Morgunblaðið - 12.04.1959, Síða 3

Morgunblaðið - 12.04.1959, Síða 3
Sunnudagur 12. aprfl 1959 MORCUHBLAÐIÐ 3 Úr verinu --Eftir Einar Sigurðsson- Togararnir. Tíðin hefur verið hagstseð hjá togurunum undanfarið, norðan og norðaustan átt og ekki frátafir frá veiðum. Skipin halda sig á sömu slóðum og áður, flest á Selvogsbankan- um, önnur fyrir vestan og nokkur við Austur-Grænlands. Afli hefur yfirleitt verið rýr, þó hafa einstaka skip verið að fá dágóða veiði eins og t.d. Neptun- us, sem var með 25 lesta meðal- afla á dag. Afla þennan fékk hann á Selvogsbankanum. Askur fékk einnig dágóðan afla við Austur-Grænland, eða 20 lesta meðalafla á dag. Vöttur er um það bil að landa á Austfjörðum. Var hann á Ný- fundnalandsmiðum og hafði 140 lestir, að talið var. Fékk hann aflann aðallega á rúmum sólar- hring, en varð þá að hætta vegna ísreks. Nokkrir togarar .hafa látið senda sér flottrollið til Grinda- víkur, og bendir það til þess, að þeir hafi orðið varir við fisk upp í sjó á Selvogsbanka. Fisklandanir sl. viku: tonn dagar Karlsefni .. 131 11 Hallv. Fróðad. . .. 138 14 Neptunus .. 250 11 Geir .. 228 11 Askur .. 270 13 Þorst. Ingólfss. . 54 19 saltfiskur 89 Jón Þorláksson . . . 220 13 Reykjavík. Aflabrögð voru sæmileg fyrri hluta vikunnar, en þá gekk til hvassrar norðanáttar og gerði landlegu í einn dag. Þegar norðan áttin gekk niður, var minni afli og misjafnara. Færabátar eru margir byrjaðir en hafa litið getað aðhafzt vegna veðurs, þó komust tvær trillur út á föstudag og fengu 500 kg. á færi. Aflahæstu bátarnir fram að föstudegi: Útilegubátar: Hafþór ........ 563 t sl og ósl Helga ......... 485 -------— Bátar, sem róa daglega: Svanur.................. 440 t ósl Ásgeir ................. 369 - — Barði .................. 364 - — Keflavík. Alltaf er stormur og rok, hver sem áttin er, og hefur þótt gott, ef hægt hefur verið að komast í netin annan hvern dag. Afli hefur verið misjafn, nokkr ir bátar með sæmilegan afla oft- ast nær, en svo hefur það líka verið niður í ekki neitt. Sér- staklega eru það minni bátarnir, sem hafa orðið út úr því. Það hef- ur aldrei í allan vetur komið fiskur á venjuleg mið. Nokkrir bátar hafa helzt fengið afla ó- venju djúpt, við 30 mílur frá Skaga á 80 faðma dými. Einn bátur, Guðmundur Þórð- arson, tók netin upp á miðviku- daginn og fór að róa með línu og hefur síðan fengið við 9 lestir í róðri. Annar bátur hefur alltaf verið á línu alla vertíðina og oft ast fengið 7—10 lestir í róðri. Aflahæsti báturinn, Ólafur Magnússon, var með 535 lestir ósl. á fimmtudaginn. Akranes. Tíðin hefur verið erfið siðustu daga vikunnar, norðanbelgingur, sem er slæmur upp á aflabrögðin. Flesta dagana hafa oftast allir verið á sjó nema á fimmtudaginn, þá var ekki nema helmingurinn á sjó. Afli hefur verið mjög tregur alla dagana nema á mánudaginn, þá var ágætisafli, að meðaltali 1714 lest og komst upp í 30 lestir hjá einum, Ver. Algengasti afl- inn hefur síðan verið 6—10 lestir, en nokkrir hafa þó fengið 15—20 lestir dag og dag. Eitthvað var afli glaðari seinustu daga vik- unnar. Hæstu bátar voru fram að föstu degi: Sigrún .............. 582 1 ósl Sigurvon............. 551 - — Ól. Magnússon ....... 487 - — Sæfari .............. 