Morgunblaðið - 21.03.1959, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.03.1959, Blaðsíða 11
Laugardagur 21. marz 1959 MORCUNBLAÐlh 11 Fólkið í strjálbýlinu mun skilja nauð- syn breytinga kjördœmaskipunarinn- ar, þegar það hefir Sjálfstœðismanna Rabbað um almœlt tíðindi og stjórnmál við húnvetnskan bónda EINN af fulltrúum Vestur-Hún- vetninga á Landsfundi Sjálfstæð- isflokksins, Óskar Teitsson bóndi í Víðidalstungu heimsótti blaðið meðan á fundinum stóð. Var þá tækifærið notað og hann spurður almennra frétta úr héraði og um leið drepið á störf Landsfur.dar- ins og spurt um álit hans á kjör- dæmamálinu. — Hvernig hefur búskapurinn gengið hjá ykkur i vetur, Óskar? Veðursælt hérað. •— Það má segja, að hann hafi yfirleitt gengið vel, enda hefur tíðarfarið verið gott í vetur, þótt að vísu hafi verið nokkrir um- Óskar Teitsson, Víðidalmtungu. hleypingar eins og svo víða ann- ars staðar á landinu. Við Hún- vetningar vorum mjög sæmilega undir veturinn búnir, því við sluppum við þessi vondu veður í sumar, sem gengu yfir landið fyr- ir austan okkur. Ég held, að Húna vatnssýsla sé eitt veðursælasta hérað landsins, því jafnaðarlega fáum við ekki að kenna á vondu veðrunum, sem ganga yfir Suð- urland, og ekki heldur þau, sem geisa á Norð-Austurlandi. Við erum eiginlega á veðratakmörk- um. — Þið hafið þá verið sæmilega búnir að heyjum í haust? — Já, það má segja það. Að vísu voru þau nokkuð misjöfn að gæðum. Þeir, sem fyrstir byrj- uðu slátt fengu góða verkun á sitt hey, en aðrir sem þurfíu að bíða sprettunnar lentu með hey sín í óþurrkakaflanum, sem stóð frá lokum júlímánaðar og að mestu út ágúst. — Hvernig er það með fólks- fjölgun í Húnavatnssýslu? Una menn ekki vel þar heima? — Fólksfjöldinn hefur að mestu staðið í stað undanfarin ár. Áratuginn milli 1930 og ’40 lögðust heiðajarðirnar í eyði, en síðan hafa jarðir nyrðra haldizt í byggð. Góð bú. — En hvað um bústærðina? — Er ekki margt stórbænda meðal Húnvetninga? — Bústærðin er nokkuð mis- jöfn, en þó er munurinn miklu minni en áður var. Fólkseklan sníður þessu að sjálfsögðu stakk eftir vexti. Vélamenningin veld- ur svo aftur því, að bústærðin er meiri á hvern vinnandi mann en áður var. í lágsveitum búa menn nokkuð jöfnum höndum með fé og kýr, en á hálsajörð- unum, eru menn, einkum með fjárbú. Á stærri búunum eru þetta 3—400 fjár. Hrossaeign Húnvetninga er talsverð. — f veðursælu héraði, þar sem margir eru stórbændur hlýtur fóíkið að vera bjarsýnt á fram- tíðina? — Húnvetnskir bændur voru bjartsýnir og töldu hag sinn góð- an. Ekki fór þó hjá því, að mönn- um fyndist svart ský dregið fyrir sólu, er „bjargráðin" svonefndu voru lögleidd. Mörgum mun hafa fundizt að sér þrengt. Og nú þeg- ar halda á tröppurnar niður aftur er verið að selja vörur okkar 4 lægra verði en gert var ráð fyrir þegar við framleiddum þær. — Hvað segja bændur almennt við því að nú skuli reynt að stöðva verðbólguna? Bændur fylgjandi stöðvun. — Almennt eru bændur þeirr- ar skoðunar að rétt hafi verið að spyrna við