Morgunblaðið - 25.03.1959, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.03.1959, Blaðsíða 19
Miðvik'udagur 25 marz 1959. MORGinSBVAÐlB 19 Sumir eyða páskaieyfinu á ísafirði — aðrir * á Mallorca! Vísitala byggingarkostnaðar lækkar um 1 % frá því í oktéber í haust. í NÝÚTKOMNUM Hagtíðindum er skýrt frá því, að Hagstofan hafi reiknað út vísitölu bygging- arkostnaðar eftir verðlagi í febrú armánuði 1959, en hún gildir fyrir tímabilið 1. marz til 30. júní 1959. Reyndist vísitalan vera 133 stig, miðað við grunntöluna 100 hinn 1. október 1955, en það jafngildir 1289 stigum eftir eldri grundvellinum (1939 — 100). Vísitala byggingarkostnaðar í október 1958 var, að því er snert- ir launakostnað, miðuð við þá- gildandi kaupgreiðsluvísitölu, 185 stig. Vísitala byggingarkostnaðar í febrúar er miðuð við vísitölu 175 að því er snertir beinan launakostnað í visitölunni. Hefði því mátt vænta 5,4% lækkunar á þeim liðum vísitölu byggingar- kostnaðar, sem eru hreinir vinnu Hðir. Svo fór þó ekki. Meðallækk- un á mótauppslætti og trésmíði utanhúss við þak, trésmíði innan húss, múrvinnu og verkamanna- vinnu er ekki nema 3,9%. Ástæða + KVIKMYNDIR * Kópavcgs Bíó: FROU-FROU SVO SEM kunnugt er, hóf Kópa- vogs Bíó starfsemi sína sl. laugar- dag í húsakynnum hins nýja fél.- heimilis þar í bæ. Er áhorfenda- salurinn allrúmgóður, tekur um 300 manns í sæti og er þar allt smekklegt, en án íburðar. Stend- ur félagsheimiUð hátt og er þaðan útsýni fagurt í þrjár áttir. Er ^kemmtilegt, þegar dimma tekur, að horfa út yfir hina breiðu byggð með Ijós í hverju húsi og reyndar ævintýri líkast, því að svo skammt er síðan á þessum slóðum var ekki annað að sjá en nokkur dreifð smábýli, auk Kópavogshælisins. Kópavogs Bíó hóf starfsemina með sýningu á frönsku kvikmynd inni „Frou-Frou“, sem tekin er í litum og Cinemascope Fjallar myndin um þætti úr ævi „Frou- Frou“, sem ung og fríð, gengur milli borðanna í einum af dýr- ustu veitingasölum Parísarborg- ar, og selur blóm. I>arna sitja glæstar konur og prúðbúnir heimsmenn og kvennabósar, kampavínið freyðir og hin taum- lausa léttúð ræður þarna ríkjum. Við eitt af borðunum situr rúss- neski prinsinn, Wladimir ásamt þremur félögum sinum og jafn- mörgum glaðværum konum. — Þeir f jórmenningarnir koma auga á Frou-Frou og verða þegar heill- aðir af yndisþokka hennar. Bind- ast þeir samtökum um að taka stúlkuna að sér og „mennta“ hana svo að .ún verði gjaldgeng í hinu glæsilega en vafasama samkvæmislífi heimsborgarinnar eins og það var á árunum fyrir heimsstyrjöldina fyrri. — Frou- Frou kemst nú inn í hringiðu skemmtanalífsins. Hún er dáð af mörgum, býr í íburðarmiklum húsakynnum og er búin falieguin og dýrum klæðnaði. En gengi hennar reynist fallvalt eins og tii þess var stofnað og veltur á ýmsu fyrir þessari yndislegu stúlku, sem heldur hjarta sínu óspilltu þrátt fyrir allt. Saga Frou-Frou verður hér ekki rakin, enda yrði það of langt mál, því að myndin er mjög efnismikil, ágætlega sam- in og prýðilega gerð. Hér við bætist að leikurinn er afbragðs- góður, en þau Dany Robin, Gino Cervi og Philippe Lemaise fara með aðalhlutverkin. Einkum er Dany Robin heillandi í hlutverki Frou-Frou og leikur hennar frá- bær. — Enda þótt efni myndar- innar sé í r;.un og veru harm. saga, þá fer fjarri því að myndin sé þung og drungaleg. Þvert á móti. Hún ólgar af lífi og fjöri og er bráðskemmtileg frá upphafi til enda. Mæli ég eindregið með þessari ágætu mynd. Kgo. þessa misræmis er aðallega sú, að meistaraálag á útselda vinnu var frá 1. febrúar 1959 hækkað til þess að jafna það, að verð á útseldri vinnu var ekki hækkað til samræmis við hækkun kaup- greiðsluvísitölu 202 stig í desem- ber og janúar. Efnisliðir vísitölu byggingar- kostnaðar breyttust tiltölulega lítið, en þó varð nokkur hækk- un á hurðum og gluggum og fleiri