465 - — Vestmannaeyjar. Norðanátt hefur verið alla vik- una, stundum allhvass, þó aldrei svo að ekki hafi allir netabátar verið á sjó. Afli hefur yfirleitt verið mjög góður í netin, algengt 15—20 lest ir í róðri og alltaf nokkrir með allt upp í 40—50 lestir. Fiskur hefur nú gengið á þau mið, sem ekki er venjulegt um netafisk á vetrarvertíð. Hefur undanfarna daga fiskazt vel fast upp í eyjum að vestan, þar sem kallaður er Vestur-Flói. Elztu menn eða þeir, sem byrjuðu neta veiðar í Eyjum, muna ekki eftir, urra mílna takmarkananna. að fiskur hafi fyrr veiðzt í net á þessum slóðum. Handfærabátar hafa fiskað vel, þegar gefið hefur og sumir ágæt- lega. Lifrarsamlag Vestmanneyja hef ur nú tekið á móti 2241 lest af lifur á móti 2267 lestum á sama tíma í fyrra. Gæti það bent til þess, að svo að segja sama fisk- magn væri nú komið á land og í fyrra. Bátar eru nokkru fleiri nú. 10 aflahæstu bátarnir að föstu deginum meðtöldum: Gullborg 758 t ósl Stígandi 662 - — Hannes lóðs 605 - — Kári 594 - — Kristbjörg 582 - — Sig. Pétur 564 - — Reynir 555 - — Ófeigur III 550 - — Andvari 548 - — Björg SU 539 - — Neskaupstaður. Hafþór, hinn nýi 250 lesta tog ari, kom inn úr fyrstu veiðiferð- inni á fimmtudaginn með 15 lest- ir af fiski. Hafði hann aðeins get- að tekið 14 „höl“ vegna hins ó- stillta tíðarfars, og hafði hann þó verið eina 9 daga úti. Önnur bátaútgerð er ekki sem stendur. Gerpir er farinn á Jónsmið og hefur aflað vel, eftir því sem fréttzt hefur. Hólmanes, nýi 140 lesta stál- báturinn á Eskifirði, kom þar inn í vikunni með 86 lestir af fiski. Er báturinn með þorskanet og fékk aflann í 5 umvitjunum. Sjór hefur verið stundaður meira og minna úr öllum ver- stöðvum fyrir sunnan svo sem Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði, Breið dalsvík og Djúpavogi, en afli hef ur verið heldur tregur, og hafa ógæftir bagað mjög alla sjósókn. Færeyingar auka flotann. Ríkisábyrgð verður veitt Fær- eyingum til nýsmíði á stálfiski- bátum og togurum að upphæð 175 milj. króna (m. 55%). Færeyingar fá bækistöffvar í Grænlandi. Grænlandsstjórn hefur fallizt á að veita Færeyingum leyfi til þess að fiska frá grænlenzkum höfnum. Léleg netamenning. Sjómenn við Faxaflóa kvarta mjög undan því, hve mikill yfir- gangur sé hafður í frammi á mið unum, þar sem netin liggja. Það sé mjög algengt að leggja yfir net, sem fyrir eru í sjónum, og enda þræða þau, og gera þannig illkleift að ná þeim upp. Ef lína frá öðrum kemur upp, þegar verið er að draga, hefur alltaf þótt sóðalegt að skera hana í sjó, þ.e. að hnýta ekki saman endana. En það virðist ekki hikað við að skera netin í sjó, ef eins stendur á. Það er meira að segja algengt, að baujur og dufl séu hirt af netum manna kinnroðalaust. Netaveiði er nokkuð nýtilkomin hér við Faxaflóa, og má vera, að þetta framferði stafi eitthvað af því, en muna mættu menn, að hér er um geysileg verðmæti að ræða, og ef spellvirkin sannast, eru menn skaðabótaskyldir. Vertíffin hefur víðast hvar brugðizt. Allt útlit er nú fyrir, að þessi vertíð verði í flestum verstöðv- um með þeim allra lélegustu í mörg ár. Sæmilegur afli er í Vest mannaeyjum og þó mjög mis- jafn eins og á Akranesi og Sandg. og þá er vist að hiestu upptalið. Hörmungarástand er í þessum efnum í Keflavik og Hafnarfirði og víða annarsstaðar mjög slæmt. Aldrei hafa jafnmargir verið á netum og nú, svo að segja hver einasti bátur úr öllum verstöóv- unum hér syðra. Aðeins einir 3 bátar tóku aldrei netin í Sand- gerði og álíka