Morgunblaðið - 08.03.1959, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.03.1959, Blaðsíða 12
«r 12 MORGVNBLÁÐIÐ Sunnudagur 8. marz 1959 mmrgpmtiritafrfto ITtg.: H.f. Arvakur. Reykjavfk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. UTAN UR HEIMI Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Einar Asmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr. 35,00 á mánuði innaman^'- I lausasölu kr. 2.00 eintakið. ÆSKAN VILL LEGGJA HÖND Á PLÓGINN HINN 20. janúar s.l. var sam þykkt eftirfarandi álykt- un á fundi í „Framtíð- inni“ málfundafélagi Menntaskól ans í Reykjavík: „Almennur nemendafundur Menntlinga haldinn í hátíðasal Menntaskólans í Reykjavík 20. jan. 1959 lýsir yfir þeim, vilja sínum, að íslenzkri skólaæsku verði heimilað að aðstoða við framleiðslustörf útflutningsat- yinnuveganna á nýhafinni vertíð. jí Fundurinn beinir þeim tilmæl- um til ríkisstjórnar íslands, að hún hlutist til um að kannað verði með hverjum hætti ís- lenzkir framhaldsskólanemar fái bezt orðið að liði við rekstur út- fiutningsatvinnuveganna nú og framvegis. P Jafnframt skorar fundurinn á alla framhaldsskólanema að fylkja liði íslenzkum útvegi til liðsinnis". js Síðan • Menntaskólanemendur gerðu þessa samþykkt, hafa nem endur í mörgum öðrum skólum landsins, bæði hér í Reykjavík og úti um land, gert hliðstæðar ályktanir. Skólafólkið hefir lýst sig reiðubúið til þess að aðstoða vð framleiðslustörfin, eftir því sem frekast séu mögulekar á. Þetta er vissulega mjög ánægjulegt. íslenzku þjóð- inni ríður mjög á því að æska - hennar vilji taka þátt í fram- leiðslustörfunum til lands og sjávar. Undanfarin ár hefir þurft að flytja inn mikið af er- lendu vinnuafli, fyrst og fremst til að geta haldið báta- og togaraflota landsmanna úti á aðalvertíð. ,, Þannig hefir flest undanfarin ár orðið að flytja inn frá átta eða níu hundruð og upp í 1400 Fær- eyinga. Tvö síðastliðin ár hafa þessu fólki verið greiddar 18—25 milljónir króna af kaupi þess í er lendum gjaldeyri. Höggva þær greiðslur vissulega stórt skarð í gjaldeyristekjur þjóðarinnar. En ráðning þessa útlenda fólks á ís- lenzka fiskiskipaflotanum var óhjákvæmileg. Án þátttöku þess hefði stór hluti flotans, bæði vél- bátar og togarar stöðvast. Leysir ekki vandann En þótt samþykktir skólafólks ins um að það sé reiðubúið að taka þátt í framleiðslustörfun- um séu ánægjulegar og sýni drengilegan vilja þess til að verða þjóð sinni að gagni, þá er sann- leikurinn sá, að tímabundin þátt- taka þess í þessum störfum leysir ekki þann vanda, sem við er að etja. Aðalvandinn er að fá menn skipin. Og ungt fólk í framhalds- skólum getur yfirleitt ekki ráðið sig í skiprúm til heillar vertíðar. Það getur hjálpað til við vinnslu fisksins og ýmis konar landvinnu við bátana um nokkurra vikna skeið, í mesta lagi. Þess vegna hafa samtök útvegsmanna orðið að afla sér erlendis vinnuafls nú á yfirstandandi vertíð eins og nokkur undanfarin ár. Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. fékk í gær hjá Landssam- bandi ísl. útvegsmanna, hafa kom ið hingað til lands frá Færeyjum síðan um síðustu áramót á vegum þess um 900 manns. Þar af eru 780 karlmenn, sém nær allir eru ráðnir á vélbáta og togara, og 120 konur, sem vinna í hrað- frystihúsum og fiskiðjuverum víðs vegar um land. Auk þessa fólks munu ein- hverjir fleiri útlendingar hafa verið ráðnir hingað til lands á vegum einstaklinga til starfa í þágu sjávarútflutningsins, þannig að gera má ráð fyrir að upp und- ir 1000 ;tlendingar, nær allt Fær- eyingar, séu nú starfandi á fiski. skipaflota okkar eða við fiskiðn- aðinn. Fleira fólk til framleiðslustarfa Af þessu sézt, að íslenzk út- flutningsframleiðsla er í miklum vanda stödd. Hún er háð erlendu vinnuafli. Á íslenzka vélbátaflot- anum eru 3500 til 4000 manns. Ef þessir erlendu menn hefðu ekki fengizt á vélbátana og togarana, mundu margir þeirra nú liggja við landfestar í stað þess að stunda sjó. Á þessu verður að vera breyt- ing. Það er óviðunandi að rekstur aðalframleiðslutækja þjóðarinnar sé háður því hvort tekst að ráða hundruð erlendra manna til landsins um hver áramót. Reynslan sýn ir að ýmis konar erfiðleikar eru í veginum í þessum efnum. Stundum hefir gengið þunglega að ná samningum um kaup og kjör hins erlenda verkafólks. Lausnin á þessu vandamáli er engin önnur en sú að íslendingar verða að auka þátttöku sína í framleiðslustörfunum. Það er ekki nóg að skólaæskan bjóðist til þess að hlaupa undir bagga um nokkurra vikna skeið þegar þörfin er allra brýnust fyrir auk ið vinnuafl við útflutningsfram- leiðsluna. Fleiri íslendingar verða að gera sjómennsku að starfi sínu. En