Morgunblaðið - 14.03.1959, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 14.03.1959, Qupperneq 2
2 MORGUNRL4ÐIÐ Laugardagur 14. márz 1959 Framlög tii mannúðar og vís- indastarfsemi verði skattfrjáls Ræða frú Ragnhildar Helga- dóttur í sameinuðu alþingi sl miðvikudag Á FUNDI sameinaðs Alþingis s.l. miðvikudag var tekin til um- ræðu þingsályktunartillaga Ragn hildar Helgadóttur og Björns Ól- afssonar um stuðning við mann- úðar- og vísindastarfsemi. Fyrri flm., frú Ragnhildur Helgadóttir, fylgdi tillögunni úr hlaði og fórust henni orð á þessa leið: Ég hef leyft mér að flytja, ásamt hv. 2. þm. Reykv., till. til þál., sem prentuð er á þskj. nr. 272. Hún er þess efnis, að Al- þingi álykti að fela ríkisstj. að athuga, hvort unnt sé að auka fjárhagsstuðning við mannúðaf- og vísindastarfsemi á íslandi með því að gera framlög fólks til þeirra mála frádráttarhaef við álagningu tekjuskatts og útsvars. Á tveimur síðustu þingum höfum við flutt frumvöi’p um þetta efni, þar sem vitanlega hef ur verið kveðið nánar á um, hvernig þessu skyldi verða hag- að var þá tekið fram, að þessa stuðnings mættu njóta kirkjur, svo og félög eða stofnanir, sem vinna að vísindum, menningar- og mannúaðarmálum, ef upphæð sú, sem gefin er, fer ekki fram úr 15% af nettótekjum gefanda. Jafnframt var bent á, að skatt- yfirvöldum þyrfti að hafa borizt tilkynningar um þessar gjafir frá aðiljunum, sem gjafirnar hefðu þegið. Ákvæðið um það, hve stór hluti tekna mætti verða skattfrjáls eða frádráttarhæfur vegna þess- arar ráðstöfunar, hefði e. t. v. getað verið örlítið með öðrum hætti, sem við hefðum eins getað fallizt á. Ekki eru þar*a heldur nákvæmlega tilgreindir þeir aðil- ar, sem njóta mættu þessa stuðn- ings. Það yrði að sjálfsögðu reglu gerðarákvæði í hvert skiptij enda geta þarfirnar verið mismun- andi frá ári til árs og nýjar stofn- anir kunna að rísa, sem stuðn- ings þyrftu að verða aðnjótandi á þennan hátt, og þess vegna er ógerningur að taka það nákvæm- lega fram í lagafrv. Þessi frum- vörp náðu í hvorugt skiptið fram að ganga. Ég vil ekki trúa því, að það hafi verið beinlínis vegna þess, að hv. þm. væru mótfallnir hugmyndinni sem fram kom í þeim. Það er nær að halda, að sú andstaða hafi varðað smærri atriði, sem um var að ræða í frumvörpunum, og við, sem frv. fluttum hefðum alveg getað fall- izt á, að yrði hnikað til á ein- hvem hátt. Þegar um svona frv. um að heimila frádrátt tekna frá skatti að einu Ieyti er að ræða, koma að sjálfsögðu til greina ýmis tæknileg atriði, sem einstökum þm. er ekki eins auðvelt að fá upplýsingar um og gera sér grein standa í nánara sambandi við þá aðila, sem þarna ráða málum. Þess vegna er það, að nú höfum við flutt þáltill. um, að þetta verði gaumgæfilega athugað, að hve rniklu leyti væri hægt að fara þessa leið. Frá okkar sjón- armiði séð er það ekki aðalatriði, hvaða hundraðshluti er tiltekinn nákvæmlega eða hvaða stofnanir, heldur hitt, að þessi heimild sé til í íslenzkum skattalögum. Við erum eindregið þeirrar skoðunar, að heimild sem þessi mundi reyn- ast mjög happasæl fyrir rekstur ýmissa þeirra stofnana, sem átt er við i þessari tillögu hér á ís- landi. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að hér er um aðila að ræða, sem alltaf eiga í meiri eða minni fjárþröng. Við könn- umst öll við óvinsæla og erfiða merkjasölu á sunnudögum, happdrættismiðasölu og ýmislegt slíkt, sem auðvitað mundi engan veginn útilokast með slíkri heim- ild í lögum, sem við fórum fram á. ÖU fjáröflun þessara aðila yrði hins vegar mun auðveldari. Þess má geta, að við minntumst hér í þessari þál. aðeins á stuðn- ing við mannúðar- og vísinda- starfsemi, vegna þess, að við töldum, að á þeim sviðum væri fjárskorturinn eiginlega sárastur á okkar landi. En að sjálfsögðu eru ýmsir fleiri aðilar, sem mjög kæmi til gréina að veita stuðning á þennan hátt. Dettur mér þá í hug, að nú nýlega var lagt fram frv. hér um listasafn ríkisins og fjár átti að afla til þess með því að leggja til listaverkakaupa 500 þús. kr. úr menningarsjóði. Þarna held ég, að væri t.d. einn aðili, sem mjög væri æskilegt, að gæti notið stuðnings á þennan hátt, og mætti vel ætla, að þetta hefði nokkur áhrif íþáátt að auka frjáls framlög fólks til listastarf- semi. Ennfremur má benda á ann að mál, svipað að vissu leyti, sem var á ferðinni hér í hitteðfyrra. Það var um vísindasjóð, þar átti einnig að taka mörg hundruð þús. kr. úr menningarsjóði. Að vísu var þarna um lágmarksupp- a hæðir að ræða, en einmitt við svo stofnanir væri það mjög hag- stæður stuðningur, ef á einhvern hátt væri ýtt undir áhuga fólks til að styðja þá með fjárframlög- um. Okkar tillaga er, að það verði gert á þann hátt, að skattgreið- endur þyrftu ekki að greiða hinu opinbera líka gjöld af þeirri sömu upphæð, sem þeir þegar hefðu varið til þessara mála, og hinu opinbera væri annars skylt eða rétt að styðja. að hve miklu leyti sé hægt að fara þessa leið hér á landi. Þessi leið er víða farin í öðrum lönd- um og ýmsar stofnanir beinlínis grundvallaðar á framlögum, sem hafa fengizt á þennan hátt. í Bandaríkjunum t.d., þá er mönn- um heimilt að ráðstafa 20% af brúttótekjum sínum skatfrjálst í þeim tilgangi, sem við minntumst á í tillögunni. í frumvörpum okk ar í fyrra var aðeins talað um 15% af nettótekjum, svo að ekki er hægt að segja, að við höfum verið mjög Stórtæk, en við töld- um málið líklegra til framgangs ef ekki var stigið stærra spör. 1 Bandaríkjunum þykir þetta gef- ast mjög vel. Það er nátturlega eðlilegt í svo ríku landi að ræða. En samt má telja alveg áreiðan- legt, að hér á íslandi, þar sem ýmsar framkvæmdir af þessu tagi eiga mjög langt í land með að geta fullkomlega gegnt hlut- verki sínu, væri þessi heimld þörf. Loks má geta þess að við, sem þetta mál flytjum, bindum vonir við það, að árangur náizt af þess- ari athugun. Þótt við tilheyrum ekki stjórnarflokki, mun óhætt að segja, að þeirri hæstv. ríkisstjórn sem nú situr, sé heldur betur treystandi til að koma skattamáli sem þessu í sæmilegt horf, en fyrirrennara hennar. Ég vil svo Ieyfa mér að leggja til, að þessu máli verði vísað til hv. fjvn, og umr. verði frestað. RAKARINN SÝNDUR 1 25. SINN Óperan „Rakarinn í Sevilla" verður sýnd í 25. sinn í kvöld og er þegar uppselt á þá sýningu. — Það er allt útlit á að „Rakarinn“ verði enn sýndur lengi. Um 14500 leikhúsgestir hafa séð sýninguna. Myndin er af Guðmundi Jónssyni og