margir eða jafn- vel færri í Keflavik. Annarsstað- ar voru allir með net. Það er mjög sennilegt, að neta- notkun sé orðin of mikil, miðin þoli ekki þessi ósköp af veiðar- færum á ekki stærra svæði. Mjög æskilegt væri að geta stundað meira línuveiðar a. m. k. hér á Faxaflóasvæðinu. Línubát- arnir fiskuðu alltaf vel í vetur, og allir vita, að linufiskurinn er betri, ekki sizt í tíðarfari eins og verið hefur í vetur, þegar fiskur inn hefur sjaldnast verið einnar nátta. Það væri líka æskilegt, að eitthvað af bátunum gæti verið á dragnótaveiðum til þess að Sr. Óskar J. Þorláksson: Fel Drottrá vegu jpína Fel Drottni vegu þína, og treystu honum, hann mun vel fyrir sjá. (Sálm. 375). RITNINGIN byrjar á þessum orð um: „í upphafi skapaði Guð him- in og jörð“. Guð er skaparinn, herra himins og jarðar. Líf og til vera manna og alls, sem lifir er í hendi hans. Á þessum grundvelli byggði Jesus Kristur kenningu sina en lagði auk þess ríka áherzlu á hið persónulega samband mannanna við Guð, handleiðslu hans í störf um og lífi. Bænalífið var tengi- liðurinn milli Guðs og manna, far vegur Guð anda og kraftar til mannanna. í bænalífi Jesú sjálfs, dæmi- sögum hans og ræðum kemur þetta allsstaðar mjög skýrt iram, en þó hvergi betur en í sjálfu Faðir vorinu, þar sem Kristur segir oss beinlínis að koma með öll vandamál lífs vors fram fyrir Drottin. Bænalíf vort byggist á því, að vér treystum Guðs handleiðslu, að hann geti haft áhrif á líf vort og hjálpað oss til þess að ráða fram úr þeim vandamálum lífs- ins, sem mæta oss á hverjum tíma. Bænin á ekki fyrst og fremst að vera fólgin í því, að vera að biðja Guð um þetta og hitt, sem vér kunnum að þrá og girnast, heldur eigum vér að opna hjörtu vor fyrir áhrifum Guðs anda, svo að vilji hans fái að hafa áhrif á lífsstefnu vora. Einmitt í þessu er fólgin sú handleiðsla, sem trúaðir menn hafa fundið í lífi sínu á öllum tímum og hefur borið ávexti í réttlætiskennd, sannleiksást og kærleiksþjónustu. II. Vér skiljum það ekki alltaf, hvernig Guð hefur afskipti af lífi vor mannanna. Þegar sorg og mótlæti verður á vegi vorum, þá finnst oss, að Guð hafi verið harð ur við oss, eða hann daufheyrist við því, sem vér biðjum hann og oss finnst sérstaklega miklu varða. En hvenær getum vér sagt, hvað oss er raunverulega fyrir beztu á hverri tíð? Og höfum vér ekki öll þreifað á því, hvernig Guð lætur rætast úr erfiðleikum þeirra, sem treysta honum og leggja fram krafta sína? Og getur ekki jafnvel hið erf- iða og mótdræga haft sína þýð- ingu fyrir líf vort, þegar frá líð- ur, þó að vér sjáum ekki gildi þess á líðandi stund? „Það, sem sárast syrgði ég fyrr, er sál mína farið að kæta“. Vér skulum því trúa á hand- leiðslu Guðs í gleði og sorg ævi vorraf. Og vér verðum að leyfa honum að komast að í sál vorri, svo að kraftur hans fái að hafa áhrif á líf vort. Vér hlustum allt of lítið á það, sem Guð vill til vor tala, i orði sínu, í sköpunarverkinu, eða í vorri eigin samvizku. Stundum er handleiðsla Guðs mjög augljós í lífi vor mannanna, en stundum fer hann hinar furðu iegustu leiðir til þess að láta vilja sinn rætast í lífi voru. Vissulega þurfum vér á hand- leiðslu Guðs að halda lífinu, vér getum raunverulega ekkert án hans, en Guð þarf líka á oss mönnunum að halda, til þess að framkvæma vilja sinn hér í heimi. Þess vegna eigum vér að vera samverkamenn Guðs