Morgunblaðið - 08.03.1959, Page 3
Sunnudagur 8. mar* 1959
MORGVNBLAÐIÐ
3
Úr verinu
--Eftir Einar Sigurðsson-
Sr. Oskar J. Þorláksson
Æskan fyrir Krist
sem æskilegt er, þarf hún að eiga
Togararnir
Þrisvar í vikunni gerði snarp-
ar norðaustan hrinur, en tiltölu-
lega lítil frátök voru samt hjá
togurunum.
Megnið af skipunum er fyrir
sunnan land, en þó eru einstaka
skip fyrir vestan og norðan og
hafa jafnvel komizt allt austur
á móts við Melrakkasléttu.
Á Selvogsbankanum hefur ver-
ið ágætur afli, sem þó hefur
verið mest ufsi, ýsu- og þorskbor
inn, og hefur þorskurinn farið
vaxandi.
Á Vestfjarðamiðum hefur einn-
ig verið góður afli, allt þorsk-
ur og sprak.
Þorkell Máni er eina skipið,
sem sigldi með aflann samdæg-
urs til Englands.
Fisklandanir sl. viku:
Fylkir 255 t. 11 dag.
Jón forseti .... 284- 14 —
Ingólfur Amars. 85 -
saltfiskur 111 - 17 —
Marz 250 - 14 —
Vöttur 175 - 16 —
Hvalfell 202 - 15 —
Hallv. Fróðad. .. 183 - 12 —
Pétur Halldórss. 248 - 14 —
Sk. Magn. saltf. 55- 5 —
Reykjavík
Tíð var rysjótt fram yfir miðja
viku. Bátarnir hafa verið að
hætta við línuna og skipta yfir
á netin. 4 bátar komu úr netum
á föstudag, 2 með afbragðsafla,
Hrefna 38 lestir og Barði 25 lest-
ir. Allir bátar eru nú búnir að
leggja net.
Aflahæstu útilegubátarnir:
Helga ............. 230 1. sl.
Hafþór............. 205-----
Guðm. Þórðarson .. 200------
Af bátum, sem róa daglega, er
Svanur hæstur með 130 1. ósl.
Keflavík
Tíðin var stirð framan af vik-
unni, þó réru línubátarnir 5
róðra. Afli hjá þeim hefur yfir-
leitt verið 5—10 lestir, stærsta
róðurinn í vikunni fékk Bjarmi,
11 lestir.
Netjabátarnir gátu yfirleitt
ekki vitjað um fyrr en á föstu-
dag, og var þá algengur afli 5—
12 lestir, þó fékk einn bátur,
Erlingur, þá 27 lestir.
Bátar hafa verið að skipta um
veiðarfæri, hætta línunni og
taka netin, og hefur farið í það
nokkur tími eins og vant er.
Akranes
Framan af vikunni var mjög
stirð tíð og lítið róið. Fyrstu 7
netjabátarnir vitjuðu um á föstu-
daginn og fengu þá afbragðs
góðan afla, 17—50 lestir ósl. Var
Sigrún hæst með 50 lestir í 5
trossur. Ólafur Magnússon fékk
42 lest í 4 trossur. Á föstu-
daginn lögðu svo 8 bátar, og hin-
ir, sem þá voru eftir, lögðu I gær.
Vestmannaeyjar
Róið var alla daga vikunnar, og
er þetta bezta aflavikan á vertíð
inni.
Á þriðjudaginn veiddist loðna,
og beittu henni 14 bátar, og fisk-
uðu þeir afbragðsvel fyrsta dag-
inn, um 23 lestir hver, og 10—16
lestir næstu daga. Er það óvenju
legt, að ekki fleiri bátar notfæri
sér loðnu til beitu en að þessu
sinni. Veiddist loðnan að þessu
sinni ekki fyrr en hún var gengin
fram hjá Eyjum. Eru meiri lík-
ur til að afla í net en línu, þegar
loðnan er gengin yfir miðin.
Oft berast fréttir af loðnu að
austan nokkrum dögum áður en
hennar verður vart vestur við
Eyjar, og væri nauðsynlegt að
athuga, hvort ekki mætti veiða
hana þar eitthvað fyrr, jafnvel
snemma í febrúar, og senda hana
síðan í flugvél vestur til verstöðv
anna, því að loðnan tekur allri
beitu fram. Virðist eins og það
væri ekkert atriði, hvað hún kost
aði, þegar á hana fiskast meira en
helmingi meira en síld. Þá þyrfti
að athuga, hvort ekki mætti
frysta hana og geyma til næstu
vertíðar, ef það væri nógu vel
gert, t.d. frysta hana í vatni eins
og síld, svo að hún þornaði ekki
upp. Ekki nota Vestfirðingar
loðnuna öðru vísi en frysta.
