Morgunblaðið - 21.03.1959, Blaðsíða 19
Laugardagur 21. marz 1959
MORGUNBLAÐIÐ
19
Leikfélag Akureyrar sýnir
Delerium bubonis
— Næsta skrefið
Frh. af bls. 1.
3,300 mílur á klst. í meiri hæð
en sú fyrrnefnda, sem í rauninni
væri óþarfa millistig.
★
Reiknað hefur verið út, að ein-
ungis þyrfti 80 þotur, sem flygju
með þreföldum hraða hljóðsins,
til þess að anna sömu flutningum
og hinar 300 nútímaþotur, sem
bandarísk flugfélög eru nú að fá.
En þessar hraðfleygu þotur
verða ekki teknar í notkun fyrr
en 1970, segja sérfræðingar. —
Ástæðan er sú, að flestöll flug-
félögin eru nú að festa allt sitt
fé og meira til í þotukaupum —
og mundu ekki hafa fjárhagslegt
bolmagn til þess að endurnýja
flotann fyrr en í fyrsta lagi árið
1970. Hins vegar munu tæknileg-
ar hliðar þessa máls að fullu
leystar.
★
Stóru farþegaþoturnar kosta
nú um 3 millj. sterlingspunda,
en þota af svipaðri stærð, sem
flygi með þreföldum hraða
hljóðsins, yrði þrisvar eða fjór-
um sinnum dýrari.
Douglasverksmiðjurnar hafa
varið sem svarar um 107 millj.
punda til smíði farþegaþotunnar
DC-8, en ef hefja ætti nú smíði
fyrrgreindrar þotu, mundi fyrir-
tækið kosta verksmiðjuna 357
millj. sterlingspunda að áliti sér-
fræðinga.
Eitt er athyglisvert í þessum
niðurstöðum. Stórar farþegaþot-
ur, sem fljúga með margföldum
hraða hljóðsins, mega ekki brjóta
hljóðmúrinn fyrr en þær eru
komnar upp í 35,000 feta hæð.
Ástæðan er sú, að þær valda
miklum hávaða — og mundu að
öðrum kosti geta valdið spjöllum
bæði á lifandi og dauðu á jörðu
niðri.
★
Þessar þotur munu hækka
flugið mjög ört, með 12—20
gráða halla svo að ólíklegt er, að
farþegar geti yfirgefið sæti sín
fyrr en komið verður í „rétta“
hæð. Þá telja sérfróðir og, að
með þessum þotum muni deilur
um sætaskipun falla niður af
sjálfu sér. Sumir telja öruggara
að sætum farþega sé komið þann-
ig fyrir í flugvélum, að farþeg-
arnir horfi aftur eftir flugvélinni.
En þegar haliinn verður orðinn
svona mikill, þegar þotan hækk-
ar og lækkar flugið, er þægilegra
að horfa í hreyfiáttina.
Búizt er við, að flestar þessar
hraðfleygu forþegaþotur framtíð-
arinnar verði smíðaðar fyrir 160
farþega, eða þ. u. b.
Þoturnar verði sem sé eins litl-
ar og hægt er að komast af með
— miðað við 4.000 mílna flugþol
— og er þar reyndar miðað við
að þáer flytji með sér eldsneyti,
svipað og þotur þarfnast nú, en
kjarnorkuhreyflar geta auðvitað
mörgu breytt. Búizt er við að
þessar þotur, sem fljúga með 3—
5 földum hraða hljóðsins, vegi
fullhlaðnar 240—300 tonn.
Innbrot framið
í Grimdarfirði
GRUNDARFIRÐI, 20. marz. —
í nótt var brotizt inn í kaup-
félagið hér á staðnum. Hafði
gluggi á bakhlið hússins verið
brotinn og farið þannig inn í
skrifstofurnar. Sáust þar merki
þess, að brálað hefði verið við
peningakassann, því brotin var
af honum halda, en ekki hafði
þó tekizt að brjóta hann upp.
Ekki er heldur kunnugt um, að
neinum öðrum verðmætum hafi
verið stolið.
Ekki er það ljóst, hvort hér
hefur verið einn maður að verki
eðafleiri, en hitt er sýnt, að ekki
var „fagmannlega" að farið, því
að eftir lágu á skrifstofunni í
morgun húfa og vettlingar, ásamt
vindlakveikjara.
Hreppstjórinn hóf þegar byrj-
unarrannsókn í málinu, en í
kvöld er sýslumaðurinn í Stykk-
ishólmi, eða fulltrúi hans, vænt-
anlegur hingað og mun taka
málið í sínar hendur. —E.M.