liðum. Vegna verðhækk- ana, sem koma til mótv'ægis lækk un launakostnaðar í kjölfar nið- urfærslu launa, er nettólækkun vísitölunnar frá október 1958 til febrúar 1959 ekki nema 1,3 stig eða 1%. Stjórn Félags ísl. rafvirkja sjálf- kjorm FÉLAG íslenzkra rafvirkja hélt aðalfund sinn sl. sunnudag 22. þ.m. Á fundinum var lýst stjórnar kjöri, sem fram átti að fara að viðhafðri allsherjaratkvæða- greiðslu, en þar sem aðeins einn listi kom fram, urðu trúnaðar menn félagsins sjálfkjörnir. Stjórn félagsins er nú skipuð þessum mönnum: Óskar Hall- grímsson, formaður; Auðunn Bergsveinsson, varaform.; Sveinn V. Lýðsson, ritari; Magnús K. Geirsson, gjaldkeri; Kristinn K. Ólafsson, aðstoðargjaldkeri. — Varastjóri: Sigurður Sigurjóns- son og Kristján Benediktsson. Á aðalfundinum flutti formað- ur félagsins, Óskar Hallgríms- son skýrslu um starfsemi þess á liðnu starfsári, sem var mjög fjöl- þætt. Stærsta viðfangsefnið var bygging félagsheimilis, sem fé- lagið hefir staðið að ásamt Múr- arafélagi Reykjavíkur. Var félags heimilið tekið til fullra nota á sl. ári. Gjaldkeri félagsins, Magnús K. Geirsson las og skýrði reikn- inga félagsins og gerði grein fyr- ir fjárhag þess, sem er góður. Skuldlausar eignir nema nú kr. 1.233.830.05. Eignaaukning á ár- inu hefir orðið kr. 235.443,53. Fé- lagsmenn voru um sl. áramót 358. Við nám í rafvirkjun og rafvéla- virkjun á öllu landinu eru nú 128 nemendur. FRJÁLSÍÞRÓTTADEILD ÍR efndi til innanfélagsmóts á mánu dagskvöldið fyrir þá drengi sem æft hafa með félaginu í vetur. Ágætur árangur náðist í öllum greinum. Keppendur voru marg- ir, eða um 20, og bættu flestir mjög árangur sinn. Enginn kepp- andi á mótinu var eldri en 17 ára. Úrslit urðu þessi: Langstökk án atrennu: 1. Jón Þ. Ólafsson ........ 3,08 2. Kristján Eyjólfsson .... 3,00 3. Steindór Guðjónsson .. 2,78 3. Helgi Hólm ..............2,67 Hástökk án atrennu: 1. Jón Þ. Ólafsson ........ 1,54 2. Helgi Hólm ............. 1,40 3. Steindór Guðjónsson .. 1,35 4. Kristján Eyjólfsson .... 1,30 Þrístökk án atrennu: 1. Kristján Eyjólfsson .... 8,68 2. Jón Þ. Ólafsson ........ 8,63 3. Helgi Hólm ............. 8,21 4. Steindór Guðjónsson .... 8,11 Hástökk með atrennu: 1. Jón Þ. Ólafsson ........ 1,71 2. Helgi Hólm ............. 1,68 3. Kristján Eyjólfsson .... 1,68 4. Steindór Guðjónsson .... 1,63 Auk þessara greina fór fram keppni í hástökki án atrennu fyr- | ir fullorðna og í þeirri grein Elías Jóhaimesson 85 ára ELÍAS JÓHANNESSON, bóndi að Melkoti í Stafholtstungum, er 85 ára í dag. Hann hefir búið í Melkoti í 52 ár og frá því að hann hóf fyrst búskap að Efra- Nesi í sömu sveit, er nú senn hálfur sjötti .tugur ára. Elías hef- ir verið mikið snyrtimenni í allri umgengni og ber ábýlisjörð hans þess Ijóst vitni í ræktun og húsa kosti. Elías er kvæntur Halldóru Ólafsdóttur, sem var ljósmóðir í Stafholtstungnahreppi um ára- tuga skeið. Eiga þau nú á næst- unni 60 ára hjúskapar afmæli. Þau búa nú ásamt tveimur upp- komnum börnum sínum, Jóhönnu og Magnúsi, og er Melkotsheim- ilið rómað fyrir gestrisni og myndarbrag. Margir munu verða til þess að senda Eliasi kveðjur sinar í dag og minnast góðra stunda í félags skap hans. Inflúensa FRÉTTARITARI Mbl. á Siglu- firði símaði blaðinu í gærkvöldi leiðréttingu á frétt um inflúenzu um borð í hinum nýja austur- þýzka togbáti Margréti. Það var í þriðju veiðiför skipsins en ekki í fyrstu, eins og ranglega var hermt í blaðinu, sem veikin gerði vart við sig um borð í skipinu. Vegna sögusagna um hingað- komu veikinnar, sagði fréttarit- arinn, er rétt að undirstrika það, að um það er ekki vitað með vissu, þótt Hkur bendi til, að hún hafi borizt til bæjarins með þýzku skipi, sem lestaði mjöl- farm á Siglufirði. sigraði Karl Hólm, náði öðrum bezta árangri íslendings, og stökk 1,62 mtr. Annar varð Val- björn Þorláksson, stökk 