Morgunblaðið - 25.03.1959, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.03.1959, Blaðsíða 1
20 síður M. árgangur 70. tbl. — Miðvikudagur 25. marz 1959 Prentsmiðja Morganblaðsina Stórmerkur fundur i Egyptalandi: Nýtt guðspjall, kennt við Tómas, finnst í hellisskúta Þar eru rituð áður óþekkt ummæli Jesú I^RANSKUR prófessor í trú- 1 arbragðasögu, Oscar Cull- man frá Sorbonne, hefur flutt fyrirlestur í New York og skýrt frá afar merkilegum fundi egypzkra bænda 1946. Guðfræðingar um víða ver- öld hafa vitað um fund þenn- an, en þetta er í fyrsta skipti, sem hann er ræddur á opin- berum vettvangi. Egypzkir bændur fundu 44 handrit ævagömul um það bil 90 km. frá bænum Luxor. Hand- ritin voru í 13 papyrus-bókum, sem bundnar voru í leðurband og geymdar í leirkerjum. Krukkurn- ar voru geymdar í hellisskúta á fyrrnefndum stað. í handritun- um eru 114 ummæli eða ræður, sem álitið er, að séu eftir Krist og ekki hafa verið þekktar ann- ars staðar frá. Hér er dæmi: merkileg, eru ekki í þeim nein- ar nýjar upplýsingar um líf Krists. En þau varpa nýju ljósi á margt í verkum hans. Þessi fundur þykir ekki ó- merkari en handritafundurinn við Dauðahaf fyrir ekki allmörg- um árum og sumir halda því fram, að hann sé jafnvel mun merkilegri. H' „M' Iaria spurði Jesúm: „Við hvað á að líkja lærisvein- um þínum?“ Jesús svaraði og sagði: „Það á að líkja þeim við lítil böm, sem hafa tekið sér bólfestu á akri, sem þau eiga ekki. Þegar eigandi akursins kemur, munu þau segja: „Lát þú oss halda akrinum“. Eigandi akursins mun þá standa orðlaus andspænis þeim og láta þeim akurinn eftir“. Samkvæmt handritum þessum, sem nefnd hafa verið Tómasar guðspjall, á Jesús einnig að hafa sagt: Vei yður farisear, því þér er- uð sem hundar í fjárhús- jötu. Þér etið eigi og leyfið fénu eigi heldur að eta“. Og ennfremur: ,R‘ andritin eru skrifuð á kopt- ísku og má geta þess í því sambandi, að Tómas postuli fór í trúboðsferð til Afríku. Til þessa trúboðs hans á koptíska kirkjan x Abbesiníu rætur að rekja. Fræðimenn segja, að þessi hand- rit, sem skrifuð voru á þriðju eða fjórðu öld, eins og fyrr seg- ir, séu afskriftir. Frumhandritin hafi verið rituð um það bil 125 eftir Kr. b. og freistandi er að halda, að handritin séu í ein- hverjum tengslum við fyrsta kristna klaustrið Chenoboskion (sem er skammt frá Luxor) og danski fræðimaðurinn, Sþren Giversen, telur ekki Jráleitt, að þau hafi heyrt til bókasafni klaustursins. Ekki er hægt að segja neitt um, hvers vegna þau hafa verið varðveitt í hellinum. Hitt er rétt, að bændurnir, sem fundu handritin, seldu þau fyrir sem svarar 200—300 ísl. krónum í næstu kornverzlun. Giversen segir, að einnig hafi fundizt svonefnt Guðspjall sann- leikans og hefur hann nú þýtt það á dönsku. í því er talsverð- ur skáldskapur eins og þessi lof- söngur um orðið: Frh. á bls. 2. Ólgaí Færeyjum út af ratsjár- stöð á Straumey Matthíus A. Mathiesen irambjóð- andi Sjólistæðisflokhsins í Hafnarfirði HAMAR, blað Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, skýrði frá þvl i gær, að á fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði sL laugardag hafi verið samþykkt einróma að óska eftir því við Matthías Á. Mathiesen, sparisjóðsstjóra, að hann verði í kjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn þar í bæ við næstu alþingiskosningar. Hefur Matthías orðið við þeim tilmælum og er framboð hans því ákveðið. Matthías er fæddur í Hafnar- firði 6. ágúst 1931 og er því 