Morgunblaðið - 08.03.1959, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.03.1959, Blaðsíða 22
22 HORGVNBLAÐIfí Sunnudagur 8. marz 1959 ~-J(venj)jó&in ocj h eimiÍiÁ Það er dásamlegt ab sitja í salnum og horfa á leiksýningu Segir Kristólina Kragh, sem starfað hefur við leikhús i 30 ár ÖLL höfu’n við komið í leikhúsið og skemmt okkur við að horfa á leikritin sem þar hafa verið leik- in. Sem lcikhúsgestir höfum við horft á heildina, — tekið öll smá- atriðin sem skapa hana sem sjálf- sagðan hlut og látum ekki hug- ann reika að því hve ótal margir hafa unnið að því í sveita síns andlitis að koma sýningunum á fót. — Hversu margir standa á bak við tjöldin og fylgjast með því hvernig þeirra vinna fellur inn í heildina. — Hér á ég við aðstoðarfólkið í leikhúsinu, — sminkara, hárgreiðslufólk, sauma konur o. s. frv. Fyrir um það bil tveim árum heimsóttum við saumastofu Þjóð- leikhússins og kynntumst for- stöðukonu þess, frú Nönnu Magn- ússon, — og datt því nú í hug að kynnast ofurlítið frú einni, sem sl. 30 ár hefur starfað við leik- hús, — og við Þjóðleikhúsið frá upphafi þess, — frú Kristólínu Kragh, sem eflaust er fyrsta ís- ienzka konan, sem lærði hár- greiðslu og setti upp stofu í höf- uðstaðnum. Frú Kragh er nú um það bil að hætta starfi, enda er hún komin yfir 75 ára aldur, svo að tiíhlýðilegt er að fá að heyra hvað hún vill segja, nú, er svo löngum starfsdegi er um það bil að ljúka. ★ Þegar við komum inn, vísar frúin okkur til sætis í dagstof- unni, og fer síðan fram til þess að hita kaffisopa. Á meðan not- um við tækifærið til þess að líta í kringum okkur, en frúin á ein- mitt sérstaklega mikið af fall- egum skrautmunum. Þarna eru danskar postulínsstyttur, hand- málaðir : íunir, — og þar glitrar á kristalinn í sólskininu. Á veggjunum hanga margar mynd- ir, — fjölskyldumyndir, fjallkon- urnar og forsetafrúin eru þarna. Sérstaka -thygli mína vekur lítið málverk, og frúin segir, að þetta sé mynd, sem Kjarval hafi gefið sér fyrir mörgum árum. Það er lítill sveitabær á myndinni, og grasigróin i völlur, en í blámóðu fjarskans rísa borgarturnarnir. I — En hvað þér eigið marga faliega muni. I — Já, og allir þessir munir hafa mér verið gefnir til minningar, af vinum mínum og ættingjum, bæði hér heima og erlendis. 'P Fallegur draumur. r — Svo við snúum okkur nú að efninu, — hvernig gr yður innanbrjósts nú, er þér eigið bráð um að segja skilið við starfið í leikhúsinu? | .— Þótt ég sé nú orðin þurfandi fyrir að fá hvíldina, þá mun ég sakna leikhússins, því ég hef alltaf litið á það, sem mitt ann- að heimili. Og nú, þegar ég lít til baka, finnst mér eins og þetta hafi allt verið fagur draumur. í — Hvað olli því eiginlega, að þér fóruð að vinna við hárgreiðsl- una í leikhúsinu? j — Ég hef frá því ég fyrst man eftir mér haft sérstaklega mikinn áhuga á söng- og leiklist. Ég man alltaf eftir því, er ég spurði föður minn eitt sinn hvort hann héldi ekki að ég gæti fengið að læra að spila i orgel, sem var nú eig- inlega eina heimilishljóðfærið í þá daga. Faðir min*, sen. var fá- tækur -g vinnusamur leit á mig með þvílíku augnaráði og spurði hvort ég væri bara orðin alveg snargalin. — Og þótt mig dauð- langaði, þá minntist ég aldrei á þetta aftur. Mig langaði ekki til þess að fá annað eins augnaráð aftur. Það getur vel verið, að :.v. Wfr Kristólína Kragh ég hefði getað