til þess verður sjó mennskan að vera eftirsóknar- verðari en mörg önnur léttari törf, sem unnin eru á þurru landi við þægilegri aðstæður og meira öryggi. Þetta er kjarni málsins. Sjálfstæðismenn hafa viljað leysa þetta vandamál m.a. með því að gera sjómenn skatt- frjálsa og auka tekjur þeirra með útgerð stærri, fullkomn- ari og stórvirkari framleiðslu- fyrirtækja. í þessu verður öll þjóðin að sameinast. Framleiðslan er líf æð hennar. Á afkomu útflutn íngsframleiðslunnar velta lífs kjör allra íslendinga. keypt fyrir 2 jbús. 55 jbús. punda virði Hið dýrmæta málverk — og maðurinn, sem „fann“ það, Michael Harvard. Málverk, pund, er Reyndist vera eftir spánska meistar- ann Velázquez FYRIR nokkru keypti enskur listaverkasali á uppboði gamalt málverk af fsabellu Spánar- drottningu fyrir 2000 sterlings- pund. — Það kemur nú komið í ljós, eftir að málveréið hefir ver- ið hreinsað og rannsakað með infrarauðum geislum, að það er eftir spánska meistarann Veláz- quez — og er það nú metið á 55 þúsund pund. ¥ Það var maður að nafni Mich- ael Harvard, sem tók að sér að hreinsa þessa gömlu mynd fyrir listaverkasalann. Hann fann tvö númer neðst á málverkinu, ann- að er hann var að hreinsa það og hitt við rannsókn með infra- rauðum geislum. Með því að bera þessi númer saman við skrá yfir málverk, sem eitt sinn hengu uppi í kon- ungshöllinni í Madrid, komst Har vard að raun um, að ísabellumál- verk Velázques, sem bar sömu númer, hafði verið sett upp í höll inni árið 1796. ★ „Málverkið var mjög óhreint, er ég fékk það í hendur“, sagði Harvard í blaðaviðtali, „en þegar ég hafði hreinsað burtu óhrein- indin og upplitað lakklag, kom í ljós, að myndin var mjög vel farin“. Þykir 1 essi „fundur" hinn merkasti, en enginn vissi, að ísa- bellumálverk Velázques væri enn til. Húlagjörðin og drottningin af Saba NÚ á dögunum lauk Gina Lollo- brigida við að leika í kvikmynd- inni „Salomon konungur og drottningin af Saba“. — Mikinn hluta myndarinnar varð að taka Upp að nýju, þar sem Tyrone Power, sem upphaflega lék Salo- mon konung, lézt af hjartaslagi, þegar myndatakan stóð sem hæst. — Við hlutverki hans tók Yul Brynner. — Á næstunni byrj ar Lollobrigida að leika í nýrri mynd, sem tekin verður í Júgó- slavíu. Einhvern síðasta daginn, sem myndatakan stóð, sáu menn í leik hléi, hvar drottningin — það er Lollobrigida — greip gjörð eina víða og tók að iðka húla-hopp af miklum móð. Þótti samstarfs- mönnum hennar það tíguleg sjón að sjá, er drottningin sveiflaði gjörðinni af miklli fimi ýmist um mitti eða háls. Höfðu sumir við orð, að réttast væri að fella þetta atriði inn í myndina, en ekki þótti þó á því stætt þar sem húla- hoppið mun ekki hafa verið þekkt á dögum drottningarinnar af Saba. Og þó — hver veit? — Amerísk ur fornfræðingur hefir rannsak- að aldur og uppruna ýmissa leik- fanga og komizt að raun um, að margt það, sem börn og fullorðnir skemmta sér nú við, eigi rætur sínar að rekja langt aftur í tím- ann. Til dæmis fullyrðir hann, að menn hafi leikið badminton og „sippað" lögu áður en sögur hóf- ust. — Svo kannski er það alls ekki útilokað, að drottningin af Saba hafi í raun og veru kunnað með húlagjörð að fara. SKARTGRIPASALA einum í Osló brá í brún, er hann kom í verzlun sína morgun nokkurn fyrir skömmu, því að þar hafði sýnilega komið óboðinn gestur og látið greipar sópa um dýrgripina. — En undrandi varð skartgripa- salinn, þegar hann fann alla hina horfnu muni í vösunum á tötra- legum frakka, sem hafði verið' fleygt yfix stólbak í verzlun- inni. Það kom í Ijós, að þjófurinn hafði gripið nýlegan frakka skart gripasalans, sem hann hafði skil- ið eftir í verzluninni — en gleymt öllu þýfinu í vösunum á gamla frakkanum sínum! í ÍTALSKA blaðinu „II Tempo'* * stóð fyrir skömmu svohljóðandi auglýsing: „Ung og fögur stúlka óskar eftir að stofna til kunn. ingsskapar við „riddara" af gamla skólanum, sem er fús til að biðja um hönd hennar og hjarta, krjúpandi á kné — og lýsa því yfir með riddaralegu orðfæri, að hann geti ekki lifað án henn- ar“. Stúlkan fékk þrjú svör við auglýsingunni — og bréfritar- arnir voru allir ysfir áttrætt . . . • ÍTALSKIR stúdentar köst- uðu benzínsprengju að austur- rísku ferðaskrifstofunni í Róm í dag. Vildu þeir þannig mótmæla afstöðu Austurríkisstjórnar til vandamálanna í Suður-Tyrol. • I DAG var undirritaður 1 Ankara varnarsamningur írans, Tyrklands og Pakistans við Bandaríkin. ^ f SÍÐARI fregnum segir, aíf til óeirða hafi komið í Njasalandi í kvöld, þegar lögreglan hóf skot. hríð á svertingjahóp, sem gerði atlögu að henni með öxum og spjótum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.