Morgunblaðið - 08.03.1959, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.03.1959, Blaðsíða 20
20 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 8. marz 1959 f „Ég segi aðeins það sem ég hefði >jálfur gert. 1 yðar sporum hefði ég hitt rússneska erindrekann. — Samtímis myndi ég veita stjórn minni allar upplýsingar í málinu og þar með sprengja njósnaranetið utan’af sendiráðinu". „Það væri sama sem mín eigin glötun, Monsignore. Það væri líka sama sem óhjákvæmileg eyðilegg- ing eiginmanns míns. Rússarnir myndu hefna sín á mér — á okk- ur“. Hið fíngerða, göfugmannlega andlit prestsins hélzt alveg svip- brigðalaust. „Má vera“, sagðj hann. „Þér krefjizt hins ómögulega af mér“. „Ég sagði áðan að ég krefðist einskis, frú Morrison. Eitt ráð vil ég þó gefa yður. Jafnskjótt og eig- inmaður yðar er kominn úr allri hættu, skuiuð þér segja honum sannleikann. Það getur verið að yður takist ekki að bjarga biaða- forlagi hans. En með því að segja honum sannleikann, bjargið þér a. m. k. heiðri yðar sjálfrar. Hann er ekki gamall — og þér eruð ung. Þið gætuð aftur byggt upp í sam- einingu. Þér haldið að þetta sé endirinn. Kannske er það byrjun- in“. Hann þagnaði andartak, eins og til að hugsa sig um. 1 bernsku var okkur kennt að íhuga afleið- ingar gerða okkar. Það er næstum alltaf mjög góður lærdómur. Næst- um alltaf, sagði ég, en maður get- ur komizt í þær aðstæður, þegar ekki er rétt að hugsa um afleiðing arnar. Aðeins framkvæma, eins og maður getur ábyrgzt fyrir sjálfs síns samvizku". Rödd hans varð skyndilega alvöruþrungin — þeg- ar hann sagði: „Þó ekki sem óg vil, heldur sem þú vilt. Kenningin í Getsemane er upphaf og endir allrar trúar". Hún reis á fætur. — ,,Ef ég hef mátt til að gera það, Monsign- ore....“, sagði hún. „Ég skal biðja fyrir yður“, svar aði hann. Hann fylgdi henni til dyra og rétti henni höndina. Hiýlegt bros lýsti upp andlit hans. „Þér hafið komið til mín“, sagði hann. — „Og þér hafið ekki átt von á því, að ég myndi minna yð- ur á annað en skyldu yðar. Þér viljið gera skyldu yðar, frú Morri- son. Ég hef í raun og veru ekki sagt yður neitt annað en það, sem Baby er einasta borðstrau- vélin, sem stjórnað er með fæti og því hægt að nota báðar hendur við að hagræða þvottinum. Nýja verðið er kr.: 3816.— Takmarkaðar birgðir Tfekla Austurstræti 14 Símar 11687. Það er barnaleikur að strauja þvott- inn með ,,Baby“ borðstrauvélinni. þér vilduð heyra“. Hann brosti enn sama hlýja brosinu. — „Ég legg af stað tii Parísar í kvöld. Þér vitið hvar mig er að finna, ef þess gerist þörf“. Hún gekk burt frá húsinu. Hún minntist þess nú, að í dag var 1. desember. Heiðskýr, blár himinn- inn hvelfdist yfir ensku höfuð- borginni. Loftið var kristalstært. Út um einn opinn glugga barst út- varpstónlist. Helen varð alit í einu eitbhvað svo undarlega létt í spori, og hún ákvað að fara í stutta gönguferð. í marga mánuði hafði hún einung is hugsað um af'leiðingar gerða sinna. Nú þurfti hún aðeins að gera það sem rétt var. Um kvöldið, þegar hún fór 'heim frá sjúkrahúsinu, keypti -hún sex fallegar, i-auðar rósir í blómaverzl uninni, sem stóð beint á móti sjúkrahúsinu. ■ ........ Yfirlæ'knirinn hafði sagt henni að nú gæti hún alveg óhrædd skroppið aftur til Parísar og dval ið þar í sólarhring. Mesta hættan var liðin hjá. En þeirri spurningu, hvort Morrison myndi aftur fá fullan bata, kom hann sér hjá að svara. Hann gat heldur ekki full- yrt neitt um það, hvort blaðakóng- urinn myndi verða fær um að und- irrita skjalið, sem hún hafði minnzt á við hann, i tæka tíð. Enn voru fjórir dagar þangað til hún yrði að fljúga til New York og mæta þar á hluthafafundinum, sem Sherry aðalforstjóri hafði boðað. Um kvöldið, þegar hún var rétt nýkomin heim í „Hotel Claridge“, frá sjúkrahúsinu, hringdi „hr. Wagner" til hennar. Hann óskaði henni til hamingju með