lært að syngja, — ekki skorti a. m. k. áhugann og mér hefur verið sagt, að ég hafi haft laglega rödd. — Og það fyrsta sem mér er minnisstætt í sambam'i við leiklistina er hún frú Stefanía Guðmundsdóttir, í hlutverki Trínu í Stofufangelsinu. Ég var 12 ára þegar það var sýnt og mikið langaði mig til þess að fara á leikcýninguna, en um það var ekki að tala. En ég hafði komizt eftir því, að hægt var að kíkja í gegnum rifu á glugga- tjaldinu í góðtemplarahúsinu með því að hafa eitthvað til þess að standr. uppi á. — Ég gerði þá hvorki meira né minna en „stal“ fullri vatnstunnu sem stóð við rennuna hjá Indriða Einars- syni, hellti vatninu úr, velti síð- an tunnunni langa leið, og meira að segja yfir grjótgarð, reisti hana upp fyrir neðan gluggann og þaðan sá ég mína fyrstu leik- sýningu, í kulda og ausandi rign- ingu! — En vatnstunnunni skil- aði ég aftur að Indriðahúsi og lét hana á sinn stað undir renn- una og óskaði innilega eftir aus- andi rigningu til þess að fólkið gæti fengið vatnið sitt aftur! Og svo fékk ég auðvitað ákúrur þeg- ar heim kom, fyrir að vera svona •lengi úti í þessú slæma veðri!! — Var ekki heldur óalgengt að láta lagfæra hárið á hár- greiðslustofu um það leyti sem þér settuð yðar stofu upp? — Jú, 1913 voru konur hér í Reykjavík ekki vanar að fara á hárgreiðslu- og snyrtistofur, — en þetta lærðist fúrðu fljótt. — Og hvenær byrjuðuð þér svo við leikhúsið? — Fyrir um það bil 30 árum og mér finnst yndislegt að líta til baka yfir farinn veg. Ég á ótal margar góðar minningar um allt bað fólk, leikara og aðra, sem ég hefi J nnzt og unnið með í leikhúsunum, báðum, fyrst í gömlu Iðnó, sem var alltaf yndis- leg, þrátt fyrir slæmar aðstæður. En nú er búið að lagfæra svo mík. ið hjá þeim þar, búið að mála allt í ljósum og skemmtilegum litum og vinnuskilyrðin orðin miklu betri. — Og svo fóruð þér til Þjóð- leikhússins? — Ég hef unnið við Þjóðleik- húsið frá stofnun þess þar til í fyrra að ég afhenti eiginlega starf ið í hendur afskaplega góðrar og samvizkusamrar stúlku, sem unn ið hafði með mér í mörg ár, Torf- hildar Baldvinsdóttur. Og þetta er síðasta leikárið sem ég vinn, — ég er svona til taks ef á þarf að halda og ev til ráðuneytis ef með þarf. — Ég verð að segja að ég ,er ákaflega þakklát forsjóninni fyrir að hún skyldi bæta mér upp að ég gat ekki orðið listakona sjálf, að lofa mér að fá að vinna ævistarf mitt við hlið listafólks. Mér finnst eins og allt þetta góða fólk hafi verið börnin mín, og leikhúsið hefur alltaf verið mitt annað heimili. — Og það er svo undarlegt, skal ég segja yður, það var eins og einhver innri kraftur kæmi manni af stað á rétt um tíma. Maður vaknaði kannski upp um morgun eitthvað lasinn og illa fyrirkallaður.hugsaðiallan daginn, — nei, nú er ég veik og get ekki farið, — en svo þegar klukkan var komin, þá fór maður af stað og allt^ virtist vera í full- komnu lagi. Ég hefi tekið eftir að svona er það oft og einatt með leikarana sjálfa, — þótt þeir mæti með sótthita á sýningu, getur hit- inn verið lækkaður eða jafnvel horfinn þegar komið er fram i annan þátt eða svo!! SVONEF'TD ferskfiskinefnd hef- ur sent Mbl. svar við samþykkt- um í félagi útvegsmanna hér í Reykjavík, þar sem lýst var and- stöðu við framkomnar tillögur nefndarinnar um takmörkun þorsknetjafjölda. Hafði þessi fundur lýst því yfir að útgerð- armenn í Reykjavík, væru