Morgunblaðið - 25.03.1959, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.03.1959, Blaðsíða 20
VEDRID Austankaldi. Úrkomulaust að mestu. 70. tbl. — Miðvikudagur 25. marz 1959 Kjördœmamálið Sjá grein á bls. 11. Svartagilsmdlið dæmt í sakadómi: Annar bræðranna hlaut tveggja ára fangelsi en hinn 8 mánaða Happdrætti Sjálfstæðisflokksins: Dregið í kvöld kl. 23 Aðeins 300—400 miðar til sölu i dag f SAKADÓMI Reykjavíkur var i gærdag kveðinn upp dómur í svo- nefndu Svartagils-máli, en að- ilar að því eru ákæruvaldið og bræðurnir Reynir og Sveinbjörn Hjaltasynir, Suðurlandsbraut 9, hér í bænum. Þeir bræður réð- ust haustið 1957 inn á heimili Markúsar bónda Jónssonar í Svartagili í Þingvallasveit. Voru þeir kærðir fyrir að hafa borið eld að bæjarhúsinu og brennt það til ösku ásamt áföstu fjósi og hlöðu. Þórður Björnsson, rann- sóknardómari í máli þessu, dæmdi Reyni í tveggja ára fangelsi, þar eð hann var talinn hafa kveikt í bænum. Sveinbjörn var aftur á móti sýknaður af þeirri ákæru, en hlaut 8 mánaða fangelsisdóm. Þórður Björnsson skýrði blöð- unum frá dómsniðurstöðum í gær kvöldi. Gat hann þess, að með dómnum hafi þeir bræður verið sviptir kosningarétti og kjör- gengi, og gert að greiða máls- kostnað, en hvorum verjanda þeirra voru dæmdar 4000 kr. Einnig urðu þeir að greiða mál- flutningslaun sækjanda. Reynir hefur aldrei áður verið dæmdur til refsivistar, en Sveinbjörn hiaut nú fimmta refsidóminn. Ákæruatriðin voru þrjú. Þeir voru ákærðir fyrir að hafa gerzt sekir um heimilisfriðarbrot í Svartagili, — fyrir líkamsárás á Markús bónda og í þriðja lagi fyrir að hafa kveikt í bænum. Bræðurnir voru báðir sekir fundnir varðandi tvö fyrstu á- kæruatriðin, en varðandi þriðja ákæruatriðið var Sveinbjörn sýknaður en Reynir aftur á móti sakfelldur þótt hann játaði aldrei á sig verknaðinn. Við rannsókn málsins bar Svein björn að Reynir hafi látið orð falla um það í Svartagili að rétt- ast væri að kveikja í „helvítis kofanum", og var þeim fram- burði ekki hnekkt. Ekkert kom fram er bent gæti til að eldsupp- tök hafi orðið út frá eldavélinni, Ijósaútbúnaði eða reykingum. Þegar Sveinbjörn heyrði Reyni hóta að bera eld að húsinu var AÐALFUNDUR Iðju, félags verksmiðjufólks, var haldinn í gærkveldi. Formaður, Guðjón Sigurðsson, setti fundinn og minntist í upphafi látinna félags- manna og hinna hörmulegu sjó- slysa, sem urðu í febrúar sl. — Fundarmenn risu úr sætum til að votta hinum látnu virðingu sína. Var siðan samþykkt að gefa kr. 5000,00 í söfnunarsjóðinn vegna sjóslysanna. Formaður flutti þar næst ýt- arlega skýrslu félagsstjórnar, sem sýndi glögglega að félags- lífið hafði staðið með miklum blóma sl. ár Þá lýsti hann úr- slitum stjórnarkosninga, sem fóru fram 7. og 8. febr. sl., þar sem stjórnin var öll endurkjör- in með 777 atkv., gegn 438 atkv. kommúnista og félaga þeirra. Las hann þar næst reikninga félags- ins. Var tekjuafgangur rúmlega 57 þús. kr., og var af því lagt 48 þús. kr. í fræðslu- og vinnu- deilusjóð. Eignir félagsins nema nú rúmum 410 þús. kr. og hafa þær aldrei í sögu félagsins verið meiri. Litlar umræður urðu um Reynir í forstofu og rétt á eftir tók Sveinbjörn eftir því að eld- ur var byrjaður að loga þar frammi. Um þetta atriði lét Reynir þau orð falla við réttar- höldin, að hann myndi ekki draga í efa framburð Sveinbjarn ar bróður síns, en ekki kvaðst Reynir muna neitt eftir þessu. Rannsóknardómarinn sagði að ekkert hefði komið fram um að Sveinbjörn hefði borið svo fyrir rétti sem hér hefur verið greint frá til þess að koma sökinni yfir á bróður sinn, heldur hafi ýmis- legt komið fram þessu til stuðn- ings. T.d. rannsókn geðveikra- læknis, sem skýrir frá því í skýrslu sinni til dómarans að undir áhrifum áfengis verði Reynir gripinn