Morgunblaðið - 25.03.1959, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.03.1959, Blaðsíða 11
Miðvik'udagur 25 marz 1959 MORGVNBLÁÐIÐ 11 Jón Sigurðsson, Skollagróf: Þverpokareiðsla og þurradramb GREIN mín um kjördæmamálið, sem birtist í Morgunblaðinu 20. f.m. virðist hafa farið dálítið í taugarnar á Tímaliðum. Þeir góðu og greindu menn sem stjórna og starfa í þeim herbúðum voru ekkert að hafa fyrir því að svara henni málefnalega, heldur brugðu á það ráð að reyna að ófrægja mig með nafni ábýlis míns. og sveitar. Þessir ágætu menn mega þó vita það, að ég hefi á engan hátt ofnæmi fyrir að vera kennd- ur við Skollagróf í Hrunamanna- hreppi. Viðbrögð Tímans í þessu efni sanna m.a. tvennt: I fyrsta lagi, að nú gerist knappt í kröfsum á Fagradal Framsóknarmennskunn ar, og i öðru lagi, að gáfnaljós eiga það til að blakta dálítið bjánalega ef illa horfir með elds- matinn. Liðsoddar Framsóknar eru enn við sama heygarðshornið í kjör- dæmamálinu. Eina leiðin til að forða þjóðfélaginu frá upplausn og öðrum bráðum voða er að Framsókn megi halda öllum sín- um sérréttindum sem núgildandi reglur hafa fært þeim upp í hend urnar. Öll tiltæk meðul eru notuð í þessari dulbúnu sérréttindabar- áttu þeirra. T.d. settu þeir á svið á Búnaðarþingi, rétt undir þing- lokin, dálítið auglýsinganúmer í ályktunarformi, í því augnamiði að verða sér úti um eina skraut- fjöður í kosningahattinn. Ég lít á þetta tiltæki sem vorkunnarmál því smáfuglafiður það sem þeim hafði tekizt að reita saman í sam- bandi við „sveitarstjórnarsam- þykktir“ hefir jafnóðum horfið undir sérréttindaborða hins fyrr- greinda höfuðfats. Granni minn og góðkunningi, Guðmundur Jónsson á Kópsvatni sendir mér kveðju sína í Tíman- um 7. þ.m. í tilefni greinar minn- ar frá 20. f.m. Minn ágæti granni býsnast mik ið yfir „flokksþjónkun margra sjálfstæðisbænda" en telur erfitt að sjá ástæðuna. Allt í einu er þó sem renni upp ljós fyrir honum, og hann sigir: „Vera má, að skilgreining gamals og glöggs bónda, sem eitt sinn var í Bændaflokknum, sé allgóð skýr- ing á þessu fyrirbæri. Hann telur að Sjálfstæðisflokkurinn noti þá aðferð til að ná fylgi í sveitun- um að kaupa upp einn eða tvo menn í hverjum hreppi með því að hlaða undir þá völdum og veg tyllum, veita þeim fjárhagslega aðstoð eða önnur hlunnindi, gegn því að þeir styðji Sjálfstæðis- flokkinn hvað sem á dynur, en svo fylgi þeim heimskasta fólkið í hverjum hreppi inn í Sjálfstæð- isflokkinn“. Svo mörg eru þau orð. Umbúðalaus gildir þessi nýstár lega trúarjátning Guðmundar, að stærsti og langfjölmennasti stjórn málaflokkur landsins byggi upp fylgi sitt í strjálbýlinu einungis á mútuþegum og heimskingjum. Það þarf mikils við af blindum hroka og þurru drambi til að setja fram o£ aðhyllast svona kenn- ingu. Þar sem svo skýrt er tekið fram 1 þessari kenningu að með þessum sama hætti sé unnið í „hverjum hreppi“ stendur það sjálfsagt ekki lengi í granna mínum að tilgreina þá „uppkeyptu", svo sem eins og í þrem, fjórum sveitum, máli sínu til stuðnings. Guðmundur tekur það sérstak- Iega fram að sá „gamli og glöggi“ hafi eitt sinn verið í Bændaflokkn um, það á víst að vera eins konar vísbending um það að bóndi þessi hafi eitthvað rjálað við að leysa af sér Framsóknargleraugun eða a.m.k. hafi hann þó ýtt þeim einu sinni fram á nefbroddinn. Hvað sem um það er, hafa þau örugg- lega skýlt fyrir bæði augu þegar hann samdi kenninguna. Víst er um það að ekki reiða allir vitið í þverpokum, og sam- kvæmt þessari nýju kenningu er sliks farangurs helzt að leita á klyfjagötum Framsóknar. E.t.v. snúast málin þannig vegna þessara nýju viðhorfa að Framsókn beiti sér fyrir þeirri breytingu á kosningaí-eglum að tekið verði upp