Morgunblaðið - 12.04.1959, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 12.04.1959, Qupperneq 2
.2 MORGVlSfíT, 4Ð1P Sunnudagur 12. apríl 1959 Herborgr Gestedóttir //' rVogun vinnur - 30 þús. kr. i veði í í KVÖLD verður útvarpað síð- asta þættinum ,,Vogun vinnur — vogun tapar“. f>á keppa 3 þátt- takendur um sínar 10.000 kr. hver og hefur því aldrei verið jafn- mikið í húfi í einum þætti. Kepp- endurnir eru þau Herborg Gests. Stefán Pálsson // Sveinn Ásgeirsson - vogun tapar' siöasta þættinum dóttir, Skúli Skúlason og Stefán Pálsson, en viðfangsefni þeirra Sturlunga, Alþingiskosningar og franska stjórnbyltingin. Upptaka þáttarins hefst kl. 3 í Sjálfstæðishúsinu. Húsið verður opnað kl. 2.30. Fimm samsöngvar Karla- kórs Reykjavíkur Á MORGUN, mánudag, og næstu fjóra daga þar á eftir, þ. e. a. s. dagana 13, 14., 15., 16. og 17. þ. m., heldur Karlakór Reykjavík- ur samsöngva fyrir styrktarfé- laga sína í Gamla Bíói. — Söng- stjóri er Sigurður Þórðarson, en einsöngvarar eru þau Sigurveig Hjaltested, Guðmundur Jónsson og Guðmundur Guðjónsson. Fritz Weisshappel leikur undir á píanó. A söngskrá kórsins á þessum tónleikum verða samtals 13 verk eftir innlenda og erlenda höf- unda. — Á fyrrihluta efnisskrár- innar eru íslenzku lögin, eftir þá Björgvin Guðmundsson, Emil Thoroddsen, Pál ísólfsson, Jón Leifs, Sigvalda Kaldalóns og söngstjórann, Sigurð Þórðarson. — Síðan eru erlend verk eftir þessa höfunda: Verdi, Mascagni, Hugo Alfvén, H. P. Danks, Dvo- rák, Sullivan, Bjarne Gjerström og Johann Strauss. Sigurveig Hjaltested syngur einsöng í „Romacze e Scena“ úr Cavalleria Rusticana eftir Mas- cagni, Guðmundur Jónsson í laginu „1 harmanna helgilund- um“ eftir Pál ísólfsson og „Hljóm inn“ (The Lost Chord) eftir Arthur Sullivan og Guðmundur Guðjónsson í laginu „Ævi hall- ar“ eftir H. P. Danks, sem Sig- urður Þórðarson hefur raddsett. Auk þess syngja þau öll einsöng í lagaflokknum Formannsvísur eftir Sigurð Þórðarson. Góður aíli á línu - sáralítill í net SANDGERÐI, 9. apríl. — Nítján bátar héðan voru á sjó í gær, 16 netjabátar og 3 með línu. — Línubátarnir öfluðu vel, en sára- lítið veiddist í netin. Heildar- aflinn í gær var 96 lestir, en þar af var afli línubátanna þriggja, Guðbjargar, Helgu og Munins II, nær helmingur, eða rúmlega 46 léstir, og voru þeir langaflahæstir í flotanum. — Guðbjörg fékk 18 lestir, Helga 15,3 lestir og Muninn II 12,8 lest- ir. — Tölurnar eru miðaðar við óslægðan fisk. Ef svo fer fram, sem verið hef- ir, um aflaleysi í net, er búizt við, að margir bátanna taki línu á nýjan leik. — Axel. Þessa dagana eru liðin 33 ár síðan Karlakór Reykjavíkur hélt fyrstu söngskemmtun sína, en kórinn var stofnaður í janúar árið 1926. — Allan þennan tíma hefur Sigurður Þórðarson, tón- skáld, haft stjórn kórsins a hendi, að undanteknu einu starfs ári, 1956—’57, er dr. Páll ísólfs- son stjórnaði kórnum. — Söng- menn í Karlakór Reykjavíkur eru nú 37 að tölu. Vegna hljómleikanna hefur kórinn gefið út myndarlega söng- skrá með myndum af öllum kór- mönnum, söngstjóra, einsöngvur- um og undirleikara, og einnig eru í skránni birtir íslenzkir text ar við öll lögin, sem flutt verða, nema tvær aríur eftir Verdi og Mascagni. Sýsliifimdur Skagafjarðarsýslu SAUBÁRKRÓKI, 10. apríl. — Sýslufundur Skagafjarðarsýslu hófst í dag í Templarahúsinu á Sauðárkróki. Er þetta 86. aðal- fundur, en 120 fundur sýslunefnd ar. — Allir fulltrúarnir voru mættir til fundar, nema Jón Sig- urðsson á Reynistað, sn varamað ur hans er væntanlegur á fund- inn. í dag var kosið í nefndir og lögð