ICristni Hallssyni í hlutverkum sínum. Kommúnistar egndu fil uppreisnar í Irak LONDON, 11. marz NTB-Reuter Fregnir frá Beirut herma að enn Athugasemd við auglýs- ingu fjármálará&u- neytisins um innheimtu stór- eignaskatts Við teljum, að aðalatriðið sé, að það sé gaumgæfilega athugað, á hvern hátt sé hægt að koma þessu á hér á landi og viljum eindregið vænta þess, að hv. alþm. sjái sér fært að styðja það, að Alþingi fyrir, eins og kannske þeim, sem álykti að fela ríkisstj. að athuga, 4000 dollara efnahags- aðstoð við vestrœn ríki WASHINGTON, 13. marz. — Eisenhower hefir beðið Bandarikja- þing um 4000 millj. dollara aðstoð við vinveitt ríki. Er gert ráð fyrir, að % hlutar þessarar upphæðar fari til varnarmála vest- rænna ríkja. Eisenhower sagði, að efnahags- aðstoðin væri þessum ríkjum nauðsynleg, því þau stæðu and- spænis ofurefli, þar sem væri yf- ir 6 milljón manna her Sovét- ríkjanna. Hann minnti á hætt- una, sem stafar af kommúnism- anum og samsærum þeim, sem kommúnistar um heim allan reyna að efna til. Þá minnti forsetinn á, að ef bandamenn Bandaríkjanna í Ber- lín hefðu ekki notið efnahagsað- stoðar, væri óvíst, hvernig far- ið hefði fyrir borginni. Það væri ekki sízt að þakka efnahagsað- stoðinni frá Bandaríkjunum, að Berlínarbúum hefði tekizt að berja niður kommúnistasamsær- |ið. — BLAÐINU hefir borizt eftirfar- andi frá stjórn Félags stóreigna- skattsgjaldenda: í auglýsingu frá fjármálaráðu- neytinu 9. þ. m., um innheimtu svonefndum stóreignaskatti, segir m. a. svo: „Hafi greiðsla á framan- greindum kr. 10,000,00 og 10% af afgangi ekki farið fram í peningum fyrir 15. apríl n. k. fellur niður rétt- ur viðkomandi gjaldanda til greiðslu með skuldabréfi og ber þá að greiða alla upp- hæðina í peningum“. Þess er ekki getið í auglýs- ingunni samkvæmt hvaða laga- fyrirmæli rétturinn til greiðslu með skuldabréfum fellur niður, sé ekki staðið í skilum á hinum tilsetta greiðsludegi. Væri mjög æskilegt að vita við hvað þessi fullyrðing um réttindatap hefur að styðjast. Greiðslukjör gjald- enda virðast vera skilorðslaus og fastsett i 8. gr. laga nr. 44/1957, en þár segir: „Nú er skattur hærri en kr. 10000.80, og er gjaldanda þá heimilt að greiða allt að 90% af því, sem þar er fram yfir, með skuldabréfum, er hann gefur út, en ríkisstjórnin á- kveður form og texta skulda- bréfanna. Andvirði bréfanna greiðist með jöfnum afborg- unut* á eigi lengri tíma en 10 árum og séu ársvextir 6%“. Þetta ákvæði, um að greiðslu skattsins skuli jafnað niður á 10 ár, er eitt af undirstöðuatriðum laganma eg átti m. a. að afsaka hina gífurlegu fjárheimtu. Ef um það hefði verið að ræða, er lögin veru sett á Alþingi, að krefjast staðgreiðslu á skattin- um, hefði vafalaust engum af þeim, semr að lögunum stóðu, komið til kugar að hafa upphæð skattsins neitt í líkingu við það, sem ákveðið var, með tilliti til hinna fastsettu greiðslukjara. Skatturinn hefði sennilega þá orðið 5—1* sinnum lægri á hvern gjaldenda. Þetta virðist alveg úti- loka, að greiðsludráttur, sem get- ur orsakazt af margs konar ástæðum, svo sem af skorti á greiðslugetu, geti haft í för með sér þær afleiðingar, eða réttara sagt þá refsimgu, að rétturinn til greiðslu með 10 