gáfnapróf í sam- bandi við kosningar. Þá verða kjörstjórnir og.prófdómarar sjálf kjörnir úr þeirra flokki, — þar er vitið. Ekki þyrftu þeir að vera ugg- andi um úrslitin, þótt svo bæri við að atkvæði þeirra yrðu eitt- hvað færri en hinna, sumstaðar, þá væri ekki annar vandinn en seilast í þverpokana til drýginda. Jón Sigurðsson Guðmundi finnst ég varla nógu ánægður með bjargráðin og ekki nærri nógu þakklátur fyrir þau lán sem ég kynni að hafa fengið úr Ræktunarsjóði. Hann kemur með skrá yfir skuldasöfnun bænda við Ræktunar- og Bygg- ingarsjóð Búnaðarb. til að sýna fram á hve útlánin hafi verið mikil. Víst er hér um miklar fjár- hæðir að ræða. En þess má einn- ig geta að Vinstri-stjórnin fór höndum um gífurlegt fjármagn í erlendum lánum. Það getur því ekki skoðazt sem nein ofrausn þótt hinir þörfu sjóðir Búnaðar- bankans yrðu þar nokkurs að- njótandi. Hitt er svo öllu lakara að þessi sama stjórn skyldi skilja bjargráðamálin eftir í hirzlum þessara ágætu sjóða. Ég þekki granna minn að tölvísi og reikn- ingslist. Þess vegna veit ég að hann kann full skil á því hvernig það verkar á þessa sjóði að standa undir erlendúm lánum eft- ir tilkomu bjargráðanna. Að endingu vil ég geta þess að Guðmundur léði mér afrit af grein sinni eins og það fór frá hans hendi til Tímans. Þegar mað ur ber það saman við greinina, eins og hún er birt, þá kemur í ljós að talsvert er fellt úr síðari hluta hennar. Úrfelling hefst þar sem höfundur minnist á Hræðslu bandalagið sáluga, og hélt ég fyrst að það væri ástæðan fyrir halastýfingunni. Hitt er þó miklu líklegra að ráðamenn Tímans hafi gert það af tillitssemi við andstæðinga sína að hella ekki öllum vísdóminum úr þverpok- unum í einu lagi. 18. marz 1959. Ritdómarar Vegna rúmleysis í blaðinu hefur það dregizt í tvær vik- ur að eftirfarandi grein birt- ist. ★ í BÓKAÞÆTTI Morgunblaðsins 26. febrúar botnar Sigurður A. Magnússon ritdóm um „Horft á hjarnið" með misskilningi. Atriðið er nauðaómerkilegt, en það ómak að leiðrétta það hér verður þó að teljast ögn merki- legra heldur en að misskilja það í ritdómi. Sigurður segir: ..... Nafn höfundar og bókar hverfur í skugga tveggja skilta frá París, sem á er letrað „Pigalle" og „Hotel“, svo að bók- in virðist við fyrsta tillit bera þetta nafn. Það virðist hafa farið fram hjá ýmsum listmálurum okk ar, að bókakápur lúta öðrum lög- málum en „sjálfstæð" málverk.’* Þetta var misskilningurinn. Hér er leiðréttingin: Mynd sú sem hér um ræðir er sjálfstætt málverk og var máluð sem slík. Hún skartar þess vegna innan spjalda í bókinni, en var jafnframt' notuð á kápu. Tilvist myndarinnar innan spjalda og prentun höfundarnafns og bókar- heitis ofan í sömu mynd á kápu hefði átt að taka af allan vafa um hvers kyns var. Hér er það því Sigurður sem hefur ruglazt, en ekki listmálarinn. Hins vegar þarf sjóndapur lesandi ekki að hreyfa nema litla putta til að komast að heiti bókarinnar, því að það var líka prentað á kjölinn — og það meira að segja með rauðu. Hér gæti ég sem bezt látið stað- ar numið, en ég finn að loppan vill hrista úr sér meira, ekki vegna þe. j að Sigurður gefi sér- stakt tilefni til þess, hann á fyrir margra hluta sakir heima í úr- valsflokki ritdómara, en í vinnu- brögðum sínum á hann í grund- vallaratriðum sitthvað sameigin- legt með kollegum sínum, að frá- teknu því að sá persónuleiki sem birtist í skrifum hans, er eins og bezt getur verið, en þessi sam- eiginlegu vinnubrögð, menguð ferlegum eða geðþekkum anda eftir atvikum, hafa oft vakið undrun mína, og í ritdómi Sig- urðar 26. febrúar bitnuðu þau á verki eftir mig. Er þá ekki að sökum að spyrja, og hefst nú annar þáttur. II. Vitur maður sagði einu sinni, að í rauninni stigju menn