Morgunblaðið - 25.03.1959, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.03.1959, Blaðsíða 2
2 MORCTJNTtT 4 fíl Ð Miðvikudagur 25 marz 1959 Þýzkur togarasjómaður bjargar íslendingi úr höfninni KLUKKAN 8 í gærkvöldi féll ósyndur íslenzkur togarasjómað- ur í höfnina við Ægisgarð, þegar hann ætlaði úr skipi sínu í land. Ungur þýzkur togarasjómaður sá, þegar íslendingurinn féll í sjó- inn og brá skjótt við. Hann kast- aði sér í sjóinn og tókst að bjarga íslendingnum. Þessi þýzki togara- •jómaður er frá Bremerhaven. Hann er tvítugur að aldri og heit- ir Gerhard Jorezk. Hann er skip- verji á togaranum Sagitta frá Bremerhaven sem liggur við Æg_ isgarð. Var skipið að koma til Reykjavíkur til viðgerðar. Þjóðverjinn vildi lítið segja um þessa dáð sína, þegar tíðinda- maður Mbl. hitti hann sem snöggv ast að ir.áli í gærkvöldi. Hann hvíldi sig þá eftir volkió og rabb- aði við félaga sína og ekki var að sjá, að hann kenndi sér meins. Hann var þó dúðaður í prjóna- peysu. Jorezk sagði, að þetta væri fyrsta ferð hans á Sagitta, en áður hefur hann verið á sænsku skipi og kunni hann dálítið í sænsku. Hann var ákaflega hlé- drægur og vildi helzt ekkert láta segja frá þessu „lítilræði". Þegar tíðindamaður Mbl. spurði íslendinginn, hvernig honum liði eftir volkið, svaraði hann því til, að sér liði vel. — Var ekki sjórinn kaldur, spurði fréttamaðurinn. — Nei, en hann var mjög skít- ugur, svaraði íslenzki sjómaður- inn með hægð. Fulhright-styrkir til náms- og kynnisdvalar í Bandaríkjunum Nuuðsyn uð Beykjuvíkuibær geii úi fleiri upplýsingurit en verið hefur Leikrit ef tir Tennessee Williams I APRÍLHEFTI bandaríska mán- aðarritsins Esquire birtist nú nýtt leikrit eftir Tennessee Williams. Leikritið heitir „Sweet Bird of Youth“. Mun það jafnan viðburð ur, er tímarit birta í heild leikrit eftir rithöfunda sem Tennessee Williams, en Esquire hefur haft þann hátt á að undanförnu að birta öðru hverju heil leikrit eft- ir fremstu leikritahöfunda Banda ríkjanna. Leikritið ,sem hér úm ræðir, er frekar langt, í þremur þáttum — og gerist allt á einum degi. Heftið mun nú vera að koma í bókaverzlanir hér. Merkjasalan fyrir Skálatún í SAMBANDI við merkjasöluna á vegum Skálatúnsheimilisins síðasta sunnudag ,hefur blaðið verið beðið að koma á framfæri orðsendingu til tveggja drengja, sem ekki enn hafa skilað af sér fyrir seld merki. Hér er um að ræða Óla Guðmundsson, en hann var skrifaður til heimilis að Haga mel 34, en er þar ekki. Hinn er Sævar Oddsson, Langholtsvegi 112, en heimilisfang það er ekki heldur rétt. Fyrri drengurinn tók merki til sölu í Melaskólan- um en sá síðari í Laugarnesskól- íHljði. anum. Eru drengir þessir góð- fúslega beðnir að hafa samband við Pál Kolbeins, gjaldkera Skálatúnsheimilisins, Túngötu 31. Frá bœjarstjórnarfundi Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI á fimmtudaginn bar Alfreð Gísla- son fram svohljóðandi tillögu: Bæjarstjórnin felur bæjarráði og borgarstjóra að undirbúa út- gáfu árbókar Reykjavíkur og skal miðað við, að útgáfan geti hafizt eigi síðar en á næsta ári. f árbókinni skulu vera upplýsing ar um yfirstjórn bæjarins, stjórn einstakra deilda bæjarrekstrar- ins og framkvæmdir, allar stofn- anir hans og starfandi nefndir. Enn fremur skal að finna þar gildandi samþykktir og reglu- gerðir, hagskýrslur og annan fróðleik, er bæjarfélagið varðar sérstaklega. Fylgdi flutningsmaður tillög- unni úr hlaði með nokkrum orð- um. Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri kvaðst sammála Alfreð Gíslasyni um nauðsyn þess, að bærinn gæfi út upplýsingarit í ríkara mæli en verið hefði. Þess- ari útgáfustarfsemi mætti haga með ýmsu móti. f fyrsta lagi kæmi til greina að gefa út rit svipuð þeim sem Hagstofa Reykja víkur hefði gefið út um eitt skeið. Hefðu slík rit inni að halda hag- fræðilegar tölur og töflur og gætu verið mjög fróðleg á sínu sviði. í öðru lagi kæmi til greina út- gáfa á lögum og reglugerðum varðandi bæinn. Hefði slík útgáfa áður verið rædd hér í bæjar- stjórninni, og þá talið rétt að fresta henni um sinn. Hins vegar gæti verið mjög gagnlegt að fá lög bæjarins og reglugerðir í sér- útgáfu. Verkfalli lijá SAS f þriðja lagi kæmi til greina útgáfa á árbókum, eins og talað væri um í tillögu Alfreðs Gísla- sonar. Hefðu ýmsir bæir á Norð- urlöndum, svo sem Ósló, Árósar o. fl. gefið út slíkar árbækur. í fjórða lagi kæmi til greina útgáfa á myndablaði á vegum bæjarins, en sumir bæir á Norð- urlöndum, svo sem Stokkhólmur, Björgvin o. fl. hefðu haldið út slíku blaði um áratuga skeið. f þessum blöðum væri sagt frá helztu framkvæmdum er væru á döfinni hjá viðkomandi bæjarfé- lagi og jafnframt birtar frétta- myndir af bæjarframkvæmdum. Þessum blöðum væri dreift á heimili borgarbúa, þeim að kostn aðarlausu. Auk þess minntist borgar- stjóri á, að til greina kæmi að bærinn gæfi út sérstök upplýs- ingarit, ætluð fyrir ferðamenn. Borgarstjóri sagði að lokum, að hann teldi brýna nauðsyn bera til að auka þá upplýsingastarf- semi, er fólgin væri í útgáfu slíkra rita á vegum bæjarins. Hins vegar kvaðst hann telja eðlilegt, að umræðum um þessa tillögu yrði frestað og m.a. afl- að upplýsinga frá hagfræðingi bæjarins áður en ráðizt yrði í út- gáfuna. Magnús Ástmarsson tók næst- ur til máls. Taldi hann að þess- arri útgáfu mætti haga með þrennu móti. Upplýsingar um ýmsa starfsemi bæjarins, sem tæki árlegum breytingum, þyrfti að gefa út á hverju ári. Aðrar upplýsingar um starfsemi á veg- um bæjarins væri hins vegar nóg að fá útgefnar á 5 ára fresti. í þriðja lagi kæmi til greina útgáfa á lögum og reglum varðandi bæ- inn. Fleiri tóku ekki til máls og var samþykkt með samhljóða at- kvæðum að fresta málinu og afla upplýsinga um það hjá hagfræð ingi bæjarins. MENNTASTOFUN Bandaríkj- anna (Fullbright-stofnunin) á ís- landi mun veita tvo styrki til sex mánaða náms og kynnisdval- ar í Bandaríkjunum á þessu ári. Styrkirnir eru ætlaðir starfandi kennurum, skólastjórum, náms- stjórum, og þeim, er starfa að stjórn menntamála. Er hér með óskað eftir umsóknum um styrk- ina og þurfa þær að hafa borizt stofnuninni fyrir 12. apríl nk. — Umsóknareyðublöð fást hjá menntastofnun Bandaríkjanna, Laugavegi 13, Reykjavík og í menntamálaráðuneytinu. Styrkir þeir, sem hér um ræðir, eru tólgnir í ókeypis ferð héðan til Bandaríkjanna og heim aft- ur, og dagpeningum, sem nægja eiga til greiðslu dvalarkostnaðar í sex mánuði. Einnig verður veitt ur styrkur til að ferðast nokkuð innan Bandaríkjanna. Þeir, sem hljóta styrkinn þurfa að skuld- binda sig til að dveljast vestan hafs frá 1. sept. 1959 til 28. febr- úar 1960. Menntamálaráðuneyti Bandaríkjanna mun eins og áður annast undirbúning og skipulagn ingu þessara náms- og kynnis- ferða. Umsækjendur þurfa að hafa góða kunnáttu í ensku og láta fylgja um það vottorð eða ganga undir próf því til staðfestingar. Þá þarf að fylgja læknisvottorð um að