AKUREYRI, 20. marz. — Næst-
komandi þriðjudagskvöld hefir
Leikfélag Akureyrar frumsýn-
ingu á hinu vinsæla leikriti, „Del-
erium bubonis", eftir þá bræður
Jónas og Jón Múla Árnasyni, sem
sýnt hefir verið í Reykjavík
undanfarið. — Eins og frá hefir
verið skýrt áður, hafa þeir bræð-
ur breytt leikritinu allmikið frá
því að það var flutt í útvarp fyrir
nokkrum árum, og bætt inn í það
söngvum og dönsum.
Leikstjóri er Flosi Ólafsson,
leikaii frá Reykjavík, en hann
hefir dvalizt hér um skeið, bæði
til þess að æfa þetta leikiit og
sem kennari við leiklistarskóla
ieikfélagsins. Hefir leikskólinn
verið vel sóttur, en auk Flosa
kennir Guðmundur Gunnarsson
við skólann.
Aðalhlutverkin í „Delerium
bubonis" eru í höndum þessara
leikenda: Eggert Ólafsson leikur
forstjórann, Þórhalla Þorsteins-
dóttir forstjórafrúna, Jóhann Ög-
mundsson ráðherrann, Óðinn
Valdemarsson fósturson ráðherr-
ans og Þórey Guðmundsdóttir
dóttur forstjórans. Er þetta frum-
raun hennar á leiksviði. — Þeir
Árni Ingimundarson, Sigurður
Jóhannesson og Edvin Kaaber
leika fyrir söng og dönsum.
„Delerium bubonis er þriðja
viðfangsefni Leikfélags Akur-
eyrar í vetur — hin tvö voru
„Gasljós" og „Forríkur fátækl-
ingur. Bæði þessi leikrit voru vel
sótt, t. d. voru hafðar 16 sýningar
á hinu síðarnefnda og ávallt fyrir
— Blóðugir
bardagar
Frh. af bls. 1.
skipulag meðal frumbyggja
Tíbets.
★
Kínverjar eru óvanir að berj-
ast og ferðast í landsiagi sem í
Tíbet — og hinir innfæddu voru
þeim því skeinuhættir þrátt fyr-
ir frumstæð vopn. Tókst Khamba
mönnum að ná miklu herfangi
strax árið 1950, bæði skotvopn-
um og skotfærabirgðum. En þeir
eyðilögðu öll þessi hergögn, því
að þeir kunnu ekki að nota þau.
Síðar tóku þeir marga Kínverja
herfangi og létu þá kenna sér að
nota hin nýtízku vopn, riffla og
annað slíkt — og hófu svo að
ræna Kínverja aftur.
Öruggar fregnir eru af því, að
sl. sumar hafi þúsundir Khamba
haldið til Lhasa til þess að fá
áheyrn hjá Dalai Lama og votta
honum hollustu sína. Ekki er vit-
að hvort einhverjir náðu fundi
trúarleiðtogans, en hins vegar
eru fregnir af því, að um 10 þús-
undir Khaníba hafi flúið höfuð-
borgina af ótta við að verða strá-
felldir af kínverskum kommún-
istum. Herjuðu Khamba-menn
nærliggjandi héruð og tóku a. m.
k. 14 herstöðvar Kínverja her-
skildi. Stofnuðu þeir þar eigið
riki — og snemma £ mánuðinum
bárust fregnir af því, að þeir
hefðu hrakið Kínverja frá bökk-
um Bramaputra, aðeins fáeinar
mílur frá Lhasa.
★
Þetta mun ekki vera í fyrsta
sinn, sem skerst í odda með Tíbet
búum og hinum erlendu drottn-
urum, enda þótt fréttir hafi ekki
verið miklar af atburðum þar í
landi. Al.lt frá því að kommún-
istar þvinguðu forystumenn Tí-
bets til þess að undirrita samning
í Peking árið 1951, þar sem Kín-
verjum voru falin utanríkis- og
hermál Tíbets, hafa öðru hverju
blossað upp smáskærur víða um
landið — og fregnir af þeim bor-
izt umheiminum, oft mánuðum
síðar. Kínverjar hafa stöðugt
styrkt her sinn og samgönguleiðir
I Tíbet á undanförnum árum, en
aðalbækistöðvar kínverska hers-
ins í Tíbet eru í höfuðborginni
Lhasa.
fullu húsi. — Brátt munu hefjast
æfingar á fjórða leikritinu, sem
félagið sýnir á þessu leikári, en
því mun ekki hafa verið gefið
nafn enn. — Baldvin Halldórsson,
leikari frá Reykjavík, er væntan-
legur hingað til bæjarins innan
skamms, en hann mun sijórna
þessu leikriti. — Mag.