hina „skynsamlegu ákvörðun" hennar. Jafnframt hafði hann gefið henni nákvæmar fyrirskipanir. Hún yrði — svo sagði hann — að koma hinu umrædda skjali, viðvíkjandi hinum fyrirhugaða Evrópuhei’, fyrir í pósthúsinu, hjá kauphöllinni, morg uninn eftir. Hún hafði svarað því til, að hún gæti í fyrsta lagi gert það um kvöldið. Hún vildi vinna tíma, til þess að koma upplýsing- um til Washington. Einni klukku- stundu síðar hafði „hr. Wagner" hringt aftur og tjáð sig samþykk an skilyrði hennar. Nú hafði hún breytt rólega og stefnufast. Frá London hafði hún talað við utanríkisráðuneytið í Washington og fengið þær frétt- ir að Mr. Seymour Strachey — að öllum líkindum starfsmaður í U'S- leyniþjónustunni, væri væntanleg- ur til Parísar. Yagninn hennar stóð tilbúinn og beið hennar á flugvellinum í París, við kornu hennar þangað. Lee sendi ráðunautur, sem gegnt hafði sendi herrastarfinu í fjarveru hennar, tók á móti henni. Enda þótt hún segði honum að hún myndi ekki dvelja lengur en tuttugu og fjór- ar klukkustundir um kyrrt, skýrði hann henni mjög ýtarlega frá öllu sem gerzt hafði í fjarveru hennar. Meðan hún hlustaði á hann, varð henni ljóst, hversu mikið gat raunverulega gerzt í einu sendiráði á nokkrum dögum. Einn ig gerði hún sér grein fyrir því, að henni var farið að þykja vænt um starf sitt. Hin nýja ríkisstjórn Frakk- lands hafði nú verið sett á lagg- irnar. Nýi forsætiisráðherrann hafði gefið þinginu von um amer- ískt lán. Það var hlutverk sendi- herrans að rnæla með því við am- ex-ísku stjórnina, að hún veitti þetta lán eða ekki. Forsætisráð- herrann sótti það af miklu kappi að fá að ræða við hana. „Örlög fi-önsku stjórnarinnar hvíla í mínum höndum“, hugsaði Helen með sér, á leiðinni til sendi- ráðsins. — „Völd — völd eru mikil freisting. Kannske sú mesta. Átti hún að afsala sér völdunum? René ábóti myndi bara bx-osa vorkunnsamur að henni. René ábóti kærði sig ekki um völd. Lee sendiráðunautur héit áfram frá- sögnum sínum. í gær hafði hann tekið þátt í átveizlu. Frú hollenska sendiherrann hafði verið borð- dama hans. Hún hafði talað um erfiðileika Hollands í Indonesiu og það hafði ekki leynt sér, að eigin- manni hennar þótti helzt til mikil hreinskilni eiginkonunnar. Hún hafði kjaftað frá athyglisverðum atriðum. Það varð að skýra vald- höfunum í Washington frá öllum umræðunum við veizluborðið. Lee, hinn þurrllegi lýbalausi Lee, vissi ekki um hvað sendiherrann var að hugsa. Hún hugsaði um þann fasta ásetning sinn að fletta ofan af hinu skipulagða rússneska njósnarkerfi. Að lokum skýrði sendiráðunaut- urinn frá því að franska kvenfé- lagasambandið hefði kosið Helen sem „konu ársins" og gefið henni málverk eftir Picasso. Gjöfin beið hennar heima í sendiráðshöllinni. — „Kona ái'sins“, hugsaði hún með sér og gat ekki varizt bi'osi við tilhugsunina. Hún hafði alltaf óskað þess að hún ætti málverk eftir Picasso. 'Sendiherrar stór- velda fengu oft slíkar gjafir. — „Þið getið aftur byggt upp í sam- einingu", hafði presturinn sagt- — Það var ekki létt að byggja upp aftur, þegar maður hafði einu sinni verið kominn upp á hæsta turn byggingarinnar. Hún flýtti sér að hafa fata- skipti inni í íbúðinni sinni og gekk svo til vinnustofu sinnar. Hún til- kynnti forsætisráðherranum heim sókn sína síðdegis. Hún skoðaði með aðdáun málverkið eftir Picasso. Hún tilkynnti Lanvin- tizkuhúsinu að hún gæti því miður ekki mátað þrjá kjóla sem hún hafði pantað með fyrirvara. Hún vottaði einum sendii'áðunaut, sem hafði nýlega misst móður sína, hluttekningu með tveimur hand- skrifuðum línum. Svo var hún reiðubúin að taka á móti hr. Straohey, þegar hann tilkynnti komu sína. Seymour Straohey var maður mjög háttsettur og áhrifamikill í amerísku leyniþjónustunni, enda þótt slíkt yrði ekki lesið úr úbliti hans. Hann var um fimmtugt, hár vexti, ljóshærður, með breið