fram erindi. Næsti fundur hefst kl. 1 síðdegis á morgun. — Má segja, að vel fari á því, að sýslufundur skuli nú haldinn sam tímis sæluviku Skagfirðinga, svo sem fyrrum tíðkaðist. — Jón. STEF fellur frá kröfum Reglugerð í undirbúningi um gsrðardóm, er skeri úr ágreiningi um greiðslur fyrir flutningsrétt ST J ÓRN ARBLAÐIÐ, Alþýðu- blaðið, skýrði svo frá í frétt í gærmorgun, að stjórn STEFS hefði „ákveðið að afturkalla til- kynningar sínar um gjaldskyldu segulbandstækja og stórhækkun á greiðslum ríkisútvarpsins fyrir höfundarrétt tónskálda". — Kvað Friðrik gerði jafn- tefli við Vasjnkov f FJÓRÐU umferð skákmótsins- í Moskvu gerði Friðrik Ólafsson jafntefli við Rússarih Vasjukov. Smyslov vann Lutikov, Bronstein Dr. Filip og Milev Simagin. Skák ir þeirra Aronins og Spassky og Portisch og Larseri fóru í bið. Eftir fjórar umferðir er Rúss- inn Smyslov efstur með 2aA> v., og á eina biðskák að auki. Bron- stein hefur 2% v., þeir dr. Filip, Vasjukov og Millev hafa 2 v. hver, Aronin IV2 og 2 biðskákir, Spassky og Portisch 1% v. og bið- skák hvor, Friðrik er níundi í röðinni með IV2 v„ Larsen 1 v. og 2 biðskákir, Simagi 1 v. og bið- skák, og Lutikov 1 v. Holtavörðuheiði rudd Á FÖSTUDAGSMORGUNINN hafði veður batnað svo á Holta- vörðuheiði, að ýta frá Vegagerð ríkisins lagði á heiðina og tók að ryðja veginn. í slóð hennar fylgdu allmargir bílar, sem beðið höfðu af m'enntamálaráðunéytinurskera 1 færis ,að komast norður yfir' Er til fullnaðar úr ágreiningi um1^,11 hafði komxð bilum þessum Skúli Skúlason arsamtökum og einum tilnefndum slíkar greiðslur. Fulltrúar ráðu- heilu og höldnu yfir heiðina, hélt hun til baka til þess að laga leið ina frékar. neytisins og höfundasamtakanna skulu vera embættisgengnir lög- fræðingar. Formaður dómsins set- ur dómnum starfsreglur, sem raðuneytið staðfestir. Áður en lagður er á úrskurður, skal gerð- blaðið þetta gert samkvæmt kröfu, ardómurinn gefa aðilum kost á menntamálaráðuneytisins, en jafnj að skýra sjónarmið sín fyrir dóm_ framt mundi stett ný reglugerð j inum. Önnur ákvæði gjaldskrár- um gerðardóm, er fjalla skuli um I innar haldast óbreytt.“ Misjöfn veiði HÚSAVÍK, 11. apríl. — Nokkur snjór er nú hér um slóðir, en éljagangur hefir verið hér und- anfarna viku. Aldrei hefir verið hvasst á þessum tíma, svo snjór- inn er nokkuð jafnfallinn, og er færð sæmileg um vegi hér í ná- grenninu. Ekki hefir snjórinn heldur spillt flugvellinum neitt, og er flogið hingað hindrunar- laust. — Hins vegar komst áætl- unarbíllinn ©kki yfir Vaðlaheiði sl. miðvikudag, vegna ófærðar. Litið hefir gefið til rauðmaga- veiða að undanförnu, og afli ver- ið misjafn þegar gefið hefir. Grá- sleppa er nú að byrja að veiðast. — Fréttaritari. slík deilumál í framtíðinni, í gærdag barst svo Morgun- blaðinu svohljóðandi fréttatil- kynning frá STEFI: „Þar sem reglugerð mennta- málaráðuneytisins um flutnings- rétt á ritverkum og tónsmíðum hefir í samræmi við tillögur STEFs verið breytt í það horf, að sérstakur gerðardómur skeri úr ágreiningi um greiðslur fyrir flutningsrétt hugverka hjá út- varpsstöðvunum, hefir stjórn STEFs fallizt á tilmæli mennta- málaráðuneytisins um að nema úr gildi ákvæði gjaldskrár félags- ins um upphæðir varðandi höf- undagreiðslur útvarpsstöðva. Stjórn STEFs hefir samþykkt að um höfundagreiðslur fyrir flutningsrétt hugverka hjá út- varpsstöðvum skulu gilda þau ákvæði, að takist ekki samningar milli heildarsamtaka höfunda og útvarpsstöðvanria, skal geiðar- dómur, skipaður einum hæsta- réttardómara tilnefndum af Hæstarétti, sem jafnframt