Morgunblaðið - 08.03.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.03.1959, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 8. marz 1959 Jakob Jakobsson fiskifrœðingur: Vandamál íslenzkra hafrannsókna ,,Vel skipulagöar rannsóknir eru undirstaða allraframfara..." EFTIR því sem liðið hefur á þessa öld, hefur mönnum al- mennt orðið ljóst gildi hvers kon- ar vísindalegra rannsókna fyrir alla tæknilega þróun. Hvert einasta tæknistökk, sem átt hef- ur sér stað á undanförnum ára- tugum hefur verið tekið vegna undangenginna — oft margra ára vísindalegra rannsókn^, Sama máli gegnir um læknis- fræði,. lyfjafræði og hvers kon- tus liáttúrufræði. Islendingar 20. aldarinnar sem jafnan stæra sig af því að vera með bezt menntuðu og framsæknustu þjóðum heims, ættu því að hafa skilning á því, að vísindalegar undirstöðurannsóknir eru frum- skilyrði þess að atvinnuvegir okk ar bæði til lands og sjávar taki þeim hröðu breytingum sem nauðsynlegar eru sérhverjum atvinnuvegi á þessari öld í hvaða landi sem er. Svo oft er á það bent, að sjávarútvegurinn sé undirstöðu atvinnuvegur Islendinga, og á afkomu hans velti í raun öll af- koma þjóðarinnar, beint eða ó- beint, að óþarft er að færa nán- ari rök fyrir því, — öllum ís- lendingum er þessi staðreynd ljós. Því mætti ætla að þessi framsækna og velmenntaða þjóð legði á það hið mesta ofurkapp að efla hvers konar vísindalegar rannsóknir í þágu þessa fjöreggs þjóðarinnar. Þar eð sjávarútvegurinn bygg- ist á veiðum hljóta þessar rann- sóknir að beinast að tveimur megin þáttum, þ. e. þeim dýra- stofnum, sem veiddir eru og þá um leið því umhverfi, sem þessi dýr lifa í og þau áhrif, sem breytingar á þessu umhverfi hafa á lifnaðarhætti dýrastofnanna og þeim veiðiaðferðum, sem beitt er við veiði þessara dýra. Til þess að annast rannsóknir á fiskistofnunum starfar ein deild Atvinnudeildar Háskólans, Fiskideildin. Þeir dr. Bjarni Sæmundsson og dr. Árni Frið- riksson höfðu þegar er Fiski- deild tók'til starfa árið 1937, lagt grunninn að íslenzkum hafrann- sóknum. Á undanförnum árum hefur starfsliði þessarar stofnunar fjölgað mikið, svo að nú vinna þar átta háskólalærðir sérfræð- ingar og tólf aðstoðarmenn þeirra. Vegna þeirra rannsókna, sem gerðar hafa verið, hefur sjónarsvið okkar aukizt og oft gerbreytzt. Nú eru t. d. stund- aðar stórfelldar síldveiðar á hafinu milli íslands og Noregs og má til sanns vegar færa að dr. Arni Friðriksson hafi með kenningu sinni um hinar löngu göngur síldarinnar landa milli lagt grundvöll að slíkum og lifnaðarháttum fiskistofna, veiðum. Þá hafa bæði íslenzkar og danskar rannsóknir gerbreytt þekkingu okkar á göngum þorsks ins frá því serrf áður var. Mætti svo lengi telja, en þessi dæmi ættu að nægja til þess að sýna Jakob Jakobsson hverja þýðingu vísindalegar rannsóknir geta haft, enda þótt! ag hagnýtt gildi þeirra sé ekki ljóst ' á þeim tíma, sem þær eru gerð- ar. — Þannig hefur margt verið gert og margt áunnizt í íslenzkum hafrannsóknum á undanförnum árum og ber sannarlega að gleðj- ast yfir þeim árangri, sem þegar hefur náðst. Margs konar mikilsverðar fiskirannsóknir er hægt að gera í landi, t. d. með því að taka sýnishorn af fiskaflanum og rannsaka þau með tilliti til ald- urs og hvers konar annarra ein- kenna. Þetta hefur verið gert í mörg ár, og á þennan hátt hefur tekizt að afla mjög mikilvægra upplýsinga um fiskistofnana, einkum um styrkleika hinna ýmsu aldursflokka í aflanum frá ári til árs og þar með hefur reynzt gerlegt að gera sér nokkra grein fyrir stærð vissra fiski- stofna og jafnvel veiðihorfum. Þrátt fyrir mikilvægi og nauð- syn slíkra rannsókna gagna þær þó lítið, ef lifnaðarhættir fisk- anna eru ekki nægilega þekktir. Ekki er nóg að vita af nægum fiski í sjónum, ef hann hefur ann- að hvort breytt göngum sínum eða hegðun, svo að hann er ó- veiðanlegur á venjulegum fiski- slóðum. Án rannsókna á lifnað- arháttum fiskanna, útbreiðslu þeirra og því umhverfi, sem þeir lifa í, koma aðrar fiskirannsókn- ir ekki að því gagni sem til er ætlazt. Ógerlegt er að fram- kvæma rannsóknir á umhverfi nema á skipi eða nánar tiltekið á rannsóknaskipi. Jafn augljóst er einnig að sú hafrannsóknar- stöð, sem ekki ræður yfir rann- sóknarskipum getur ekki gegnt hlutverki sínu til fulls. Þetta sóknir í þágu fiskveiðanna. Hafa er öllum fiskveiðiþjóðum full- ljóst nema að því er virðist Is- lendingum, því að Fiskideild At- vinnudeildar Háskólans er eina hafrannsóknastöðin í heiminum, sem