horn- spangargleraugu og minnti tals- vert á myndir þeiri'a mennta- manna sem birtust venjulega í vís- indadálkum Morrison-timaritsins „Today". Aðeins hálsbindið var ekki nógu yfirlætislaust, ti'l að hæfa menntamönnum, því að þar birtist hitabeltislandslag með pálmum, bux-knum og glampandi sól. Sendiherrann þóttist jafnvel sjá lítinn apa í pálmatrénu. Helen • skýrði hr. Straohey frá heimsókn hr. Wagner og beiðni hans og skipun um að láta ljós- prenta afrit af leyniskjalinu sem geymt var í læstum brynskáp sendiráðsins og afhenda afritið á aðalpósthúsinu hjá kauphöllinni. Hr. Straohey sat hljóður og hlustandi, þar til Helen hafði lok- ið máli sinu. „Frú sendiherra", saigði hann svo. — „Bg verð að leggja eina spurningu fyrir yður, spurningu sem eflaust kemur yður ekki á óvart“. Helen sat þegjandi bak við skrif borðið sitt. Hr. Strachey andvarp- aði og litli apinn hreyfðist á brjóst inu á honum. „Þér hljótið að viðurkenna, að það hefur 'hingað til ekki verið dag legur viðburður að gerð sé tilraun til að tæla bandarískan sendiherra til þátttöku í njósnarstarfsemi. —■ Það er, held ég mér sé óhætt að fullyrða, algert einsdæmi. Rússn- eska leyniþjónustan hlýtur að ’hafa eina eða aðra ástæðu til að álíta yður líklega til að afhenda þessi skjöl“. Ekki að ihugsa um afleiðingarn- ar, endurtók Helen með sjálfri sér. Ætti ég að segja þessum manni allan sannleikann? Á ég að segja honum að rússneska leynilþjónust- an hafi fyllstu ástæðu til að vænta þess, að bandarískf sendi- heri'ann verði eins og vax í hönd- um þeirra? Eftir stutta umhugsun sagði hún: aiíltvarpiö Sunnudagur 8. marz: Fastir liðir eins og venjulega. 11,00 Æskulýðsguðsþjónusta í Laugarneskirkju (Prestur: Séra Árelíus Níelsson. Oiganleikari: Helgi Þorláksson). 13,15 Erindi um náttúrufræði; V: Dr. Her- rnann Einarsson fiskifi-æðingur talar um hrygningu og upp- vöxt loðnu, sandsílis og síldar. —. 14,00 Miðdegistónleikar. 15,30 Kaffitíminn. (plötur). 16,30 Hljóm sveit Ríkisútvaipsins leikur. — Stjórnandi: Hans Antolitsch. — 17,00 Frá 60 ára afmæli K.R. (Sigurður Sigurðsson). — 17,30 Barnatími (Helga og Huldia Val- týsdætur). 18,30 Miðaftantónleik- ar (plötur). 20,20 Frá þýzku bókasýningunni í Reykjavík. 21,10 Gamlir kunningjar: Þorsteinn Hannesson óperusöngvari spjallar við hlustendur og leikur hljómplöt- ur. 22,05 Danslög (plötur). 23,30 ski'ái-lok. Mánudagur 9. marzt Fastir liðir eins og venjulegn, 13,15 Búnaðai'þáttur: Geta bænd- ur staðizt kapphlaupið? IV. (Ás- geir L. Jónsson ráðunautur). 18,30 Tónlistartími bai’nanna (Jón G. Þórarinsson kennari). 18,50 Fiski- mál: Þorskurinn og vetraxwertíð- in 1959 (Jón Jónsson fiskifræðing ur). 19,05 Þingfréttir. —- Tónleik- ar. 20,30 Einsöngur: Guðmundur Guðjónsson syngur; Fritz Weiss- happel leikur undir á píanó. 20,50 Um daginn og veginn (Séra Sveinn Víkingur). 21,10 Tónleikar. (Plötur). 21,30 Utvarpssagan: „Áimann og Vildís" eftir Krist- mann Guðmundsson; IV. (Höfund ur les). 22,10 Passíusálmur (35). 22,20 Úr heimi myndlistarinnar (Bjöm Th. Björnsson listfræðing- ur). 22,40 Kammertónl. (plöt- ur). 23,10 Dagskrárlok. Þriðjudagur 10. marz: Fastir liðir eins og venjulega. 18,30 Barnatími: Ömmusögur. — 18.50 Framburðarkennsla í esper- anto. 19,05 Þingfréttir. —• Tónlei'k ar. 20,30 Daglegt mál (Árni Böðvarsson kand. mag.). 20,35 Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar ís lands í Þjóðleikhúsinu; fyrri hluti. Stjórnandi: Thor Johnson frá Bandaríkjunum. 21,25 Erindi: Innflutningur trjátegunda (Hauk- ur Ragnarsson skógfiæðingur). —■ 21,45 íiþróttir (Sigurður Sigurðs- son). 22,10 Passíusálmur (36). —■ 22,20 Upplestur: „Eldur“, smá- saga eftir Is-aac Bashevis Singer (Margrét Jónsdóttir þýðir og les). 22.50 íslenzkar danshljómsveitir: Kvintett Stefáns Þorleifssonar leikur. 23,20 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.