Morgunblaðið - 21.03.1959, Blaðsíða 6
6
MORCinSBLAÐlÐ
Laugardagur 21. marz 1959
Mendes-France segir álit sitt
á Bandaríkjunum
Franska blaðið L’Express
átti nýlega viðtal við þrjá af
leiðtogum vinstri manna í
Vestur-Evrópu, þá Pierre
Mendes-France leiðtoga vinstri
manna í Róttæka flokknum í
Frakklandi, Pietro Nenni leið-
toga ítalskra vinstrisósíalista
og Aneurin Bevan einn af
höfuðleiðtogum Verkamanna-
flokksins brezka. Var rætt um
framtíð vinstrimanna í Vestur-
Evrópu og bar að vonum
margt á góma. Það var samt
athyglisvert að allir þessir
róttæku leiðtogar voru andvíg-
ir því að þjóðir þeirra segðu
sig úr Atlantshafsbandalaginu,
og hefur þó Nenni til skamms
tima verið samherji kommún-
ista á ftalíu. Bevan og Nenni
voru báðir harðorðir um
Bandaríkin, töldu þau hafa
stöðvað vinstriþróun í Evrópu
og hafa farið heimskulega að
ráði sínu eftir síðari heims-
styrjöldina. Mendes-France
hafði aðra skoðun á því máli,
Og skal hér rakin ræða hans
eins og hún birtist í L’Express
5. marz sl.
M. MENDES FRANCE: —
„Skoðanir mínar eru miklu
mildari gagnvart Bandaríkjunum
en skoðanir ykkar beggja. Þið
eruð ósanngjarnir. Veit ég vel
að Bandaríkin blönduðu sér ekki
í styrjöldina í Evrópu af eintóm-
um mannkærleika eða aðeins í
okkar þágu. En við verðum að
virða það, þegar þjóð skilur að
það er henni í hag að taka áhættu
og færa fórnir til að koma í veg
fyrir enn hörmulegri afleiðingar,
jafnt fyrir hana eins og þá menn
ingu sem hún tilheyrir.
Bandaríkin skildu að hagsmun-
ir þeirra fóru s-man við hags-
muni annarra vestrænna ríkja;
það bar vott um stjórnvizku og
samábyrgð, sem sjaldgæf er í
sögunni. Við höfum öll notið góðs
af því — að minnsta kosti þjóðir
hersetnu landanna í Evrópu —
að Bandaríkin skuli hafa verið
svo alþjóðlega sinnuð.
Og eftir stríðið sýndu Bada-
ríkjamenn enn þá góðvild og þá
skarpskyggni að veita öflugan
stuðning til endurreisnar Evrópu.
í þessu sambandi má líka segja,
að það hafi verið í þeirra þágu
að ekki færi allt á ringulreið í
Evrópu, því þá hefðu kommún-
istar hvarvetna komist til valda.
En það er staðreynd að árum
saman lifði fjöldi Evrópubúa á
brauði Bandaríkjanna, verksmiðj
ur þeirra hefðu ekki getað starf-
að ef Bandaríkjamenn hefðu ekki
í fyrstu séð þeim fyrir efni (gef-
ins eða með lánum til langs
tíma) og viðreisn framleiðslunn-
ar var hafin með vélum, sem
sendar voru frá Ameríku. Þannig
var komið í veg fyrir mikinn
skort. Því ættum við ekki að
gleyma.
Þegar ég lít hlutdrægnislaust á
málið, þá kemst ég að þeirri nið-
urstöðu að bandaríska stjórnin
hafi skilið hina sameiginlegu
hagsmuni okkar og komið okkur
til hjálpar svo um munaði.
Hvort stundum hafi ekki ver-
ið samfara þessari hjálp þving-
anir, sem særðu stolt Evrópu-
landanna? Jú, það er sjaldgæft að
gefandi láti ekki í ljós skoðun
sína um það hvernig gjafapening
unum verði bezt varið. Evrópu-
þjóðirnar, sem voru nýfrelsaðar
og mundu enn niðurlægingu
sína, voru ákaflega viðkvæmar
fyrir þessu; þær þoldu illa af-
skiptin, sem oft voru klaufaleg,
jafnvel þó þau væru í góðum
tilgangi gerð.
