Morgunblaðið - 25.03.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.03.1959, Blaðsíða 8
8 MORGTJTSBLÁÐIÐ Miðvikudagur 25 marc 1959 Ályktanir landsfundar Sjálfstœðismanna um samgöngumál: Tœknilegar nýjungar verði hagnýttar í þágu samgangna á landi og í lofti Skipastóllinn verði efld- ur þannig að siglingar verði arðberandi at- vinnuvegur Athugaðir verði möguleikar á stofnun fríhafnar HÉR fara á eftir ályktanir landsfundar SjálfstæSisflokksins uni samgöngumál: 1. Landsfundurinn telur, að góðar og öruggar samgöng- ur sé eitt af frumskilyrðum þróttmikils og vaxandi atvinnu- lífs til sjávar og sveita. Þess vegna beri að leggja höfuð- áherzlu á, að akvegasambandi verði hið fyrsta komið á við þá Tandshluta, sem ennþá eru ekki komnir í samband við megin akvegakerfi landsins eða húa við ófullkomið akvegasamhand. Ríka nauðsyn beri til þess, að hraðað verði svo sem mögu- legt er brúa- og vegagerðum um land allt, um leið og eldri og ófullkomnari þjóðvegir verði endurhættir. í þessu sambandi vekur landsfundurinn athygli á nauð- syn þess, að framkvæmd verði þingsályktunartillaga, sem samþykkt var á síðasta Alþingi fyrir forystu Sjálfstæðis- manna um heildaráætlun um framkvæmd vegagerðar í landinu, með það fyrir augum, að þörfum alþjóðar fyrir góða og fullkomna vegi verði fullnægt hið fyrsta. VEGIR ÚR VARANLEGU EFNI — STÓRVIRKAR VINNUVÉLAR Þá telur fundurinn og að nauðsynlegt sé að hefjast á öæstunni handa um að gera vegi úr varanlegu efni, og þannig hæfari til þess að þola stóraukna umferð stöðugt stækkandi ökutækja. Ennfremur heri hrýna nauðsyn til þess, að stórvirkra vinnuvéla verði aflað til vegagerðar og það tryggt að nægilegir varahlutir séu ávallt tiltækir í þessi tæki. Telur fundurinn að mjög þýðingarmikið sé, að hvers konar tæknilegar nýjungar séu hagnýttar, eins og frekast er kostur, til þess að leggja vegina og gera þá sem endingar- bezta og greiðfærasta. Þá telur fundurinn að athuga beri, hvort ekki sé hag- kvæmt að einstakar meiriháttar vega-, hrúa-, hafna- og flug- vallaframkvæmdir séu unnar í ákvæðisvinnu, eins og Sjálf- stæðismenn hafa lagt til í tillögu, sem nú liggur fyrir Alþingi. Bendir fundurinn á nauðsyn þess að íslenzkum verktakafyrirtækjum verði heimilað að afla nauðsynlegra tækja til starfsemi sinnar. BYGGING FLUGVALLA 2. Fundurinn telur, að halda beri áfram að hæta sem mest skilyrði fyrir góðum og öruggum flugsamgöngum milli allra landshluta. í því sambandi heri að leggja áherzlu á byggingu flugvalla, sem búnir séu nægilegum öryggistækj- um. Álítur fundurinn mikils um vert, að flugvallakerfið verði nægilega fullkomið til þess að flugsamgöngum verði haldið uppi við alla landshluta. Telur fundurinn nauðsyn- Iegt, að fylgzt verði sem hezt með nýjungum á sviði flug- vélagerða, og þær hagnýttar til hins ítrasta í þágu íslenzkra ílugsamgangna. Þá lýsir fundurinn yfir fullum stuðningi við millilanda- flug hinna íslenzku flugfélaga og telur, að ríkisvaldinu beri að styðja þau og efla eftir megni, til þess að annast þessar þýðingarmiklu samgöngur með góðum og fullkomnum flug- vélum. Ennfremur lýsir fundurinn þeirri skoðun sinni að hraða beri endurskoðun gildandi lagaákvæða um flugmál. EFLING SKIPASTÓLSINS 3. Landsfundurinn telur, að nauðsynlegt sé að efla skipastól íslendinga svo, að þeir geti eigi