Morgunblaðið - 21.03.1959, Blaðsíða 12
12
MORCVTSm 4Ð1Ð
Laugardagur 21. marz 1959
Vortízkan 1959
m.a. kjólar ór „mohair“-efninu sem nú
fer o^'rför um heim allann. —
MARKABURIIUN
Laugaveg 89.
Réttiætíð mun sigra
Hvenær mun hugsjónin
„frelsi frá ótta“ rætast?
Um ofanritað efni talar
O.J.Olsen í Aðventkirkj-
unni annað kvöld (sunnu-
daginn 22. marz 1959). kl.
20:30.
Einsöngur og kvartett.
Allir velkomnir.
Félag störeignaskattsgreiðenda
Fundur verður haldinn í félaginu i Tjarnarcafé
niðri), sunnudaginn 22. þ.m. og hefst kl. 2 síðdegis.
Á fundinum verða m.a. veittar lögfræðilegar leið-
beiningar víkjandi því, hvernig réttast er að bregðast
við innheimtu hins svonefnda stóreignaskatts, eins
og málið horfir nú við.
Er öllum félagsmönnum, og einnig þeim, sem hugsa
sér að ganga í félagið og vilja njóta aðstoðar þess,
ráðlagt eindregið að sækja fundinn.
Fundarhlé og sameiginleg kaffidrykkja verður
kl. 4.
Félagsstjórnin
Nýtt símanúmer
Vegna væntanlegs flutnings fyrirtækisins.
Sími okkar nú
35-400 kl. 8—19. — 22-8-23 eftir kl. 19.
Viðskiptamenn okkar eru vinsamlegast beðnir að
skrifa hjá sér númerin.
Rybhreinsun & Málmhuóun s.f.
Görðum v/Ægisíðu.
Bíllinn
SIMI — 18-8-33.
MERCURY '1957 Station. Mjög glæsilegur, til sölu
og sýnis í dag.
kjoíálinn
Varðarhúsinu við Kalkofnsveg.
Sjötugui í dag:
Guðbjartur Ólafsson forseti SVFÍ
ÞÓTT það sé alkunnugt, að ekkiT
fara ávallt saman gæfa og gjörfu
leiki, eru dæmin sem betur fer j
miklu fleiri um hitt, að þeim, sem
vel eru að heiman gerðir, auðn-
ist að verða ætt sinni og sam-
ferðamönnum til sóma og nyt-
semdar. Einn þeirra manna er
Guðbjartur Ólafsson, forseti
Slysavarnafélags fslands, sem er
sjötugur í dag. Má hiklaust telja
hann einn af farsælustu forgöngu
mönnum íslenzkrar sjómanna-
stéttar.
Guðbjartur er Barðstrending-
ur að ætt og uppruna, fæddur að
Kefiavík í Rauðasandshreppi, 21.
marz 1889, sonur Ólafs Guðbjarts
sonar og konu hans Guðrúnar
Jónsdóttur, sem þar bjuggu lengi.
Á barnsaldri mun Guðbjartur
hafa farið að stunda sjó með föð-
ur sínum, eins og altítt var um
vestfirzka drengi á þeim árum,
og árið 1911 lýkur hann bæði
fiskimanna- og farmannaprófi við-
Stýrimannaskólann í Reykjavík.
Skipstjóri var hann á ýmsum
skipum á árunum 1913—1929 og
fórst það starf þannig úr hendi,
að aldrei hlekktist honum á né
missti af sér mann, í öll þau ár,
sem hann fór með skipstjórn.
Árið 1916 var Guðbjartur skip-
stjóri ó kútter „Ester“ frá Reykja
vík, og bar þá gæfu til að bjarga
úr bráðum háska áhöfnum fjög-
urra árskipa samt. 38 mönrium
í norðan-áhlaupaveðri á vetrar
vertíð suður í Grindavíkursjó. Er
sú björgun fræg orðin, því að
vafaiítið má telja, að aliir hefðu
þessir sjómenn farizt, hefði „Est-
er“ ekki borið þar að. Árið 1921
var Guðbjartur skipstjóri á tog-
ara og bjargaði þá enskum tog-
ara, sem var að Veka upp í Þrí-
dranga við Vestmannaeyjar,
hjálparlaus, með veiðarfærin í
skrúfunni.
Árið 1929 gerðist Guðbjartur
hafnsögumaður í Reykjavík og
gegndi því starfi til ársins 1955,
er hann gerðist eftirlitsmaður
með vínveitingastöðum hér í bæn
um á vegum dómsmálaráðuneyt-
isins. Um þessi störf hans þarf
ekki að fjölyrða, þau hafa ver-
ið unnin af þeim alkunna dugn-
aði og skyldurækni, sem ein-
kennt hefur ailt, sem hann hef-
ur tekið sér fyrir hendur.
Eins og nærri má geta, hefur
Guðbjartur orðið að hafa á hendi
margvísleg störf í íélagsmálum
sjómanna, var t.d. formaður
skipstjórafélagsins „Öldunnar" í
18 ár, í stjórn Farmanna- og
fiskimannasambands íslands frá
byrjun, varabæjarfulltrúi og
varamaður í hafnarstjórn í nokk-
ur ár auk annars, sem of langt
mál yrði upp að teija.