Allflestir bátar lögðu netin á
þriðjudaginn. Hefur aflinn verið
mjög misjafn eins og alltaf er
og ekki sízt, þegar fiskað er und-
ir Sandi. Almennt hefur hann
verið 5—18 lestir. Nokkrir bát-
ar hafa þó fengið meiri afla, og
var stærsti róðurinn í vikunni
hjá Stíganda, 42 lestir.
Eru bátarnir með netin með
fram allri ströndinni, allt frá
Alviðru og vestur að Stokkseyri.
Handfæraveiðar hafa gengið
heldur stirt enn seto komið er.
Aflahæstu bátarnir:
Björg SU ........ 188 t. ósl.
Snæfugl ......... 173 - —
Víðir SU .......... 166- —
Stígandi ........ 150 - —
Sig. Pétur ...... 147 - —
Kári ............ 137- —
Gullborg ........ 131 - —
Hannes lóðs...... 130 - —
Bergur VE ....... 127- —
Lampar hafa áhrif á síldina
Það er margreynt, að ljós geta
haft mikil áhrif á fisk, eftir því
hvernig þau eru notuð. Norðmenn
eru nú byrjaðir að nota lampa
við síldveiðar, og má segja, að
hægt sé að stjórna síldinni með
þeim. T.d. hefur verið reynt að
ekkert. Eitt mun þó vera í smíð-
torfurnar til þess að „fá síld-
ina upp“, svo að unnt væri að
snyrpa hana. Lampar hindra
einnig síldina í að stinga sér,
þegar hún er stygg. Væri ekki
reynandi að fá þessa lampa fyrir
vorið og sjá, hvaða árangri væri
hægt að ná með þeim hér.
100 hafrannsóknaskip
eru nú í eigu Ráðstjórnarríkj-
anna. Eftir aflamagni ættum við
að eiga a. m. k. 10, en eigum
ekkert. Eitt mun þó vera í smíð-
um eða ætlunin að smíða það.
Einnig Norðmenn
eru nú í þann veginn að láta
byggja verksmiðjutogara með
skutlagi, flökunarvélum og
frystingu, af sömu gerð og rúss-
nesku togararnir eru, sem byggð
ir voru í Þýzkalandi, nema minni.
Þrýstiloftsskip
hefur nú verið reynt sem fiski-
skip í Alaska. Eru í því tvær
160 ha. vélar, og gengur skipið
10 mílur.
Portúgalar auka flotann
f 5 ára áætluninni nýju gera
Portúgalar ráð fyrir að auka
fiskiskipaflotann um 65 ný fiski-
skip fyrir um 25 milljarði króna.
Þetta er við helmingi meiri aukn-
ing en í 6 ára áætluninni, sem
er að renna út.
Portúgal er sem kunnugt er
stór kaupandi að íslenzkum salt-
fiski, og getur það haft áhrif á
sölu þangað, keppi þeir að því
að verða sjálfum sér nógir með
fisk.
Nýjasti togari Breta
er 895 br. lestir með 1800 ha.
diselrafmagnsvél. Þormóður goði,
nýjasti togari íslendinga, er álíka
stór.
Aðstöðumunur
Þegar litið er yfir atvinnu-
sögu síðustu áratuga fram að
fyrri heimsstyrjöldinni, er eftir-
tektarvert, hve margir atvinnu-
rekendur hafa mátt gefast upp
fyrir erfiðleikum líðandi stund-
ar. Á það að vísu að langmestu
leyti við um þá, sem fengizt hafa
við útgerð og verkun aflans, en
líka verzlun, enda var þetta
tvennt hér áður mjög nátengt
hvort öðru og er nokkuð enn.
Undantekning er, ef nokkur út-
gerðarmaður, sem verulega hefur
kveðið að á þessu tímabili öllu,
hefur staðið af sér áföllin, sem
birzt hafa í mynd aflabrests, geng
isbreytinga og verðfalls á erlend
um markaði. Og erfiðleikar eru
alltaf og einn og einn að gefast
upp, þótt sæmilegir tímar eigi að
heita.
f borgaralegu þjóðskipulagi á
það ekki að skipta máli, þótt
eignir og fyrirtæki skipti um eig-
anda. Venjulega kemur nýtt fjár-
magn við það í fyrirtækið eða
útborgun við eignaskiptin og
svo nýtt blóð. Þetta er m. a.
kosta þess skipulags, þegar það
fær að njóta sín til fulls. En hér
er nokkuð nýtt komið til sög-
unnar síðari árin, —. samvinnu-
ríkis- og bæjarrekstur, — sem
er verður fyllstu athygli fyrir
þá, sem aðhyllast fyrst og fremst
eignaréttinn og einkarekstur,
sem eru hyrningarsteinar hins
borgaralega þjóðskipulags.
