Morgunblaðið - 25.03.1959, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.03.1959, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 25 marz 1959 MORGUNBLAÐ1Ð 13 — Bókaþáttur Framh. af bls. 11. Mönnum sést oft yfir það, þegar þeir segja, að eitt eða annað skuli burt, hvort það sem á eftir kemur geti staðið án þess. En ég tek undir það með lesandanum, að það er ekki gaman að standa í svona tínslu kauplaust, og læt ég þess vegna nægja að gera skil þessum tveimur dæmum Sigurð- ar. En úr því að Sigurði, sem er í úrvalsflokki, getur sézt yfir svona augljósa hluti, hvernig halda menn þá, að hinir flokk- arnir séu? Ég kem rétt strax að því, það er fjórði og síðasti þátt- ur. IV. Sigurður lýkur ritdómi sínum með því hneykslast á því, að ég skyldi í eftirmála bókarinnar snoppunga ónafngreindan rit- dómara, sem vegna bjálfaskapar varð það á að hnoða saman í rit- dómi um fyrri bók mína ummæl- um, sem voru móðgandi, ekki í minn garð, heldur annarra.sem ég vildi heiðra með tileinkun, og skal það ekki tuggið hér. Ég sagði, að ritdómari þessi værj einn þeirra manna, sem hefði fengið i hendur penna í misgrip- um fyrir traktor eða jarðýlu. Svona nokkuð á ekki heima í eftirmálum, segir Sigurður. — Nei, það á heima í formálum, segi ég, og ég sé, að eg hef ekki sagt nógu mikið. Hér er það sem á vantaði um ritdómara í lægri flokkunum, og þeir eru í yfir- gnæfandi meirihluta. Einhver fyrstu kynni mín af því, hvernig sumir ritdómar verða til á fslandi og hvers virði þeir eru, voru þau, að ég var staddur heima hjá ritstjóra tíma- rits nokkurs. Kunningi hans hafði nýlega gefið út bók og nú kom til kasta ritstjórans að nota samböndin. Ég horfði á hann taka simann, hringja í hvern manninn á fætur öðrum og þreifa fyrir séx um, hvernig þeim litist á bókina. Sælinú .... Líkar hún ekki vel, nei — ha„ slappt verk, já .... Jæja, nokkuð að frétta annars .. sælir. Loks hljóp á snærið hjá honum: Sælinú .... já, jæja — einmitt, ánægður með hana, jahá. — Innan mínútu hafði hann geng- ið frá pöntun á ritdómi og af- hendingartími ákveðinn; hann svitnaði ekki einu sinni meðan hann stóð í þessu stússi. — Fyrir tveimur árum sat ég uppi á Lands bókasafni og var að fletta nokkr- uf árgöngum vikublaðs, sem gefið er út utan Reykjavíkur. Þá rakst ég á ritdóm um bók eins kunningja míns, mjög jákvæðan ritdóm. Ég fletti áfram, og viti menn: nokkrum mánuðum seinna í sama árgangi rakst ég á annan ritdóm eftir sama mann um sömu bók og nú mjög nei- kvæðan. Undur og stórmerki! Jó, það má nú segja. Þessi maður skrifar enn þá ritdóma. Einn rit- dómari hér í bænum skrifar eklti ritdóma öðru vísi en í bræði, og bendir allt til, að vaxandi útgáfa innlends skáldskapar muni ríða taugakerfi hans að fullu. Mér er sagt, að hann haldi sig vera Georg Brandes endurfæddur og dansi stríðsdans, ef bókmennta- legur óskeikulleiki hans sé dreg- in í efa. Þetta eru algeng um- mæli í ritdómum: Hann er sams konar rithöfundur og kötturinn í Sjöstjörnunni. Og: Hann skrif- ar eins og gúmmíblaðra. Eða: Næstu bók ætti hann að reyna að skrifa með hnéskelinni. — Það er hægt að fyrirgefa og jafnvel hafa gaman af meinlegum athugasemd um í ritdómum, ef þær eru fyndn- ar, en