Morgunblaðið - 12.04.1959, Side 1

Morgunblaðið - 12.04.1959, Side 1
24 slð'ir Alþingi verði skipað í samræmi við þjdðarviljann Þingmönnum strjálbýi- isins verði ekki fækkað rrumvarp þriggja flokka um stjórnarskrár- breytingu lagt fram á alþingi í gær I GÆR var lagt fram á Alþingi frumvarp til stjórnskipunar- laga um breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins íslands frá 17. júní 1944. Flutningsmenn þess eru formenn þeirra þriggja flokka, sem gert hafa með sér samkomulag um tillögur að nýrri kjördæmaskipun, þeir Ólafur Thors, Emil Jónsson og Finar Olgeirsson. — Frumvarpinu var útbýtt í neðri deild Alþingis kl. 1,30 í gær. En gert er ráð fyrir að umræður um það hefjist nk. þriðjudag og fari þá fram um það útvarps- umræður. Þetta frumvarp um breytingu á stjórnarskránni er í þremur greinum svohljóðandi: 1. gr. 31. gr. stjórnarskrárinnar orðist svo: Á Alþingi eiga sæti 60 þjóð- kjörnir þingmenn, kosnir leynilegum kosningum, þar af: a. 25 þingmenn kosnir hlutbundinni kosningu í 5 fimm manna kjördæmum: Vesturlandskjördæmi: Borg arfjarðarsýsla, Akraneskaup- staður, Mýrasýsla, Snæfells- nes- og Hnappadalssýsla og Dalasýsla. Vestfjarðakjördæmi: Barða- strandarsýsla, Vestur-lsaf jarð- arsýsla, ísafjarðarkaupstaður, Norður-tsafjarðarsýsla og Strandasýsla. kosna þingmenn og lands- kjörna, vera svo margir sem til endist á listanum. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. 3. gr. Ákvæði um stundarsakir. Almennar kosningar til Alþingis skulu fara fram, þeg- ar stjórnarskipunarlög þessi öðlast gildi, og falla umboð þingmanna niður á kjördegi. Undirrót misréttis og ranglætis Stutt greinargerð fylgir frum- varpinu og segir í henni á þessa leið: RDflrmviK_____ 37603 REYKJAI 10.901 Kjéí kjósendartokn'í íqs6 Kortið sýnir fyrirhugaða skiptingu Iandsins í kjördæmi og kjósendatölur þeirra. Sjálfstæðisflokksins, Alþýðu- flokksins og Alþýðubandalagsins, um að flytja þetta frv. til 1. um breyt. á stjórnarskipunarlögun- um. Aðalatriði þessarar stjórnar- breytingar er, að Alþingi verði skipað í sem fyllstu samræmi við þjóðarviljann. Lagt er til, að land inu sé skipt í 8 stór kjördæmi og alls staðar hlutfallskosningar: kjördæmi utan Reykjavíkur verði 7 með 5—6 þingmönnum, en þingmönnum í Reykjavík fjölgað í 12. Jafnframt verði 11 landskjörnir þingmenn til jöfn- unar milli þingflokka, svo að hver þeirra hafi þingsæti í sem fyllstu samræmi við atkvæðatölu sína við almennar kosningar. Þingmönnum strjálbýlsins ekki fækkað Það er meginsjónarmið í frumvarpi þessu, að breyting- arnar frá núverandi kjör- dæmaskipun fækki ekki þing- mönnum dreifbýlisins I heild. Hefur þótt rétt að fjölga þing- mönnum nokkuð til þess að geta fylgt þessari reglu. Leit- azt er við að hafa sem jafn- asta atkvæðatölu að baki hvers þingmanns í strjálbýli, en nokkru fleiri atkvæði að baki hvers þingmanns í þétt- býlinu. Með þessu er reynt að varðveita sérstöðu strjálbýlis- ins í þjóðfélaginu, en taka þó tillit til jafnréttar fólksins í þéttbýlinu til áhrifa á skipan Alþingis. Auk breytinganna á sjálfri kjördæmaskipuninni og tölu þing manna er í frv. sú breyting frá því, sem áður var, að tala lands- kjörinna þingmanna er fastákveð in og ákvæðin um landslista felld burt. Þjóðernissinnar varpa hirgðum úr flugvélum til Khamba-manna Khamba-ættflokkurinn sagdur hafa fengið vopn frá Mongóliumönnum Norðurlandskjördæml vestra: Vestur-Húnavatns- sýsla, Austur-Húnavatnssýsla, Skagafjarðarsýsla, Sauðár- krókskaupstaður og Siglu- fjarðarkaupstaður. Austurlandskjördæmi: Norð ur-MúIasýsIa, Seyðisfjarðar- kaupstaður, Suður-Múlasýsla, Neskaupstaður og Austur- Skaftafellssýsla. Reykjaneskjördæmi: Gull- bringu- og Kjósarsýsla, Hafn- arfjarðarkaupstaður, Keflavík urkaupstaður og Kópavogs- kaupstaður. b. 12 þingmenn kosnir hlutbundinni kosningu í 2 sex manna kjördæmum: Norðurlandskjördæmi eystra: Eyjafjarðarsýsla, Ak- ureyrarkaupstaður, Ólafsfjarð