Morgunblaðið - 25.03.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.03.1959, Blaðsíða 6
6 MORCVNfíLAÐIÐ Miðvikudagur 25 marz 1959 María Gabriella er 19 ára hávaxin og 1 jóshærð.Keisarinn af Persiu er tuttugu árum eldri en hún. Keisarinn af hryggbrotinn Italskur olíukóngur benti honum á ógifta kóngsdóttur REZA Pahlevi keisari af Persíu, sem er mönnum kunnur hér á landi fyrir það að hann sendi Ásgeiri Ásgeirssyni forseta ára- mótakveðjur á hverju ári hefur verið heldur óheppinn í hjóna- bands og ástamálum sínum. Hann er nú 39 ára og enn hefur honum ekki tekizt, að gefa þjóð sinni ríkiserfingja. Þegar Reza var 19 ára giftist hann Fawzíu prinsessu af Egypta landi, systur Farúks Egyptalands- konungs. Með henni átti hann eftir eins árs hjónaband eina dótt ur Shanaz prinsessu. Siðan ekki söguna meir og eftir 8 ára hjóna- band skildi hann við Fawzíu, á þeim forsendum, að hún hefði markaðinn í samkeppni við brezku og bandarísku olíufélögin og þótti hann hafa unnið mikinn sigur, þegar honum tókst s.l. haust, að fá einkarétt til olíu- vinnslu í norðanverðri Persíu. Þetta tókst aðeins vegna þess, að hann hafði komið sér í mjúkinn hjá Reza Pahlevi. En menn halda nú að eitt sterkasta trompið hjá Mattei hafi veið, að hann benti keisaranum á unga og fallega ítalska prinsessu, sem gæti orðið vegleg keisaradrottning og stuðl- að að auknum viðskipta og menn ingarteglsum milli ítalíu og Persíu. Þessi framtakssami Matteis er Persíu I nú almennt fordæmd á ftalíu, ekki sízt þar sem Umberto er ekki lengur konungur á Ítalíu. Hann var rekinn frá völdum í stríðslpkin og Mattei var einmitt í hópi þeirra fylgismanna Kristi- lega lýðræðisflokksins, sem vildu stofnun lýðveldis. Þrátt fyrir það er eins og Mattei telji konungsfjöl skylduna eins og hvert annað lausafé, sem hann getur notað til viðskipta. EFTIR að Mattei hafði stungið þessari hugmynd að vini sín- um keisaranum af Persíu, fór skyndilega að bera á óeðlilega miklum áhuga þess síðarnefnda fyrir Savoy-ættinni — ítölsku konungsfjölskyldunni. Umberto fyrrverandi konungur býr í útlegð í Cascais-höll í Portú gal. Drottning hans, Maria José, systir Leopolds fyrrum Belgíu- konungs hefur hins vegar dvalizt í vetur í Merlinge höli í Sviss- landi. Þau eiga fjögur sérlega mann- vænleg börn. Þau eru Maria Pia, sem er gift Alexandri bróður Pét- urs fyrrum konungs af Júgóslav- íu, Viktor Emanuel, Maria Gabri- ella og Maria Beatrica. Það vakti fyrst athygli manna, að keisarinn fór að bjóða þeim systkinum í heimsókn til Persíu. Fyrst bauð hann Viktor Emanuel til Teheran og nokkru síðar Mariu Piu og Alexander. Ferðuðust þau víða um landið eins og skemmti- ferðamenn og dvöldust í góðu yfirlæti hjá hirðinni í Teheran. En því vöktu þessar ferðir svo mikla athygli, að áður hafði aldr- ei neinn meðlimur Savoy-ættar- innar stigið fæti á persneska grund. Nú fór keisarinn sjálfur líka að venja komur sínar til ítalxu. Alltaf var verið að birta fréttir um það að keisarinn væri kom- inn til Róm, eða farinn frá Róm. Hann heimsótti vin sinn Enrico Mattei í Milanó og skömmu seinna gerðist hann meira að segja svo djarfur að knýja dyra í Merlinge-höll í Svisslandi til að hitta og sjá Mariu Gabriellu. Er sagt að keisarinn hafi orðið mjög hrifinn og ástfanginn af henni. í einni för sinni til Ítalíu gekk Reza Pahlevi á fund Jóhannesar páfa 23. Það vax^ fyrsti erlendi þjóðhöfðinginn sem hinn nýi páfi tók opinberlega á móti. Er álitið að Persinn hafi rætt við páfa um það hvort kaþólska kirkjan yrði því mótfallin af trúarástæðum, að prinsessan giftist honum. Einnig mun keisarinn hafa sent orðsend- ingu til Umberto konungs, sem jafngilti bónorði, en orðrómur hermir, að konungurinn hafi svarað, að stúlkan yrði að ráða þessu sjálf. HINAR mörgu ferðir keisarans til Ítalíu og tilraunir til að koma á kynnum við ítölsku kon- ungsfjölskylduna vöktu athygli manna á Ítalíu og fyrr en varði var menn farið að gruna margt. Upp úr áramótunum