Stúdentaráð íslands hefur ný- lega birt gögn varðandi svokallað Vínar-Festival, sem halda á næsta sumar og íslenzkum æsku- lýð hefur verið boðin þátttaka L Festival þetta er hreint kommún- istiskt fyrirbæri. Nýjungin í sam- bandi við það er, að erlendis hafa verið birtar falskar skýrslur og yfirlýsingar um fyrirhugaða þátt- töku íslendinga. Þar hafa birst yfirlýsingar í nafni Hannibals Valdimarssonar ,sem titlaður var svo, að ætla varð, að hann væri menntamálaráðherra íslands, og þar með sá maður, er settur væri til að hafa æðsta eftirlit með æskulýð þjóðarinnar. Vera kann að Hannibal eigi ekki sjálfur sök á fölsuninni, að aðrir misnoti nafn hans. En þá hefði hann taf- arlaust átt að gefa út leiðréttingu, sem enn hefur ekki sést hér á landi. Málið er því meira en grun samlegt. Ekki bætir úr skák, að einnig er vitnað til Theodórs nokk urs Gíslasonar, sem sagður er for seti Kennarasambandsins ,en eng- inn slíkur maður í trúnaðarstöðu kennara er þekktur hér á landi. Hér er því allt á sömu bókina lært. Þinghald Framsóknarmenn ríða ekki við einteyming í ósvífninni. Nú eru þeir farnir að fjargviðrast yfir, hversu þingstörfin gangi seint. Meðan þeir áttu að heita í for- ystu, teygðist úr þingstörfum langt fram á sumar. Þá hafði stjórnin þó ærinn tíma til að und- Framh. á bls. 14 Snjólétt var á tunglinu og hláka eins og hér. Þar hlýjum geislum sól á bæinn stráði. Þversum upp í rúm sitt karlinn hafði hallað sér. Þar hjá var kisa og gestaferðum spáði. Ærsli voru í rakkanum og ákaft gelti hann, er einhver þéttingsfast að dyrum barði. Bóndi sendi vinnukonu fram að finna þann ferðamann, er borið hafði að garði. Hún kom að vörmu spori og mælti þannig: „Það er hann, þessi, sem mig hefur verið að dreyma. Hann segist þurfa að tala við þig sjálfan, húsbóndann, og segist gleðjast yfir að þú ert heima. Trúað gæti ég hann væri mikið menntaður. Mun þó, held ég, ekki vera prestur. Mér lízt bara vel á hann, en þó er ’ann helzt til þur. Þetta er, held ég, langtaðkominn gestur". Húsráðandi skeggið strauk og fór svo fram í dyr, fagnaði komumanni hýr í bragði. Enginn þangað honum líkur hafði komið fyr. Höndina rétti gesturinn og sagði: „Komdu sæll og blessaður. Bjarni heiti ég, Benediktsson. Af landi feðra minna, Islandi á jörðinni, um óralangan veg, er ég hingað kominn, þig að finna“. „Já, það mun langt“ kvað bóndi „ hingað, heiman að frá Þé*. Hefurðu gengið þetta í einni lotu? Komdu í bæinn. Þér er orðið , mætti segja mér, mál að hvíla þig og fara úr votu“. „Þökk“ kvað hinn. Svo gengu þeir í bæinn, báðir tveir. — Sá bær er traustur, rís á fornum grunni. — Bjarni heilsaði fólkinu, og síðan settust þeir við suðurgluggann innst í baðstofunni. Þeir byrjuðu á að tala um hvað tíðin væri góð. „Ég tók mig upp“ kvað Bjarni „er fór að hlána, til að finna þig og vita hvort þú hefðir sparisjóð, sem hefði nokkrar krónur til að lána. Þannig er að gjöld hjá okkur eru nokkuð þung, og æskilegt að ná í lán hið fyrsta". — Þá tautaði yfir verkum sínum vinnukonan ung: „Ég vildi ’að húsmóðirin byði ’onum að gista". „Það fengust lán“ kvað Bjarni „meðan vinstri stjórnin VMj vestan hafs, sem kunnugt er af fréttum. Nú höfum við fengið aðra stjórn og annað stjórnarfar, og ekki munt þú verða fyrir prettum, því Emil minn úr Hafnarfirði traustan telja má, og trúverðugan mann á allar lundir. Þar að auki skrifar minn flokkur aftan á alla stjórnarvíxla um þessar mundir".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.