Morgunblaðið - 25.03.1959, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.03.1959, Blaðsíða 9
Miðvikudagw 25 marz 1959 MOROJTSHLAÐIÐ 9 Stefán Jónsson frá Brimnesi — Minning í ÞANN mund, er iandsfundur Sjálístæðisfiokksins stóð yfir, barst mér sú óvænta sorgarfregn, að vinur minn, Stefán í Brimnesi, væri látinn. Miklar annir hafa vaidið því, að dregizt hefir lengur en skyldi að rita þessi kveðjuorð til mins horfna vinar. Stefán Jónsson var fæddur í Brimnesi 9. okt. 1884. Foreidrar hans voru þau hjónin Jón Sig- urðsson og Ragnheiður Baldvins- dóttir. Jón var sonur Sigurðar Gisiasonar, bónda á Göngustöðum i Svarfaðardal, og siðari konu hans, Ingibjargar Jónasdóttur fi<é Brúnastöðum í Fljótum, bróður- dóttur Steins skipstjóra Jónsson- ar frá Vík í Héðinsfirði, alkunr.s sægarps og aflamanns, sem fórst með hákarlaskipinu Draupni frá Bigiufirði 1875. Ragnheiður, móðir Stefáns, var settuð úr Fljótum, systir Baldvins Baldvinssonar, er siðast var í Hruna á Dalvik. Stefán ólst upp í Brimnesi. Ungur gekk hann í stýrimanna- skóiann í Reykjavík og lauk það- an skipstjóraprófi. Árið 1913 kvæntist hann Eyvöru Jónínu Tímóteusdóttur, og settust þau að á Dalvík. Sambúð þeirra var stutt, þvi.að hún andaðist 1921. í>au eignuðust tvo syni, Sverri og Jón Ragnar, sem báðir eru nú búsettir í Reykjavik. Árið 1923 gekk Stefán að eiga eftirlifandi konu sína, Önnu Ólafs dóttur. Eignuðust þau eina dóttur, Eyvöru Jónínu, sem búsett er 4 Dalvík, gift Haligrími Antonssyni frá Hrísum. Stefán í Brimnesi hefir fengizt við margt á iangri og starfsamri ævi. Hann hefir verið bóndi, verzl unarstjóri, útgerðarmaður og gegnt fjöida trúnaðarstarfa, enda starfhæfur, traustur og samvizku- samur með ágætum. Snemma á árum vann Stefán við síldarverkun hjá Birni Líndal á Svalbarðseyri. Síðan varð hann umboðsmaður og verzlunarstjóri Höpfners-verzlunar á Dalvík. Um sama ieyti rak hann eigin útgerð. Forstjóri Sparisjóðs Svarfdæla hefir Stefán verið um langt skeið. Þá hefir hann verið gjaldkeri sjúkrasamlags Dalvikur og um- boðsmaður Brunabótafélags fs- lands. Hann hefir unnið mikið að sveitarmálum og átt sæti bæði í hreppsnefnd, skóianefnd og sókn- arnefnd. Auk þessara starfa og margra fleiri, hefir Stefán haft mikii af- skipti af margvíslegri félagsmála- starfsemi. Hann hefir verið mikill áhugamaður um slysavarnir og átti um skeið sæti í björgunar- skúturáði Norðurlands. Á yngri árum vann hann að leiklistarmál- um og hefur verið starfandi í ungmennafélagsskapnum. Stefán var áhugamaður um eflingu kilkjustarfs á Dalvík og gaf mynd arlega ióð undir hina veglegu kirkju, sem Dalvíkingar eru nú að reisa. Hér er aðeins fátt eitt talið af því, sem Stefán í Brimnesi hefir lagt gjörva hönd á um ævina. Mun áreiðanlega ekki ofmælt að roeð Stefáni í Brimnesi er horfinn af sjónarsviðinu einn svipmesti og merkasti borgari hins unga sveitarfélags i mynni hins íagra Svarfaðardals. Ættbyggð sinni unni Stefán mjög, enda helgaði hann henni alit sitt líf og starf. Leiðir okkar Stefáns í Brimnesi lágu saman á vettvangi stjórn- málanna. Stefán var einiægur Sjálfstæðismaður, enda trúði hann á framtak og manndáð ein- staklingsins sem sterkasta afi- gjafa framfara í landinu. Skoð- anir hans á stjórnmálum sem öðr- um efnum voru heilsteyptar, og hann var aldrei hikandi við að berjast fyrir þeim málstað, er hann taldi réttan. Kann að vera, að ýmsum hafi á stundum fund- izt hann harður í horn að taka, en hann var hreinskiptinn, dreng- lyndur og hjálpsamur, enda munu sveitungar hans og margir aðrir minnast hans með þakklæti og söknuði. Ég hygp, að ég hafi