drykkjuæði, verði viti sínu fjær og gæti eftir á hvorki játað eða neitað og sé það grunur sinn að hann hafi undir slíkum kringumstæðum framið óhappaverkið. Það kom fram við rannsókn málsins að í Svartagili var Reyn- ir ölvaður og greip hann þar ofsa leg reiði, er hann og Sveinbjörn bróðir hans voru einir orðnir eft- ir í bænum. MÆÐIVEIKI er nú komin upp í Reykhólasveit á Barðaströnd. — Fyrir helginga fór Guðmundur Gíslason, læknir á Keldum, þangað vestur til að rannsaka nokkrar kindur á Miðhúsum í Reykhólasveit sem voru taldar grunsamlegar. Voru tvær þeirra drepnar og hafði Guðmundur lungun úr þeim með sér suður til rannsóknar . Kom í ljós við rannsóknina, að að minnsta kosti önnur kindin hafði þurramæði á mjög háu stigi. reikningana og voru þeir sam- þykktir samhljóða. Samþykkt var tillaga frá for- manni um að stjórn félagsins skipi nefnd til þess að endur- skoða lög félagsins. Þá var kos- inn í 1. maí-nefnd, Ingimundur Erlendsson, varaformaður Iðju. Að lokum var samþykkt tillaga frá Birni Bjarnasyni, varðandi efnahagsmálaráðstafanir ríkis- stjórnarinnar, efnislega sam- hljóða tillögu, sem formaður flutti og samþykkt var á síðasta félagsfundi. Á fundinum voru mættir um 90 félagsmenn. Hjálparsveit skáta AKRANESI, 24. marz. — Nýlega hefir verið stofnuð hér í bænum hjáparsveit skáta með 15—20 fé- lögum. Formaður og stjórnandi hjálparsveitarinnar er Þórarinn Ólafsson, leikfimiskennari. Sveit- in mun eftir föngum leitast við að afla sér nauðsynlegra tækja og útbúnaði til þess að geta gegnt hlutverki sínu eftir því sem þörf krefur. — Oddur. Sveinbjörn hlaut átta mánaða fangelsi. í ágúst mánuði 1958 framdi hann innbrotsþjófnað, en stal aðeins smávægilegu. Þetta afbrot hans varð til þess að þyngja nokkuð dóminn yfir hon- um. Reynir var í gæzluvarðhaldi frá 25. okt. 1957 til 8. marz 1958, en Sveinbjörp frá 25. okt. til 25. nóv. Kemur gæzluvarðhaldsvist- in til frádráttar með fullri daga tölu, á refsivistardómum bræðr- anna. SPARISJÓÐUR Reykjavíkur og nágrennis hélt aðalfund sinn síð- astliðinn mánudag í Þjóðleikhús- kjallaranum. Rekstrarafkoma Sparisjóðsins var góð á árinu, sem Svæði það, sem veikin er á nú, takmarkast að austan af tvö- faldri girðingu, sem liggur upp úr Steingrímsfirði skammt frá Hróbergi og niður í Berufjörð. Að vestan takmarkast svæðið af girðingu úr Kollafirði í ísafjarð- ardjúp. Allmargt fé er í þessu hólfi. Fyrir átta árum var talið, að mæðiveiki hefði komið upp á Hólmavík, sem er í næsta hólfi austan við hið umrædda. Hefur því ekki verið selt neitt fé af þessu svæði í fjárskiptunum og fagna menn nú fyrirhyggju þeirr ar ráðstöfunar. Ekki er vitað hvernig veikin hefur komið að Miðhúsum. Eins og áður segir, var talið á Keld- um, að veikin hefði verið komin á hátt stig í annairi kindinni, sem .lógað var á dögunum. Mbl. átti í gær tal við Svein Guð- mundsson, bónda á Miðhúsum, og sagði hann, að enn sem komið værit væri mönnum það ráðgáta, hvernig féð hefði sýkzt. Þó kvað hann féð hafa verið óhraust þau þrjú ár, sem hann hefði átt heima þar á Miðhúsum. Guðmundur Gíslason, læknir, fór aftur vestur í gær til frek- ari rannsókna og var hans ekki von til baka fyrr en á laugar- dag. Mun hann hafa í hyggju að grafast ýtarlega fyrir um hve útbreidd veikin kann að vera, og verður væntanlegum aðgerð- um hagað í samræmi við niður- stöður þeirrar rannsóknar. Á sumrum mun vera einhver samgangur milli fjárins í hólf- inu, þar sem veikinnar hefur nú orðið vart og fjárins austan ísaf j arðar dj úps. AKRANESI, 24. marz. — í dag eru 20 bátar á sjó héðan í blíð- skaparveðri. Nítján bátar reru héðan í gær. Öfluðu þeir alls 342 lestir, og er það að meðaltali 18 lestir á bát. — Oddur. f KVÖLD verður dregið í bíl- happdrætti Sjálfstæðisflokksins. Þá kemur í ljós, hver