umsækjandi sé heilsu- hraustur. Æskilegt er, að um- sækjendur séu á aldrinum 25 til 40 ára, enda þótt styrkveitingar séu ekki einskorðaðar við það aldursskeið,. Þeir umsækjendur, sem ekki hafa áður dvalizt í Bandaríkjunum verða að öðru jöfnu látnar ganga fyrir um styrk veitingu. Náms og kynnisdvöl þeirri, sem hér ræðir um, verður þannig háttað í aðalatriðum, að fyrstu tvær vikurnar dveljast þátttak- endur í Washington, þar sem þeim gefst tækifæri til þess að ræða við sérfræðinga um sérstök áhuga mál sín og skipuleggja dvöl sína í landinu enn frekar og kynnast að nokkru Bandaríkjunum og bandarísku þjóðlífi. Því næst sækja þátttakendur sérstök nám- skeið, sem haldin eru við ýmsa háskóla og gefst m. a. kostur á að hlýða á fyrirlestra og taka þátt í umræðum um ýmsa þætti skóla og uppeldismála. Venjulega eru þátttakendur í þessum námskeið- um 20-25 að tölu, frá ýmsumþjóð um, en sérfróður háskólakennari hefur á hendi yfirstjórn nám- skeiðsins. Jafnframt þessu gefst þátttakendum námskeiðanna tæki færi til að kynnast héraði því, er þeir dveljast í, heimsækja sögu staði, söfn, skóla og aðrar menntastofnanir, iðnfyrirtæki, bændabýli o. s. frv. Þessi nám. skeið standa venjulega í 3—4 mán uði. Meðan á námskeiðinu stend- ur fá þátttakendur einnig tæki- færi til að dveljast á amerískum heimilum. Að lokum fá þátttak- endur að ferðast nokkuð um Bandaríkin í mánaðartíma og kynnast því, sem þeir helzt hafa áhuga á. í umsókn þarf að greifia: Nafn og heimilisfang, fæðingarstað, fæðingardag og ár, við hvaða skóla eða menntastofnun umsækj andi starfar og stutt yfirlit um náms og starfsferil. Einnig þarf að taka fram, hvaða líkur séu fyrir því, að hann geti fengið leyfi frá störfum þann tíma, sem hann þarf að dveljast í Bandaríkj unum. Þá þarf eins og áður segir að láta fyllgja heilbrgðisvottorð og vottorð um enskukunnáttu. Umsóknir sendist Menntastofnun Bandaríkjanna á Íslandí, (Fulbrightstofnuninni), Pósthólf 1059, Reykjavík, fyrir 12. apríl nk. Frá Skákþingi * íslands ÞRIÐJA umferð á Skákþingi ís- lands, sem háð er í Breiðfirðinga búð, var tefld í fyrrakvöld. í landsliðsflokki vann Ingi R. Jóhannsson, Jón Guðmundsson og Halldór Jónsson vann Þóri Sæmundsson. Aðrar skákir í landsliðsflokki fóru í bið. Efstur er eftir þriðju umferð í lands- liðsflokki Ingi R. Jóhannsson með 3 v., í öðru og þriðja sæti eru Ingvar Ásmundsson og Ingimar Jónsson, báðir með tvo vinninga og biðskákir, í fjórða sæti er Halldór Jónsson með tvo vinn- inga. Efstir í meistaraflokki eru Jónas Þorvaldsson, Bragi Þor- bergsson og Karl Þorleifsson með 2% v. hver. Fjórða umferð var tefld £ gær- kvöldi í Breiðfirðingabúð. Bið- skákir úr þriðju og fjórðu um- ferð verða tefldar í kvöld. Kaupmannahöfn, 24. marz. í DAG var aflýst verkfalli sænskra flugmanna hjá SAS- flugfélaginu. Verkfallið hefur staðið yfir í 25 daga og haft mik- ið fjárhagstjón í för með sér fyr- ir félagið, Er búizt við, að það verði langan tíma að vinna upp tapið vegna verkfallsins. Fundur Araba- bandalagsins KAIRÓ, 24. marz. — Hinn 31. marz n.k. heldur Arababandalag ið fund í Beirut til að fjalla um deilumál Iraks og Egyptalands. Ráðstefna þessi verður haldin að frumkvæði stjórnar Súdans og á hún að finna leiðir til þess að jafna ágreininginn milli íraks og Arabíska sambandslýðveldisins. í Kairó segja fréttamenn, að stjórn Nassers sé þess mjög fýs- andi, að slík ráðstefna verði hald in, því að hún geri því skóna, að flest