aldrei kom- ið á Dalvík, án þess að heim- sækja þau Brimneshjónin. Þang- að var gott að koma. Á móti manni streymdi vinarhugur og hjartahiýja húsbóndans og hans ágætu konu. Ekki kom mér það í hug, er ég siðastiiðið haust heim sótti Brimneshjónin, að það væri í síðasta sinn, er ég sæi Stefán, vin minn, í þessu lifi. Að vísu var hann’ ekki heill heilsu, en hann var glaðvær að venju og samur áhuginn og eidmóðurinn að vinna að eflingu þeirra hugsjóna, er hann trúði á. Stefán í Brimnesi var sérstæður persónuleiki, sem lærdómsríkt var að kynnast. íslendingseðlið var ríkt í fari hans og hugsunar- hætti. Hann var einn af þeim mönnum, sem setja svip á um- hverfi sitt. Það er hverju sveitar- félagi mikill styrkur að eiga slíka borgara. Það finna menn bezt, þegar þeir eru horfnir af sjónar- sviðinu. Þegar ég nú kveð ’Stefán í Brimnesi hinztu kveðju, hefi ég honum margt að þakka. Minning- arnar um samskipti okkar skuiu hér ekki gerðar að umtalseíni, en ailar eru þær minningar ánægju- legar. Dýrmætust er mér hin ein- læga vinátta hans og umhyggju- semi, sem oft minnti mig á föður- iega umönnun. Ég sendi hinni ágætu húsfreyju í Brimnesi einlæga samúðar- kveðju og einnig börnum Stefáns, tengdabörnum og barnabörnum. Ég veit, að ljúfar minningar um góðan eiginmann, föður, tengda- föður og afa verða þeim huggun á sorgarstundu. Magnús Jónsson. Giftist Soraya? RÓMABORG, 23. marz — Aldrei hafa jafnmargir ljósmyndarar komið saman á einum stað síðan Jóhannes páfi var krýndur og á Rómarflugvelli í dag, er Soraya, fyrrum keisaradrottning í Iran, kom í stutta heimsókn með móð- ur sinni til Ítalíu. Orðrómur er á kreiki um að hún muni giftast Raimondo Orsini, ítölskum prinsi. Sú fregn hefur verið borin til baka af móður Sorayu — og haft er eftir góðum heimildum, að Soraya vilji ekki giftast fyrr en íranskeisari, fyrrum maður henn ar, hafi sjálfur gengið að eiga aðra konu. I. O. G. T. St. Einingin nr. 14 Fundur í kvöld kl. 8,30. Minn- ingafundur. —— Æðstiteinplar. St. Mínerva nr. 172 heldur fund í kvöld. Dagskró: Kosning embætitismanna. — Hag- nefndaratriði: Frú Liija Björns- dóttir o. fl. Félagar, f jölnvennið. — Æ.t. fyrir hann að sjá og kynnast helztu 1 'Muðbólum myndiistar- innar í Þýzkalandi, ítaliu og víð- ar. Að loknu námi hófst hann handa með sjáifstæðan atvinnu- rekstur hér í bænum, *g vann sér brátt hið bezta orð fyrir frábæran dugnað, vandvirkni og smekkvisi, hafði hann margt manna við nám og í vinnu hjá sér. Heimili Ludvigs var alltaf i Vesturbænum og ieiddi það af sjálfu sér, að þegar Knattspyrnu- félag Reykjavíkur, K. R., var stofnað, þá gerðist hann brátt ein höfuðstoð og stytta þess, og þótti ágætur knattspyrnumaður á sinni tíð. Ludvig Einarsson mál- arameistari — Minning F. 29. mai 1892 — D. 20. marz 1959 LUDVIG Einarsson var fæddur í Reykjavik 29. maí 1892. For- eldrar hans voru þau hjónin Ein- ar Árnason, kaupmaður og kona hans Guðrún Ludvigsdóttir Knud sen. Voru þau þrjú systkihin. Árni var e’.ztur, þá Rósa og Lud- vig yngstur. Eru þau nú öll látin. Snemma tók að bera á Jistræn- um hæfileikum hjá Ludvig og stundaði hann myndJist allt fram á síðustu ár sín. Hjá vinum hans og kunningjum hanga því all- margar mynda hans og eru sumar ágæt listaverk. Eftir að foreldrar þeirra féllu írá, héJdu systkinin heimilishald- inu sameiginlega áfram, enda giftist aldrei neitt þeirra. Heimilisbragur og umgengni var með óvenjulegri snyrti- mennsku, jafnt utan húss sem innan. Voru þau systkinin mjög samhent um allt i því efni, enda þurfti maður ekki annað en sjá Ludvig aka bifreið sinni, sem allt- af var