Það er ekki ætlunin að ræða
þann aðstöðumun hér, sem er á
skattlagningu þessara rekstrar-
forma, það er svo marggert, held
ur hitt, hve sterkan bakhjarl
kaupfélögin eiga, þar sem er sam
band þeirra SÍS og opinberi
reksturinn, þar sem eru ríkis-
sjóður og bæjarsjóðirnir.
f sambandi við rekstur kaup-
félaganna virðist það sjónarmið
ráðandi, að alls staðar sé hægt
að reka verzlun, þar sem er fólk,
og ef fyrirtæki farnast illa, séu
það ekki aðstæðurnar, heldur
maðurinn, sem veitir fyrirtæk-
inu forstöðu, sem eitthvað er
bogið við. Og í stað þess, að einka
fyrirtækið verður að skipta um
eiganda, þegar illa gengur, er
aðeins skipt um kaupfélags-
stjóra í hinu tilfellinu. Það geng-
ur þannig aldrei neitt undan
„krúnunni“. Og ekki nóg með
það. Þegar einstaklingsfyrirtæki
gefast upp, sem telja má, að
séu mikilvæg frá verzlunar- eða
atvinnulegu sjónarmiði, hafna
þau oftast innan þessara vébanda
og fara aldrei út fyrir hringinn
aftur. Ótal myndarlegar kaup-
mannaverzlanir, frystihús og
önnur atvinnufyrirtæki víðs veg-
ar um land hafa þannig lent í
Sambandinu. Hingað til virðist
aðaláherzlan hafa verið lögð á að
komast yfir slík lykil-fyrirtæki
úti á landsbyggðinni, en nú gæt-
ir þessa orðið hvar sem er, líka
í Reykjavík, og á sífellt fleiri og
fleiri sviðum.
Með opinbera reksturinn er
þessu ekki ósvipað farið að sumu
leyti, þar sem sveitarsjóðurinn og
rikissjóðurinn eru hinn sterki,
sem tekur á sig skakkaföllin, sem
ekki eru fátíð, því að fyrirtæki
þessi eru oft illa rekin og eiga
yfirleitt ekki sammerkt með
kaupfélögunum. hvað það snert-
ir. Slíkum byrðum er síðan jafn-
að niður á borgarana í formi auk
Vaxið í náð og þekkingu
Drottins vors og frelsara
Jesú Krists. (2. Pét. 3. 18).
UM það ber öllúm saman, að eitt
hið mesta vandaverk hverrar kyn-
slóðar sé að ala upp hina ungu, og
gefa þeim háleit markmið að
keppa að og lifa fyrir.
1 sögu þjóðar vorrar hefur þó
aldi'ei verið gert meira til þess að
mennta hina ungu og búa þá und-
ir lífið en á vorum dögum. Mikl-
um f jármunum er varið til fi*æðslu
og uppeldismála og fjöldi fólks
hefur það að ævistarfi að fræða
hina ungu og leiðbeina þeim.
Þekking og fræðsla er nauðsyn-
leg í lífi og baráttu nútíma manns
ins, en til þess að þekking beri
þann ávöxt í félagslífi mannanna,
að mæta taprekstrinum, veitt at-
vinnubótafé, ríkisábyrgð eða bein
fjárframlög úr ríkissjóði. Allir
landsmenn mega svo súpa seyðið
af þessari ráðsmennsku, en það
er önnur saga. Undir þeim kring-
umstæðum, að reksturinn gangi
illa, verður einstaklingurinn að
duga eða drepast eins og áður
er sagt og greiða skatta sína og
útsvör m.a. til þess að halda opin-
bera rekstrinum uppi.
Þróun verzlunarinnar og at-
vinnulífsins, hvað rekstrarform
snertir, bendir til þess, að við
svo búið megi ekki sitja, ef ekki
á að saxast meira og meira á
einkareksturinn og hann að lok-
um að bíða fullan ósigur fyrir
þeim, sem búa við hagstæðari að-
stöðu. En einkareksturinn hefur
ekki hirt um að laga sig eftir
breyttum tímum, heldur hefur
hver og einn staðið eins og eik
á berangri, þar sem hinir tíðu
og óvæntu stormar og hret at-
vinnulífsins hafa eins vel getað
fellt hana. En þróun samvinnu-
stefnunnar hefur hér orðið með
sérstæðum hætti og opinber rekst
ur gengið hér lengra en jafnvel
nokkui’s staðar annars staðar
vestan járntjalds. Dylst engum,
að á úrslitum keppni hinna
þriggja rekstrarforma, veltur,
hvaða þjóðskipulag verður á fs-
landi í tiltölulega náinni framtíð.