aldrei hænufet út fyrir sjálfa sig, og sannast þetta m. a. á ritdómurum. Þess vegna ættu þeir að byrja rit- dóma sína á þessa leið: Nú ætla ég að tala dálítið um sjálfan mig í tilefni af þessari nýútkomnu bók. Sigurður er mikilfenglegt dæmi um þessi sannindi. Ritdómur hans er mestanpart bollalegging- ar um, hvaða skilning hann leggi í þetta og hitt, hvað vakað hafi fyrir höfundinum; síðan seil- ist hann eftir samlíkingum við ritað mál alla leið út í abstrakt- myndlist og hleður síðan í dálka sína niðurstöðum af þeirri sam. líkingu. Nú eru samlíkingar í eðli sínu villandi og þá væntan- lega niðurstöður af þeim, en að fetta fingur út í þá hlið málsins jafngildir að mótmæla ritdómin- um; það kemur mér hins vegar ekki til hugar, enda væri það fá- víslegt uppátæki, því að það á við um Sigurð eins og aðra dauð- lega menn, að skoðanir hans á fyrirbærum, hverju nafni sem þau nefnast, eru þrælbundnar persónu hans og hafa ekki annað gildi en þá leiðbeiningu, sem í þeim felst fyrir þann hóp manna, sem vill þiggja leiðsögn hans, í þessu tilfelli um bækur. En það eru vinnubrögðin, fræði legar útlistanir, vangaveltur, get- gátur. Hverjum er þetta torf ætl- að? Ekki höfundum, því að þeir taka eins og allir vita ekki mark á leiðsögn ritdómara; svo vill nefnilega til, að heimsbókmennt- irnar bjóða upp á lærimeistara sem gnæfa svo himinhátt yfir rit- dómara, jafnvel þá skástu, að þær fjarlægðir verða ekki mældar nema í ljósárum. Eru þá ritdóm. arar með þessum fræðilegum út- listunum að reyna að setja gæða- stimpil á verk rithöfundanna? Það er útilokað, í fyrsta lagi vegna þeirra sanninda, að menn kom- ast aldrei hænufet út fyrir sjálfa sig, algilt mat er þess vegna ekki til, og í öðru lagi er bókmennta- sagan ólyginn vottur um það, að ritdómari hefur aldrei skorið úr um orðstír nokkurs lifandi manns. Um þá hlið málsins sér fólkið sem er og fólkið sem kem- ur. Og ekki er þetta grúsk ætlað almenningi, fólk hefur engan áhuga á því, ég fæ t. d. alltaf höfuðverk við slíkan lestur. Hvað vill fólk þá fá að vita um bækur? Það er eftirfarandi, sem það aldr-, ei fær að vita, en er þó nákvæm- lega það sem máli skiptir, nefni- lega þeUa: Fangar bókin hug lesandans og höfðar hún jafnframt til æðri heilamiðstöðva? Ef hún gerir það, þá er hún góð bók, annar<s slæm. Bók, sem er stórgölluð að bygg- ingu, getur verið hrífandi lesn-' ing, en nosturslega byggt verk og gallalítið í þeim skilningi hund- leiðinlegt aflestrar. Bók, serr. höfðar til lægstu hvata manna, svo og rit sömu tegundar, er varningur sem á heima í ösku- tunnunni. Þetta er það sem ritdómarar eiga að mínu viti fyrst og fremst að segja manni, þar fyrir utan geta þeir svo ungað út fræðileg- um bollaleggingum, en þess háttar grúsk á auðvitað að prent- ast með smæsta letri eins og hver önnur aukaatriði. Hitt er svo annað mál, að rit- dómarar haldnir hinni fræðilegu áráttu eru máske manna óhæf- astir til að segja fólki þessa hluti. Þann grun byggi ég m. a. á eftir- farandi: Ég sat einu sinni að sumbli með ritdómara nokkrum hér í bænum, forfallinni teoríu- ætu í bókmenntalegum efnum, og hann trúði mér kjökrandi fyrir því, að nú væri svo komið, s hann gæti ekki lengur notið bóka vegna þess að honum yrði star- sýnt á byggingu þeirra, stílbrell- ur og prentvillur. Það mætti segja mér, að flestir ritdómarar væru ofurseldir þessari áráttu, í misjöfnum mæli að vísu. En við þá menn sem bíta sig fasta með grimmd steinbítsins í hin og þessi lögmál í listum og segja það verk misheppnað öðr- um þræði, sem brjóti í bága við þessi lögmál, mætti máske segja þetta: Þessi lögmál ykkar eru til þess eins að brjóta þau, því að þau eru ekki annað en stöðnuð vinnubrögð gamalla manna eða