gljáfægð, rétt eins og hún væri að koma beint úr verk- smiðjunni, og garðurinn á Vestur- götu 45 bar þeim systkinunum fagurt vitni um hvað hægt er að gera mikið úr litJu, þegar hugur og hönd eru samtaka. Ludvig heitinn var hinn mestl höfðingi og munu fáir hafa reynzt honum fremri í þeim efnum. Ég og kona mín færum honum okkar alúðarfyllstu þakkir fyrir allt sem hann var fyrir börnin okkar, sem aldrei mun gleymast. Að lokum flyt ég einkasyni hans, Guðmundi, skrifstofustjóra Kaupfélags ísfirðinga, ísafirði, og konu hans og börnum, mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Hörður Þórðarson. »ð anglýsing i stærsta og útbreiddasta blaðinu — eykur söluna mest — Ludvig nam málaraiðn í æsku, hélt hann að loknu námi utan og vann fyrir sér með iðn sinni og fór víða, eins og þá var titt um unga iðnaðarmenn. Má nærri geta hvílíkur fengur það hefir verið F élagslíi Ferðir hjá skíðaféJögunum um páskana Miðvikudag 25. 3. kl. 8 e.h. —- Hebis-, Mosfellsheiði, Jósefsdalur. Fimmtudag 26. 3. kl. 9 f.h. — Hellis-, Mosfellsheiði, Jósefsdalur. Föstudag 27. 3. kl. 5 e.h. Hellis-, Mosfellsheiði, Jósefsdalur. Laugardag 28. 3. kl. 3 e.h. Hell- isheiði, Mosfeilsheiði, Jósefsdalur. iSunnudag 29. 3. kl. 9 f.h. Hellis- heiði, Mosfellsheiði, Jósefsdalur. Mánudag 30. 3. kl.. 9 f.h. Hellis- Iheiði, Mosfellsheiði, Jósefsdalur. Farið vérður frá B. S. R. alla dagana. Skíðaráð Reykjavíkur. Knattspyrnufélagið Fram Skemmtifundur fyrir 3. og 4. flokk verður í Fram-heimilinu í kvöld, miðvikudag, kl. 8. Bingo. — Kviikmynd. — Stjórnin. FARFUGLAR eldri sem yngri. - Dvalið verður á Heiðarbóli um páskana. Skrif- stofan að Lindargötu 50 mun því verða opin í kvöld kl. 6,30—7,30. Simi 15937 á sama tíma og eru allar uppl. veittar varðandi hent- ugar ferðir o. fl. Nýir félagar vel- komnir. — Nefndin. K.R. — Knattspyrnumenn Skákmót verður í öllum aldurs- flokkum á páskadag. Það hefst kl. 2 í félagsheimilinu. 3., 4. og 5. fl. drengir keppa hver í sínum ald- ursflikki og verður verðlaunabik- ar fyrir hvern flokk. — Hróksmót ið verður fyrir 2 .,1. og meistara- flokk. — Knattspyrnumenn, fjöl- mennið í öllum flokkum. Munið að taka með ykkur töfl og mætið stundvíslega. — Sljórnin. K.R. — Knattspyrnumenn Á morgun (fimmtudag), verður innanhússmót í knattspyrnu fyr- ir alla drengi í yngri flokkum fé- lagsins. Það hetfst kl. 2 og verður sem hér segir: — 5. flökkur kl. 2 —3,30. 3. flokkur kl. 3,39—5. 3. flokkur kl. 5—6. 2. flokkur kl. 6—- 7,30. — Mætið allir stundvíslega. — Sljórnin. Knattspymufélagið Fram --- Knatlspyrnumenn! Æfingar um páskana: Fimmtudag: M., og 1. fl. kl. 10,30; IV. fl. kl. 2; III. fl. kl. 3,15. Laugardag: M., og 1. fl. kl. 5. Mánudag: M., og 1. fl. kl 10,30. IV. ÍL kl. 2; III. fl. kl. 3,15. Bifreiðaeigendur Athugið, að sumrstöðvar vorar við Reykja- nes- og Suðurlandsbraut verða lokaðar laugardaginn fyrir Páska. Látið því smyrja bífreiðina í dag. Opið til kl. 22,30 Ohuféíagib Skeljungur hf. Wesfingliotise ný, glæsileg samstæða, bakaraofn stærri gerðin og 4 hellna eldunarplata til sölu. Upplýsingar Eiríksg. 4 k. 5—7. Sími 24571. Reiðhjól til sölu Til sölu eru tvö reiðhjól telpu "og drengja. Hjólin eru sérstaklega falleg með öllu tilheyrandi og alveg sem ný. Til sýnis í kvöld kl. 7—9 á Laugavegi 19. Ú fger&armenn Stór hringnótabátur nýr, til sölu á Smábátaverk- stæði Svavars Þorsteinssonar, Akureyri. Sími 1937. Skrifstofustúlka óskast. Vinnutími 1 til 5 fimm daga vikunnar. Um- sóknir ásamt uppl. um fyrri störf, sendist afgr. Morg- unblaðsins merkt: „Endurskoðun — 5454“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.