skal vera formaður dómsins, einum til- nefndum af hlutáðeigandi heild- Mbl. spurðist fyrir um þetta mál hjá menntamálaráðuneytinu í gær. Upplýsti ráðuneytið, að frétt Alþýðublaðsins væri efnis- lega rétt, hins vegar væri mál þetta enn á umræðustigi ,og um- rædd reglugerð hefði ekki verið sett. Lei5rélting f GREIN Veturliða Gunnarsson- ar, sem birtist í blaðinu í gær. varð meinleg prentvilla. — Rétt er umrædd setning: „Það sem Ásgrímur sagði og skrifaði um listina og lífið hefur því miður ekki heyrzt sem skyldi“. — í blaðinu stóð breytzt í staðinn fyr ir heyrzt. Samkvæmt upplýsingum vega- gerðarinnar í gær, var þá gott veður á heiðinni og leiðin fær stærri bílum, og mun svo haldast, ef veður ekki spillist á nýjan leik. Ýta vegagerðarinnar er til taks þar nyrðra til aðstoðar, ef á þarf að halda, og mun hún lagfæra veginn frekar eftir því sem unnt er. Nokkur umferð stærri bifreiða mun hafa verið um Holtavörðu- heiði í gær. Molotov ekki til Hollands HAG, 11. apríl. — Rússneski sendiherrann í Hollandi, S. P. Kirsanov, kom hingað fluglexðis frá Moskvu í dag eftir sex mán- aða fjarveru sakir veikinda að því er tilkynnt var. Koma rúss- neska sendiherrans er almennt talin bera þess vott, að Ráðstjórn- in hefur í bili fallið frá þeirri hugmynd að gera Molotov, fyrr-. um utanríkisráðherra og núver- andi sendiherra í Ytri-Mongólíu að sendiherra Rússa í Hollandi. Háskólafyrirlestr- 1 ar lóns Hclgasonar PRÓFESSOR dr. phil. Jón Helga son er staddur hér í Reykjavík í boði Háskóla íslands. Hann mun halda hér tvo fyrirlestra við Háskólann í þessari viku. Fyrri fyrirlesturinn fjallar um Hauksbók, skinnbók, sem Haukur lögmaður Erlendsson gerði og lét gera í upphafi 14. aldar og enn er til í Árnasafni, þó mjög skert. Af efni Hauksbókar mætti nefna, að þar er geymd ein gerð Landnáma bókar. Síðari fyrirlesturinn mun fjalla um brúðkaupssiðabækur, en það eru bækur frá 16. öld til 18. aldar, sem hafa að geyma ræður, sem haldnar skyídu í brúðkaup- um og forsagnir um. hvernig brúðkaup skyldi fram fara. Báðir fyrirlestrarnir verða flutt ir í hátíðasal Háskólans. Fyrri fyrirlesturinn verður hald inn miðvikudaginn 15. april kl. 8:30 e. h. Síðari fyrirlesturinn verður laupardaerinn 18. anril kl. 5 e. h. ★ IÞR O TTIB ★ Aímæíismót Aftureldingar annað kvöld M arkskotakeppni og tvísýnir kappleikir ANNAÐ kvöld fer fram að Há- logalandi afmælismót Aftureld- ingar í handknattleik. Fer mótið fram að Hálogalandi og fara fram tveir handknattleikskapp- leikir og nýstárleg markskota- keppni. Handknattleiksleikirnir verða annars vegar milli liðs Hafnfirð- inga og úrvalsliðs. Um skipan úrvalsliðsins var ekki kunnugt er þetta er skrifað. Hinn leikurinn er á milli Aft- ureldingar og Fram. Það getur orðið tvísýnn leikur, því þar mæt ast þau lið, sem eftir öllum sól- armerkjum að dæma skipta um sæti í deildum. Allt bendir til þess að Afturelding leiki næsta ár í 1. deild og sömuleiðis bendir allt til þess að Fram falli niður í aðra deild. Þarna gefst því kær- komið tækifæri til að siá hver mismunur er á deildunum hvað styrkleika snertir. íslandsmótið í handknattlcik ÍSLANDSMÓTIÐ í handknatt- leik verður haldið áfram í kvöld kl. 8.15. Þá fara fram þessir leikir: 3. fl. karla A B, KR — Fram. 2. fl. karla A B, Valur _ Þróttur. 1. fl. karla A A, Víkingur —. Ármann. 1. fl. karla A A, ÍR — KR. 1. fl. karla A B, Fram — FH. Nú líður að mótslokum og bar- áttan er í algleymingi. í yngri flokkunum er tvísýn keppni, en hvað harðast er þó „barizt" í 1. flokki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.