Morgunblaðið - 25.03.1959, Blaðsíða 10
10
MORCUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 25 marz 1959
JMwgpitiiiritaMfr
TTtg.: H.f. Arvakur Reykjavlk.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið.
ÞRENGSTU FLOKKSHAGSMUNIR
FRAMSÓKNAR
Fí JARRI fer, að úlfaþytur
Framsóknar í kjördæma-
málinu stafi af umhyggju
hennar fyrir sveitafólkinu eða
íbúum strjálbýlisins yfirleitt.
i>etta hefur ætíð verið ljóst, en
verður enn berara með hverjum
degi sem líður.
Framsóknarmenn láta nú svo
sem það sé einkahugmynd Sjálf-
stæðismanna að stækka kjör-
dæmi og kjósa með hlutfalls-
kosningum Hugmyndin er þó
meira en hálfrar aldar gömul hér
á íandi. Málsvarar hennar frá upp
hafi eru fleiri en tölu verði á
komið úr öllum flokkum og stétt-
um, bændastétt ekki síður en
öðrum.
★
Búnaðarfélag íslands, þar sem
Framsókn hefur löngum verið
ráðamikil, hefur svo sem kunn-
ugt er þá meginreglu, að fulltrúar
á Búnaðarþing eru kosnir með
hlutfallskosningum í stórum kjör-
dæmum. Eru sum kjördæmi þar
svo sem á Suðurlandi, alveg hin
sömu eins og nú eru gerðar til-
lögur um að verði til Alþingis.
i Með breyttum þjóðfélagshátt-
um og stærri verkefnum, sem
ekki verða leyst nema margir
leggist á eitt, eru litlu kjördæmin
orðin gersamlega úrelt. Kjósend-
ur hafa og fundið, að hagsmun-
um þeirra er mun betur borgið,
þar sem þingmenn úr fleirum
en einum flokki eru fulltrúar
sama kjördæmis. Um það er
bezta vitnið ríkjandi skoðun í tví-
menningskjördæmum. Fullyrð-
ingar Framsóknar um að kosn-
ingafyrirkomulag þar hafi reynzt
sérstaklega illa, brýtur alveg í
bág við skoðun fólksins sjálfs í
þessum kjördæmum.
Menn skilja, að það er vinn-
ingur fyrir kjósanda að eiga sem
oftast aðgang að samflokksmanni
sínum sem alþingismanni. Þing-
maður hefur og meiri líkur til að
koma málum fram, ef hann hefur
um málflutning samtök við menn
úr ólíkum flokkum en ef sam-
flokksmennirnir einir hafa hags-
muni af samþykkt þeirra.
★
Rök Framsóknar fyrir tillögun-
tim, sem samþykktar voru á
flokksþingi hennar, skera alveg
úr. í Tímanum sl. laugardag og
sunnudag er hreinlega sagt, af
hverju Framsókn vill hafa ein-
menningskjördæmi hvar vetna
utan Reykjavíkur og stærstu
kaupstaðanna, þar sem hún sjálf
hefur engar líkur til að koma
mönnum að nema hlutfallskosn-
ingar séu.
Þar sem svo stendur vill hún
viðhafa þá aðferð, sem hún ella
á ekki nógu hörð orð til að for-
dæma. Ef sú aðferð getur orðið
til að greiða hennar eigin götu, þá
heimtar hún að svo sé að farið.
Þrengstu flokkshagsmunir eru
látnir ráða, þó að þeir ómerki
allar hennar kenningar.
Hið sama er uppi, þegar at-
hugaðar eru tillögurnar um ein-
menningskjördæmi úti á landi.
Tíminn á laugardag birti t. d. á
fremstu síðu innrammaða grein,
sem heitir: „Blindir foringjar.".
Þar segir:
„í Alþýðublaðinu og Þjóðviljan
um er nú sunginn sá söngur, að
tillögur Framsóknármanna í kjör
dæmamálinu séu hnefahögg í and
lit vinstri manna.
Meiri og furðulegri blekkingu
er ekki hægt að hugsa sér. Ef til-
lögur Framsóknarmanna næðu
fram að ganga myndu vinstri
menn sameinast í eina stóra fylk-
ingu, eins og t. d. hefur átt sér
stað í Bretlandi. Sú kosningatil-
högun yrði til þess að sameina
vinstri öflin.
Sannleikurinn er sá að það eru
hlutfallskosningar í stórum kjör-
dæmum, sem eru hnefahögg í
andlit vinstri manna.
Það sorglega er, að foringjar
Alþýðuflokksins og Alþýðubanda
lagsins eru svo blindir og halda
slíku dauðahaldi í flokksbrot sín,
að þeir sjá ekki þennan tilgang
Sjálfstæðisflokksins , heldur
ganga erinda hans til þess að lög-
festa sundrungu vinstri aflanna".
Svipað er svo endurtekið í
sunnudagsdálkum blaðsins.
★
Af þessu er auðsætt, að Tím-
inn hefur ekkert á móti því að
sundrung vinstri aflana haldist
í kaupstöðunum, þar sém sú
sundrung er eina ráðið til að
Framsókn fái þar fulltrúa kosna.
En úti á landi, þar sem Fram-
sókn er víða fjölmennari en hin
„flokksbrotin", þá á að setja
fylgjendum þeirra þá kosti að
kjósa Framsókn eða verða með
öllu áhrifalausir. Alþýðuflokks-
menn og kommúnistar þar eiga
sem sé að una því, að ganga
hreinlega Framsókn á hönd, og
hljóta svívirðingar í orðum sem
verki, ef þeim geðjast ekki slíkar
trakteringar.