aðeins annað eigin flutningaþörf, heldur flutt vörur fyrir aðrar þjóðir. IVÍeð þeim hætti gætu siglingar orðið verulegri þáttur í atvinnulífi þjóð- srinnar og gjaldeyrisöflun en þær eru nú. Það er skoðun fiindarins, að Eimskipafélag íslands hafi unnið merkilegt og þjóðnýtt starf á sviði siglingamála þjóðarinnar, og beri að efla það til áframhaldandi sóknar á því sviði. Athuga beri, hvort ekki sé hægt að draga úr hinum gífurlega rekstrarhalla Skipaútgerðar ríkisins með hættu skipulagi á rekstri hennar. INNFLUTNINGUR SAMGÖNGUTÆKJA 4. Fundurinn telur að tryggja verði jafnan nokkurn árlegan innflutning bifreiða, þar sem þessi tæki eru aðal- samgöngutæki landsmanna. Beri nauðsyn til þess að dreifing þeirra verði sem réttlátust og sé þar gætt jafnt hagsmuna allra landshluta. Stuðla beri að innflutningi stórvirkra flutn- ingjatækja, er tryggi serrt lægst farmgjöld og skal þess gætt að mismuna ekki mönnum um innflutning þeirra eftir því hvar þeir eru búsettir á landinu. Jafnframt telur fundurinn að halda beri áfram stuðningi við innflutning snjóbíla, og Samgongumálanefnd landsfundar Sjálfstaeðisflokksins. — Á myndinni eru sltjandi frá vinstrl: Jónas Magnússon, Stardal, frú Þórunn Sigurðardíttir, Patreksfirði, Sigurður Bjarnason, alþm., frá Vigur, er var formaður nefndarinnar, frk. María Maack, Reykjavík, Brandur Stefánsson, Vík í Mýrdal, Sigurður Ó. Ólafsson, alþm., Selfossi, og Pétur Guðfinnsson, Reykjavík. Standandi - frá vinstri: Davið Pétursson, Grund, Kristján Björnsson, Steinum, Einar Ingimundarson, Siglufirði, Bogi Þorsteinsson, Keflavík, Gunnar Sigurðsson, Rvík, Benedikt Guðmundsson, Staðarbakka, V- Hún., Ágúst Hafberg, Reykjavík, Valgarð Briem, Reykjavík, Vernharður Bjarnason, Húsavík, of Kristján Guðlaugsson, Reykjavík. ynjósleða, til notkunar í þeim landshlutum, sem húa við sér- staka samgönguerfiðleika á vetrum sökum snjóalaga. 5. Landsfundurinn ítrekar fyrri yfirlýsingar sínar um, að það sé sanngirnismál, að ekki verði krafizt sérstaks gjalds af útvarpstækjum í ökutækjum þeirra manna, sem greiða gjald af slíkum tækjum á heimilum sínum. Nýtt kvenfélag stofnað BÆTT SÍMASAMBAND 6. Landsfundurinn telur að halda beri áfram að bæta f-ímasamband við einstaka landshluta og hagnýta nýjungar tækninnar í þjónustu símans eftir fremsta megni. Telur landsfundurinn að hvert byggt hól á íslandi eigi rétt á því að fá afnot af síma. Fagnar fundurinn því, sem áunnizt hefur í þessum efnum á undanförnum árum, en telur að halda heri áfram að gera símasambandið sem öruggast og fullkomnast. Þá telur fundurinn að vinna beri áfram að endurbótum á póstþjónustu í sveitum landsins. BYGGING GISTIHUSA 7. Fundurinn telur að ennþá sé stórfelldur skortur á gistihúsum í landinu. Verði því að hefjast handa um bygg- ingu nýrra gistihúsa, bæði í höfuðborginni og á ýmsum stöð- um úti um land til þess að fullnægja í senn þörfum lands- manna sjálfra og hins vaxandi ferðamannastraums til.lands- ins. í þessu sambandi ítrekar fundurinn fyrri yfirlýsingar um að athugaðir verði möguleikar á hagnýtingu jarðhita, einnig í sambandi við rekstur gistihúsa og heilsuhæla. Telur lands- fundurinn eðlilegast, að erlent fjármagn verði fengið til þess- ara framkvæmda, eins og tíðkast í flestum ferðamannalönd- um. Þá beri að leggja áherzlu á hætta