Erlendis er mikið af einkabönk
um, sem gegna ekki ósvipuðu
hlutverki fyrir einkareksturinn
og Samband íslenzkra samvinnu-
félaga fyrir kaupfélögin. Það er
tímabært, að einkareksturinn
myndi með sér traustara fjár-
hagslegt samband en nú er til
þess að mæta skakkaföllum, svo
að fyrirtæki og eignir þyrftu ekki
oft að renna fyrirhafnarlítið yfir
í samvinnurekstur eða opinber-
an rekstur, þótt skipti um eig-
endur
rætur sinar í trúar og siðgæðia-
vitund hans.
„Sjálft hugvitið, þekkingin,
hjaðnar sem blekking, sé hjarta
ei með, sem undir slær“,
Þess vegna þarf að leggja
áherzlu á trúar- og siðgæðisupp-
eldi, að hver ungur maður og ung
stúlka fái „vaxið í náð og þekk-
ingu Drottins vors og frelsara
Jesú Krists“. Hin almenna fræðslu
starfsemi leggur ekki áherzlu á
þetta, og því finnur kirkjan þörf-
ina á því, að sinna þessuim málum
í ríkara mæli en áður. Þó að nokk
uð hafi áunnist í þessum efnum
hin síðari ár, vantar enn mikið á,
að þessi mál séu komin í það horf,
sem æskilegt væri, og það er eitt
af framtíðarverkefnum kirkju
vorrar, að skipuleggja og efia hið
kristilega æskulýðsstarf á vegum
hennar.
Hver æskumaður þarf að þekkja
hin opinberuðu sannindi kristin-
dómsins, hann þarf að kunna boð-
orðin, hann þarf að vita um ævi og
starf Jesú Krists, hann þarf að
kunna f jallræðuna og þær ritning-
argreinar, sem bezt fela í sér meg-
insannindi kristindómsins, svo að
þau geti orðið öflugt vopn til sókn
ar og varnar í baráttu lífsins.
Tilgangur lífsins, samkvæmt kristi
legri kenningu er að þroskast í
samfélagi við Guð til eilífs lífs og
á þeim grundvelli að efla fegurð
og göfgi mannlífsins.
II.
Það hefur stundum veri J kvart-
að yfir því, að æskufólk nútímans
láti ekki hrífast eins almennt af
óeigingjörnum hugsjónamálum og
áður var. Sjálfsagt er það rétt, að
efnishyggja nútímans hefur glapið
mörgum sýn, bæði ungum og göml
um. Tvær geigvænlegar heims-
styrjaldir, ásamt byltingum og
smáskærum, víða um heim, hljóta
að setja sinn dapurlega svip á líf
og hugsjónir þeirra kynslóða, sem
orðið hafa fyrir þessari beizku
reynslu. Það er fljótar verið að
rífa niður en byggja upp, það
sannast hvergi betur en í giðferði-
legum og trúarlegum efnum.
En einmitt nú á dögum hafa
margir komið auga á þá lífsnauð-
syn að byggja upp lífið og fram-
tíðina á grundvelli kærleika og
trúar.
Vér sem erum eldri verðum að
hjálpa hinum ungu, til þess að
eignast þessi lífsviðhorf. Ef að
vér sýnum áhuga í trúarlegum
efnum og kristilegu starfi, þá mun
æskufólk einnig taka upp merkið.
Það dugir ekki að segjast vera
hlynntur kirkju og kristindómi,
menn verða að sýna það í verki
að svo sé. Fordæmi hinna eldri,
í ýmsum efnum, getur haft meiri
áhrif á líf hinna ungu, en vér ger-
um oss oft í hugarlund.
Danski skáldpresturinn Kaj
Munk, segir frá því í endurminn
ingum sínum um danska prestinn,
Julíus Bachevold, að þegar Munk
var ungur á leið heim til sín úr
menntaskólanum, hafi hann ætlað
að stytta sér leið og fara í gegn-
um skóg einn þar í nágrenninu. Á
leiðinni gegnum skóginn mætti
hann sóknarprestinum Júlíusi
Bachevold, sem hafði fermt hann.
Drengurinn tók ofan húfuna >g
presturinn fór að tala við hann.
En áður en þeir skildu lagði nann
hönd sína á höfuð drengsins og
sagði: „Guð blessi þig og varð-
veiti, drengur minn og gjöri þig
staðfastan alla ævi“.
Kaj Munk segist ekki hafa lát-
ið strax á sig húfuna, heldur
gengið berhöfðaður nokkra stund,
„því að ég fann að eitthvað heil-
agt hafði verið í návist minni“.
Og þegar hann löngu síðar skrif
aði um þe.tta atvik, titraði hönd
hans af þakklæti.
Gætum vér ekki einnig hjálpað
hinum ungu, til þess að eigna«t
slíkar ógleymanlegar minningar,
er gætu orðið þcim leiðarljós alla
ævi?
C. J. Þ.
Unnið við netin