Þarna er starfsháttum Fram-
Sóknar og samvinnuhug við aðra
rétt lýst. Aðferð hennar er ætíð
sú að reyna að eyðileggja þann,
sem hún hverju sinni vinnur með.
Gegn Sjálfstæðisflokknum var
hátturinn sá að svívirða hann lát-
laust og rægja á meðan samvinn-
an stóð.
Tíminn hefur aftur á móti hælt
sér af því enda hafði Hermann
Jónasson sérstakt orð á því á
flokksþinginu, að hann og raunar
önnur málgögn Framsóknar hefðu
verið einhuga í stuðningi sínum
við V-stjórnina.
En tilgangurinn var hinn sami
og á meðan mesta fjandskapnum
var haldið uppi við Sjálfstæðis-
flokkinn, þrátt fyrir samvistir í
ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkinn
átti að eyðileggja með opnum ár-
ásum, en hina V-stjórnarflokkana
átti að faðma til dauða. Ætlunin
var að halda þeim í faðmlögun-
um, þangað til allur lífskraftur
væri úr æðum þeirra, svo Fram-
sókn gæti innbyrt þá með húð
og hári.
★
Ályktun Framsóknar í kjör-
dæmamálinu lýsir þessum tii-
gangi svo vel að lengur getur eng-
inn um villzt. Þar er allt miðað
við þrengstu og ofstækisfyllstu
flokkshagsmuni. Út af fyrir sig
er þetta engin nýjung. Nýjungin
er sú ein að uggurinn, sem sækir
nú að forréttindaliðinu hefur
gert það að verkum, að gleymzt
hefur að breiða hina venjulegu
sauðargæru yfir úlfshárin.
Myndin var tekin, er kvikmyndatakan var að áefjast uppi í fjöllunum. Á myndinni eru leik-
konan Jeanne Moreau, Anetta, Roger Vailland og Vadim.
Atriði úr myndinni: Anetta
Ströyberg og Gérard Philipe.
ROGER VADIM, kvikmynda-
leikstjórinn, sem gerði Birgittu
Bardot fræga, virðist ætla að
hafa sem flestar leikkonur „í stíl
við“ Birgittu á sínum snærum.
Eins og kunnugt er, skildi Vadim
við Birgittu fyrir löngu og er nú
kvæntur dönsku sýningarstúlk-
unni Anettu Ströyberg. Anetta
ætlar nú að gerast kvikmynda-
leikkona, og á þeim myndum, sem
birtar hafa verið af henni undan-
farið í auglýsingaskyni, líkist hún
Birgittu svo mikið, að mjög auð-
velt væri að villast á þeim.
f kvikmyndinni „Les Liaisons
Dangereuses“, sem Vadim vinn-
ur nú að, leika þrjár nýjar stjörn
ur, sem allar minna mikið á
Birgittu.
Fyrir nokkru fór Vadim með
allt sitt starfslið sitt upp í skíða-
bæinn Megeve, sem liggur 1800
m yfir yfirborði sjávar. Þar á að
taka nokkurn hluta myndarinnar.
Nýju stjörnurnar þrjár eru
Jeanne Valerie, 17 ára, Paquita
Thomas, sem er 19 ára og Gillian
Hills, 14 ára. Jeanne fer með ann
að aðalhlutverkið í myndinni, en
Gérard Philipe með hitt. Upphaf
lega átti Gillian að leika aðal-
kvenhlutverkið, en eins og áður
hefir verið skýrt frá varð Vadim
að hætta við það áform vegna
hneykslisins í sambandi við ljós-
rauðu ballettana svo kölluðu.
Anetta kona Vadims leikur einn-
ig í kvikmyndinni.
Talir frá vinstri: Gillian Hiils, Jeanne Valerie og Paquita Thomas.
Laurítz Melchior beitir
ser gegn
LAURITZ Melchior ræddi nýlega
í viðtali um þau erfiðu skilyrði,
sem óperum og annarri sígildri
tónlist væru búin í Bandaríkjun-
um. Það verður að finna ein-
hverja leið til að gera óperur og
aðra sígilda sönglist vinsæla með
al alþýðunnar, sagði Melchior.
„Hvert fylki í Bandaríkjunum
ætti að eiga sína eigin óperu. Ó-
perurnar ætti að syngja á ensku
og gefa á sem flestum ungum
söngvurum og söngkonum tæki-
rokkinu
færi til að reyna, en unga fólk-
ið á varla í nokkurt hús að venda
eins og aðstæður eru nú. Söng-
leikahúsin í hverju fylki geta
síðan sent sína beztu söngvara til
Metropolitan, söngleikahúsanna
í Chicago eða San Francisco. í
mörgum löndum í Evrópu styður
ríkið söngleikahúsin fjárhags-
lega. Þannig ætti að haga þessu
í Bandaríkjunum“.
Hélt Melchior því fram, að
æskufólk í Bandaríkjunum hefði
yfirleitt vanizt lélegri tónlist og
hefði ekki áhuga á neinni músik
nema rokkinu og öðru álíka. Slíkt
á þó ekkert skylt við tónlist og
er beinlínis hættulegt fyrir unga
fólkið, sagði Melchior. Stúlkurn-
ar sveifla pilsunum upp yfir höf-
uð, og það er ekki hollt fyrir
unga menn að horfa upp á því-
líkt og annað eins.
LONDON, 23. marz. — Suslov og
ferðafélagar hans, sem verið hafa
í Engiandi í 10 daga halda heim-
leiðis á morgun. Áður hafði Suslov
aflýst fundi með blaðamönnum
vegna „þreytu“, en hann hefur
boðað fund skömmu fyrir brott-
förina.