En það voru stjórnir okkar,
sem áttu að standast þessar þving
anir, ef þær voru einhverjar.
Aldrei hefur svo ég viti til verið
um neinar gagnráðstafanir að
ræða af hálfu Bandaríkjamanna.
a. m. k. ekki í Frakklandi. Bandr
ríkjamenn blanda sér gjarnan í
málefni annarra, sannfærðir um
að þeir hafi góð ráð að gefa, en
enginn er skyldugur til að fara
eftir þeim. Ég þekki þess engin
dæmi að Ameríkumenn hafi á
nokkurn hátt hefnt fyrir það að
ekki var farið að þeirra ráðum.
Sjálfur hefi ég tvisvar átt hlut
að málum af slíku tagi. Árið
1954 álitu Bandaríkjamenn að
við ættum að halda áfram stríð-
inu í Indókína, en við vorum
ekki á sömu skoðun. Þeir óskuðu
einnig fullgildingar samþykktar-
innar um Evrópuherinn, en
franska þingið felldi hana, hvort
sem það hefur nú verið rétt eða
ekki. Fyrir þetta tvennt fengum
við óskemmtilega gagnrýni í
Bandaríkjunum, sem stundum
var jafnvel óviðurkvæmileg. Það
skaðaði þó ekki samvinnu Vest-
urlanda. Við skýrðum sjónarmið
okkar og Bandaríkjamenn virtu
þau.
Ég held þvi fram að stjórnir
Evrópulandanna hafi alltaf haft
tækifæri til að framfylgja stefnu
þjóðar sinnar í stjórnmálum.
Hafi þær stundum sýnt hlýðni
eða jafnvel óviðkunnanlega und-
irgefni, þá verður að leita á-
stæðunnar í þeirra eigin veik-
leika.
Hitt er svo annað atriði, sú
tilhneiging sem vissir Bandaríkja
menn hafa oft sýnt til að taka
hægri flokkana í Evrópu fram
yfir og þar af leiðandi andstaða
þeirra við vinstri öflin. Það er
mikið til í því, en við berum
líka hluta af ábyrgðinni.
Hvernig hefur þessu nú verið
farið? Bandaríkjamönnum hlutu
að falla í geð hin andkommún-
istísku hróp hægri manna, nærri
alls staðar í löndum okkar, a. m.
k. í Frakklandi, og þessi ákafi
þeirra í að gera grein fyrir
stefnu sinni með einföldum og
kerfisbundnum tilvitnunum í
kommúnistaflokkinn. Okkar
hægri menn hafa aftur á móti
alltaf reynt, vegna stjórnmála-
baráttunnar innanlands, að gera
alla vinstrimenn að kommúnist-
um eða erindrekum kommúnista,
og þær ásakanir fá auðvitað
hljómgrunn erlendis. Þetta- hef-
ur orsakað fordóma í Bandaríkj-
Mendens -France
unum gegn ákveðnum mönnum
og ákveðnum vinstri öflum.
Ef til vill er. ástæðan sú, að
við höfum ekki skýrt nægilega
vel, innan lands og utan, afstöðu
okkar, vilja okkar og stjórnmála-
stefnu okkar. Við höfum ekki
kunnað að verja okkur gegn ó-
heiðarlegum en árangursríkum
árásum. Við ættum að gæta þess
í framtíðinni að koma í veg fyrir
slíkan misskilning.
Það liggur í augum uppi, að
Bandaríkjamönnum hafa orðið á
skyssur. Þeir skilja ekki alltaf
evrópskan þankagang eða hinar
raunverulegu þarfir landa okkar.
Þeir hallast full mikið að því
að halda að það nægi að taka
upp þeirra eigin forskriftir,
frjálsa verzlun, bandalag At.lants
hafsríkjanna, markaðabandalagið
o. s. frv., og þá fari allt vel.
En ég er sannfærður um að
alltaf er hægt að koma þeim í
skilning um okkar aðstöðu. í viss-
um tilfellum hafa þeir hlustað á
það sem menn á borð við Churc-
hill eða Atlee hafa haldið fram
við þá og tekið tillit til þess í
þágu sameiginlegra hagsmuna
og friðar. Það er okkar að tala
almennilega og hreinskilnislega
við þá. En því miður hafa marg-
ir stjórnmálamenn ekki kjark til
þess.
