Morgunblaðið - 14.03.1959, Side 1

Morgunblaðið - 14.03.1959, Side 1
16 siður og Lesbók Miklar umræður um efnahags- mál á landsfundi Siálfstæðis- flokksins í gær Einnig rætt um verzlunar- iðnaðar- áfengis- samgöngu- og skattamál Fundurinn heldur áfram kl. 10 árdegis í dag LANDSFUNDUR Sjálfstæðisflokksins stóð yfir allan daginn i gær frá kl. 10 árdegis til kl. rúmlega 7 síðdegis. Á fundinum fyrir taádegið var rætt um verzlunar- og iðnaðarmál og voru framsögu- menn þeir Gunnar Guðjónsson og Jónas G. Rafnar. Á síðdegisfundunum var rætt um áfengismál, samgöngumál, cfnahags- og skattamál. Framsögumenn í þeim málum voru Sverrir Jónsson, Sigurður Bjarnason, Birgir Kjaran og Svavar Pálsson. Salir Sjálfstæðishússins voru þéttsetnir landsfundarfulltrúum all- an daginn. I gærkvöidi var fulltrúum boffið í Þjóðleikhúsið. — Fundurinn heldur áfram ki. 10 árdegis í dag. Fundir hófust klukkan rúm- lega 10 í gærmorgun. Ólafur Thors setti fundinn og var Stefán Stefánsson frá Svalbarði í Suður- Þingeyjarsýslu kjörinn fundar- stjóri, en hann útnefndi síðan Árna Þorbjörnsson á Sauðárkróki og Stefán Jónsson Hafnarfirði sem fundarritara. Verzlunarmál Fyrst var tekið til umræðu álit verzlunarmálanefndar og hafði Gunnar Guðjónsson framsögu fyrir því. Hann ræddi m. a. um nauðsyn þess að koma á frjálsri verzlun hér á landi og síðan um bankamálin. Á eftir honum tóku til máls Þorgrímur Halldórsson, Jósafat Árngrímsson og Ingólfur Möller. Enn óeirðir í Njassalandi Lundúnum, 13. marz. í DAG héldu óeirðirnar á- fram í Njassalandi og Norð- ur-Rhódesíu. Kom til átaka milli lögreglu og hermanna og blökkumanna á allmörg- um stöðum. Iðnaðarmál Þá hafði Jónas G. Rafnar fram- sögu fyrir iðnaðarmálanefnd. Gerði hann ýtarlega grein fyrir tillögum iðnaðarmálanefndar. Á eftir honum töluðu Guðjón Sig- urðsson, Guðmundur H. Guð- mundsson, Hannes Þorsteinsson, Þorvaldur Ari Arason og Ingólf- ur Jónsson á Hellu. Var þá komið nálægt hádegi og sleit fundarstjóri fundinum. Áfengis- og samgöngumál. Formaður Sjálfstæðisflokksins setti fund að nýju laust fyrir kl. 2. Á þeim fundi var Páll Kolka, héraðslæknir, fundarstjóri, en fundarritarar voru þeir séra Jónas Gíslason í Vík og Pétur Björnsson, Siglufirði. Voru áfeng- ismálin fyrst tekin til umræðu og hafði Sverrir Jónsson, Rvík, framsögu í málinu. Að ræðu hans lokinni töluðu þau frú Guðrún Guðlaugsdóttir, frk. María Maack, Guðmundur Halldór Guðmundsson og séra Magnús Guðmundsson í Ólafsvík. Þá flutti Sigurður Bjarnason, alþm., framsöguræðu um sam- göngumál og að ræðu hans lok- inni talaði Júlíus Havsteen fyrr- verandi sýslumaður. hagfræðingur flutti framsögu- ræðu um efnahagsmál. Er hann hafði lokið máli sínu laust fyrir kl. 4 var gert kaffihlé til kL fimm. — Ólafur Thors setti fund að nýju kl. fimm og lagði til að Þor- grímur Eyjólfsson, forstjóri í Keflavík, yrði fundarstjórL — Fundarritarar á þeim fundi voru Páll Pálson á Borg og Jón Árna- son á Akranesi. í upphafi fund- arins hafði Svavar Pálsson, við- skiptafræðingur, framsögu um skattamál, en síðan hófust um- ræður um efnahagsmál almennt. Voru umræður fjörugar og tóku þessir til máls: Ingólfur Möller, skipstjóri, Vernharður Bjarna- son, Húsavík, Sigurður Ágústs- son, alþm., Sveinn Einarsson, verkfræðingur, Ingimundur Gestsson, Rvík, Ásgeir Sigurðs- son, skipstjóri, Ólafur Björnsson, prófessor, Gunnar Bjarnason, ráðunautur, Páll V. Daníelsson, Hafnarfirði, Gunnar Tómasson, Rvík og Sigurjón Jónsson, Rvík. Stóð fundurinn fram yfir. kl. 7 síðdegis, en var þá frestað til kl. 10 árdegis í dag. í gærkvöldi voru