ekki ræður yfir neins konar rannsóknaskipi. Nokkur aðstaða til rannsókna- starfa er að vísu í tveimur varð- skipunum og eru þau stundum leigð til lengri eða skemmri tíma til rannsóknastarfa. Svo mikil óvissa hefur þó alltaf ríkt um þessi leiguskip, að ógerlegt hefur verið og er enn að semja drög að starfsáætlun Fiskideildar um aðrar rannsóknir en þær, sem gerðar eru á landi, hvað þá held- ur að skipuleggja nokkrar kerfis- bundnar rannsóknir á sjó. Megin hluti þeirra rannsókna, sem fram kvæmdar hafa verið á sjó, eru svo stop'ular bæði í tíma og rúmi, furðulegt er, hvað ymsir tim borð í m/b. Kára 1949. Einfaldur silkiháfur er notaður við átumæling'ai. Um borð i Ægi 1958. — Verið að innbyrða sjótökutæki, sem í tr seltu- súrefnis- og svifsýnishorn af vissu dýpi. — Hita- mælir er og viðbyggður. starfsmenn Fiskideildar hafa þó getað afkastað, ef miðað er við þær aðstæður, sem þeir hafa unnið við. Tilgangslaust er að bera því við, að íslendingar hafi ekki efni á að kaupa og halda úti rann- sóknaskipi, því að á máli 20. Vélknúnir aluminium-herpinótabátar við austuritrönd Bandarikjanna, búnir sérstökum kraft- blökkum tii þess að draga nótina. Blakkirnar eru í vökvadrifnum krönum, sem hægt er að leggja niður í bátana, þegar ekki er verið að veiðum. Bátarnir eru af sömu stærð og hér tíðkast. — Biakkirnar spara þriðjung mannaflans sem áður var notaður. aldarinnar jafngilti slíkt því, ð við hefðum ekki efni á að veiða fisk. Þegar þess er einnig gætt, að við höfum t. d. haft efni á því, að leigja fiskibáta til síld- arleitar fyrir hundruð þúsunda ef ekki milljónir króna á hverju ári á meðan „Fanney“, tilrauna- skip Fiskimálasjóðs og Síldar- verksmiðja ríkisins er annað hvort bundin við bryggju eða látin stunda veiðar sem hvert annað fiskiskip, verður slík við- bára næsta brosleg. Það eina, sem við ekki höfum efni á er að vanrækja vel skipulagðar rannsóknir eins og oft hefur ver- ið gert til þessa. Sá árangur, sem þegar er orðinn af jafnvel þess- um stopulu rannsóknum okkar, t. d. rannsóknum á útbreiðslu fiskistofna bæði á fjarlægum og nálægum miðum, ætti að gefa nokkuð til kynna hvers vænta mætti, ef hægt væri að reka skipulegar og samfelldar rann- sóknir á útbreiðslu og lifnaðar- háttum fiskistofnanna með þeim tækjum, sem nú eru þekkt og bezt fallin til þeirra hluta. Sann- anlega má t. d. þakka síldar- leitaskipum fjölmarga afladaga, sem hver um sig hefur fært þjóð- inni 5—25 milljónir króna. Út- gerð slíks leitarskips allt árið kostar þó innan við tvær milljón- ir króna. Skemmst er einnig að minnast þess, að islenzki togara- flotinn hefði annað hvort legið bundinn við bryggju á sl. hausti eða rekinn með stórtapi, ef karfa- miðin við Nýfundnaland hefðu ekki fundizt. Leitarleiðangrarnir þangað kostuðu um 300 þúsund krónur en aflaverðmætið af þess- umm iðum til áramóta nam um 150 milljónum króna upp úr sjó eða um 500 földum leiðangurs- kostnaðinum. 1 stað þess að vera með lakari útflutningsárum varð árið sem leið metár. Ef vel ætti að vera þyrftum við að eiga og reka a. m. k. tvö góð rannsóknaskip auk minni sild- arleitarskipa. Það er ekki til- viljun að engin þjóð hefur á síð- ustu árum lagt eins mikla á- herzlu á hafrannsóknir sem Rúss- ar og engin þjóð hefur aukið fisk- afla sinn sem þeir. Rannsóknir á veiðiaðferðum, þar með taldar hvers konar veið- arfæratilraunir, hljóta einnig að hafa ómetanlegt gildi fyrir fisk- veiðar. Þessar rannsóknir eru þó því verr settar en hinar al- mennu hafrannsóknir, að eng- inn íslendingur stundar þær sem sitt aðalstarf. Árlega eru þó veitt- ar allháar fjárupphæðir til veið- arfæratilrauna. Síðan eru ýmsir og oft ágætir menn fengnir til að fara og prófa hin eða þessi veiðarfæri. Venjulega er tilrauna tíminn svo stuttur, að engin leið er að segja til um gildi veiðar- færisins. Jafnvel þótt tilrauna- tíminn yrði lengdur hafa til þessa aldrei farið fram nægileg- ar undirbúningstilraunir, né að- staða verið á venjulegum fiski- skipum til þeirra mælinga og prófana, sem nauðsynlegar eru til þess að verulegar líkur séu til jákvæðs árangurs. Þannig eru þessar tilraunir oftast fyrirfram dæmdar til að mistakast, þrátt fyrir dugnað og atorku stjórn- endanna. Án skipulagðra vís- indalegra veiðarfærarannsókna, verður það einungis tilviljun háð, hvort okkur tekst að bæta svo veiðiaðferðir okkar, að við höldum velli í fiskveiðikapp- hlaupi þessarar aldar. Framhald á bls. 16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.