Morgunblaðið - 21.03.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.03.1959, Blaðsíða 8
8 MORGUN RLAÐ1Ð Laugardagur 21. marz 1959 Landbúnaðarnefnd landsfundar Sjálfstæðisflokksins. — Sitjandi frá vinstri: Guðbrandur Bene- diktsson, bóndi, Broddanesi, Strandasýslu, Guðmundur Nikulásson, verkamaður, Reykjavík, Gróa Pétursdóttir, bæjarfulltrúi, Reykjavík, Jón Pálmason, alþm., Akri, Árni Jónsson, tilrauna- stjóri, Akureyri, og Baldur Bjarnason, bóndi, Vigur. Standandi frá vinstri: Grétar Símonarson, Goðdölum, Skagafirði, Jóhannes Guðmundsson, Auðunnarstöðum, V-Hún., Ásgeir Pálsson, bóndi, Framnesi, V-Skaft., Magnús Stefánsson, bóndi, Fagraskógi, Eyj., Ólafur Bjarnason, Brimilsvöllum, Snæfellsnessýslu, Jónas Pétursson, tilraunastjóri, Skriðuklaustri, Sigurður Guðmundsson, Víg- hólsstöðum, Dalasýslu, Þorsteinn Sigurðsson, bóndi, Brúarreykjum, Mýrasýslu, Sigsteinn Pálsson, bóndi, Blikastöðum og Sveinn Guðmundsson, Miðhúsum, Barðastrandarsýslu. Ályktanir landsfundar: 7. Fundurinn treystir þingmönnum Sjálfstæðisflokks- ins til þess að vinna enn sem fyrr og með sama áhuga og íestu að áframhaldandi framkyæmd raforkumálanna, bygg- ingu orkuvera og dreifingu orkunnar um sveitirnar og til þeirra kaupstaða og kauptúna, sem enn hafa ekki fengið raforku frá vatnsaflsstöðvum, þannig að sem mest gagn verði að, við húskap og hvers konar framleiðslu. 8. Landsfundurinn leggur á það áherzlu, sökum mikil- vægis þessara framkvæmda fyrir framtíð sveitanna og iðn- aðarins, að á næstu árum verði allt kapp lagt á það að full- nægja orkuþörf þjóðarinnar til heimilisþarfa og iðnaðar svo fljótt sem verða má og fjárhagur ríkissjóðs og láns- traust þjóðarinnar leyfir. HAGNÝTING JARÐHITANS 1. Landsfundurinn telur að leggja beri áherzlu á a8 auka mjög hagnýtingu jarðhitans til afnota fyrir bæjarfélög, kaupstaði og einstök sveitaheimili eða fleiri saman, þar sem ^kilyrði eru fyrir hendi. Reynslan hefur þegar sannað að hagnýting jarðhitans hefur mjög mikla þjóðhagslega þýð- ingu, auk þess sem hún styður mjög að hættum lífsskilyrð- um almennings. 2. Landsfundurinn telur nauðsyn á því, að sctt verði ýtarlegri lagaákvæði, en nú gilda, varðandi afnotarétt jarð- hita. Þó verði þess gætt, að hinn almenni eignarréttur land- eigenda verði ekki skertur. Landbúnaðurinn sé bróttmikill og ör- uggur atvinnuvegur Aukin raforka fil stór- heimilis- hagnýt- jarðhita Vertíðarfréttir úr Keflavík KEFLAVÍK, 20. marz. — Eins og flestum er kunnugt hefur vertíð verið með eindæmum léleg í vet- ur. í vertíðarbyrjun voru menn hinir bjartsýnustu, enda var tíð þá góð og góður afli. Um mánað- armót janúar og febrúar lagðist íhann í rosa, sem segja má að haldizt hafi nær óslitið síðan. Til að gefa nokra hugmynd um gæfta leysið nú í vetur, er rétt að at- huga róðrafjölda bátanna nú og í fyrra. Héðan eru á þessari ver- tíð gerðir út 50 bátar og 15. marz sl. höfðu þeir farið samtals 1160 róðra. f fyrra voru héðan gerðir út 46 bátar og höfðu þeir um mánaðamót febrúar—marz farið samtals 1219 róðra. Sá bátur sem þá hafði flesta róðra, hafði farið í 40 sjóferðir. Nú, 15. marz hafa þeir bátar sem eru með flesta róðra, farið 35 sjóferðir. Gefur þetta nokkra hugmynd um gæfta leysið í vetur. Hinn 15. marz sl. var heildar- aflinn hér orðinn samtals 7.113, 100 kg af óslægðum fiski. Um mánaðamótin febrúar—marz í fyrra var heildarafli 46 báta orð- inn 6.264.525 kg. af óslægðum fiski. 