1,60, og þriðji varð Halldór Ingvarsson, stökk 1,50 mtr. Haiidknattleiks- mót í Kef lavík á morgim KEFLAVÍK, 23. marz. — Mjög mikill áhugi á handknattleik rík ir hér í Keflavík. — Á skírdag kl. 2 gengst Handknattleiksráð Keflavíkur fyrir móti, sem háð verður í íþróttahúsi skólanna hér. Upphaflega var ætlunin, að öll 2. deildar-liðin í meistaraflokki tækju þátt í móti þessu, ásamt 1. flokki Hafnfirðinga, en þar sem Akranesliðið forfallaðist var Ármenningum boðin þátttaka, hvað þeir þáðu. — Taka því eft- irtalin lið þátt í mótiau: Ármann, Víkingur, Þróttur, Afturelding, F. H. (1. flokkur) og Keflvíking- ar. Hugmyndin er, að sHkt mót verði síðan haldið árlega eftir- leiðis. — Ingvar. MENN eru nú farnir að hugsa iil páskaleyfisins með tilhlökkun. Sumir ætla að leggja land undir fót og fara á skíðavikuna á ísa- firði, til Akureyrar eða Vest- mannaeyja, aðrir fara til Mall- orca! í gær voru farnar á vegum Flugfélags íslands til Akureyrar þrjár fertir og tvær til ísafjarðar og var fullskipað í öllum þess- Jóna Dósótheus- dóttir áttræð í dag ÞÚFUM, 24. marz. — Á morgun þann 25. þ.m., verður Jóna Dósó- theusdóttir, fyrrum húsfreyja að Keldu hér í hreppi áttræð. Jóna er dóttir merkishjónanna Dósó- theusar Tímótheusarsonar á Sveinhúsum og konu hans, Jón- ínu Jóhannesdóttur. Jóna hefir dvalizt allan sinn aldur hér í sveit utan þess tíma, er hún leit- aði sér menntunar í kvennaskóla. Jóna var um skeið barnakenn- ari í sveitinni. Hún er ágætlega greind kona, hagmælt, vel minn- ug og unnandi hvers konar fróð- leiks, einkum þjóðlegra fræða og lista. Um langt skeið bjó hún með manni sínum Halldóri hrepp- stjóra á Keldu og hélt þar uppi mikilli heimilisrisnu. Nutu þau hjón mikillar vináttu sveitunga og annarra, er þau höfðu kynni af, enda bæði mikið mannkosta fólk. Síðustu 20 árin hefir Jóna verið í Reykjarfirði hér í sveit. — P.P. um ferðum. Áætlað er að farra tvær ferðir til Akureyrar í dag, og fer Skymastervél F.Í., Sól- faxi, aðra ferðina. Er fullbókað í báðar þessir ferðir, og einnig 1 tvær ferðir til Vestmannaeyja og eina ferð til ísafjarðar. Á skír- dag er áætlað að fara aukaferðir til Akureyrar og Vestmanna- eyja. Ekkert verður flogið innan- lands á föstudaginn langa og páskadag, en á annan í páskum verða farnar aukaferðir eftir þörf um til Akureyrar og Vestmanna- eyja. Sólfaxi leggur í kvöld upp £ mikla ís.'.u til Madorca með 60 manns. Hefur starfsfólk hjá ýms- um fyrirtækjum tekið vélina á leigu til þessarar ferðar. Sólfaxi bíður eftir ferðalöngunum á Mall orca um páskahelgina og er vænt anlegur aftur hingað tu lands nk. þriðjudag. Mun flugvéUn hafa viðkomu í París á heimleíð- inni. Færri en vildu munu hafa komizt i þessa för. í fyrradag fór Sólfaxi til Graen lands, og var flugvélin væntan- leg úr þeirri för í morgun. ★ ★ Strandferðaskipið Hekla fer I dag vestur um land til ísafjarð- ar, Akureyrar og Siglufjarðar. Samkvæmt upplýsingum frá Skipaútgerð ríkisins höfðu i gær' um 170 manns pantað far með skipinu, og munu flestir farþeg- anna ætla til ísafjarðar. Far- þe'garými er því fullskipað, og margir hafa orðið að taka sér far í lest. — Hekla kemur við á heim- leiðinni á ísafirði á annan í páskum til að flytja ferðafólkið aftur til Reykjavíkur. SILFURTÚN Frá 1. apríl n.k. annast frú Ingi- björg Eyjólfsdóttir, Sveinatungu útsölu og dreif ingu á Morgunblað- inu í Silfurtúni og nágrenni þess. Lokað í dag vegna jarðarfarar. Vélar og skip K.f ÞORSTEINN LOFTSSON frá Vestmannaeyjum andaðist í sjúkrahúsinu Sólvangi í Hafnarfirði 24. þ.m. Jarðarförin ákveðin síðar. Fyrir hönd aðstandenda. Kristjana Einarsdóttir. Innilegt þakklæti vottum við öllum þeim, sem auð- sýndu okkur samúð við fráfaU stefAns íónssonar Brimnesi. Vandamenn. Cóður árangur yngri féiaga ÍR í frjálsíþróttum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.