Morgunblaðið - 21.03.1959, Blaðsíða 10
10
MORCVNBL4Ð1Ð
Laugardagur 21. marz 1959
utiMftMfr
Utg.: H.f. Arvakur Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Viv"’
Einar Ásmundsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið.
FERILL V-STJÓRNARINNAR
í VARNARMÁLUM
UTAN UR HEIMI
Sá 99 ára réðst á 86 ára fé
laga sinn og myrti
með eldhúshníf
Einstæður atburður i réttarsögunni
ALLUR var ferill V-stjórn-
arinnar ótrúlega ljótur.
Hvergi var hann þó
fremur markaður falsi og óheil-
indum en í varnarmálunum.
Margir þeirra, sem greiddu
ályktuninni frá 28. marz atkvæði
sitt, voru frá upphafi staðráðnir
í að sjá um, að ekkert yrði úr
framkvæmd hennar. Með þessum
sama hug gengu þeir síðan til
myndunar V-stjórnarinnar í júlí
1956, þó að því væri hátíðlega
heitið í stjórnarsáttmála hennar,
að ríkisstjórnin mundi „í utan-
ríkismálum fylgja fram ályktun
alþingis frá 28. marz sl.“ Víst er
það, að V-stjórnin greip fyrsta
tækifæri til að falla frá öllum
þessum fyrirheitum og skuldbatt
sig gegn Bandaríkjunum í nóv.-
des. 1956 til að fresta viðræðum
um endurskoðun varnarsamnings
ins um óákveðinn tíma. Enda
hafa þær aldrei verið teknar upp
síðan.
★
Samstarfsmennina úr V-stjórn-
ínni greinir mjög á um, hverjar
orsakir hafi legið til þessarar
ákvörðunar. Hermann Jónasson
vitnaði á flokksþingi Framsókn-
ar sérstaklega til þessa:
„Haustið 1956 kom til hinna
ægilegu og blóðugu átaka í Ung-
verjalandi og um sama leyti réð-
ust England og Frakkland á
Egyptaland.--------Jafnvel Al-
þýðubandalagsmenn, er ákveðn-
ast hafa gengið fram í því að
láta herinn fara úr landi, töldu
þýðingarlaust að gera þessa
kröfu haustið 1956.“
Lúðvík Jósefsson gefur hins
vegar í grein hinn 1. marz sl. á
þessu allt aðra skýringu. Hann
sagði:
I „Þeir aðilar úr Framsóknar- og
Alþýðuflokknum, sem lofað
Jiöfðu að vinna að því að herinn
færi úr landi, gáfust upp fyrir
þessum æsingum afturhaldsins,
sem skipulagði upphlaup hér og
þar í bænum, braut rúður í hús-
um, réðist á fólk og hótaði lim-
lestingum".
i Eftir lýsingu Lúðvíks á við-
brögðum samráðherra sinna, hafa
það alls ekki verið heimsatburð-
imir, sem réðu ákvörðun þeirra,
heldur óttinn við almenningsálit-
ið hér innanlands. Er ekki um að
villast, að það hefur lagzt þungt
á alla ráðherrana, úr því að það
nú, rúmlega tveimur árum síðar,
stendur í svo ægilegri mynd fyr-
ir hugskotssjónum Lúðvíks. Ráð-
herrarnir þurftu þó aldrei að
vera hræddir um líkamslimi sína
né húsrúður. Hitt er rétt, að allur
almenningur krafðist þess ein-
dregið, að horfið væri frá fram-
kvæmd ályktunarinnar 28. marz
1956. Sá vilji kom strax fram í
hinni miklu atkvæðaaukningu
Sjálfstæðismanna í kosningunum
sumarið 1956.
★
V-stjórnin tengdi ákvörðun
sína í nóv.-des. 1956 með ósæmi-
legum hætti við lánveitingar af
hálfu Bandaríkjamanna. Banda-
ríska stórblaðið New York Times
sagði frá þessu strax 26. nóvem-
ber 1956. Það var þegar í desem-
ber s. ár staðfest með lánveit-
ingu að upphæð 4 millj. dollara
úr sérstökum öryggissjóði Banda-
ríkjanna.
