Morgunblaðið - 21.03.1959, Blaðsíða 16
16
MORCV1VBLAÐ1Ð
Laugardagur 21. marz 1959
veður og vind á næstu tveimur ár-
um. Þér vitið hvernig er komið
fyrir fyrirtækinu".
Bifreiðin þaut inn um háa
grindarhliðið fyrir framan
„Santa Maria". Áður máttu ein-
ungis bifreiðar með persónulegum
gestum blaðakóngsins fara inn um
hliðið. Nú stóðu ótal-margar bif-
reiðir báðum megin við veginn,
frá hliðinu og alveg heim að höll
inni — eins og við úti-leiksýningu
eða knattspyrnukappleik.
I gistihúsinu kom Bill á móti
benni.
Hún fleygði sér í faðm hans og
fcallaði snöktandi höfðinu að
brjósti hans.
„Því er öllu lokið" sagði hún.
Hana grunaði ekki að nú var
!>etta allt fyrst að byrja.
17.
Febrúar leið og marz og apríl
▼ar runninn upp í New York, með
fcinu duttlungafulla tíðarfari sínu.
Frá því er Helen hafði yfirgefið
hressingarhæli dr. Jensens, eitt
fcrásiagalegt febrúarkvöld að „yf-
irheyrslunni" yfir Morrison lok-
inni, rikti kyrrð, hin læviblandna,
pggvænlega kyrrð, sem er undan-
fari óveðursins.
1 nafni hinna smærri hluthafa
Morrison-forlagsins höfðu þau
Sherry aðalforstjóri og Rutíh Ry-
»n fyrrverandi þingkona, krafizt
þess fyrir rétti að Richard Morri-
eon II. yrði úrskurðaður óábyrgur
orða sinna og gerða og sviftur
fjárráðum. Rétturinn hafði málið
til athugunar, en hafði enn ekki
tekið neina endanlega ákvörðun.
Um þá tillögu, að umboð Helen
yrði dæmt ógilt, hafði heldur ekki
neitt verið ákveðið. Fjárráðasvift-
ing blaðakóngsins var þjóðernis-
mál.
Helen heimsótti eiginmann sinn
nær því daglega á Long Island. —
Morrison hagaði sér eins og full-
komlega heilbrigður maður. Hann
hafði aðeins einu sinni minnzt á
föður sinn, skömmu eftir „yfir-
heyrsluna". Hann talaði yfirleitt
af fullri skynsemi, en sökkti sér
aiitaf dýpra og dýpra niður í þung
lyndisleg heilabrot. Þegar Helen
talaði um áhyggjur sínar, þegar
hún ræddi við hann um viðburði í
blaðahöllinni, sem hann hafði áð-
ur haft svo mikinn áhuga á, yppti
hann aðeins kæruleysislega öxlum.
Ein einasta von skein í gegnum
þetta myrkur. Helen hafði með
leyfi forstöðumanns hælisins
kynnt René ábóta, sean enn dvaldi
í New York, fyrir Morrison. —
Morrison hafði þegar mikla
ánægju af ábótanum. Tímunum
saman gátu þeir setið og rabbað
saman. — „Það er langt frá því að
allt sé glatað", endurtók ábótinn
við Helen. Hún vissi ekki hvort
hún átti að trúa honum.
Fjárhagslegir erfiðleikar for-
lagsins fóru jafnframt ískyggilega
vaxandi, svo að segja með iverj-
um degi. Samkeppnisblöðin hertu
sóknina um alian helming og ógn-
uðu tilveru Morrison-blaðanna. —
Það gátu varla liðið meira en
nokkrir mánuðir, áður en reitt
yrði til úrslitahöggsins.
Sjðast í marz hafði Helen, e.ftir
margar svefnlausar nætur, tekið
mikilvæga ákvðrííffli. Hún hafði
ráðfært sig við René ábóta og Bill
Clark: Því næst hafði hún aug-
lýst að haldið yrði uppboð á
ySanta Maria".