27 ára gamall. Hann er sonur hjón- anna Svövu Einarsdóttur og Árna heitins Mathiesens verzlunar- stjóra. Hann lauk embættisprófi í lögfræði vorið 1957 og hóf þá störf í atvinnumálaráðuneytinu. Þar starfaði hann þar til sl. sum- ar, að hann var ráðinn sparisjóðs- stjóri Sparisjóðs Hafnarfjarðar. Á námsárum sínum stundaði Matthías alla algenga vinnu, þó einkum sjómennsku á togurum og bátum og kynntist þá vel höfuðatvinnuvegi okkar í^end- inga, sjávarútveginum, enda al- inn upp í nánum tengslum við atvinnuvegi þjóðarinnar. Hann hefur um árabil verið f forystu ungra Sjálfstæðis- manna, m. a. sem formaður Stefnis, FUS í Hafnarfirði og f stjórn Sambands ungra Sjálf- stæðismanna. Á háskólaárum Matthias Á. Mathiesen ÞÓRSHÖFN, 24. marz. — Þjóðveldisflokkurinn í Fær- eyjum hefir lagt fram í Lög- þinginu ályktun þess efnis, að öllum fyrirhuguðum hernað- ® Þessar framkvæmdir, raðherrann. arframkvæmdum a eyjunum >íki föður míns er eins og maður, sem brann af löng- un eftir að drepa valdamann. Hann tók sverð sitt í eigin húsi sinu og stakk því í gegnum vegg- inn til að fullvissa sig um, að hönd hans væri styrk. Að því búnu vann hann á manninum.“ ★ Allt bendir til þess, að hand- ritin, sem í eru margar setn- ingar samhljóða því sem er í Matthíasar-, Markúsar- og Lúk- asarguðspjalli, hafi verið skrifuð á þriðju eða fjórðu öld eftir Kr. b. Þó að þau þyki ákaflega íiak úr Bagdad- bandalaginu BAGDAD, 24. marz. — í kvöld tilkynnti útvarpið í Bagdad, að ríkisstjórn Kass- ems hefði sagt írak úr Bagdad-bandalaginu svo- nefnda. Á fundi með fréttamönn- um í kvöld ítrekaði Kassem, forsætisráðherra, þessa á- kvörðun íraksstjórnar. verði frestað. Einnig hefir flokkurinn krafizt þess, að þjóðinni verði skýrt nákvæm- lega frá því, hvaða aðstöðu Atlantshafsbandalagið eigi að fá á eyjunum og síðan sé hægt að efna til þjóðarat- kvæðagreiðslu um málið. For- mælandi Þjóðveldisflokksins sagði, að Lögþinginu hefðu ekki verið gefnar nauðsynleg- ar upplýsingar um þá ákvörð- un að reisa ratsjárstöð í Fær- eyjum. Byrjað með vorinu. í dag var allt með kyrrum kjörum í Þórshöfn, en orðrómur er á kreiki um það að Þjóðveld- ismenn muni efna til allsherjar- verkfalls í landinu. — Poul Han- sen, landvarnaráðherra Dana- veldis, skýrði frá því í Kaup- mannahöfn í dag, að fyrirhugað væri, að 150 manns störfuðu við ratsjárstöðina. Ráðherrann sagði ennfremur að byrjað yrði á framkvæmdum við stöðina með vorinu, enda er það staðreynd að Lögþingið hefir lagt blessun sína sagði Pústrar. Þegar lögmaður Færeyja, Pet- er Mohr Dam, kom með skipinu Tjaldi til Þórshafnar frá Khöfn í fyrrakvöld og hugðist ganga á land, gerðu Þjóðveldismenn, sem höfðu safnazt saman á bryggj- unni, aðsúg að lögmanninum, svo að hann varð að fara um borð aftur, en komst síðar í land undir lögregluvernd. Áður hafði lýðurinn barið hann og veitt honum pústra allþunga. Skömmu áður en lögmaðurinn kom heim til Færeyja, hafði Þjóðveldis- flokkurinn efnt til útifundar á aðaltorgi Þórshafnar í mótmæla- skyni við fyrirætlanir um bygg- ingu ratsjárstöðvar á Straumey. Berserksgangur. Um það bil 200 hra^ður tóku þátt í útifundi þessum, en að honum loknum hlupu margar þeirra berserksgang niður við Vilja senija við Egypta KHARTÚM, 24. marz. Talsmaður Súdansstjórnar skýrði frá því í dag, að stjórn sín vildi fyrir alla muni komast að samkomu- lagi við Egypta um nýtingu vatns úr Níl, en það mál hefur verið deiluefni milli landanna undan- farna mánuði. Talsmaðurinn