Morgunblaðið - 14.03.1959, Síða 15

Morgunblaðið - 14.03.1959, Síða 15
Laugardagur 14. marz 1959 MORCWVrtLAÐIÐ 15 Verkstjórafélag Reykjavíkur VERKSTJÓRAFÉLAG Reykja- víkur hélt aðalfund sinn þann 3. marz sl. í skýrslu stjórnarinnar segir að um tuttugu verkstjórar hafi gengið í félagið á árinu, og að ýmsum félagsmálum hafi verið komið í betra horf. Skrifstofa félagsins hefur verið höfð opin fyrir félagsmenn á hverju mánu- dagskvöldi og verður það fram- vegis. Aðalfundurinn var með sérstök um hátíðarbrag í tilefni þess að félagið var fjörutíu ára gamalt þennan dag, en þess hafði verið minnzt með hófi að Hótel Borg laugardaginn. 28. febrúar. í stjórn Verkstjórafélagsins fyrir næsta ár voru kosnir Svein- björn Hannesson formaður, Adolf Petersen ritari, Guðlaugur Stef- ánsson gjaldkeri, Guðjón V. Þor- steinsson, varaformaður og Gunn ar Sigurjónsson, varagjaldkeri. Innanfélagsmót TBR INNANFÉLAGSMÓT TBR var haldið síðastliðinn laugardag. — Keppt var í meistaraflokki og fyrsta flokki um bikara er Þórir Jónsson afhenti félaginu. í karlaflokki var keppt um bikar er nefnist Walbom-bikar, en í kvennaflokki um bikar er nefn- ist Unnar-bikar. Þessi keppni var forgjafarkeppni. Walbom-bikar unnu Einar Jónsson og Óskar Guðmundsson, er kepptu til úrslita á móti Ragn- ari Georgssyni og Pétri O. Nikulássyni. Unnar-bikar unnu Sigríður Guðmundsdóttir og Jónína Niel- johníusardóttir, er kepptu til úr- slita á mótl Júlíönu Isebarn og Halldóru Thoroddsen. Jafnframt fór fram keppni í 2. flokki og var þar keppt úm bik- ar gefinn af Páli Andréssyni. Sigurvegarar urðu Magnús Elíasson og Walter Hjaltested, en til úrslita kepptu þeir á móti Gísla Theodórssyni og Bergi Jóns syni. Aðstaða félagsins hefur aldrei Dönsku og norsku fluglið- arnir tijá 5A5 hrósa nú loks sigri ÖRLÍTIL seinkun varð. á því að SAS tæki Caravelle þoturnar frönsku í notkun, en vonir standa til að hægt verði að hefja ferð- ir með þeim á aðalflugleiðunum innan Evrópu um eða upp úr miðjum maí mánuði þrátt fyrir verkfall sænsku flugmannanna hjá SAS. Eins og kunnugt er hefur lengi verið mikill ágrein- ingur með flugmönnum og öðr- um flugliðum hjá skandinaviska flugfélaginu. Þeim dönsku og norsku hefur þótt sem þeirra hlutur vari fyrir borð borinn og hinir sænsku flugliðar nytu betri aðstöðu í hvívetna. SAS hefur alla tíð borið sænsk an svip framur en danskan eða norskan — og það var því ekkert undarlegt að danskir og norskir flugliðar yrðu óánægðir, þegar farið var að þjálfa hlutfallslega fleiri Svía en Norðmenn og Dani til þess að taka við Caravelle þotunum, sem félagið tekur í notkun í vor — og verður þar með fyrsta flugfélagið ásamt Air — Utan úr heimi Frh. af bls. 8 Beecham-verksmiðjanna, hefir látið svo um mælt, að hann von- izt til þess að geta, áður en mjög langt líður, kunngert að hafin verði framleiðsla á hinum nýju penisilínlyfjum, í samvinnu við stórt, bandarískt fyrirtæki, en Bandaríkjamenn hafa sýnt mik- inn áhuga á uppfinningunni, og hafa vísindamönnunum fjórum borizt fjölmargar árnaðaróskir með afrekið frá bandarískum starfsbræðrum. ★ Þess má geta hér til viðbótar, að í tilefni þessara merku tíð- inda, átti danska blaðið Politiken viðtal við dr. med. K. A. Jensen, en hann hefir mjög komið við sögu penisilínsins allt frá