fótum. Jafnvel Fram- sóknarmenn, nema þá þeir, sem eru alveg blindir í skoðunum, viðurkenna að nauðsynlegt hafi verið að snúa við. Það mun áreiðanlega ekki standa á bændum að fórna nokkru til lagfæringar á efna- hagskerfinu, ef þeir sjá að raun- tillögur hæfar aðgerðir eru framundan. — En hvað segirðu um þær til- lögur, sem fram hafa komið í kjör dæmamálinu? — Mér virðist að því meira, sem menn hugsa um þetta mál, þá sjái þeir að tillögur um samein- ingu kjördæma og fjölgun þing- manna í þéttbýlinu eru sann- gjarnar. Það er einnig skoðun mín, að eftir því, sem þetta mál væri dregið á langinn, yrðu kröf- urnar harðari af hendi þeirra, sem við óréttinn hafa mátt búa. Enn eru viðhorf manna nokkuð á reiki um þetta mál. Hins vegar er ég viss um að viðhorfin skýrast þegar menn hafa kynnt sér til- lögur allra aðila og fengið tóm til að hugleiða þær. Ég hef líka verið að velta því fyrir mér, hvort ekki væri hægt að leysa þetta mál til frambúðar með því að fjölga eða fækka þingmönnum þeirra kjördæma, sem nú verður lagður grund- völlur að, eftir því sem fólks- fjöldinn í þeim breytist á kom- andi tímum. Ekki hlynntur upphótarsætum — En hvað segirðu um upp- bótarsætin? — Eins og fyrirkomulag kjör- dæmanna er nú tel ég að það hafi verið óhjákvæmilegt að hafa upp bótarsæti til jöfnunar. Hins veg- ar hef ég ekki verið hrifinn af því skipulagi, því ég álít það auka kröfupólitíkina, sem er ekki alltaf raunhæf. Einnig sýnist mér að hægt mundi að draga úr upp- bótarsætum ef þess yrði gætt, að þingmannafjöldi færi eftir fólks- fjölda kjördæmanna, þegar hanj» breytist. Ég tel enga ástæðu til annars fyrir Sjálfstæðismenn en vera bjartsýna um framgang kjör- dæmamálsins. Framsóknarmenn hafa þyrlað upp miklu moldviðri í sambandi við þetta mál, en hinn góði málstaður Sjálfsta-ðismanna mun sigra. Ánægjulegur Landsfundur, — Og að síðustu Óskar, aðeins þetta. Þú hefur verið fuiltrúi héraðs þíns á Landsfundi Sjálf- stæðisflokksins. Hvernig hefur þér líkað það? — Ég hef ekki setið Landsfund síðan á Akureyri fyrir allmörgum árum. Mér hefur þótt dvölin hér á Landsfundinum mjög ánægju- leg. Þar kom og skýrt fram víð- sýni og samhugur Sjálfstæðis- manna, sagði Óskar Teitsson að lokum. —vig. Norðmenn óttast stœkk- un landhelgi við Grœn- land KAUPMANNAHÖFN, 19. marz. (Reuter) — Norðmenn hafa risið upp til handa og fóta vegna orð- róms um að Danir hyggist skjót- lega stækka fiskveiðilandhelgina við Grænland. Heyrast mörg mótmæli gegn þessu í Noregi. Norski stórþingsmaðurinn og útgerðarmaðurinn Einar Hareide hefur lýst því yfir, að stækkun grænlenzku landhelginnar myndi þegar í vor valda norskum út- vegsmönnum stórfelldu tjóni. — Segir hann að Norðmenn hyggist senda 100 fiskiskip á Grænlands- mið í apríl nk. Stunda skip þessi mikið veiðar innan tólf-mílna takmarkalínu. Segir Einar Har- eide að það sé óþolandi og ástæðulaust, að lönd eins og Grænland, sem hafa fremur lít- illa hagsmuna að gæta af fisk- veiðum stækki landhelei sína upp á eigin spýtur. Þjóbleikhúsið: „Kvöldverður