Arabalöndin vilji taka upp andkommúnistíska stefnu í anda Nassers. í dag var öllum kommúnistum vikið úr verkalýðsfélögum í Sýr- landi. Arnulf Överland: Odœðisverk, sem gleym- ast, eru endurtekin t RÆÐH, sem Stavanger Aftenblad birtir úrdrátt úr 17. marz sl. segir norska skáldið Arnulf 0verland, að hann hafi tillögu um það, hvernig leysa beri það vandamál, hvar hýsa eigi Krúsjeff, þegar hann kemur í heimsókn til Noregs: — Við skulum láta hann búa í Mþllergata 19, segir skáldið, þar hef ég búið sjálfur um eins árs skeið (í þessu húsi í Ósló var fangelsið, sem Kvisling notaði óspart). — Guðspjallið Frh. af bls. 1. Vizka hans veltir fyrir sér merkingu orðsins, lærdómur hans segir það, játning hans opinberaði það, heiður hans er eins og króna á höfði þess, gleði hans er menguð því, heiður hans hækkaði það, mynd hans opinberaði það, hvíld hans drakk það í sig, kærleikur hans varð limur á því, trú hans umvafði það. ★ svo geta þess til að ýmsar sagnir og setningar í Tómasar guð- spjalli eru eins og í öðrum guðspjöllum, svo sem fyrr segir,- t. d. sagan um blinda manninn, sem leiðir blindan og spámann- inn, sem ekki er viðurkenndur í heimalandi sínu. En svo eru líka hlutir í guðspjallinu, sem hvergi þekkjast aiinars staðar frá og til viðbótar dæmum um það hér að framan, má benda á eftir- farandi í lokin: Loks má viðbótar, 0verland flutti ræðu þessa á Ungverjalandskvöldi í Ósló, sem haldið var í tilefni af þjóðhátíð- ardegi frjálsra Ungverja. Skáld- ið lýsti hinum hörmulegu dögum, þegar okióberbyltingin stóð sem hæst í Ungverjalandi 1956 og gagnrýndi á sinn háðska hátt hið slæma minni skandínavísku rík- isstjórnanna, þegar þær nú byðu þeim manni í heimsókn, sem lagði stærstan skerf til þjóðar- morðsins á Ungverjum. Þá benti skáldið á, að ekki væri langt síðan Krúsjeff boðið Krúsjeff heim í von um, að honum líkí Garhardsen, sagði 0verland ennfremur og bætti við þeirri spurningu, hvað Krúsjeff vildi til Noregs. Hann svaraði sér sjálfur: — Jú, hann vill ganga úr skugga um, hvort við séum nógu feitir til að vera étnir! Þá benti skáldið á, að það væri ekki aðeins hörmulegt gagn vart undirokuðum þjóðum að gleyma þjóðarmorðunum, heldur væri það lífshættulegt, því að ódæði, sem gleymdust, væru end- urtekin. Arnulf 0verland lauk ræðu J ésús sagði: „Ef þeir, sem veita yður leiðsögn, segja við yður: Sjá! konungdæmið er á himnum, þá munu fuglar him- insins leiða yður þangað, ef þeir segja við yður, að það sé í haf- inu, þá munu fiskarnir leiða yð- ur þangað. En konungdæmið er í yður og fyrir utan yður“. Og ennfremur: • ,.E lska þú bróður þinn eins og sál þína“. Og að lokum: E* hefði fellt finnsku stjórnina ; sinni með því, að ekki væri rétt vegna þess að honum líkaði hún ' að bjóða þjóðarmorðingja í heim- ekki. En nú hefur Gerhardsen sókn. g stóð í miðju heimsins og opinberaði mig fyrir þeim í holdinu; ég fann ekki á meðal þeirra neinn, sem þyrsti, og sál mín var hrygg vegna mannanna barna, því hjörtu þeirra eru blind og þau sjá ekki, að þau komu með tómið í heiminn og reyna ekki að fylla tóm sitt, áður en þau skilja við heiminn. Nú eru þau drukkin, en þeg- ar þau hafa kastað burt víninu, munu þau iðrast. Jesús sagði: „Ef holdið er til vegna andans, þá eru það undur, en ef andinn er til vegna holds- ins, eru það undur undranna. En það undrast ég mest, hvernig hið mikla ríkidæmi getur hvílt á þessarí fátækt“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.