íslenzka ríkisstjórin reyndi að
fela þessi sannindi með því að
birta ekki hér yfirlýsingu Banda-
ríkjastjórnar um þetta. En henni
hefndist fyrir þann feluleik, því
þegar hún á næsta ári enn lenti
í fjárþröng og leitaði beinlínis
samskotaláns á vegum Atlants-
hafsbandalagsins, fékkst það fé
ekki greitt fyrr en sjálfur Her-
mann Jónasson hafði farið til
Parísar í desember 1957 og lýst
þar á ráðherrafundi bandalags-
ins hollustu við það og gefið fyr-
irheit um, að varnarliðið skyldi
halda áfram dvöl sinni hér á
landi. Féllu orð hans suður þar
mjög á aðra leið en er hann
fyrir kosningarnar 1956 sagði, að
„betra væri að vanta brauð en
hafa her í landi".
Umbun Hgrmanns var sú, að
10 dögum eftir ræðu hans í Par-
ís, sem ætíð hefur verið haldið
leyndri hér á landi, inntu Banda-
ríkjamenn af höndum sinn hluta
samskotalánsins. Varð Eysteinn
Jónsson þá að játa:
„Vitaskuld njóta Islendingar
við lántökur ------góðs af þeim
ásetningi þjóðanna í Atlants-
hafsbandalaginu að efla sam-
vinnu sína---------“.
★
Þegar ályktunin frá 28. marz
1956 var ómerkt í samningunum
nóv.-des. 1956, var látið svo sem
ómerkingin skyldi bætt upp með
því að komið yrði á fót „fasta-
nefnd í varnarmálum Islands,
sem skipuð sé ekki fleirum en
þremur ábyrgum fulltrúum frá
hvorri ríkisstjórn um sig“. Þessi
nefnd átti fyrst og fremst að
ráðgast við og við um varnar-
þarfir íslands og Norður-Atlants-
hafssvæðisins og undirbúa að svo
miklu leyti sem hernaðarlegur
viðbúnaður leyfði, að íslendingar
tækju að sér í ríkara mæli en
áður störf, er varða varnir lands-
ins.
Af störfum þessarar nefndar er
það skemmst að segja að enn hef-
ur hún aldrei haldið neinn sam-
eiginlegan fund!
Ekkert hefur því verið gert til
þess að þjálfa Islendinga frekar
en frá upphafi hafði verið gert
til að taka við störfum við varn-
ir landsins. Sú vanræksla er
mjög vítaverð, því að hvað sem
varnarþörfunum sjálfur líður, þá
er eðlilegt að íslendingar óski
að hinir erlendu menn, sem hér
dvelja, séu ekki fleiri hverju
sinni en brýnasta þörf er á vegna
sjálfra hermennskustarfanna.
E. t. v. er það þó gleggsta vitnið
um fals og óheilindi V-stjórnar-
innar í þessum málum, að hin
sameiginlega athugun á varnar-
þörfum íslands og Norður-At-
lantshafssvæðisins skuli aldrei
hafa verið gerð. Með því atferli
sýndi V-stjórnin, að hún var stað-
ráðin í að viðhalda vörnum hér,
hvað sem heimsástandinu liði,
þvert ofan í það, sem tilætlunin
hafði verið, þegar sjálfur varn-
arsamningurinn var gerður 1951.
EF hann á annað borð lifir svo
lengi, þá mun 99 ára gamall grá-
skeggur brátt verða dreginn fyr-
ir lög og dóm — sakaður um
morð. — Þessar fágætu fréttir
berast frá Norrköping í Svíþjóð,
en slíkt sem þetta mun einsdæmi
í réttarsögunni. — Áður en öld-
unginum verður stefnt fyrir dóm
stólana, mun hann verða látinn
ganga undir geðrannsókn. Það er
með öðrum orðum ekki óhugs-
andi, að hann verði orðinn 100
ára, þegar hann fær dóm sinn.
★
Hinn fjörgamli morðingi og
fórnardýr hans höfðu um árabil
verið saman á elliheimilinu í
Norrköping, og um langt skeið
höfðu þeir verið herbergisfélag-
ar. Fyrir nokkrum dögum réðst
sá 99 ára á félaga sinn, sem
var 86 ára gamall. Hafði hann
gripið eldhúshníf, sem lá á borð-
inu í herbergi þeirra, og keyrði
hnífinn hvað eftir annað í félaga
sinn, sem lá varnarlaus í rúmi
sínu. Hafði hann verið rúmliggj-
andi um nokkurra ára skeið.
Særðist hann svo mjög, að lífi
hans varð ekki bjargað.
★
Morðinginn hefir nú verið
fluttur í geðveikraspítala til rann
sóknar. — Þegar einn úr þjón-
ustuliði elliheimilisins kom í
herbergi þeirra félaga og fann
þann yngri af öldungunumdauða
nær í rúmi sínu, með mörg blæð
andi sár, gaf sá 99 ára þá skýr-
ingu, að þeim hefði orðið sundur-
orða út af einhverju og rifizt
heiftarlega. Ekki gat hann þó
munað, hvert ágreiningsefnið
hefði verið, en svo virtist sem
það hefði verið fremur lítilfjör-
legt.