Sjálfri veittist Helen ekki erfitt
að skilja við kalifomisku ævin-
týrahöliina. Hún vissi Mka, að hér
eftir myndi Morrison hafa litia
ánægju af höllinni, með gyiltu
sundlauginni, sindrandi gosbrunn
unum, marglitu gestaherbergj un-
um, Versaille-sölunum og hvítu
steinhjöllunum. Hins vegar var
„Santa Maria" tákn fyrir frægð
og mikilleika Morrison-blaða-
hringsins. Hjá Morrispn sjálfum
fékk Helen enga hjálp. Hann tók
þeirri frétt með fullkominni ró, að
hún hefði ákveðið að bjóða upp
bæði höllina og húsgögnin. Hún
varð sjálf að taka allar ákvarð-
anir.
Sumarið hafði þegar haldið inn-
reið sína í kaliforníu, þegar Helen
kom til San Franzisko.
René ábóti tók á móti henni á
flugvellinum. Andlit hans, sem
annars var venjulega fölt, var nú
sólbrúnt. í'r augum hans stafaði
kyrrlát gleði.
„Ætlið þér raunverulega að
koma með?“ spurði Helen.
„Að sjálfsögðu".
„Þessi sala verður ekki nein
sérlega skemmtileg sjón“.
„Ég er búinn að sjá uppboðs-
skrána", sagði presturinn. — „Ein
tómt skran".
Hún gat ekki varizt brosi.
„Kallið þér það skran? Ég von-
ast þó til að fá a. m. k. átta millj-
ónir fyrir það“.
„Þér vitið að ég hef ekki sér-
lega mikið álit á eignum", sagði
ábótinn alvarlega.
„Ég breyti bara eignum í pen-
inga, til þess að festa þá svo í
öðrum eignum", svaraði Helen. —
„Og ég veit ekki einu sinni hvort
þessar milljónir verða farnar út í
Fyrir fram-an höllina hafði verið
reistur lítill pallur og umhverfis
hann stóðu fjörutíu eða fimmtíu
garðstólar. Allir voru þeir setnir
og fyrir aftan og milli stólanna
stóðu karlar og konur. Þetta var
flest vel búið fólk í sumarfötum.
Helen og ábótinn staðnæmdust
fyrir aftan hópinn í skugganum
frá gömlu kastaníutrén. Helen
þótti vænt um að enginn hafði
veitt komu þeirra athygli. öll at-
hygli viðstaddra beindist að
manni, sem hafði stigið upp á
pallinn og lagt gylltan hamar á
það, sem þar stóð. Hann var í
spaugilega hátíðlegum, svörtum
lafafrakka. Hávaxinn, óvenjulega
grannholda, með arnarnef, minnti
hann einna helzt á svartan fugl,
sem villzt hafði í fjörugt sumar-
garðsamkvæmi, þar sem hann átti
alls ekki heima.
„Herrar mínir og frúr!“ byrj-
aði hann mál sitt. „Við göngum
nú til uppboðs á höllinni „Santa
Maria", ásamt tilheyrandi garði,
sem er þrjú hundruð þúsund fer-
metrar á stærð“. Hann hafði háa,
tilgerðarlega rödd og þegar hann
talaði, hreyfðist Adamseplið á
honum sífellt fram og aftur, eins
og það ætlaði að stökkva út úr
hálsinum á honum. „Uppboðsskrá-
in fræðir ykkur um hvert einstakt
atriði og ég þarf því ekki að endur
■kyldi vera avona i ourtu.
urn, sem er gamall vinur minn“.
sínum, sem mig langaði til að
gefa þér, pabbi“.
þinn!
u
I
taka neitt af því sem i henni stend
ur. Höllin og garðurinn heyra
saman. Allir innanhússmunir, hús-
gögn, myndir, áhöld o. s. frv. eru
svo boðnir upp sér í lagi. Eins og
þér vitið verður uppboðið á ölilum
innanhússmununum næstu fimm
daga“. Hann tók sér örstutta mál-
hvild. — „Höilin Santa Maria,
ásamt garðinum, eign Richard
Morrisons II. og eiginkonu hans
Helen Cuttler-Morrison. — Lág-
marksboð: fjórar milljónir doll-
ara. Býður nokkur betur?“
Helen leit í kringum sig, enda
þótt hún gæti aðeins séð bökin á
flestum sem viðstaddir voru.