ó- bundnir af því eftirliti sem fersk fisknefnd láti nú framkvæma, þar sem það næði ekki tilgangi sínum. í svari ferskfisknefndar segir m. a.: „Ljóst er af þessari tilkynningu íéJags útvegsmanna í Reykjavík, að þeir, er sömdu hana, hafa ekki kynnt sér það málefni, er sam- þyktir þeirra fjalla um, það er störf Ferskfisknefndar, eins og skyldi. Með hliðsjón af þessu, þykir ferskfisknefnd rétt að skýra þessi mál nokkru nánar, til þess að fyrirbyggja frekari miskilning: Það er kunnara en frá þurfi að segja, að gæðum nýfisks, sem landað var úr bátaflotanum til vinnslu á undanförnum árum, hefur farið mjög hrakandi. Helztu orsakir þessarar öfugþró- — Finnst yður a<$ leikaiarnir séu samvinnuþýðir? — Alveg sérstaklega. Ég get ekki hugsað mé^ dásamlegra fólk til þess að starfa með og yfirleitt betra fólk. — Alltaf er tekið á móti mér opnum örmum þegar ég kem „á bak við“, þegar ég er nú í leikhúsinu, sem gestur. — Hvað finnst yður um að koma sem gestur eingöngu og hafa ekki þurft að vinna að sýn- ingunní sjálf? — Það er óneitaniega önnur tilfinning, en ég finn og sé að starf mitt er í góðum höndum og þá er ég ánægð. Mér finnst alveg dásamlegt að fara á leiksýning- ar því mér finnst við eiga alveg framúrskarandi leikara. Og svo verð ég að segja að mér finnst einnig háfa verið afskaplega skemmtilegt að hafa fengið tæki færi til þess að sjá og kynnast hinum erlendu leikflokkum sem hingað hafa komið. Það er til- breyting fyrir leikhúsgesti og þroskandi fyrir listafólkið okkar. Allir erlendu gestirnir hafa ver- ið afskaplega elskulegir og þakk- látir fyrir allt sem fyrir þá hefur verið gert hér. — En mér finnst að við getum verið stolt af okk- ar eigin leikurum, og núna t.d. þegar við getum sýnt „Rakar- ann“ með okkar eigin fólki ein- göngu, finnst mér sannarlega á- stæða til þess að gleðjast, jafnvel þótt gott geti verið að fá hjálp annars staðar frá — Er það nokkurt leikrit sem yður er sérstaklega minnisstætt? — Mér finnst að sérhvert leik- rit hafi sína „sjarma“. Þegar mað ur vinnur svona við þau og kynn- ist þeim frá „bakhliðinni", finnst manni jafnvænt um þau öll. ★ ★ ★ Nú höfum við lokið við kaffið og dýrindis kökur, — þessi á- nægjulega heimsókn er nú senn á enda. Er við kvöddumst sagði frú Kragh þessi skynsamlegu orð. — Þar sem ég var alin upp við vinnusemi, sparsemi og nýtni, hef ég alltaf reynt að fara vel með hluti sem mér hafa verið fengn- ir í hendur. Og þegar ég var að segja við leikarana, — farið þið vel með þetta, týnið spennurnar og nálarnar upp af gólfinu, — unar eru tvímælalaust stóraukin notkun þorskanetja og þó eink- um ofnotkun þeirra. Ástandið í þessum efnum hér á landi er þeim mun alvarlegra vegna þess, að aðrar fiskveiðiþjóðir, er keppa við okkur á heimsmörkuðunum, leggja nú allt kapp á að bæta framleiðslu sína, og hefur sum- um þeirra orðið verulega ágengt í því efni. Með hliðsjón af þessu skipaði sjávarútvegsmálaráðuneytið á sl. hausti sex manna nefnd (Fersk- fisknefnd), er ffjalla skyldi um „hvort æskilegt væri að taka upp mat á nýjum fiski, hvernig því yrði fyrir komið og hver ætti að bera kostnaðinn“, en tilmæli um, að slíkt mat væri tekið upp höfðu borizt ráðuneytinn frá ýmsum félagssamtökum útvegsmanna. í nefndinni áttu sæti fulltrúar frá LÍÚ, SÍF og sölusamtökum frysti húsanna, auk þess fiskimatsstjóri, forstöðumaður Rannsóknastofu