upp- hafi. — Dr. Jensen sagði m.a., að hann væri ekki sérlega trú- aður á, að ætlunin væri að nota nýju lyfin við inflúensu — taldi, að þar sem talað er um inflúensu í þessu sambandi í „The Lancet“, hlyti að vera átt við fylgikvilla þess sjúkdóms, sem eru oft ill- vígir. — Inflúensa er veirusjúk- dómur, sem kunnugt er, og hing- að til hefir penisilín og önnur slík lyf verið óvirk gagnvart öllum veirum. Ef einhverjir möguleikar hafa raunverulega opnazt að þessu leyti, sagði dr. Jensen, þá er það eitt nóg til þess að telja má með réttu, að uppgötvun þessi valdi aldahvörfum. France til þess að hefja flugferð- ir innan Evrópu með þotum. En verkfall flugmannanna hjá SAS breytti gangi þessara mála. Sænsku flugliðarnir, sem voru í þjálfun á Caravelle suður í Frakk landi héldu heimleiðis þegar er verkfallið skall á — og þeir sitja um kyrrt heima þar til samkomu lag næst. Sem kunnugt er sömdu dönsku og norsku flugliðarnir — og nú hafa Norðmenn og Dánir verið teknir til þjálfunar á nýju þoturnar í stað Svíanna. Þykir Svíum þetta súrt í broti eins og nærri má geta, en þeir norsku og dönsku eru kampakátL. Kommúnistar töpuðu HAAG, 12. marz. — Lokatölur úr kosningum til neðri deildar hollenzka þingsins voru kunnar skömmu fyrir miðnætti. Kaþólsk ir hlutu flest atkvæði, en jafn- aðarmenn mynda næststærsta flokkinn — kaþólskir með 31,59% atkv. og jafnaðarmenn með 30,37%. Hinir fyrrnefndu fá líklega 48 þingmenn í deildinni og jafnaðarmenn 46, en þeir síð- arnefndu höfðu áður flesta þing- menn í neðri deildinni. Frjáls- lyndir unnu á, en kommúnistar töpuðu, hlutu aðeins 2,41% at- kvæða. ATHUGIÐ að borið samar við útbreiðslu, er la ígtum ódýrr ru að auglýsa í IVVLigunblaðinu, en j öðrum biöóum. — verið betri en núna, til badmín- toniðkana, því að með tilkomu íþróttahúss Vals hafa skapazt möguleikar fyrir alla félagsmenn að fá leigða æfingartíma í heppi- legum sölum, og til stórbóta er það að spilað er á fjórum völlum í hvoru húsi. Nú er svo komið að æfingartímar félagsins eru alla daga vikunnar, þ. e. a. s. þriðju- daga, miðvikudaga og föstudaga í KR-húsinu, en mánudaga, fimmtudaga og laugardaga í Vals-húsinu. Síðastliðinn vetur hóf TBR kennslu í badminton fyrir ungl- inga, þeim að kostnaðarlausu. Félagið hefur í því tilefni eign- azt spaða til að lána unglingun- um. í þeim tímum mættu kenn, arar félagsins og var geysiáhugi á þessum tímum. Þessir unglingatimar eru nú á laugardögum kl. 3:00—4:20 undir stjórn Ragnars Georgssonar. Samæfingartímar félagsins eru alla laugardaga í Valshúsinu kl. 4:20—6:50 og eru þeir ókeypis fyrir alla félagsmenn. Sérstök ástæða er að benda mönnum á, að nokkrum æfingar- tímum er enn óráðstafað, en Verzlunin Hellas, Skólavörðu- stíg 16, útdeilir timunum f.yrir félagið. — Geislavirkt ryk Framh. af bls. 9 Settist á fitu Geislavirka rykið, sem myndazt hefur við kjarnorkusprengingar, virðist mun meira i efri loftlög- um en niðri við jörðu, sagði tals- maðurinn. Rykið sezt einungis utan á þotubúkana, sérstaklega á olíuslettur eða önnur fituefni á búknum. Aluminiumbúkurinn heldur áhrifum geislanna í skefj- um — og þótt magnið væri meira mundi rykið ekki valda neinum skaðlegum áhrifum á þotum inn- anverðum. Og fulltrúi félagsins fullyrti, að íarþegum og áhöfn mundi engin haetta