SAINT Quentin (Frakklandi),
20. marz. — Bandaríski hermað-
urinn, sem á stríðsárunum
strauk úr hernum og faldist
Frakklandi í 14 ár og giftist
þar franskri stúlku, var í dag
dæmdur í eins mánaðar fangelsi
fyrir ölvun á almannafæri og
óspektir. Einnig var hann sak-
aður um að aka bíl undir áhrif-
um og hafa m. a. ekið á brúarhand
rið, sem skemmdist nokkuð. —
Hann slapp þó ómeiddur.
Wayne Powers, en svo heitir
hinn fyrrverandi hermaður,
hlaut 10 ára fangelsi í Banda-
ríkjunum á sínum tíma fyrir
liðhlaup, en síðan var þeim dómi
breytt í 6 mánuði. Hann hélt að
þeim tíma liðnum aftur til
franska þorpsins, sem hann
faldist í, og býr nú þar með
konu sinni og fimm börnum.
Félagsláf
íþrótlafélag Kvenna
Skíðafólk, sem ætlar að dvelja
í skála félagsins um páskana, —
vitji dvalarkorta í Hattabúðina
Höddu, mánudag 23. þ.m., frá kl.
6 til 7 síðdegis. — Stjómin.
Jazz-klúbbur Reykjavíkur!
Klúbburinn opnar í Framsóknar
húsinu í dag kl. 2,30. — Dagskrá:
1. Plötukynning Finnur Eydal.
2. Quartett Áma Scheving.
3. Jam Session (Reynir Sig-
urðsson o. f 1.). — Stjórnin.
Frjálsíþrótladeild K.R.
Innanfélagsmót á laugardags-
æfingunni í langstökki og þrí-
stökki án atrennu og hástökki með
atrennu. —
Ferðir sktðafélaganna um
helgina. —
Laugardagur 21. þ.m. kl. 2 og
kl. 6, ílellisheiði, kl. 2,30, Mosfells
heiði. — Sunnudagur kl. 10, Hellis
heiði, kl. 9,30 Mosfellsheiði. Farið
verður frá B. S. R.
Samæfingartími T B R
í Valshúsinu fellur niður í dag
vegna Reykjavíkurmóts í bad-
minton. _____________________
Samkomur
Samkoma verSur í samkomusal
Hjálpræðisíhersins kl. 8,30.
Talað verður um efnið: „En allt
þetta kom yfir þá sem fyrirboði
og það er ritað oss til viðvörunar
sem endir aldanna er komið til“.
Sjá 1. Kor. 10. kapt., 11. vers. —
Allir velkomnir.
SigurSur Jónsson, Bjarnastöðum.
K. F. U. M.
Kl. 10 f.h. Sunnudagaskólinn.
Kl. 10„30 f.h. Kársnesdeild.
Kl. 1,30 e.h. Drengir.
Kl. 8,30 e.h. Kristnilboðssatn-
koma. Felix Ölafsson kristniboði
talar. Allir ve.lkomnir.
Kristniboðshúsið Betanía,
Laufásvegi 13, —— Á morgun:
Sunnudagaskólinn kl. 2 e.h. öll
böm velkomin.
I. O. G. T.
Baraastúkan Unnur
Fundur á miorgun sunnudag, í
G.T.-húsinu, kl. 10 f.h.
Branastúkan Díana nr. 54
Fundur á morgun kl. 10. Leik-
þættir og kappát. Mætið stundvís-
lega. — Gæzlumenn.
Öðagot á slysstað
I FYRRADAG varð umferðar-
slys vestur á Ránargötu. Tveggja
ára telpa varð fyrir vörubíl, sem
fór yfir annan fótlegg barnsins
og braut hann.
Svo mikið var óðagotið, að lög-
reglan var ekki kölluð á slys-
staðinn og heldur ekki sjúkralið-
ið. Var barnið gripið upp af göt-
unni og farið með það í skyndi á
slysavarðstofna. Þar kom í ljós
að litla telpan hafði fótbrotnað.
