Morgunblaðið - 21.03.1959, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.03.1959, Blaðsíða 1
20 siður Hann var tregur í höfninni í gær. „Ég hef ekki orðið var — og ef ég verð það, þá er það sennilega bara marhnútur“, segir snáðinn. Blóðugir bardagar Khamba-ættflokkurinn ris upp gegn kommúnistum — Barizt i Lhasa Nýju Delhi, 20. marz. BLÓÐUGIR bardagar hafa brotizt út í Tíbet milli Kham- ba-ættflokksins og kínverskra kommúnista. Að undanförnu hefur orðrómur verið á kreiki um það, að ástandið í mörg- um héruðum Tíbets væri nú . Indverskir stjórnmálamenn, og þá aðallega Nehru, hafa reynt að draga úr öllum fregnum af ógn- arástandi í nágrannaríkinu Tíbet. Síðustu þrjá dagana hefur þrá- látur orðrómur borizt út um átök með kommúnistum og hinum inn- fæddu, en Nehru hefur í ræðum tortryggt allar slíkar sögur. Tal- ið er, að hann óttist flóttamanna- / Tíbet héldu innreið sína í Tíbet fyr- ir u. þ. b. 10 árum og lögðu þá fyrst undir sig héruð þau, sem byggð eru Khamba-ætt- flokkinum, sem er talinn einn sá herskáasti í Tíbet, en mjög frumstæður eins og aðrir ætt- flokkar landsins. Strax árið 1950 skáru Khamba-menn upp herör gegn hinum kín- versku árásarherjum, sem þá þegar voru byrjaðir á því að innleiða hið kommúníska Framh. á bls. 19. EOKA-menn koma til byggða Margir aðstandendur bíða árangurslaust NICOSIA, 20. marz. — Um 300 EOKA-menn komu til byggða í dag og var vel fagnað. Meðal skæruliðanna voru margar ung- ar stúlkur — og hafði margt þessa fólks starfað með EOKA og farið huldu höfði fjarri byggð í fjögur úr. Þó var allmikið af yngra fólki, innan við tvítugt, sem gengið hefur í sveitir EOKA allt fram á síðustu mánuði. í hópnum voru margir, sem Bretar höfðu lagt mikið fé til höfuðs — en samkv. Lundúna- samkomulaginu hlutu allir frelsi og sakaruppgjöf. Skæruliðar fóru þó ekki að flykkjast til byggða fyrr en Grivas var kttm- inn heilu og höldnu frá eyjunnL Þúsundir fögnuðu skærulið- unum, þegar þeir komu til Nico- siu og var fagnað af ættingjum og vinum. Margir biðu án árang- urs eftir eiginmanni föður eða syni. — EOKA hefur haldið tölu fallinna leyndri, jafnvel fyrir að- standendum hinna föllnu. Við hátíðaguðsþjónustu í dag í tilefni dagsins þakkaði Macar- ios skæruliðunum ötula baráttu og kvað Kýpurbúa ekki mundu hafa eygt frelsi í dag, ef EOKA hefði ekki sýnt slíka þrautseigju. Mikilvægar viðræður WASHINGTON, 20. marz. — Macmillan og Eisenhower heimsóttd Dulles, utanríkisráðherra, í Walter Reed sjúkrahúsinu í dag. Voru þeir góða stund hjá Dulles og voru glaðir og reifir, þegar þeir yfir- gáfu sjúkrahúsið. Mun hafa farið mjög vel á með Dulles og gest- unum og heimsóknin hin ánægjulegasta í hvívetna, samkvæmt frá- sögn talsmanns forsetans. Heilsa Dullesar var sögð sæmileg. Skömmu síðar héldu þeir Mac millan og Eisenhower í þyril- vængju suður í Maryland fylki, Býðst til að reyna að koma á sættum ACCRA (Ghana), 20. marz. — Kwame Nkrumaíi forsæiásráð- herra hélt ræðu í dag og sagði þá meðal annars að Bretar væru nú á góðri leið með að missa allt traust í Mið-Afríku með framferði sínu í Rhodesíu. Hann gat þess að Ghana byði fram að- stoð sína til að reyna að koma á sættum á þeim slóðum, en þar hafa nú yffir 50 Afrakumenn verið vegnir síðan óeirðirnar hóf- ust snemma í þessum mánuði. Bað forsætisráðherrann alla við stadda að drúpa höfði í eina mín- útu til að minnast þeirra, sem fallið höfðu. Krafðist hann þess að öllum pólitískum föngum 1 Rhodesíu yrði sleppt og mál þeirra tekið fyrir að nýju. til Camp D«vis, veiðiset- urs forsetans. Með þeim voru Lloyd, utanríkisráðherra Breta