hafa ítölsk blöð verið full af ástarsögum um keisarann af Persíu og Maríu Gabriellu. Hafa undirtektir alm. verið misjafnar. Þótt Ítalía sé orð in lýðveldi á konungsættin enn sterk ítök í hjörtum manna. Sum ir fögnuðu samskiptunum við Per síu, töldu að slíkt myndi leiða til ekki alið honum ríkiserfingja. Þótti keisaranum lítil eftirsjá í fyrstu drottningu sinn, sem var mesti skapvargur. Þremur árum síðar giftist keis arinn persneskri höfðingjadóttur Sorayu og var sambúð þeirra mjög góð og heit ást þeirra í milli. En Soraya var óbyrja og dugði á.stin þá lítið. Síðastliðið sumar skildi keisarinn við hana fullur harms, en kvaðst verða að taka þessa ákvörðun þar sem honum bæri skylda til þess að gefa þjóð sinni rikiserfingja. Nú hefur keisarinn verið á bið- ilsbuxum í heilt misseri. Hefur gengið með grasið í skónum á eft ir ítalskri prinsessu Maríu Gabri ellu, dóttur Umberto fyrrum Ítalíukonungs. En því ævintýri lauk fyrir nokkru með því að keisarinn var hryggbrotinn. Ekk ert hefur síðan heyrzt um það* hvort hinn ógæfusami keisari er farinn að þreifa fyrir sér víðar. í STARÆVINTÝRIÐ með xV Maríu Gabriellu, sem þó var ekkert ástarævintýri, hefur orðið keisaranum til nokkurrar hneisu. Og ennþá leiðinlegra verður það fyrir þá sök, að talið er sennilegt, að háttsettur erindreki ítölsku stjórnarinnar hafi komið þessu öllu af stað. Sá sem talinn er eiga sökina heitir Enrico Mattei og er fram- kvæmdastjóri í ítölsku olíueinka- sölunni ENI. Mattei þessi er einn af áhrifamestu foringjum Kristi- lega lýðræðisflokksins ítalska, ▼ar á stríðsárunum æðsti foringi ítalskra skæruliðasveita, en gerð ist síðan stjórnandi ítalska olíu- hringsins. Hann er maður mikill [á lofti, kappsfullur og ósvífinn. Síðustu ár hefur hann stefnt 1 iM því að koma ENI inn á heima- skrifar úr daglegq lífinii ) Biðskýlin og sóðarnir VELVAKANDI hefur fengið bréf frá Bústaðahverfisbúa. Það sem honum liggur á hjarta, er að koma á framfæri ósk „allra Bústaðahverfis- og raðhúsaíbúa" um að reist verði biðskýli við hraðferðarstöðulinn gegnt bæn- um Brekku við Réttarholts- og Bústaðaveg. Hann segir: „Við íbúar þessa borgarhluta finnum vei hvað þetta er aðkall- andi. Sunnan áttin er hér nær- geng og um algjört bersvæði að ræða. Er því margur strætis- vagnafarþeginn frá þessum bið- stað illa vindbarinn, kaldur og blautur." Velvakandi hefur mikla samúð með öllum þeim. sem þurfa að standa úti í hvaða veðri sem er til að bíða eftir strætisvagni, og samgleðst íbúunum í nágrenni við hvert nýtt biðskýli sem upp rís, en þeim er nú að smáfjölga. T. d. er nýkomið geysistórt nýtt biðskýli við Miklubrautina. í minni hverfum verða biðskýlin að sjálfsögðu að vera minni og ómyndarlegri. Skýlin koma samt sem áður að haldi, þ. e. a. s. ef gengið er sæmilega um þau. En á því hefur verið talsverður mis- brestur. Það virðast vera undarlega margir sóðar á ferli í kringum biðskýlin. Ótrúlegt er að þeir sem mest þurfa að nota slíkt biðskýli kroti óþverraorð á veggi þeirra og fleygi í þau sígarettupökkum, aldinhýði og alls kyns rusli, svo ekki sé minnzt á annað verra. En einhverjir gera það, og engir hafa betri aðstæður til að verja skýlin og hafa hendur í hári skemmdar- varganna en þeir sem búa í nánd við skýlin og er þar oft á ferð. Og þeim kemur það við hvernig gengið er um þessi almennings- skýli. Þeir ættu því ekki að láta undir höfuð leggjast að kæra þá, sem staðnir eru að skemmdar- verkum á almenningsskýlunum. En eins og í hverju hverfi búa sóðar, þá býr þar líka hreinlegt fólk. Eina húsmóður þekki ég, sem í fyrrasumar labbaði með strákústinn sinn nokkrum sinnum út í biðskýlið, þar sem hún sjálf og fjölskylda hennar bíða daglega eftir strætisvagni, og sópaði skýl- ið. Þetta er ekki beinlínis henn- ar verk, en hreinlæti hennar er samt sem áður til fyrirmyndar. Þvegnar stéttir UR því minnzt er á hreinlæti á á götum úti, er sjálfsagt að hafa orð á því hve miklum stakka skiptum göturnar f miðbsenum