Ef Stóra-Bretland og Frakk-
land, sem höfðu mesta reynslu
í alþjóðamálum, hefðu stungið
upp á leiðum til að vinsa það
bezta úr hinum góðu áformum
Bandaríkjanna, þá hefði orðið
önnur saga eftir stríðið.
En þar er líka veikleika vinstri
aflanna í löndum okkar að
Kenna — og það er ágæt ar-
sökun — að þau sneru sér fyrst
af öllu að innanlands vandamál-
um, og að lokum, þá skorti al-
mennilega samvinnu Evrópu-
landanna og þá sérstaklega Eng-
lands og Frakklands. Allt þetta
orsakaði það, að Bandaríkjamenn
fengu ekki hjá okku'r nauðsyn-
lega aðstoð til að átta sig og
voru látnir einir í reynsluleysi
sínu“.
Um þetta urðu ofurlítið meiri
orðaskipti, og síðan beindust um-
ræður þremenninganna að því
hvort vinstri öflunum væri hag-
ur að því að lönd þeirra gengju
úr Atlantshafsbandalaginu. —
Lýstu ræðumenn því yfir hver
fyrir sig, að þeir teldu ekki rétt
að ganga úr hernaðarbandalagi
við Bandaríkin. Um það sagði
Mendes France m.a.:
„Við lýsum því allir yfir, út
frá mismunandi sjónarmiðum, að
lönd okkar mundu ekki hafa
neinn hag af því að ganga úr
Atlantshafsbandalaginu, þvert á
móti. Það er skylda okkar og við
höfum hag af því að hafa áhrif
innan frá á ákvarðanir þess —
einkum á ákvarðanir Bandaríkja
manna — með tilliti til evrópskra
hagsmuna og friðar“.
Fróðlegt hefði verið að rekja
þessar viðræður þeirra Mendes
France, Nennis og Bevans frek-
ar, en hér er því miður ekki rúm
til þess.
skrifcar ur
daglega iifimi ,
í
Brynjólfur Jóhannesson í hlutverki Joes Kellers í „Allir synir
mínir“ eftir Arthur Miller. Brynjólfur fékk góða dóma gagn-
rýnenda fyrir leik sinn í þessu hlutverki, svo og leiksýningin
í heild. Leikritið hefur nú verið sýnt 25 sinnum í Iðnó við
góðar undirtektir og verður 36. sýningin á sunnudagskvöld.
fyrradag litu tveir þungbún-
ir menn inn á skrifstofu Vel-
vakanda og tjáðu honum raunir
sínar. En áður en við snúum okk-
ur að erindi þeirra, verður að
rekja ofurlítið forsögu þess, að
þeim farmst þeir þurfa að leið-
rétta misskilning.
Það gerðist fyrir nokkrum
árum, að hingað til þessarar eyj-
ar, sem umflotin er köldum sjá,
flúðu nokkrir menn frá landi, sem
hafið er sem fjarlægt ævintýri.
Það er sama í hvaða átt íbúar
þessa lands halda heiman að frá
sér, þeir koma ekki út að sjónum,
(heldur bara inn í annað land.
í hópi þessara 50 flóttamanna
voru þrír sveitamenn, sem gerð-
ust sjómenn. Og svo fór fyrir
þeim eins og Molbúunum í sög-
unum frægu. Þeir lentu í alls
kyns furðulegum ævintýrum, en
hafa bjargast úr þeim öllum. Um
þá ganga ýmsar skemmtilegar
sögur. Sumar hafa staðið á prenti
og verið sannaðar, aðrar eru ó-
staðfestar, en allir hafa gaman
af, utan þeir, sem lenda í að
þjarga viðvaningunum.
Landkrabbar á sjó.
ÞEIR félagar voru ekki búnir að
vera hér mjög lengi, þegar
þeir sáu hvar helzt er fjársjóða
að leita á íslandi. f sumum lönd.
um byrja þeir, sem ætla að verða
ríkir á því að sendast hjá stóru
fyrirtæki og láta sig dreyma um
að setjast í sæti forstjórans. Hér
kaupa menn bát og fara á sjó, í
von um að eignast einhvern tíma
marga báta, sem veiði eínhver
ósköp af fiski.