umgengni, aðbúnað og þrifnað á þeim gististöðum, sem nú eru til í landinu. FERÐAMÁL OG LANDKYNNING 8. Fundurinn telur að setja beri nýja löggjöf um land- kynningu og ferðamál í samræmi við tillögur Sjálfstæðis- manna á Alþingi undanfarin ár. Afnema beri einkarétt Ferðaskrifstofu ríkisins til móttöku erlendra ferðamanna og sé sjálfsagt að aðrar ferðaskrifstofur hafi einnig heimild til slíkrar fyrirgreiðslu. Landsfundurinn telur miður farið að lítt hefur miðað áleiðis í gistihúsamálum þjóðarinnar undan- tarin ár, um leið og hann lýsir yfir þeirri skoðun sinni, að heimsóknir erlendra ferðamanna séu líklegar til þess að skapa þjóðinni allverulegar gjaldeyristekjur, ef rétt er á þessum málum haldið í framtíðinni. 9. Fundurinn telur að athuga beri möguleika á fríhöfn- urn, bæði fyrir skip og flugvélar og skapa beri flutningafyr- irtækjum að öðru leyti sem styrkasta aðstöðu til samkeppni á alþjóðlegum flug- og siglingaleiðum. BÆTT HAFNARSKILYRÐI 10. Fundurinn telur að góðar og fullkomnar hafnir í öllum landshlutum hafi grundvallarþýðingu fyrir útflutn- ingsframleiðslu og samgöngur þjóðarinnar. Þess vegna beri að leggja áherzlu á skipulegar framkvæmdir á hafnarmál- iim og stuðla að því eftir fremsta megni að Ijúka hafnargerð- um á einstökum stöðum og skapa þar með grundvöll fyrir aukna framleiðslu og útflutning. Telur fundurinn að rann- saka beri hafnarstæði í þeim landshlutum, sem nú eiga við mesta erfiðleika að stríða af völdum hafnleysis. Þá tclur fundurinn að taka beri erlend lán til þess að mögulegt sé að gera nú stórt átak í hafnarmálum lands- manna. — FYRIR nokkrum vikum var haf- inn undirbúningur að stofnun fé- lags eiginkvenna íslenzkra loft- skeytamianna. Stofnfundir félags- ins, er ber nafnið Kvenfélagið Bylgjan, voru haldnir 12. og 26. febrúar sl. Um 60 konur hafa þeg ar gerzt félagar. í lögum félagsins stendur m. a.: „Tilgangur félagsins er að efla samúð og vináttu meðal loft- skeytamanna og fjölskyldna þeirra. Einnig skal félagið vinna að styrktar- og menningarstarf- semi innan félagsins og út á við. ... “ Formaður var kjörin Guðrún Sigurðardóttir, en aðrar í stjórn eru Laufey Guðbrandsdóttir, Lilly Magnúsdóttir, Sigríður Guð mundsdóttir og Anna B. Óskars- dóttir, en til vara Gróa Finns- dóttir og Hólmfríður Jensdóttir. Félagsfundir verða haldnir mánaðarlega á tímabilinu októ- ber—maí. Næsti fundur er ákveð inn 2. apríl að Garðastræti 8. Ágæt skóla- skemmtun HAFNARFIRÐI — Á laugardag og sunnudag héldu börn úr Barnaskóla Hafnarfjarðar sína árlegu skólaskemmtun, en allur ágóðinn rennur í ferðasjóð barn- anna. Var húsfyllir í hvert skipti, en alls voru skemmtanirnar fjór- ar. Skemmtu börnin með söng, leikritum, ballett, þjóðdönsum og fleiru, og skemmtu áhorfendur sér mjög vel. Eins og fyrr að- stoðuðu kennarar og skólastjóri börnin með allan undirbúning og hafa lagt mikla vinnu í það. Öll skemmtiatriðin tókust ágætlega, en einna mesta athygli vakti ball- ettinn og leikrit, sem var í fjór- um þáttum. Einnig var gaman að hlusta á söng barnanna undir stjórn Guðjóns Sigurjónssonar. Var skemmtunin hin fjölbreyti- legasta og börnunum og þeim, sem að henni stóðu, til sóma. Eru þessar skemmtanir skólabarn- anna ákaflega vinsælar og jafn- an húsfyllir á þeim. — G. E.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.