Einn maður rétti upp höndina.
Það var stór og feitur maður í
ódýrri, köflóttri treyju og reykti
bersýnilega vindil, því að þykk,
blá reykjarský þyrluðust frá hon-
um upp í loftið.
Nú rétti líka einhver annar upp
höndina.
Það var fíngerð hönd með mörg
um hringum, kvenhönd, í fremstu
röðinni fyrir framan pallinn.
Sá feiti hrópaði þegar í stað:
„Fjórar milljónir og fimmtíu
þúsund!" 4
„Fjórar milljónir og fimmtíu
þúsund", endurtók dökki fuglinn
uppi á pallinum. — „Fyrsta ....
annað .... og... .“.
„Fjórar milljónir og áttatíu
þúsund", hrópaði konan. Hún
hafði sérstaklega þíða og rólega
rödd.
Uppboðshaldarinn fékk ekki ráð
rúm til að endurtaka upphæðina.
Feiti maðurinn í köflóttu treyj-
unni hafði þegar hækkað tilboðið
um tuttugu þúsund dollara.
Nú bættist Mka þriðji kaupand-
inn í hópinn. Það var roskinn mað
ur, lotinn í herðum. Hann stöð
skammt frá Helen. Hún sá aðeins
vangann á honum. Hann leit út
fyrir að vera hundrað ára gamall.
Ætlaði hann að nota „Santa
Maria“ fyrir veglegt grafhýsi?
hugsaði Helen með sér.
„Fyrsta . . annað .. og . .. . **
hrópaði uppboðshaldarinn út yfir
garðinn.
„Fjórar milljónir og tvö hundr-
uð þúsund“, hrópaði konan með
hringskreyttu höndina.
„Fjórar milljónir og tvö hundr
uð og fimmtíu þúsund“, kallaði
gamli maðurinn.
„Fjórar milljónir, tvö hundruð
og fimmtíu þúsund. —■ Fyrsta. ...
annað.... og ....“
Feiti maðurinn rétti upp hönd-
ina. Hann hækkaði tilboðið enn um
tuttugu þúsund dollara.
Konan yfirbauð hann.
Þá skarst öldungurinn með
hogna bakið £ leikinn. Á tæpri
hálfri klukkustund hafði verðið
komizt upp í hálfa fimmtu
milljón.
En svo gafst gamli maðurinn
upp i baráttunni. Hann skellti
garðstólnum saman með gremju
í svip og hreyfingum og gerði sig
líklegan til að yfirgefa „Santa
Maria“.
Feiti maðurinn í köflóttu treyj-
unni bauð fjórar milljónir og
fimm hundruð og fimmtáu þúsund
dollara. Konan með hvassa nefið,
sem alltaf varð fölara og fölara,
bauð fimmtíu þúsund dollurum
meira en hann.
SHUtvarpiö
Laugardagur 21. niarz:
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís
Sigurjónsdóttir). 14,00 Iþrótta-
fræðsla (Benedikt Jakobsson). —■
14,15 „Laugardagsiögin". — 16,30
Miðdegisfónninn. 17,15 Skákþátt-
ur (Guðmundur Arnlaugsson). —
18,00 Tómstundaþáttur barna og
unglinga (Jón Pálsson). 18,30 Út-
varpssaga barnanna: „Flökku-
sveinninn“ eftir Hektor Malot;
III. (Hannes J. Magnússon skóla-
stjóri). 18,55 1 kvöldrökkrinu; —
tónleikar af plötum. 20,30 Tón-
leikar. 20,45 Leikrit: „Betrunar-
húsið“ eftir Michael Morton og
Peter Traill. Þýðandi: Gissur Ó.
Erlingsson. —■ Leikstjóri: Gísli
Halldórsson. 22,10 Passíusálmur
(46). 22,20 Danslög, þ. á. m. leik-
ur harmonikuhljómsveit Georgs
Kulp (endurtekið frá fyrra sunnu
degi). 01,00 Dagskrárlok.