Jæja, landkrabbarnir fengu sér
bát og lögðu upp í fyrstu veiðiferð
ina. Þeir köstuðu út netjunum —
e.i hver skrambinn. Þau s rkku
bara. Mikilvægt atriði hafði
gleymzt, netakúlurnar vantaði.
Hvernig áttu þeim líka að detta
slíkir hlutir í hug. Þeir hafa
vafalaust aldrei heyrt þá nefnda
á ævi sinni. Jæja, þetta fór nú
allt saman vel, eins og í öllum
Molbúasögum. Greiðviknir sjó-
men slæddu netin upp. Svona fór
um sjóferð þá.
Þeir vöknuðu ekki
í fæturna.
EN þremenningarnir eru kjark-
menn. Þeir létu ekki svona
smá óhapp á sig fá. Því gerðist
það fyrir skömmu að þeir lögðu
upp í annan róður. Að vísu sögðu
heimamenn að ekki gæfi á sjó,
en þremenningunum sýndist sjór
inn ekkert verri en venjulega.
Þrátt fyrir það versnaði veðrið og
þar á ofan bilaði vélin. .Það var
því ekki um annað að gera en
sitja og bíða, og taka lífinu með
ró. Það gafst ágætlega. Eftir
langan tíma bar bátinn að landi.
Að vísu var þar svo mikið brim,
að venjulegir sjómenn hefðu beð
ið guð fyrir sér. Bátur sjókapp-
anna stefndi beint í brimið, komst
gegnum það og að landi, svo lið-
lega að þeir urðu ejíki einu sinni
votir í fæturna. Eitthvað hafa þeir
félagar samt verið tortryggnir í
garð vatns, eftir þessar ófarir,
því þegar þeir sáu glampa á eitt-
hvað í tunglsljósinu, milli þeirra
og næsta bæjar, vildu þeir-ekki
hafa af því nánari kynni og biðu
af nóttina. En þegar birti kom
í ljós, að þetta vatn hafði allt
aðra eiginleika en það, sem þeir
höfðu áður kynnzt. Engin net
hefðu sokkið í það. Það var fros-
ið. Því gengu þeir heim að bæn-
um, fengu góða aðhlynningu og
viidu ólmir sigla aftur heim.
Sínum augum.......
EKKI er vatn eða sjór þó eini
vökvinn, sem íslendingar líta
öðrum augum en landsmenn þre-
menninganna. Heima hjá þeim
bruggar hver sveitamaður sitt
vín til dry|:kjar. Hér drekka
menn líka vín og borga fyrir það
offjár. Þremenningarnir sáu að
þarna var nokkuð sem þeir
kunnu, ekki hafði sveitabruggið
þeirra verið neitt verra en það
sem menn létu ofan í sig hér.
Eitthvað varð nú samt að fara
laumulega með þetta allt. Menn
komu og keyptu, helzt í rökkrinu.
Og einn daginn kom í ljós, að í
staðinn fyrir seðil, hafði ein_
hver þorstlátur fengið þeim brún-
an pappírsmiða. En sú ósvífni
skyldi ekki liðin. Hér skyldi
haldið uppi lögum og rétti.
Þremenningarnir þrömmuðu því
á næstu lögreglustöð og kærðu
athæfið. Sagt er, að lag-
anna verðir hafi ekki litið sömu
augum á málið. Svona er lífið.
Ekki má dæma alla
eftir fáuin.
OG nú skulum við snúa okkur
aftur að gestum Velvakanda.
Það voru landar þessara þriggja,
sem þið vitið nú nokkui deúi
á, og voru þeir komnir til að
biðja Velvakanda um að koma
því á framfæri að ekki mætfi
dæma heila þjóð eftir hrakfalla-
bálkunum þremur. Þeir höfðu
sem sagt orðið fýrir hnútum og
skætingi af íslendinga hálfu
vegna þessara óheppnu landa
sinna. Velvakandi fullvissaði þá
um að enginn mundi í alvöru
dæma 50 manna hóp hvað þá
heila þjóð eftir þremur úr hópn-
um, ekki mundu íslendingar kæra
sig um að þjóðin væri dæmd eftir
sumum þeirra sem stundum flækj
ast til útlanda. Enda er það al-
kunna að flestir þessara land-
flótta útlendinga hafa staðið sig
afbragðs vel við erfiðar aðstæð-
ur í nýju landi.