hafa tekið nýlega. Nú þyrlast ekki lengur sandur upp í augun á manni, um leið og hvessir, og alls kyns óþverri virðist hafa horfið af götunum á nokkrum dögum. Skýringin mun vera sú, að bæjaryfirvöldin létu nýlega þvo steinlögðu stéttirnar með volgu vatni, sem sprautað var úr tankbílum. Hefur þessi nýbreytni gefizt ákaflega vél. Óánægja á Vestfjörðum. Vestfirðingur skrifar eftirfar- andi: MIKIL óánægja ríkir á Vest- fjörðum með ferðaáætlun Heklu í páskaferðinni. Skipið á að fara beint frá Reykjavík til Patreksfjarðar og þaðan til Isa- fjarðar. En þar á það svo að snúa við og fara suður til Bíldudals, snúa þar við aftur og koma við á Þingeyri, Flateyri og Suðureyri. Hvers vegna má skipið ekki taka allar þessir hafnir á nórðurleið- inni strax á eftir Patreksfirði? Þannig var áætlunin líka hér áður. Við, sem búum á þesum stöð- um, frá Patreksfirði til Súganda fjarðar, erum mjög óánægð með þetta og trúum ekki öðru en að ísfirðingum lægi það í léttu rúmi þótt skipið tæki okkar hafnir í réttri röð eins og áður. Skora ég á Skipaútgerð ríkisins að kippa þessu í lag. náinna tengsla, sem kæmi báðum löndunum vel. Þó voru hinir fleiri, sem fannst skömm til koma. Mótmælabréfum tók nú að rigna yfir Umberto konung. Það sem menn höfðu helzt á móti keisar- anum var það, að hann var múha- meðstrúar, en hin unga kóngs- dóttir alin upp í hreinni kaþólskri trú. Eitt ítalska blaðið birti nú í febrúar sl. samtal við Mariu José móður hinnar heittelskuðu prins- essu og kom í ljós í því, að drottn ingin var full efasemda um að slíkt hjónaband gæti blessazt. „Guðstrúin verður að ganga fyrir öllu öðru“, sagði uppgjafadrottn- ingin. Hún lýsti því hvernig hún hefði alið börn sín upp í einlægri guðstrú og kristilegum siðum og hugsimarhætti. „Hvernig ætti dóttir mín svo að geta kastað barnstrúnni og gerzt múhameðs- trúar, eða hvernig ætti hún að geta sætt sig við, að börn hennar yrðu alin upp í múhameðstrú?" „Það er rétt“, sagði drottningin ennfremur", að við viljum sýna hinni virðulegu persnesku keisara fjölskyldu fulla kurteisi og við höfum skyldur að rækja gagn- vart ftalíu. Gifting þessi gæti vissulega styrkt vináttu þessara tveggja ríkja. En þessi sjónarmið verða að víkja fyrir trúnni.“ ★ TIL úrslita dró í málinu og um síðustu mánaðaihót lagði ka- þólska kirkjan blátt bann við því að Maria Gabriella giftist hund- heiðnum múhameðstrúarmanni. Birtist um þetta alllöng grein í málgagni páfastólsins Osservat. ore Romano. Þar voru engin nöfn til greind, en allir vissu, hvað við væri átt. f greininni er lögð á það áherzla að kaþólska kirkjan sé ekki hlynnt því, að kaþólskt fólk gift- ist fólki með aðrar trúarskoðanir. í slíku felist mikil hætta fyrxr trú hins kaþólska aðilja og fyrir börn hans. Kaþólska kirkjan hefur þó samþ. hjúskap kaþólskra við fólk af mót mælendatrú, vegna þess að þar geta hjónin sameinazt í trú og tilbeiðslu á Kristi. Hitt er mikiu alvarlegra ef hinn aðilinn í hjóna- bandinu tilheyrir ekki kristnum söfnuði en er heiðinn eða múham- eðstrúar. En trúarskoðanir siða- lögmál og siðir þeirra eru að jafn- aði allt aðrir en kristinna manna. Þó var sagt í greininni, að ka- þólska kirkjan veitti einnig leyfi til hjúskapar í slíkum tilfellum, ef rík nauðsyn væri talin á því, en þó því aðeins, að tryggingar væru settar fyrir því, að hinn kaþólski aðili hjúskaparins fengi að halda trú sinni og sömuleiðis afkomendurnir. En fyrir því væri engin trygging í þessu tilfelli. Þvert á móti væri- þess krafizt, að elzti sonurinn, sem yrði ríkis- erfingi skyldi vera alinn upp í múhameðstrú. Afstaða kirkjunn- ar í þessu máli væri því óhaggan- leg neitun. Lokasvarið og hryggbrotið kom siðan frá hinni fallegu 19 ára kóngsdóttur sjálfri: — Hún sagði við blaðamenn: — Blöðin eru alltaf að tala um, að ég ætli að giftast keisaranum af Persíu. Þetta er ekkert nýtt. í fyrra voru þau að skeggræða um að ég ætl- Framh. á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.