maður gæti haldið, að fyndni af þessu tagi væri mjöður, sem runnið hefði frá Keflavíkur- útvarpinu. í fyrra gaf ritdómari nokkur ljóðabókarhöfundi þá átakanlegu ráðleggingu að skrifa næstu bók sína á klósettpappír. Verki ungs höfundar var ekki alls fyrir löngu líkt við haug af saur og sorpi; sama verk hóf ann- ar til skýjanna. Þetta er efnislegt sýnishorn af skáldskaparskyn- bragði eins af afkastamestu rit- dómurum okkar: í ljóðinu kemur fyrir „hvítur hestur", en hestar eru aldrei hvítir, þeir eru sko gráir, þetta er slæmur galli á kvæðinu. — Einu sinni hefur það komið fyrir í fslandssögunni, að 20 menn, og það meira að segja allir þjóðkunnir, hafi mælt með ákveðnu lestrarefni. Og hvað skyldi það hafa verið? Kannske eitt af stórverkum heimsbók- menntanna ellegar eitthvað ágæt isverk íslenzkra bókmennta? Neí, þessir herrar mæltu með riti, sem flytur aðallega sannar frá- sagnir af svaðilförum og morð- um, en þar fyrir utan — þess skal getið, svo að sannleikurinn sé sagður allur — flytur ritið að vísu ágætt lesefni innlent. Það er af nægu að taka, en allt hefur sín takmörk. Sum þeirra dæma, sem hér hafa verið néfnd, bera raunar vott um hreina skrípaleiki, en því miður svo grófa, að það er sjaldnast hægt að hafa gaman af þeim; annað er óverjandi, þótt það sé að sumu leyti sknjanlegt, því að fámenmð getur annars vegar af sér urmuj tilefna til úlfúðar og náunga- krits og fjötrar merSí hins vegar í marga hlekki kunningsskapar, vensla og pólitískrar samstöðu. Má því segja, að ekki saki, þótt fram komi nokkur vísbending um, hversu lausbeizluð þessi öfl vaða uppi í þeirri „bókmennta- legu leiðbeiningarstarfsemi“, sem haldið er að fólkinu í landinu. Jóhannes Helgi. Vatteruð NÆLONEFNI Vatteruð BÓMULLAREFNI Vatteruð RAYONEFNI í greiðslusloppa Fallegt sloppaefni er góð fermingargjöf. Ný sending einlit ULLAREFNI í kjóla. MARKADURINN Hafnarstræti 11. Clæsileg íbúð 3 til 4 herbergi með öllum þægindum og stóru 110 til 120 ferm., að vísu í kjallara, í einu af vönduðustu húsunum í Hlíð- unum, til leigu frá 1. desember. — Helzt óskað eftir eldra fólki. — Fjölskylda með börn getur ekki komið til greina. Tilboð merkt: „Nýtízku íbúð — 5461“ sendist Mbl. fyrir miðvikudag 1. apríl. Kvenfélag Hallgrímskirkju hedur aðalfund sinn þriðjudaginn 31. marz kl. 8,30 stundvíslega í Félagsheimili prentara, Hverfis- götu 21. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Félagskonur fjölmennið. STJÓRNIN. Svissrteskar kápur Enskar kápur m.a. „Cojana“ model ☆ Einnig fermingarkápur Dragtir mikið úrval ☆ Ný sending PILS ☆ Ný sending PEYSUR ☆ Ný sending HATTAR ☆ Ný ULLARKJÓLAEFNI MARKAIBRIHl Laugaveg 89. Framtíðaratvinna Stórt fyrirtæki vantar stúlku til skrifstofustarfa nú þegar eða 1. maí n.k. Vélritunarkunnátta áskilin. Um- sóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf sendist blað inu fyrir 7. apríl merkt: „Framtíð — 5455“. Happdrœttishúsið . ÁSCARÐUR 8 (Ásgarður 2, 4, 6 og 8) sem útdregið verður í 12. flokki 3. apríl n.k., verður til sýnis sem hér segir: Skírdag 26. þ. m. kl. 2—7 Laugardag 28. — 2—7 Annan í páskum ... 30. — 2—7 Happdrætti D.A.S. Borðið OPAL súkkulaði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.