landsfundar- fulltrúar utan Reykjavíkur boðn ir í Þjóðleikhúsið og sáu þar „Rakarann í Sevilla". Stefán Stefánsson bóndi að Svalbarði í Eyjafirði var fund- arstjóri á morgunfundi lands- fundarins í gær. Stefán er kunnur atorkubóndi. Hann er nú 85 ára og mun ún vera einn elzti fulltrúi á landsfundinum. Stefán er föðurbróðir Vil- hjálms Stefánssonar, hins fræga landkönnuðar. Góður árangur í Bonn Bonn, 13. marz. í DAG fór Macmillan frá Bonn eftir velheppnaðar við ræður við Adenauer um ör- yggismál Evrópu, Berlínar- vandamálið o. fl. Algjört samkomulag náðist á fund- um ráðherranna. Krúsjeff til Norðurlanda KAUPMANNAHÖFN, 13. mar*. Ákveffiff hefur verið, að Krú- sjeff, forsætisráðherra Sovét- ríkjanna komi í opinbera heim- sókn til orðurlanda i ágúst í sum ar. Ráðgert var, að Krúsjeff kæml í heimsókn þessa 1956, en húa fórst fyrir vegna ofbeldis Rússa í Ungverjalandi. NICOSÍA, 13. marz. — í dag héldu EOKA-menn áfram að af- henda vopn sín á Kýpur. Frétta- menn segja, að yfirvöldin standi höggdofa yfir því, hversu stuðn- ingurinn við EOKA hafi verið víðtækur. Þannig hafi ungar skrifstofustúlkur, sem enginn grunaði um vopnaburð, afhent vopn sín í dag. Efnahags- og skattamál Voru samgöngumál þá tekin af ^dagskrá í bili og Birgir Kjaran<s> Nasser Kassem hrópar bölvun yfir og Kommúnismann Segir, að allir kommú- nistar séu þjóðhœtfu- legir svikarar Kairó, 13. marz. í DAG fór % milljón manna kröfugöngur um götur Damaskusborgar til að mót- mæla stefnu Kassems hins Nokkrir landsfundarfulltrúar hlusta á umræður á landsfundi Sjá lfstæðisflokksins í gær. — írakska, og á meðan hélt Nasser, forseti Arabíska sambandsríkisins, hvassa ræðu og réðist á Kassem og stjórn hans fyrir að hafa svikið þjóðemisstefnu Ar- aba og ryðja kommúnisman- um braut í Arabalöndunum. Nasser sagði, að hann hefði beðið Kassem fjórum sinnum að koma til fundar við sig, svo þeir gætu rætt þjóðemisstefnu Araba og sameiningu Arabaríkjanna, en Kassem hefði alltaf far- ið undan í flæmingi. í ræð- unni kallaði Nasser Kassem attaníoss kommúnista og fjandmann þjóðernisstefn unnar. — Einnig réðist Nasser forseti heiftarlega á komm únista í Arabalöndunum og sagði, að kommúnisminn væri háskaleg stefna, sem græfi undan þjóðemisstefn- unni. Hann sagði, að allir út- sendarar kommúnismans mundu fyrr eða síðar svíkja land sitt og þjóð og varaði menn við slíku fólki. Þetta er í þriðja skipti á fáum dögum, sem Nasser ræðst á Kassem og komm- únismann. Hann hélt ræð- una við jarðaför liðsforingja nokkurs, sem tók þátt í upp- reisninni í Mosul, særðist og slapp nauðuglega yfir landa mærin til Sýrlands, en and- aðist skömmu síðar. Laugardagur 14. marz. Efni blaðsins m.a.: Bls. 3: Okkur fundust rökin fyrir út- færslu landhelginnar sannfær- andi. Rætt við sænskan blaða- mann. — 6: Ðansinn temur mönnum prúð- mannlegri framgöngu. í heim- sókn á dansnámskeið á Akur- eyri. — 8: Forystugreinin: Uggur Fram- sóknar. Utan úr hehni: Nýju penisilín- lyfin. — 9: Jónas Pétursson ræðir um kjördæmamálið. Geislavirkt ryk hefir fundizt á Boeing-707. — 14: ípróttir. LESBÓKIN fylgir blaðinu i dag. Efni hennar er m.a.: Það þurfa að vera fleiri ijóðskáld I Reykjavík, grein eftir Jónas Jóns- son. Stórar hugsjónir þurfa margar fórnir og átök til að vera almenn- ingseign, eftir Arngr. Fr. Bjarna- son. Fyrstu alþingiskosningarnar í NorS ur-Múlasýslu og fyrsti þingmaður- inn, eftir Halldór Stefánsson. Daginn lengir, ljóð eftir Árna O. Eylands. Annáll febrúar. Einkennilegar tölur, Bridge, Fjaðra fok o. fl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.