ára skuldabréf- um falli niður. Til þess hefði þurft skýlaust ákvæði í lögun- um, en þaí hefði áreiðanlega aldrei verið samþykkt. I lögun- um er ekki einu sinni gert ráð fyrir dráttarvöxtum, þótt van- skil verði. Allt bendir þetta til, að ekki hafi verið gert ráð fyrir, að beitt yrði sérstakri hörku eða óbilgirni við innheimtu, heldur yrði hlutaðeigandi stjórnarvöld að láta sér mægja, hér eins og endra nær, að leita aðstoðar dóm- stóla, ef ekki væri staðið í skil- um. Hæstiréttardómur sá, sem fall- inn er í málinu, gaf og síður en svo tilefni til að ætla að stað- lausar hótanir yrðu við hafðar í sambandi við þessa fjárheimtu. Samkvæmt þeim dómi er enn ríkjandi mjög mikil óvissa um lögmæti hennar. í forsendum hans er ótvírætt gefið í skyn, að fjöldi gjaldenda hafi ástæðu og opna leið til að leita réttar síns fyrir dómstólunum, vegna ým- issa „annmarka“, sem eru á lög- unum og eigmamati þeirra, að áliti réttarins, Eftir þennan dóm bentu samtök atvinnurekenda á það, í bréfi til ríkisstjórnarinnar, dags. 19. desember 1958, að hið eina rétta væri, að Alþingi næmi „slitur" þessara laga sem fyrst úr gildi. Meðan það er ekki gert, er og var sjálfsagt, að innheimtan frestaðist á meðan verið er að skera úr því fyrir dómstólunum, hvort lögin og eignamat þeirra hafi stjórnskipulegt gildL 12. marz 1959 h-ald i herinn uppi ströngu eftir- liti í Norður-lrak, enda þótt stjórn in hafi nú náð fullu valdi yfir ástandinu þar. Ennfremur er frá því skýrt að verulegt tjón hafi orð ið í Mósúl og ýmsurn baejum í nágrenninu. Sagt er að margir al- mennir borgarar liafi látið lífið í uppreisninni, en ekki liggja fyrir neinar áreiðaalegar upplýsingar um, hver var sk>ngur uppreisnar- innar. Flóttamenn, sem komið hafa til Sýrlands, segja að uppreisnin hafi brotizt út eftir að kommúnískir erindrekar ögruðu arabískum þjóð ernissinnum í Mósúl á laugardag- inn. í fyrslu bardögunum var Ieið- togi kommúnista í írak, Kamel Kazanchi, drepinn ásamt öðrum framámönnum kommúnista, segja flóttamennirnir. Útvarpið i Bagdad tilkynnti í dag, að lík uppreisnarforingjans, Shawwafs ofursta, væri komið til Bagdad, þar sem það verður liengt í gálga, en hins vegar verður Kazanchi veitt virðuleg útför. Fjölskrúðugur páskamarkaður í Ingólfsstræti 8 f DAG hefst páskamarkaður bóka í markaðssalnum, Ingólfs- stræti 8. Að honum standa ýmis bókaforlög, svo sem Leiftur, Bókaútgáfa Þorsteins M. Jóns- sonar, Iðunn o. fl. Á boðstólum verður fjöldi bóka: ódýrar skáld- sögur, ferðasögur og ævintýri, þjóðlegur fróðleikur, ljóðabæk- ur, ágætt úrval ódýrra baraa- og unglingabóka og margvíslegra annarra bóka. Enn fremur má búast við, að nokkur eintök gam alla og sjaldséðra bóka og tíma- rita verði á boðstólum, og verð- ur reynt að hafa eitthvað nýtt á hverjum degi, meðan markaður- inn stendur — frant að páskum. í fyrra var haldinn páskamark aður á sama stað. Varð hann mjög vinsæll og fjölsóttur, og má bú- ast við, að margir leggi nú enn leið sína á páskamarkaðinn og kaupi sér ódýrt lestrarefni í páskaleyfinu eða leiti eftir bók- um, sem þá kann að vanta í safn- ið. — Markaðurinn verður opinn fram eftir degi í dag (laugardag).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.