Gamlinginn er orðinn svo sljór
og gleyminn vegna kölkunar, að
ekki er gert ráð fyrir, að réttar-
höld yfir honum leiði neitt í Ijós
um það, hvað þeim fé'lögum hef-
ir farið á milli, áður en til úrslita
dró. , í
★
Það er raunar býsna algengt,
að upp komi misklíð milli gamal
menna, sem búa í sama herbergi
á elliheimilinu. Gengur það
stundum svo langt að stía verður
þeim sundur — en að slíkt leiði
til ofbeldisverka eða mannvíga
heyrir einsdæmum til. Það var
því það fyrsta, sem lögreglan í
Norrköping lagði áherzlu á að
rannsaka í sambandi við þetta
einstæða mál, hvort starfsfólk
elliheimilisins hefði e.t.v. ekki
fylgzt nógu vel með samlyndi
eða ósamlyndi — þeirra herbergis
félaganna. En ekki varð séð, að
neinn væri hér um að saka.
Enda þótt ráðgert sé að draga
hinn fjörgamla mann fyrir rétt
vegna afbrotsins, er ekki þar með
sagt, að hann verði færður í fang
elsi, enda væri slíkt tilgangslaust
og ómannúðlegt. — Hann mun
án efa Ijúka langri ævi sinni í
elliheimili eða sjúkrahúsi.
V est ur-Þ j óð ver j ar
standa einhuga
með Vestur-Berlín
BONN, 19. marz (Reuter) —
Neðri deild þýzka Sambands-
þingsins samþykkti í dag í einu
hljóði frumvarp um að auka
efnahagsaðstoð við Vestur-Berlín
og auka birgðaflutninga til borg-
arinnar. I umræðunum fékk
Willy Brandt, borgarstjóri Vest-
ur-Berlínar, að ávarpa þingheim
og skoraði hann á Vestur-Þjóð-
verja að auka sem mest viðskipt-
in við Berlín..
Stjórnmálamenn í Bonn segja,
að ekkert nýtt hafi komið fram
í yfirlýsingum Krúsjeffs á blaða-
mannafundinum í dag, nema við-
urkenning hans á því, að Vestur-
veldin hafi rétt til hersetu í V-
Berlín. Þetta þykir alveg nýtt,
því að Krúsjeff hefur hvað eftir
annað lýst því yfir að Vestur-
veldin hafi svikið samninga um
hersetu Berlínar og því fyrir-
gert rétti sínum til hersetu þar.
Um þessar mundir er veriö að kwkmynda í London leik-
ritiö „Horföu reiöur um öxl“, sem Þjóðleikhúsiö sýndi á
þessu leikári. Enski leikstjórinn Tony Richardson stjórnar
kvikmyndatökunni, en hann setti fyrstur á sviö bæöi hin
mjög svo umdeildu leikrit Osbornes, „Horfðu reiður um
öxl“ og „The Entertainers“. — Richard Burton á aö leika
reiöa manninn, Jimmy Porter og Mary Urn, kona höfund-
arins, veröur Alison. Mary Urn var sú fyrsta sem lék þetta
hlutverk á sviöi bæöi í London og New York. Aörir leík-
endur veröa Claire Bloom, sem fœr hlutverk leikkonunnar
Helenu og hin frœga enska leikkona Edith Evans, sem verð-
ur tengdamamma Jimmys. Hún sést aldrei í leikritinu, þó
alltaf sé veriö aö hnýta í hana, en í kvikmyndinni fær hún
aö sýna sig. Eins og leikhúsgestir munu minnast, fer leik-
urinn allur fram í einu herbergi, en í kvikmyndinni er at-
buröarás flutt um alla London.
Þessi mynd er af einum af nýjustu bílum Bandaríkjamanna, svonefndum „Rambler American
Super station", en hann er framleiddur af American Motors Corporation og sagður mjög vinsæll i
Bandaríkjunum um þessar mundir. — Vagn þessi kom fyrst á markaðinn fyrir aðeins fimm mán-
uðum, en selst nú þegar mest allra slíkra bíla í Bandaríkjunum, enda er hann ódýrari en fiestir
aðrir. Svokallað „Deluxe-módel" kostar $ 2.060, en „Super" (sem myndin er af) kostar $ 2.145. —