heppnina hefur haft með sér og hlotið hinn glæsilega vinning. Vinningurinn er mjög glæsi- leg og verðmæt Ford-Fair- lane fólksbifreið, gerð 1959. leið, og nýtur sparisjóðurinn sí- vaxandi trausts og vinsælda. Innstæður sparifjáreigenda í sparisjóðnum námu tæpum 88 milljónum króna og varaspari- sjóðurinn er kominn upp í rúmar 5 milljónir króna. Af hálfu ábyrgðarmanna sjóðs ins voru endurkosnir í stjórn hans þeir Einar Erlendsson, Ás- geir Bjarnason og Sigmundur Halldórsson. Síðan mun bæjar- stjórn Reykjavíkur kjósa tvo menn til viðbótar í stjórnina og tvo endurskoðendur. 6,500 kr. í söfn- unarsjóðinn KIRKJUBÆJARKLAUSTRI, 24. marz. — Hér í prestakallinu hef- ir undanfarið staðið yfir fjársöfn un vegna sjóslysanna miklu og söfnuðust um 6.500 kr. Undanfarna daga hefir náms- stjóri Austurlands, Jóhannes Óli Sæmundsson, verið hér á ferð og heimsótt alla skólana í fræðslu héruðunum „milli Sanda“. — G. Br. Fræðslufundur um atvinnu- og verka- lýðsmál i kvöld NÆSTI fundur á fræðslunám- skeiðinu um atvinnu- og verka- lýðsmál verður í Valhöll við Suð- urgötu í kvöld kl. 8,30. Rætt verður um: einkarekstur, sam- vinnurekstur og ríkisrekstur. — Framsögumenn verða: Bjarni Bentsson, Ólafur Kristjánsson og Halldór Briem. Nauðsynlegt að þátttakendur mæti stundvíslega. Kópavogur ÁRSHÁTÍÐ Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi verður haldin fimmtu daginn 2. apríl í Sjálfstæðishús- inu við Austurvöll og verður nán ar tilkynnt síðar um hátíðina. Mjög ánægjulegt er, hversu vel happdrættið hefur gengið, þar sem nú eru aðeins fáir miðar óseldir, en sem vænta má, að verði allir seldir að kvöldi. Nú er því síðasta átakið í dag til að tryggja 100% árangur af happdrættinu, en sjálfum sér glæsilegan vinningsmöguleika. Ætla má, að Reykvíkingar keppist um að kaupa síðustu miðana. ★ K ' ígið eða komið í skrlf- stofuna í Sjálfstæðishúsinu og kaupið miða. á: Takið eftir hinni glæst- legu bifreið í Austurstræti og þar eru miðar seldir. ★ Hver skylci að lokum verða eigandi hennar? ★ Skrifstofa happdrættislns verður opin t'; kl. 11 í kvöld Nýr bátur til Grindavíkur GRINDAVÍK, 24. marz. — Nýr 73 lesta bátur kom hingaS að- faranótt þriðjudagsins. Báturinn heitir Áskell, og er eigandi báts- ins Gjögur h.f., Grenivík. Bát- urinn verður gerður út frá Grindavík það sem eftir er af vertíðinni, en heimahöfn hans verður Grenivík. Björgvin Odd- geirsson sigldi bátnum heim frá Danmörku, en þar var hann smíð- aður. Skipstjóri i Áskeli verður Adolf Oddgeirsson. Meðalganghraði bátsins á heim leiðinni var 9,7 sjómílur, og er aflvélin hátt á fjórða hundrað hestöfl. Báturinn, sem er úr eik, er búinn öllum nýjustu siglinga- og öryggistækjun*. Tilkynnt um verð á II. flokks smjöri f GÆR barst blaðinu tilkynning frá Framleiðsluráði landbúnað- arins um .smjörverð. Segir þar, að vegna hins nýja gæðamats á smjöri hafi verð á II. flokks smjöri nú verið ákveðið 66.25 kr. hvert kg. miðalaust og 36 kr. gegn miðum. Gegn miðum er II. flokks smjörið 6.80 kr. ódýrara Hvert kg en gæðasmjörið, en miðalaust 6,95 kr. ódýrara. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið leitaði sér í gærkvöldi, mun annars flokks smjör enn ekki hafa sézt í búðum. Aðalfundur Félags garðyrkju- manna SL. sunnudag var haldinn aðal- fundur Félags garðyrkjumanna. f stjórn félagsins voru kjörnir: Agnar Gunnlaugsson, form., Bald ur Mariasson, varaform., Einar I. Sigurgeirsson, ritari, Fröde Bunks gjaldkeri og Sigurður A. Jónsson varagjaldkeií. Blómlegt starf Iðju Frá aðalfundi félagsins i gærkveldi Mœðiveiki vart í Reyk- hólasveit í Barðasfr.sýslu Féð á Miðhúsum hefur verið óhraust undanfarin þrjú ár Aðalfundur Spari- sjóðs Reykjavíkur Innistæður nær 88 milljónir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.