stafa af geisl un þessari, niagnið væri svo hverfandi lítið. F.iga allt undir þotunum Sagt er, að einn af fulltrúum Pan American hafi verið spurð- ur að því kve miklu félagið mundi tapa, ef stórslys yrði á einni af Boeing-707 þotum fé- lagsins og allar þotur þeirrar gerðar yrðu kyrrsettar meðan rannsókn málsins færi fram* Fulltrúinn svaraði: — Það er eina dæmið, sem Pan American þor- ir ekki að reikna. Þetta svar gefur e. t. v. betur til kynna en allir útreikningar, hve stóru flugfélögin eiga mikið undir því, að upphaf þotualdar verði farsælt. Félögin hafa lagt hart að sér, varið öllu tiltæku fé til kaupanna — og sum hver tekið geysimikil lán. StöðVun einnar þotuteguudar mundi valda félagi á borð við Pan American milljónatapi á dag. Sennilega gæti félagið staðið undir slíku í nokkurn tíma. Hins vegar yrði það þyngra á metaskálunum, að almenningur, væntanlegir flug- farþegar, mundu margir hverjir missa trúna á farartækið — og slíkt yrði óbætanlegt. Ílpllá - f ' f N ■ l ■. -:v. & rr&fiíÉÍÍflj iálverka- sýning Kára Kiríkssonar í Listamannaskálanum Opið frá kl. 10—22. Ölluni þeim sem á margvislegan hátt heiðruðu mig á sextugsafmælinu færi ég mínar innilegustu þakkir. fsak Eiríksson. Þakka innilega vinsemd mér sýnda á 65 ára afmælis- degi mínum. Sesselja Sveinsdóttir, Eskihlíð D. Byggingafclag Alþýðu Keykjavík íbúð til sölu 2ja herb. íbúð í 2. byggingaflokki til sölu. Umsóknir sendist skrifstofu félagsins Bræðraborgarstíg 47 fyrir kl. 12 á hádegi þriðjud. 24. marz. Stjórn Byggingafélags Alþýðu. Stúlka óskast Þvottahúsið Ægir Símar 15122 og 19861. VELSTJORI með prófi úr rafmagnsdeild vanur eim og diesel- vélum óskar eftir vinnu í landi. Tilboð merkt: „5449“ sendist afgr. blaðsins fyrir 20. þ.m. Eiginkona mín elskuleg MÁLFKÍÐUK JÖNSDÖTTIR Frakkastíg 14, andaðist i Bæjarspítalanum i gær 13. marz. Jarðarförin ákveðin síðar. Theódór Magnússon. ANNA G. ÞORKELSDÓTTIR frá þíosfelli, andaðist 13. þ.m. Svanlaug Einarsdóttir, Anna M. Þorsteinsdóttir. Innilega þökkum við öllum er veittu okkur ómetan- lega hjálp, samúð og hluttekningu við andlát og jarðar- för mannsins míns föður okkar og afa GUNNARS JÓNSSONAR Gröf Víðidal. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Gunnarsdóttir, börn og barnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug, við fráfall mannsins míns og föður okkar JÓHANNS SIGURÐSSONAR sem fóst með b.v. Júlí. Hrefna Jensen og börn. Hjartkær eiginkona mín, móðir, amma og tengdamóðir SIGURBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR er andaðist 8. þ.m. verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 16. þ.m. kl. 10,30 f.h. Athöfnin hefst frá heimili hinnar látnu Vesturgötu 68 kl 9,30 f.h. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Sigiirður Sigurðsson, börn, barnabörn og tengdabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför AAGE L. PETERSEN verkfræðings. Guðný Petersen, börn og tengdabörn. Innilegar hjartans bakkir til allra góðra vina, er sýndu okkur hluttekningu við fráfall okkar elskulega fóstursonar SKÍTLA LÁRUSAR P-ENEDTKTSSONAR er fórst með togaranum Júlí frá Hafnarfirði 8. febr. s.l. Guð blessi ykkur í nútíð og framtið. Katrín K. Húnf jörð, Jósep S. Húnf jörð. KfcfOI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.