og Herter, staðgengill Dullesar 1 utanríkisráðherraembætti, auk fjölda sérfræðinga og ráðgjafa. Búizt er við að stjórnmálaforingj arnir dveljist þarna í sveitasæl- unni fram yfir helgi og engar fregnir fáist af viðræðunum fyrr en eftir þann tíma. Hailsham greifi, formaður f- haldsflokksins, sagði í ræðu í dag, að Macmillan væri nú að hefja vandasömustu og mikilvæg ustu samningaviðræður, sem; farið hefðu fram síðan styrjöld- inni lauk. DAMASKUS, 20. marz. — Blað eitt í Sýrlandi fullyrðir, að nokkr ir írakskir ættarhöfðingjar hafi skorið upp herör gegn Kassem og her hans og muni „berjast til síðasta blóðdropa" Segir blaðið ættarhöfðingjana hafa 71.000 manna her á að skipa — og nú sé barizt af móði. ískyggilegt, mikið væri um mótmælagöngur og fjölda- fundi hinna innfæddu ti) þess að lýsa andstöðu við kín- verska kommúnista, sem lagt hafa þetta háfjallaland undir sig. Var búizt við að soðið gæti upp úr þá og þegar — og í dag var það skyndilega stað- fest af indverska utanríkis- ráðuneytinu í Delhi, að bar- dagar hefðu brotizt út í höfuð- borg Tíbets, Lhasa. í fréttum í kvöld sagði, að blóðugir bar- dagar væru í nánd við ræðis- mannsskrifstofu Indverja í hinni tíbetsku höfuðborg. fylgir ekki blaðinu i dag, en næsta blað hennar kemur út á skírdag. Næsta skrefib i farþegafluginu verður að smíða þotur, sem fljúga 3-5 sinnum hradar en hljóðið Óll tœknileg vandamál þegar leyst LONDON — Að undanförnu hafa miklar umræður farið fram meðal flugmálasérfræðinga, bæði fulltrúa hinna ýmsu flugfélaga og stærstu flugvélaframleiðendanna, um næsta stigið í farþegafluginu. Svo sem vænta má hafa margvíslegar skoðanir komið fram á ein- stökum atriðum málsins, en flestir helztu framámenn á þessu sviði bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum eru sammála í meginatriðum. jBtorðUttÞIð&id Laugardagur 21. marz. Efni blaðsins m.a.: □---------------------n Indverska utanríkisráðuneyt- ið staðfesti, að allir Lhasa-bú- ar hefðu sameinazt í vopnaðri baráttu gegn Kínverjum. — Vopnaviðskipti hófust, þegar kommúnistar ætluðu að hand taka Dalai Lama. □---------------------□ straum til Indlands frá Tíbet, ef alvarlega skerst í odda með Kín- verjum og Tíbetbúum — og hin- ir síðarnefndu verði undir í átök- unum, eins og vænta má, því að her Kínverja er mikill og vel vopnum búinn. Tíbet er 470.000 fermílur að stærð. Það hefur stundum verið kallað „þak heimsins“ sakir þess hve hátt landið liggur yfir sjáv- armáli, í Himalajafjöllum. Tíbet- búar eru taldir sex milljónir, höfuðborg þeirra heitir Lhasa og þar hefur hinn trúarlegi leiðtogi þeirra, Dalai Lama, aðsetur sitt. ★ Kínverskir kommúnistar ★ Bandarískir sérfræðingar hafa látið þær skoðanir í Ijós, að nú, þegar farið er að undirbúa smíði stórra og hraðfleygari farþega- þota, muni ekki svara kostnaði að smíða þotur, sem fljúga með tvöföldum hraða hljóðsins, eða með 1,320 mílna hraða á klst., í 35,000 feta hæð. Engir tæknilegir örðugleikar eru taldir á smíði slikra flugvéla, en talið er, að miklu betur borgi sig að smíða flugvélar, sem fljúgi með þreföldum til fimm- földum hraða hljóðsins, 1,980— Frh. á bls. 19. BIs. 3: Ásgrímssýningin opnuð. — G: Álit Mendes-France um Bandaríkin. — 8: Ályktanir 'landsfundar im raforku- og landbúnaðarmáL — 9: Kenþjóðin og heimilið. — 10: Forystugreinin: Ferill V- stjórnarinnar í varnarmálum. Sá 99 ára myrti 86 ára félaga sinn. (Utan úr heimi). — 11: Fólkið skilur tillögur Sjálf- stæðismanna. Leikrit Þjóðleikhússins. — 18: íþróttafréttir. ★---------------------------★

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.