kardínálanna 44 — eftir J. Dantas. ,Fjárhættuspil arar' eftir Leikstjóri: Lárus Pálsson Talsmaður norska utanríkis- ráðuneytisins sagði í dag, að að- staða Noregs yrði mjög alvarleg, ef Danir víkkuðu einhliða land- helgina við Grænland. Lysö, fiski málaráðherra Noregs, segir að ef Danir víkki landhelgina við Grænland verði Norðmenn til- neyddir til að víkka sína land- helgh Af Dana hálfu er því haldið fram, að Norðmenn misskilji og rangtúlki yfirlýsingu Jens Otto Krag, utanríkisráðherra, í þjóð- þinginu varðandi brezk-danska samninginn um landhelgi Fær- eyja. Krag sagði í þinginu, að sama gilti um Grænland sem Færeyjar, að nauðsynlegt væri að víkka landhelgina. Hann hefði hins vegar einnig tekið fram að allar aðgerðir til víkkunar græn- lenzku landhelginnar yrðu að bíða næstu Genfar-ráðstefnu um stærð landhelgi. ÞJÓDLEIKHÚSIÐ hefur, það sem af er þessu leikári, frumsýnt sex leikrit eftir erlenda og inn- lenda höfunda og auk þess hina vinsælu og bráðskemmtilegu óperu Rossinis, „Rakarann í Sevilla". Sum leikritanna hafa verið ærið nýstárleg og athyglis- verð leikhúsvbrk, svo sem „Horfðu reiður um öxl“ og „Á yztu nöf“, enda verið sýnd all- lengi og að ,Rakaranum‘ hefir að sóknin verið geysimikil. Það verður því ekki annað sagt, en að vel hafi verið unnið í Þjóð- leikhúsinu nú, sem oftast endra nær. — Næsta viðfangsefni leik- hússins verður leikrit ameríska nóbelsverðlaunahöfundarins O’ Neill, „Long days journey unto night“, sem á íslenzku hefur hlotið titilinn „Húmar hægt að kveldi“.Munu sýningar á þessum leik hefjast eftir páska. Sem eins konar „intermezzo", þar til sýn- ingar á leikriti O’Neilí’s hæfust, varð það að ráði að Þjóðleikhús- ið sýndi hér danskt „monodrama" „Rejsen til de grönne Skygger", er danska leikkonan Ingeborg Brams léki — og með því ein- þáttunginn „Kvöldverður kardí- nálanna" eftir portúgalska skáld ið Julio Dantas. En á síðustu stundu atvikaðist svo að frú Brams gat ekki komið hingað og var þá gripið til þess, að sýna ásamt „kardínálunum" gaman- leikinn „Fjárhættuspilarar", eftir rússneska skáldið Nikolaj Gogol. Á frumsýningunni á þessum leikjum sl. miðvikudagskvöld mátti heyra það og sjá, á leik- húsgestum, að þeim þótti minna um að vera á þessari leiksýningu en mörgum öðrum, og er það reyndar ekki óeðlilegt. — Ekki vegna þess, að hér sé um léleg leikhúsverk að ræða, — síður en svo, því bæði leikritin eru góður og gildur skáldskapur, hvort á sína vísu. En sá var ljóð- urinn á, að annað þeirra „Fjár- hættuspilarar" var sýnt hér op- inberlega fyrir ekki alllöngu og ,kardínálarnir‘ hafa verið fluttir í útvarp hér tvisvar, að mig minnir. — Ég hef enga tilhneig. ingu til þess eftir atvikum að álasa Þjóðleikhúsinu fyrir þessa ráðstöfun, þó að það hefði óneit- anlega verið ákjósanlegra, að leikhúsið hefði haft handbært við fangsefni, sem meira nýjabragð væri að. herra lands síns í Kaupmanna- höfn. Kann ég ekki meíra frá höfundinum að segja, en hann er vissulega gott skáld, því að leik- rit þetta býr yfir mikilli ljóð- rænni