og þjónar. Sumir halda að öll tilveran sé í svo föstum skorðum, að engu verði þar um þokað, vér séum eins og hlekkir í keðju örlag- anna, jafnvel að skapadægur vort sé löngu fyrir fram ákveðið. Til hvers væri þá siðferðileg við- leitni mannsandans? Handleiðsla Guðs er í því fólg- in, að vilji vor komist undir sterk áhrif Guðs anda, svo að vér getum bókstaflega breytt rás þeirra viðburða, sem mótast af ill um öriögum. Vér lærum bezt að þekkja Guð, fyrir boðskap og líf Frelsara vors. Hann var ljómi Guðs dýrð- ar og imynd veru hans. Og því kjósum vér hann að leiðtoga í daganna þraut, í gleði og sorg. Vertu hjá mér hirðir beztur hjartað mitt svo eigir þú, þegar dug og djörfung brestur, Drottinn gef mér nýja trú. Vertu hjá mér, hvort ég þarf, hvíldar eða vinn mitt starf. Loks er æviárin þverra, allra næst mér vertu, herra. Ó. J. P. dreifa flotanum. Ef til vill væri hægt að stunda síldveiðar með árangri, t. d. í flottroll með tveim ur bátum. Síldveiði í reknet byrj aði frá Akranesi í marz í fyrra. Það er allt of mikið tómlæti í þessum efnum, því sýnt er, að til stór vandræða horfir, ef hinu sama fer fram. Það á ekki að leggja allt á eitt spil. Vandamál ið, sem fyrst liggur fyrir að leysa, verður, hvernig útgerðar- mönnum verður gert kleift að undirbúa sig undir síldveiðina, ef vertíðin ætlar alveg að bregðast, eins og allt útlit er fyrir. Það er líka önnur hlið á þessu máli. Hinar stóru og afkastamiklu vinnslustöðvar standa hálfnotað ar og illa það, og fólkið hefur þar lélega atvinnu á móti því, sem verið gæti. Þetta er líka vandamál, sem vert er að gefa gaum, þegar illa aflast ár eftir ár. Þarna er mikil sóun á verð- mæti, ef hægt væri úr að bæta með meiri fjölbreytni í veiði- aðferðum. Útgerff og fiskverkun. Því hefur verið varpað fram, að 90% af útgerðarmönnum verk uðu fisk sinn sjálfir. Ekki er ó- sennilega til getið. Ef litið er á stærstu verstöðvarnar eins og við Faxaflóa og Vestmannaeyjar, gæti þetta látið nærri, þegar karfaveiðin er undanskilin. Hvað við kemur öðrum landshlutum, er heldur ekki ólíklegt, að hlut föllin séu eitthvað svipuð, ef lit ið er á vinnslustöðvar kaupfélag anna sem eign viðskiptamann- anna eða félagsm. þótt þau við- skipti séu eins og viðskipti milli óviðkomandi. Það hefur alltaf þótt sjálfsagt, að útgerðarmaðurinn verkaði sinn fisk sjálfur, eftir því sem við yrði komið. Þó er ekkert óeðli- legt, að þarna sé verkaskipting, þegar svo hagar til, t. d. eins og þegar útgerðarmaðurinn er jafn framt skipstjóri og yrði þá að sjá allt í landi með annarra augum. Margir veigra sér líka við áhætt unni, því að fiskikaup hafa löng- um verið áhættusöm sér á landi. um verið áhættusöm hér á landi. Þróunin hefur mjög stefnt í þá átt að frysta sem mest af fiskin- um. Má gizka á, að nú séu frystir um 2/3 hlutar. Margir útgerðar- menn halda sig þó eingöngu að söltun og herzlu. Stofnkostnaður er minni, og margir álíta það engu óhagstæðara en frystinguna og gera það jöfnum höndum, enda þótt þeir hafi aðstöðu til að nota allar þrjár verkunarað- ferðirnar. Þessar þrjár verkunaraðferðir þróast nú hlið við hlið. Þær eiga að sýna yfirburði sína og sem minnst að vera gripið fram fyrir hendurnar á eðlilegri þróun. Þaff er þjóðarbúskapnum í heild fyrir beztu. s „Úr verinu“ kemur ekki um j i næstu helgi. {

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.