10 bátar stundá hér enn eingöngu línuveiðar og er sam- anlagður afli þeirra 15. marz orð inn 2.155.170 kg. Er Guðmundur Þórðarson hæstur, með rúmlega 287 tonn, í 35 róðrum. Næstur er Bjarmi með rúml 282 tonn í 32 róðrum og þriðji er Einar Þver- æingur með 262 tonn í 333 róðr- um. Þeir bátar, sem reru með línu, en h: "a nú tekiS net, eru 23 tals- ins. Afli þeirra var 15. marz alls 4.038.180 kg., í 672 róðrum. — Hæstur þeirra er Hilmar með 256 tonn í 35 róðrum og annar er Ólafur Magnússon með 248 tonn í 35 róðrum og þriðji bátur er Vil- borg með 233 tonn í 35 róðrum. Þeir bátar sem eingöngu hafa verið á netum eru 17 að tölu. Samanlagður afli þeirra var 15. marz 919.210 kg. í alls 197 róðr- um. Þeirra hæstur er Björgvin með um 171 tonn í 14 róðrum. Hér að framan er einungis miðað við óslægðan fisk. Þess má að lokum geta að í fyrra um mánaðamót febrúar og marz, var Guðmundur Þórðarson hæstur með rúmlega 297 tonn 1 40 róðrum. HÉR FER á eftir ályktun landsfundar Sjálfstæðismanna um raforku- og jarðhitamál: 1. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins endurtekur þakkir síðasta landsfundar til þeirrar ríkisstjórnar, er fór hér með völd á árunum 1953—1956 undir forustu Sjálfstæðisflokks- ins, og til þáverandi meirihluta Alþingis, fyrir það mikla átak í raforkumálum þjóðarinnar, sem gjört var á því tíma- bili. En sem kunnugt er fóru þessar framkvæmdir langt fram úr því, sem gjört hafði verið ráð fyrir, er 10 ára fram- kvæmdaáætlunin var sett árið 1953. Þetta var glæsileg byrj- un á miklum og kostnaðarsömum raforkuframkvæmdum, sem fyrirhugaðar eru um land allt. Þessar framkvæmdir styrktu mjög trú fólks á framtíð sveitanna og urðu jafnframt mikilsverður þáttur í eflingu iðnaðarins. VINSTRI STJÓRNIN TAFÐI FRAMKVÆMDIR 2. Fundurinn verður því að harma það, að svo hefir til tekizt að þær dreifilínur fyrir rafmagn, sem átti að leggja um sveitirnar í tíð vinstri stjórnarinnar, aðallega á árinu 1958, eru margar enn ólagðar. Hefir það að vonum valdið íbúum hlutaðeigandi sveita miklum vonbrigðum, auk þess sem þetta seinkar raforkuframkvæmdunum í heild. 3. Fundurinn fagnar því, að hinni nýju Sogsvirkjun er nú senn lokið og þar með enn náð stórum áfanga í raforku- málum okkar íslendinga, en með því á stórum og smáum iðnaði dreifbýlisins á Suður- og Suðvesturlandi og Vest- mannaeyjakaupstað, einni stærstu útgerðarstöð landsins, að vera örugglega tryggt rafmagn. 4. Til þess að hraða framkvæmdum á rafvæðingu lands- ins telur landsfundurinn nauðsyn á að örvað verði framtak bæja- og sveitafélaga, félagssamtaka og einstaklinga um þátttöku á þeim málum, svo og til raforkuvirkjana til stór- iðju í landinu. Slík þátttaka, samhliða raforkuframkvæmd- um ríkisins, sé þó háð eftirliti og samþykki þess, varðandi hagræna samvinnu á milli raforkuvirkjana landsins. 5. Landsfundurinn telur tímabært og æskilegt að hraðað verði athugunum á möguleikum til stórra raforkuvirkjana vegna hugsanlegrar stóriðju, svo og til sölu á raforku til anuarra landa. TÍU ÁRA ÁÆTLUN 6. Fundurinn vill benda á, að þó enn séu 4 ár til stefnu, þar til 10 ára rafvæðingaráætluninni er lokið, þá er engu að síður ástæða til að hefja undirbúning að næstu 10 ára áætlun, svo meðal annars verði ljóst hvaða byggðarlög koma ekki til greina samkvæmt henni. Jafnframt verði rannsakað sérstaklega hvernig ríkið geti