Þó býst ég við, að lengst muni
halda nafni hans á lofti störf
hans í þágu slysavarna, fyrr og
síðar. Auk þess, sem áður er get-
ið, átti hann sem hafnsögumað-
ur þátt í björgun margra manna
úr Reykjavíkurhöfn og umhverfi
hennar, bæði á nótt sem degi, og
forystu í málefnum Slysavarna-
félags íslands hefur Guðbjartur
nú haft um tveggja áratuga skeið.
Hann var kosinn í aðalstjórn fé-
iagsins árið 1938 og forseti þess
árið 1940, og hefur gegnt for-
setastörfunum óslitið síðan, eða
Vesfurbœingar
Ný verzlun opnar í dag að Framnesvegi 2.
Þar verður á boðstólum
• Vefnaðarvara — stykkjavara og smávara.
Allt nýjar vörur — Eitthvað fyrir alla.
Verzlunin Dalur
Ungtemplarar
ÁrsHátíðin verður haldín í GT-húsinu sunnudaginn
22. marz kl. 9.
Góð skemmtiatriði
Miðar afhentir laugardaginn 21. marz kl. 4—6 e.h.
í GT-húsinu.
Ungmannast. Andvari og Framtíðin.
Hestamannafélagið Hörður
Aöalfundur Haröar
verður haldinn í Hlégarði sunnudaginn 22. marz og
hefst kl. 2 e.h.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
nálega % þess tíma, sem félagið
hefur starfað. Á þessu tímabili
hefur Siysavarnaféiagið verið í
örum vexti. Deildir þess hafa nær
tvöfaidazt að tölu, meðiimatal-
an 2-3-faldazt, og verkefni og
vinna starfsmannanna aukizt að
sama skapi. Má nærri geta, að
ekki hefur þessi þróun dregið úr
umsvifum forsetans, sem fylgist
með öliu og oft verður að ráða
málum til lykta milli stjórnar-
funda.
Traust það, sem Guðbjartur
hefur áunnið sér með störfum
sínum í þarfir Slysavarnafélags-
ins má marka af því, að allt þetta
tímabil hefur hann orðið sjálf-
kjörinn forseti félagsins, þing eft
ir þing. Þetta traust hefur hann
einnig verðskuldað að dómi allra,
sem til þekkja, því að umhyggja
hans fyrir málefnum Slysavarna-
félagsins og dagleg þátttaka í
störfum þess er þannig, að hann
hlýtur að fórna félaginu mestum
tíma, sem hann getur séð af
vegna atvinnu sinnar. Þó vita
allir, að hér er ekki eftir öðrum
launum að siægjast en ánægjunni
af að leggja góðu málefni iið og
eiga virkan þátt í vexti þess og
viðgangi.
Á þessum merku tímamótum
í lífi hans vil ég fyrir hönd stjórn
ar Slysavarnafél. fslands þakka
Guðbjarti Ólafssyni hið mikla
og óeigingjarna starf hans fyrr
og síðar í þágu þeirra mála, sem
félagið berst fyrir, óska honum
iangra lífdaga og Siysavarnafé-
laginu þess, að það megi sem
lengst njóta farsællar forystu
hans í málum sinum.
Friðrik V. Ólafsson.
ÞAÐ munu fáir ætla, sem
mæta Guðbjarti Óiafssyni, for-
seta Siysavarnaféiags íslands,
á förnum vegi, að hann sé að
verða sjötugur, en ekki mun þó
þýða þar móti að mæla.
Guðbjartur hefur unnið mikið
og merkilegt starf í þágu þjóð-
ar sinnar, bæði sem skipstjóri
og hafnsögumaður í Reykjavík
um mörg ár og með þátttöku
sinni í félagsmálum sjómanna-
stéttarinnar, en þó einkum slysa
varnamálum, en fyrir það starf
sitt er hann löngu þjóðkunnur.
Hann var einn af stofnendum
Slysavarnafélags íslands 1928
og forseti þess hefur hann'verið
síðan 1940, lengur en nokkur
annar.
Hann hefur verið féiagi 1
Reykjavikurdeildinni „Ingólfi"
og meðal fulltrúa þeirrar deild-
ar á landsþingum Slysavarnafé-
lagsins.
Fiestir munu á einu máli um
það, að Guðbjartur Ólafsson hafi
rækt starf sitt sem forseti Slysa-
varnafélagsins með ágætum,
enda hefði verið auðvelt að
skipta um forseta öll þessi ár,
ef ástæða hefði þótt til.
Kostir Guðbjarts sem forseta
hafa jafnan verið, hinn brenn-
andi áhugi á slysavarnamálum,
reglusemi og lipurð og víðtæk
þekking hans á öllu, sem lýtur
að sjómennsku og siglingum.
f svo fjölmennum félagssam-
tökum §em Slysvarnafélagi fs-
lands, er fólk ekki alltaf sam-
mála um starfsaðferðir, en það
sem sameinar það, er hinn mikli
áhugi þess, að starfa fyrir þetta
mikla velferðarmál og efla sem
mest slysavarnastarfið í landinu
yfirleitt.
f þessum félagsskap hefur Guð
bjartur Ólafsson reynzt hinn
bezti forustumaður og svo mun
verða, meðan hann heíur þetta
mikilvæga starf á hendi.
Slysavarnafólk um land allt
mun hugsa hlýtt til hans í dag
og þakka honum mikið og gott
starf, og við félagar hans í „Ing-
ólfi“ sendum honum, konu hans
og fjölskyldu beztu kveðjur og
árnaðaróskir.
Ó. J. Þ.