sagði, að Súdansstjórn gæti fall- izt á tillögur Egypta um það, hvar og hvenær ráðstefna um málið færi fram. höfnina, eins og fyrr segir. Með al fundarboðenda var Heinesen rithöfundur og borgarstjórinn í Þórshöfn. Fundarboðendur af- hentu Dam lögmanni mótmæli fundarins um borð í Tjaldi, en hann talaði af brúarvængnum og vísaði mótmælunum á bug. Ræða hans drukknaði í búkhljóð- um Þjóðveldismanna. Og þegar hann hugðist ganga í land, varð hann fyrir fyrrnefndu hnjaski, og meðal annars var hann barinn í höfuðið með kröfuspjaldi. Lög maðurinn komst þó inn í bíl sinn og i þann mund, sem hann ók á braut, fjölmenntu fylgismenn hans, sósíaldemókratar, við höfnina, foringja sínum til að- aðstoðar. sínum starfaði Matthías í fé- lagssamtökum stúdenta m. a. sem formaður Orators, félags laganema. Sjálfstæðisflokkurinn og æskan Sjálfstæðisflokkurinn hefur ætíð talið sjálfsagt og eðlilegt að velja frambjóðendur sína m. a. úr hópi unga fólksins, enda hef- ur enginn stjórnmálaflokkur sýnt æsku þessa lands meira traust en Sjálfstæðisflokkurinn. Svo er einnig nú þegar valinn er fram- bjóðandi fyrir flokkinn í Hafn- arfirði. Hafnfirðingar fagna mjög framboði Matthíasar. Sjálfstæð- ismenn munu einhuga vinna að kosningu hans í næstu alþingis- kosningum og Hafnfirðingar þá eignast dugmikinn og glæsilegan fulltrúa á Alþingi íslendinga. Uppreisnin í Tíbet breióist út, Á heimleið WASHINGTON, 24. marz. — For sætisráðherra Breta, Macmillan og Selwin Loyd utanríkisráð- herra ,sem eru á heimleið til Bret lands eftir viðræður við Eisen- ■hower forseta og aðra valdamenn vestra, ræddu við fréttamenn, áður en þeir stigu upp í flugvél- ina, er flutti þá yfir hafið. Sagði Macmillan að á meðan vestrænar þjóðir vikju ekki hársbreidd frá grundvallarsjónarmiðum sínum, hefðu þær allt að vinna en engu að tapa. Sagði hann að mjög vandasamir samningar væru nú framundan. Vestrænar þjóðir yrðu að vera sanngjarnar og samningafúsar, en einnig fastar fyrir. NÝJU DELHI, 24. marz. Frétta- menn hér í borg segja, að kín- verskir stórskotaliðar hafi marg sinnis hæft höll Dalai Lama í Lahsa í bardögunum, sem geis- að hafa þar í borg undanfarna daga. Þá herma fregnir frá Tíbet, að leikurinn hafi nú borizt að ■höll Lama. Uppreisnarmenn hafa hörfað í áttina að höllinni, en verjast árásum kommúnistanna með vélbyssum, sem þeir hafa tekið að herfangi. Höllin er 300 metra löng, byggð á 17. öld og stendur á hæð fyrir utan höfuð- borgina. Ekki er vitað um dvalarstað Dalai Lama, en sumir halda því fram, að hann sé í stofufangelsi hjá kommúnistum. Ekki hefur sú frétt verið staðfest. Sjang-kai-sjekk, forseti þjóð- ernissinnastjórnarinnar á For- mósu ,skoraði í dag á allar þjóð- ir að veita þeim 300 þús. uppreisn armönnum, sem berjast gegn smnar kommúnistum í Tíbet, alla þá að- stoð, sem þær mega. Þá sagði háttsettur maður í stjórn þjóð- ernissinna í dag, að uppreisnin í Tíbet hefði breiðzt út til suðvest- urhluta Kína. Hann sagði einnifc, að hersveitir kommúnista mais- éruðu nú 1 átt til Lahsa. Miðvikudagur 25. marz. Efni blaðsins er m.a.: Bls. 6: Keisarinn af Persíu hryggbrot* inn. — 8: Ályktanir landsfundar Sjálf- stæðisflokksins um samgöngu- mál. — 10: Forystugreinin: — Þrengstu flokkshagsmunir Framsóknar. — 11: Þverpokareiðsla og þurradramb, grein eftir Jón Sigurðsson, Skollagróf. Bókaþáttur: Ritdómarar. eftir Jóhannes Helga. — 18: Veðmál Mæru Lindar, leikdóm- ur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.