Fiskifélags íslands og fiskvinnslu leiðbeinandi sjávarútvegsmála- ráðuneytisins". Nefndin skilaði síðan áliti og voru aðalniðurstöður þess eftir- farandi: » áttu sumir til að segja: nú, hvað er þetta, á ekki leikhúsið þetta? Þá sagði ég: Leikhúsið! Já, en hvað er leikhúsið? Það er einmitt þú og ég, — og við eigum að gleðjast ef því vegnar vel, og því vegnar ekki vel ef illa er farið með, — við eigum að fara með eigur þess eins og oKkar eigin. — A.Bj. Búfræðingar ræða um fræðslu og út- breiðslukerfi land- búnaðarins AÐALFUNDUR Félags íslenzkra búfræðikandidata var haldinn í Baðstofu iðnaðarmanna í Reykja- vík dagana 28. febr. og 1. marz sl. Fundinn setti fráfarandi for- maður félagsins Árni Jónsson, til raunastjóri á Akureyri, en hann var jafnframt fundarstjóri. í stjórn fyrir næsta ár voru kosn- ir: Form.: Ólafur E. Stefánsson, ráðunautur hjá Búnaðarfélagi fslands, féhirðir Magnús Óskars- son kennari við Bændaskólann á Hvanneyri og ritari Kristinn Jóns son héraðsráðunautur, Selfossi. Á fundinum flutti Haraldur Árnason héraðsráðunautur í Skagafirði ,erindi er fjallaði um fræðslu og útbreiðslukerfi land- búnaðarins. Um erindi þetta urðu miklar umræður, sem lauk með því að kosin var nefnd, skip- uð félagsmönnum, sem skyldi at- huga betur núverandi fyrirkomu- lag þessara mála, og gera síðan tillögur um betri samræmingu á fræðslu og útbreiðslukerfinu inn an landbúnaðarins. Einnig urðu á fundinum miklar umræður um launakjör félags- manna, og var almennt álit fund- armanna að þau þyrfti að bæta Fráfarandi stjórn hafði allmikið gert til að fá launakjörin bætt og verður unnið að því áfram. í félaginu er unú um 60 félags- menn, búsettir víðsvegar á land- inu. (Frá Fél. ísl. búfræðikandidata). Nefndin var sammála um, að til þes að koma á mati á nýfiski, þannig að greitt yrði mismunandi verð fyrir fiskinn eftir gæðum, þyrfti mikinn undirbúning, ef vel ætti að vera. Lagði hún því til, að komið yrði á eftirliti tii reynzlu með gæðum fisks frá báta flotanum, sem landað er til vinnslu á komandi vertíð, en að reynslutímabilinu loknu skyldu starfmenn þess vinna að bættri meðferð aflans, eftir því sem við yrði komið. Yfirstjórn eftirlitsins skyldi vera í höndum Ferskfisknefndar, meðan reynslu tíminn stæði yfir. S j á var útvegsmálaráðuney tið fól síðan ferskfisknefnd að koma eftirlitinu á, og hóf það góngu sjna um mánaðamót janúar og 'ebrúar. Það er ljóst af því, sem hér hefur verið sagt, að stofnað er til ferskfiskseftirlits í tilrauna. skyni, en það er eðli allra til- rauna, að ekki verður vitað fyrir fram, hverjar verða niðurstöður. Sá árangur, sem ferskfisknefnd hyggst fyrst og fremst ná, er ein- faldlega að afla nauðsynlegrar reynslu, sem síðar má byggja á, er samdar verða tillögur um þær ráðstafanir, sem endanlega verð- ur gripið til, til þess að bæta gæði nýfisks, sem landað er til vinnslu hér á landi. Eftirlitið mun því ná „tilætluðum árangri“, nema útvegsmenn snúist önd- verðir gegn því og geri eftirlits- mönnunum ógerlegt að ræxja starf sitt. Sem betur fer hefur enn ekki komið til þess, og hafa starfsmenn eftirlitsins mætt skiln ingi og velvild hjá útvegsmönn- um og skipstjórnarmönnum“. Mun ná tilætluðum árangri nema ef útvegsmenn snúast gegn því segir ferskfisknefnd i svari við fundarsamþykktum útvegsmanna i Rvik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.