stuðlað að því að þau byggðarlög eða heimili, sem verða utan þessa svæðis, geti fengið rafmagn. HÉR FER á eftir ályktun landsfundar Sjálfstæðismanna um lan dbúnaðarmál: Landsfundurinn leggur áherzlu á nauðsyn þess, að þjóð- in stuðli að því, að landbúnaðurinn sé þróttmikill og öruggur atvinnuvegur, er geti fullnægt þörf þjóðarinnar fyrir land- búnaðarvörur og verið hlutgengur aðili til öflunar gjaldeyris með afurðasölu á erlendum markaði. Fundinum er ljóst, að örðugleikar landhúnaðarins hafa vaxið mjög við ráðstafanir vinstri stjórnarinnar á síðasta ári, einkum vegna hinna miklu hækkana á verði véla, fóður- vöru o. fl. Fundurinn leggur höfuðáherzlu á eftirfarandi: 1. Að framfylgt verði að fullu þeirri löggjöf, sem í gildi er, landbúnaðinum til hagsbóta. 2. Að verðlagningu á búvöru sé hagað þannig, að bændur fái fullt verðlagsgrundvallarverð fyrir framleiðslu sína komna á vinnslustað, enda sé verðgrundvöllurinn þannig, að öruggt geti verið um hallalausan rekstur hjá hyggi- lega reknum búum. 3. Að á það verði lögð meiri áherzla, en verið hefur, að gera þeim mönnum fært að stofna til búrekstrar, sem við taka af þeim bændum sem nú búa, en hætta eða falla frá. 4. Að unnið verði að því, að framleiðslufélög bænda, svo sem sláturfélög og mjólkursamlög, verði sjálfstæð og óháð öðrum verzlunarstofnunum, svo unnt verði að greiða bændum afurðaverðið sem fyrst eftir að varan er lögð inn. 5. Að stefna beri að því að gera Áburðarverksmiðjunni mögulegt að auka starfsemi sína þannig, að verksmiðjan geti á hverjum tíma séð fyrir innlendri áburðarfram- leiðslu eftir þörfum landbúnaðarins, m. a. með því að framleiða blandaðan áburð. 6. Að tryggð verði og aukin starfsemi þeirra stofnana, sem nú annast tilraunir og leiðbeiningar fyrir landbúnaðinn og miða að því að gera framleiðsluna fjölbreyttari, betri og ódýrari. 7. Að lögð verði áherzla á vandaða framleiðslu og meðferð markaðsvöru landbúnaðarins, og sé þess jafnan gætt að hafa sem nánast samstarf við fulltrúa neytenda um fyrir- komulag, sölu, dy®ifinSu °S merkingu vörunnar. 8. Að auka og bæta gróðurlendi landsins. Er því mikilvægt að efla skógrækt og sandgræðslu. Jafnframt bendir fundurinn á eftirtektarverðan árangur af áburðardreif- ingu yfir afréttar- og heiðalönd og álítur sjálfsagt að halda áfram þeim tilraunum. Frá Alþingi FUNDUR var settur í báðum deildum á Alþingi kl. hálf tvö sl. fimmtud. Eitt mál var á dagská efri deildar, skipun prestakalla. Var það til 3. umræðu. Páll Zóphoníasson kvaddi sér hljóðs um málið og gerði grein fyrir nokkrum breytingatillög- um, sem hann bar fram við frum varpið við þessa umræðu. Framsögumaður menntamála- nefndar, Sigurvin Einarsson, tók næstur til máls. Mælti hann gegn nokkrum tillögum Páls, en eina þeirra taldi hann þó rétt að sam- þykkja. Þá mælti hann með að sam- þykkt yrði breytingartillaga við frv. frá Sigurði Ó. Ólafssyni, um að í stað orðanna „og Laugar- dælasóknir" í VI. 31 (Hraun- gerðisprestakall í Árnessprófasts dæmi) komi: og Selfosssóknir. Breytingartillögur Páls Zóph- aníassonar voru felldar nema ein. Er hún á þá leið, að prestsetrið í Hvanneyrarprestakalli í Borgar- fjarðarprófastsdæmi verði nefnt Staðarhóll en ekki Hvanneyri. Breytingartillaga Sigurðar Ó. Ólafssonar var og samþykkt, og var frumvarpinu svo breyttu vísað aftur til Neðri deildar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.