Afli siðustu daga hefur verið
fremur lélegur, þó hefur einn
bátur haft sæmilegan afla. í gær
fékk Reykjaröst t.d. 22 tonn. Afli
bátanna í dag var fremur léleg-
ur. Þegar þetta er skrifað er
mestur afli hjá þeim sem komn-
ir eru að landi um kl. 8, með
rúmlega 8 tonn. Allar horfur eru
á landlegu á morgun, föstudag.
Talið að Langhelle
verði forsætisráð-
herra í Noregi
OSLO, 19. marz. — Ýmislegt
bendir til þess að verið sé að
ræða endurskipulagningu ríkis-
stjórnarinnar í norska verka-
mannaflokknum.
Það er vitað að nokkrir ráð-
herranna óska lausnar eftir
margra ára stjórnarstörf og m. a.
er opinberlega vitað, að Gustav
Sjaasted iðnaðarmálaráðherra á
Hafði rannsóknarlögreglan orð á
því hve hættulegir slíkir „sjúkra-
flutningar“ sem þessir geti orðið.
Beri fólki undantekningarlaust
að láta sjúkraliðið annast flutn-
ing slasaðra.
Bílstjórinn á vörubílnum sagð-
ist hafa séð hóp barna er hann
kom eftir Ránargötui ni, einnig
hafi drengir verið að leik úti á
sjálfri götunni. Hafi hann ekkert
vitað fyrr en kona kom hlaup-
andi með bílnum og bankaði hún
í bílinn. Þegar bílstjórinn kom út
hafði hann séð að kona var búin
að taka barnið upp af götunni og
er skemmst frá því að segja, að
farið var með það í leigubíl í
slysavarðstofuna, sem fyrr grein-
ir. Bílstjórinn hafði skilið bílinn
eftir á þeim stað, sem slysið vildi
til. Þegar hann kom aftur frá
slysavarðstofunni, hafði einhver
vegfarandi flutt bílinn tii á göt-
unni.
Rannsóknarlögreglan vill biðja
alla þá er upplýsingar gætu gef-
ið um aðdraganda slyssins, að
gera sér viðvart hið fyrsta. Fót-
brotna telpan heitir Guðleif H.
Benediktsdóttir til heimilis að
Ránargötu 31 og varð slysið þar
við húsið.
að taka við fylkismannsstöðunni
í Norður-Þrændalögum innan
skamms.
Þá er sterkur orðrómur á sveími
um það að Einar Gerhardsen for-
sætisráðherra hafi i hyggju að
skipta á embætti sínu við Nils
Langhelle, forseta Stórþingsíns.
Yrði Gerhardsen þá forseti þings-
ins en Langhelle forsætisráð-
herra.
Að lokum er talað um það að
Arne Skaug veizlunarmálaráð-
herra og einn helzti foringi Verka
mannaflokksins verði að víkja úr
því embætti sínu vegna deilnanna
um vopnasölur til Batista ein-
ræðisherra Kúbu á síðasta ári.
Hjartanlega þakka ég öllum þeim sem minntust mín
á 80 ára afmæli mínu 8. marz síðastliðinn.
Guð blessi ykkur öll.
Guðni Einarsson frá Strönd.
Hjartanlegar þakkir sendi ég' öllum fjær og nær sem
með heimsókn, gjöfum og skeytum sýndu mér vinsemd
þann 13. þ.m. á 75 ára afmæli mínu.
Halldór Jónsson Njörvasundi 5.
Móðir okkar og tengdamóðir
INGUNN BJÖRNSDÓTTIR
verður jarðsungin frá Fríkirkjunni mánudaginn 23. marz
kl. 2 e.h. Athöfninni verður útvarpað.
Börn og tengdaböm.
Faðir okkar
VILHJÁLMUR KETILSSON
frá Kirkjutorgi.
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 23.
marz kl. 13,30.
Vilborg Vilhjálmsdóttír, Margrét Vilhjálmsdóttir.
Innilega þökkum við auðsýnda samúð vinarhug og hjálp
við andlát og jarðarför föður okkar
ELIMUNDAR ÞORVARÐSSONAR
Stakkabergi.
Guð blessi ykkur öll.
Börnin.
Hjartans beztu þakkir til allra þeirra sem auðsýndu
okkur samúð við fráfall ástkærs eiginmanns míns, föður
okkar og sonar míns
GUÐJÓNS SIGURJÓNSSONAR
er fórst með Hermóði þann 18. febr. sl.
Margrét Vestmann og dætur
Magnúsína Magnúsdóttir.
Strokuhermaðurinn í
fangelsi
Keflavik
— Ingvar.