dauðra, sem á sínum tíma gengu með þessum vinnubrögðum sín- um í berhögg við fyrirrennara sína, og þannig koll af kolli allar götur gegnum aldirnar til upp- hafs ritlistar. Eða í stuttu máli: á næstu grösum við vinnubrögð, sem farið er að hampa sem lög- málum, er úrkynjunin. Hitt er satt, að tilraunir missa oft marks og hefst þá þriðji þátt- ur. III. Ég er nefnilega ekki viss um, að annað sé satt, þetta sem ég til- Ánægjulegir hljómleikar AKRANESI, 23. marz. — Hljóm- leikar ’á vegum Tónlistarfélags Akraness voru haldrnr hér í Bíó- höllinni í gær, sunnudag, og hófust þeir kl. 16:30. — Listafólk- ið var úr Reykjavík, Karlakórinn Fóstbræður, sem höfðu eflt lið sitt með kvennaröddum — hálft hundrað manns. Stjórnandi kórsins var Ragnar Björnsson. Einsöngvarar voru tveir, þeir óperusöngvararnir Kristinn Hallsson og ítalinn Vinc enzo Maria Demetz. Undirleik annaðist Gísli Magnússon, píanó- leikari. Söngfólkinu var forkunnarvel tekið, en nálega hvert sæti í hús- inu var skipað. Varð söngfólkið að syngja nokkur aukalög og var hyllt með lófataki og blómum í lokin. Að tónleikunum loknum flutti formaður Tónlistarfélags Akra- ness, Jón Sigmundsson, ávarp og þakkaði söngfólkinu komuna. — Oddur. færi úr ritdómi Sigurðar, ég und- anskil þó fyrstu 11 orðin: „Lýs- ingarnar eru margar fjörmiklar og myndrænar, það er ástríða í stílnum, en höfundurinn er alltof undanlátssamur við lýsingarorð- in. Víða hrúgar hann þeim saman, svo að þau týna þeim eiginleika að skerpa myndina og gera hana ljósari." Sigurður er svo hugulsamur að birta „til sönnunar" þessari full- yrðingu sinni um ofnotkun lýs- ingarorða nokkur dæmi úr Horft á hjarnið. Og hér er Sigurður kominn út á svið, þar sem ekki er hægt að skýla sér bak við smekksatriði, hér gilda annars konar leikreglur. Sigurður birtir m. a. þessi dæmi og eru letur- breytingarnar innan gæsalapp- anna gerðar af honum: „.... járnaðir hermannaskór sem ljósta steinstéttina hvellum málmhöggum ....“ Varla ætlast Sigurður til að burtu falli járnaðir, því að þar með er burtu fallin forsendan fyrir málmhöggunum. Þá er ekki um annað að ræða en fella burtu hvellum. En hvað skeður þá? £ fyrsta lagi get ég ekki betur séð en setningin gjaldi þess stílfræði- lega séð, i öðru lagi: Þessi hvellu hljóð hæfa mæta vel sviðinu, þar sem þau gjalla, þ. e. bílamartröð. inni í húsagilinu Rue Lamartine. Og í þriðja lagi eru þessi málm- högg skónna síðar í kaflanum látin heyrast samtímis þungum drunum jagúarsins, en til þess að það megi ske, þurfa þau að vera hvað? Svar: hvell! Annað dæmi sem Sigurður tek- ur úr Horft á hjarnið: ,... og felur andlitið (það er andlit mannsins sem þrammar á járnuðum skónum hábölvuðu) bak við rykugan svartan hatt með fáránlega stórum börðum .... “ Hér mætti að vísu fella burtu orðið svartan, ef menn hafa eitt- hvað á móti þeim lit, en þá sézt varla rykið, en það ljær ásýnd mannsins ákveðinn nöturlegan blæ. Rykugan mætti því héízt ekki missa sig, því að þá hyrfi rykið með öllu. Og í lýsingar- orðunum fáránlega stórum, öðru eða báðum, virðist mér heilmikil eftirsjá, því að hattbörð geta ver- ið fáránleg án þess að vera stór, en það þarf helzt að hafa komið fram, að stór væru þau, því að þegar uppgjafarhermaðurinn, sem er dæmigerður viðbjóður styrjalda, snýr höfðinu með ákveðnu millibili til að skelfa vegfarendur og hattbörðxn af- hjúpa ásýnd hans: sundurskotna höku og nef, blindað auga, froðu kringum laskaðan stallkjaft, heila augað blóðug heift, þá skyggja hattbörðin hvorki meira né minna en á allt þetta: rauðan jagúarinn, safalaskinnið og hús- in og himininn yfir Rue Lamar-j tine — og tíminn stendur í stað. Framh. á bls. 13.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.