arkaupstaður, Suður-Þingeyj- arsýsla, Húsavíkurkaupstaður og Norður-Þingeyjarsýsla. Suðurlandskjördæmi: Vest- ur-SkaftafelIssýsIa, Vest- mannaeyjakaupstaður, Rang- árvallasýsla og Árnessýsla. c. 12 þingmenn kosnir hlut bundinni kosningu í Reykja- vík. d. 11 landskjörnir þing- menn til jöfnunar milli þing- flokka, svo að hver þeirra hafi þingsæti í sem fyllstu samræmi við atkvæðatölu sína við almennar kosningar. Þingmenn skulu kosnir til 4 ára. Á hverjum framboðslista skulu að jafnaði vera tvöfalt fleiri menn en kjósa á í því kjördæmi, og skulu vara- menn, bæði fyrir kjördæma- Lengi hefur verið ljóst, að ó- hjákvæmilegt væri að taka til gagngerðrar endurskoðunar ákvæði stjórnarskrárinnar um kjördæmaskipun landsins, jafn- hliða endurskoðun á ákvæðum laga um kosningar til Alþingis. Kjördæmaskipunin hefur um langan aldur verið undirrót mis- réttis og ranglætis í íslenzkum stjórnmálum og torveldað heil- brigða, lýðræðislega þróun í land inu. Af og til hafa mikil átök orðið á Alþingi um kjördæmaskipun- ina og síðustu áratugina verið gerðar á henni verulegar breyt- ingar til bóta, en þó eigi svo gagn gerar, að þær gætu til lengdar staðizt. Nú hefur orðið samkomulag milli þriggja flokka þingsins: LONDON, 11. apríl — Selwyn Lloyd, utanríkisráðherra Breta, lét svo um mælt í dag, að hann fagnaði því innilega, að Adenauer hefði heitið því að utanríkisstefna V-Þýzkalands mundi ekkert breytast, ef hann yrði kjörinn forseti V-Þýzkalands. Sagði Lloyd að mikill glæsibragur hefði verið á 10 ára forsætisráðherratíð Adenauers — og framkoma hans í garð annarra Vesturvelda hefði verið einlæg. Adenauer hefði ver Formósu, Peking og Tezpur, 11. apríl. — DAGBLÖÐIN á Formósu fluttu þær fregnir eftir áreið- anlegum heimildum í dag, að ið styrkur stólpi i samtökum lýð ræðisríkjanna. Lloyd sagði ennfremur, að í væntanlegum viðræðum austurs og vesturs yrði fyrst og fremst reynt að tryggja frelsi Evrópu, V-Berlínarbúum rétt til þess að lifa í friði — og reynt yrðr að draga úr spennunni. Hann kvað sjórnmálamenn á Vesturveldum vel gera sér grein fyrir því, að Rússar væru harðir við samninga borðið — og kænir. Khamba-ættflokurinn í Tíbet berðist nú með rússneskum vopnum, sem Tíbetbúar hefðu að mestu fengið frá Mongól- íubúum. Margir þeirra líta á Dalai Lama sem trúarleiðtoga sinn — og þrátt fyrir mikla erfiðleika hefðu margir þarlendir haft sam- band við trúarlega leiðtoga í Tí- bet á undanfömum ámm. Segja þessar fregnir, að rússnesk vopn hafi verið flutt til Mongólíu í vaxanði mæli á undanförnum árum og Mongólíumenn hafi nú flutt Khamba-mönnum töluvert magn vopna af birgðum þessum. Þá hafi Khamba-menn tekið mik ið herfang af kínversku komm- únistunum — og þar hafi verið um bæði rússnesk og kínversk vopn að ræða. Dalai Lama er enn á ferð í skóglendi háfjallahéraðanna í norð-austur Indlandi. í Tezpur bíður hans flugvél, en ekki er búizt við að hann komi þangað fyrr en eftir nokkra daga. Ind- verska stjórnin hefur gert mjög miklar varúðarráðstafanir vegna ferðar hans um skógana, þegar nálgast tekur þéttbýlið. Hafa fjölmennir indverskir herflokkar verið sendir út af örk inni til þess að gæta leiðarinnar, sem Dalai Lama og förunautar hans fara. Hefur bændum og búa liði í þessum héruðum verið skip að að halda sig innan dyra með- an myrkt er af nóttu — og virð- ist sem Indverjar óttist að komm- únistar hafi gert Tíbetunum fyr- irsát í skógunum. Framh. á bls. 23 Dagar Kassems taldir ? KAIRÓ 11. aprfl — Eitt aðalblað ið í Kairó staðhæfir í dag, að kommúnistar í írak séu að boði Moskvu farnir að hugsa til þess að velta Kassem úr forsætisráð- herrastóli. Annað blað fullyrðir, að þegar sé búið að raða niður í alkommúniska stjórn, sem taka eigi við völdum innan mjög skamms tíma, þegar áætlað er að ryðja Kassem úr vegi. Clœsibragur á ferli Adenauers - Segir Uoyd

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.