fegurð, sem nýtur sín full- M CZnnnl komleSa Í snilldarlegri þýðingu IV. Ui. jjelga. Hálfdánarsonar. Efni leiks- ins er í stuttu máli það, að þrír virðulegir kardínálar sitja til borðs í sínum glæsilega, rauða embættisskrúða og rifja upp minningar frá æskuárunum. Allir eiga þeir sína ástarsögu frá þeim árum og minnast þess hver með sínum hætti.Rufó kardínáli hafði verið ör í lund og sverð hans set- ið laust í slíðrunum og hann minnist þeirra stunda með glettni í augum. Montmorency kardínáli „Fjárhættuspilararí* HÖFUND þessa leikrits, N. Gogol, munu margir hér kannast við frá þvr er gamanleikur hans „Eftir- litsmaðurinn“ var sýndur hér á vegum Leikfélags Reykjavíkur á sínum tíma. Gogol (1809—’52), var talinn í fermstu röð rúss- neskra rithöfunda, sem honum voru samtíða, og „Eftirlitsmað- Atriði úr „Kvöldverði kardínálanna". urinn“ er enn talinn með beztu leikritum, sem samin hafa verið á rússnesku. „Fj árhættuspilarar" sverja sig mjög í ættina að allri gerð. Leikritið er samið um 1840 og því ekki óeðlilegt að „húmor“ skáldsins þyki með nokkuð öðr- um blæ en nú gerist, en skopið er þó markvisst og efni leiksins að því leyti sígilt að þar er brugðið upp allréttri mynd af hugarfari fjárhættuspilara eins og það hef- ir verið á öllum tímum og er enn í dag. Hlutverk leiksins eru allmörg, en aðalhlutverkin, — fjárhættu- spilararnir fjórir eru í höndum þeirra Rúriks Haraldssonar, Jóns Aðils, Indriða Waage og Ævars Kvarans.Gervi þeirra eru góð, en enginn þessara ágætu leikara nær verulögum tökum á hlutverki sínu, nema helzt Rúrik, sem er oft býsna skemmtilegur. Þegar ég sá Gest Pálsson í hlutverki Glóv’s gamla fannst mér ég vera kominn í Iðnó fyrir 40—45 árum og Bessi Bjarnason sýndi ekki þau tilþrif í leik sem svo oft áður. „Kvöldverður kardínálanna“. Leikrit þetta er, sem áður segir, einþáttungur í Ijóðum og er höf_ undurinn portúgalskt skáld, Julio Dantas, sem um skeið var sendi- hafði verið glæsilegur heimsmað* ur og minnist æskuævintýra sinna með tregablandinni gleði og rifjar um leið upp menúett á spínetið. En de Castro, sem er elztur þeirra kardínálanna varð fyrir sárum vonbrigðum, er dauðinn rændi hann ástmey hans kornungri og því hefur hann alla tíð búið yfir sárum og djúpstæðum harmi. Það eru engin dramatísk átök í þessum leik, og því veltur allt á svipbrigðum og látbragði leik- endanna og framar öllu góðri framsögn þeirra. Indriði Waage Haraldur Björnsson og Jón Aðils fara með hlutverk radínálanna af næmum skilningi og þeirri nær færni og smekkvísi, sem með þarf til þess að ná þeim blæ fegurðar og samræmis sem hvílir yfir skáldverkinu. Lárus Pálsson hefur sett báða leikina á svið og annast leik- stjórnina. Hefur, hann þar margt vel gert þó að honum hafi ekki tekizt að ná fram þeim leik í Fjárhættuspilurunum, sem á hefði verið kosið. Lárus Ingólfsson hefur gert leiktjöldin og leyst það verk vel af hendi. Hersteinn Pálsson hefur þýtt leikrit Gogols á lipurt mál. Sigurður Grímsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.